Vísbending - 11.04.2011, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 1 4 . t b l . 2 0 1 1
Aðrir sálmar
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.
Net fang: visbending@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök.
Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita
án leyfis út gef anda.
Hefur meirihlutinn
alltaf rétt fyrir sér?framhald af bls. 3
Á millistríðsárunum var Winston Churchill þekktur sem leiðinda
nöldurseggur. Hann hvatti Breta til þess
að vígbúast gegn hættulegum herjum
Hitlers. Hann sá það fyrir sér að ef Bret-
ar, Frakkar og Bandaríkjamenn sætu
þöglir hjá meðan nasistar færu sínu fram
myndi það leiða ógæfu yfir heimsbyggð-
ina. Það er hollt að minnast þess að nas-
istar náðu völdum í kosningum og ein-
veldi þeirra var í kjölfarið samþykkt af
þinginu. Vald sitt notuðu þeir til þess að
níðast á minnihlutanum, útrýma skoð-
anafrelsi og síðar gyðingum og öðrum
hópum sem voru þeim ekki þóknanleg-
ir. Jafnvel þó að mönnum væri í upphafi
ekki almennt ljóst hve miklir fantar nas-
istar voru, hafði Churchill ætíð horn í
síðu þeirra og varaði við því að fallast á
ofbeldi og yfirgang. Churchill var ekki
vinsælasti stjórnmálamaður Breta á þess-
um árum. Forsætisráðherrann Chaim-
berlain vildi hins vegar allt gera til þess
að forðast stríð og samdi í München um
það að afhenda Þjóðverjum Súdeta-hér-
uðin í Tékkóslóvakíu. Chamberlain
hitti Hitler og forsætisráðherra Frakka
árið 1938, sneri heim, veifaði samn-
ingunum og lýsti því yfir að hann hefði
tryggt „frið á okkar tímum.“ Hann var
hylltur sem þjóðhetja við heimkomuna.
Þungu fargi var létt af þjóðinni. Allir
vildu frið. Bretar lyftu ekki litlafingri
þegar Tékkóslóvakía öll var hernumin.
Þegar lönd Evrópu tóku að falla eins
og spilaborg fyrir skipulögðum herjum
Þjóðverja var þrautalendingin sú að gera
Churchill að forsætisráðherra. Ekki bara
vegna þess að hann var hinn sterki mað-
ur, heldur vegna þess að hann hafði haft
rétt fyrir sér um Hitler. Það gekk ekki að
halda sig við gömlu stefnuna, jafnvel þó
að hún hefði verið samþykkt, beint og
óbeint, af miklum meirihluta þjóðarinnar.
Þessi saga sannar það að þó að meiri-
hlutinn ráði og nái oftast að stjórna ferð-
inni, þá er ekki þar með sagt að hann
hafi alltaf rétt fyrir sér. Bæði á Íslandi og
erlendis hafa þjóðirnar orðið fyrir því
óláni að foringjar hafa ekki gert það sem
er rétt heldur það sem er vinsælt hverju
sinni. Heiðarleika og staðfestu er ekki
hægt að kjósa um. bj
kvarða. Fjárfestar verða bæði að taka tillit til
skammtímabreytileika og langtímaþróunar.
Á gjaldeyrismarkaði þarf skammtíma-
greining að taka tillit til daglegs flökts.
Langtímagreining þarf að skoða leitni í
raungengi og ákvarða hvort það sé of hátt
eða lágt. Á íslenska markaðinum þarf að
taka tillit til stöðu gengis/raungengis á
hverjum tímapunkti og reyna að gera sér
grein fyrir því hvert stefnir til langs og
skamms tíma. Til langs tíma blasir við að
verðþróun á Íslandi hlýtur að vera í takt
við verðþróun í heiminum, eins og verið
hefur síðustu áratugi. Gengi krónunnar
getur brenglað myndina til skamms tíma
en ekki langs.
Hvað er hægt að gera?
Verðlag og gengi eru tímaferlar. Þeir
verða ekki greindir tölfræðilega nema
með tímaraðalíkönum. Þegar menn full-
yrða að gengi íslenskrar krónu sé óstöðugt
þarf að setja það í samhengi. Viðmið eru
nauðsynleg, að bera íslenska krónu saman
við aðrar myntir. Þegar verðleggja á samn-
ing í íslenskum krónum þarf að taka tillit
til flökts krónunnar og verðleggja áhætt-
una. Ef menn segja að Ísland sé áhættu-
samt þarf að segja hversu áhættusamt
miðað við önnur lönd. Stöðugt þarf að
fylgjast með langtímaeiginleikum eins og
raungengi (e. purchasing power parity og
uncovered interest parity). Á sama hátt þarf
að fylgjast með daglegu flökti og bera eig-
inleika þess saman við erlendar tímarað-
ir, t.d. skoða formerkjabreytingar, stærð
tölugilda breytinga og fleira. Þetta kallar á
stöðuga, sérhæfða vinnu sem er ekki ódýr.
