Lýðveldi - 13.03.1925, Blaðsíða 1

Lýðveldi - 13.03.1925, Blaðsíða 1
LYÐVELDI ÚTGEFANDI: VILHJÁLMUR TH. JONS’ON arg. Reykjavik 13. marz 1925. 1. blað. glremséa síban qt l&ifyaSllup barnanna, (Hér mega börnin skrifaj. Á leið í skólann. Svanhvít og Dagbjartur voru á leið í skólann. Pau voru jafn gömul, bæði á 11. ári. Svanhvít litla átti heima á Lindar- götunni, en Dagbjartur á Hverfisgötunni skamt frá. Þau áttu venjulegast samleið í skól- ann. Það er sagt um okkur börnin hér í Reykjavík, að við séum léttúðug og viljugust á að slæpast á götunni, sé eitthvað hæft í því, sem ég efast ekki um, þá eigum við þá sök ekki ein. Hver sem hefði veitt Svanhvít litlu og Dagbjarti athygli þennan dag hefði getað sannfærst um að þessi tvö börn voru engir götuslæpingjar. Almenningi tii fróðleiks ætla ég að birta orðrétt samtal þessara skólasyst- kina minna: Svanhvít: »Pabbi sagði í gærkvöldi við mömmu að þingmennirnir vildu ekki láta eyða eins miklum peningum til þess að láta kenna okkur börnunúm, eins og verið hefir. Skelfing eru þeir grútarlegir, finst mér«. Dagbjartur: »Já, en heyrðu? Pabbi sagðist hafa verið uppi á pöllum i gær og þá hefðu þeir verið að tala um ríkis- lögreglu eða einhvern her. Hann sagði að ráðherran vildi það af því að verka- mennirnir létu svo illa þegar þeir gerðu verkfall, og vildu fá hærra kaup«. Svanhvít: »Hefir ráðherran ekki voða- lega hátt kaup?«. Dagbjartur: »Jú, jú, en þeir eru víst þrír og hafa margar þúsundir króna, þegar pabbi hefir vinnu á eyrinni, þá fær hann stundum gott kaup, en þó segist hann ekki hafa hálft kaup á við þá«. — Svanhvft: »Pað væri gaman að vera ráðherra Dagbjartur, geta ekki stúlkur ráðherra?«. Dagbjartur: »Pað er nú ekki kven- manns verk kelli mín, en stúlkur geta orðið þingmenn, það er ein stúlka á alþingi og heitir Ingibjörg. Svanhvít: »En hvað það hlýtur að vera gamanl Ætlar þú að verða þingmaður Dagbjartur?«. Dagbjartur: »Nei, pabbi segir að ég eigi að verða sjómaður, það sé