Starfsmaður í stöðugri vinnu safnar gögn-
um, metur og uppfærir líkön og ályktar
um stöðuna. Mitt mat á núverandi stöðu
er að við séum nokkurn veginn á réttum
stað með gengið. Íslenskt atvinnulíf þarf
hins vegar að taka sig á, fara í arðbærar
fjárfestingar og hagræða til að geta hang-
ið í þróuninni í Evrópu og víðar. Ef það
gengur ekki eftir má reikna með því að
gjaldmiðillinn og kaupmátturinn rýrni
enn frekar.
Samanburður á nokkrum
vísitölum
Verðaðlögun á Íslandi verður að hluta til
í gegnum skráð gengi krónunnar. Hægt
er að fá mat á íslenskri verðbólgu í evrum
með því að deila gengi krónunnar upp í
neysluverðsvísitöluna. Á árunum 1999 til
2010 hafði evran hækkað um 88% í krón-
um. Neysluverðsvísitalan hafði hækkað
um 98% á sama tíma. HICP-vísitalan í
Þýskalandi óx um 21%. Því virðist raun-
gengi íslenskrar krónu í desember 2010
vera 5-15% lægra en það var í byrjun árs-
ins 1999. Gera verður ráð fyrir að í báðum
þessum vísitölum sé einhver mæliskekkja
og því matið á raungenginu ekki nákvæmt
upp á prósent. Á mynd 1 eru bornir sam-
an nokkrir ferlar verðvísitalna sem allir eru
settir á 100 í janúar 1999. Íslenska vísital-
an rís mest. Gríska HICP verðvísitalan í
evrum rís mun hraðar en þýska vísitalan i
evrum. Meðalverðbólga á ári í Grikklandi
var 3,4% á tímabilinu, en í Þýskalandi
1,6%. Ekki er eðlilegt að gera ráð fyrir
að slíkur verðbólgumunur fái staðist til
lengdar. Eitthvað hlýtur að bresta og má
ætla að það verði í minna landinu. Mælt í
evrum virðist sem Íslendingar hafi gengið
í takt við Grikki á tímabilinu 2002-2008.
Hvorki Grikkir né Íslendingar kom-
ast upp með eigin innlenda verðþróun.
Íslenska krónan lætur undan með skelli í
lok árs 2008 og því hefur íslenskt verðlag
snarlækkað í evrum. Vænta má aðlögunar
íslensks verðlags að evrópsku, annað hvort
með hækkandi gengi krónunnar gagnvart
evru eða hækkandi innlendri verðvísitölu.
Mynd 2 sýnir þróun neysluverðsvísitölu
og gengis tveggja stórra gjaldmiðla. Af
þeim myndum að dæma virðast tengslin
við evruna vera sterkari.
Samantekt
Á síðustu tíu árum hefur orðið kollsteypa
í gengismálum Íslands. Gengið hefur nán-
ast farið í heilan hring gagnvart evru, þ.e.
risið hátt á tímabili og svo fallið nokkurn
veginn niður í upphafsstöðu. Lítil lönd
eins og Grikkland og Ísland munu ekki
geta haft eigin innlenda verðlagsþróun. Í
Bandaríkjunum hefur á síðustu 10 árum
verið sjálfstæð verðlagsþróun gagnvart
evruríkjunum. Hugsanlegt er að Banda-
ríkin séu nægilega stór til að geta haldið
slíku áfram. Íslendingar munu vænt-
anlega fylgja Evrópu í verðlagsmálum,
hvaða gjaldmiðil sem notast verður við.
Ef íslensku krónunni verður fleytt aft-
ur, má ætla að peningamálayfirvöld gæti
þess að láta hana ekki styrkjast með sama
hætti og gerðist á árunum 2002-2008.
Sjálfstæðum íslenskum gjaldmiðli verður
mun meira stýrt í framtíðinni, og þar með
verður hann líkari Evrópumyntum en nú
er. Langtímagengisáhætta í fjárfestingum
á Íslandi fyrir Evrópubúa og í Evrópu fyrir
Íslendinga ætti því að vera minni en lang-
tímagengisáhætta á öðrum svæðum.
Á síðum European Central Bank
Statistical DataWarehouse,
http://sdw.ecb.europa.eu/, má ná í evr-
ópskar verðvísitölur.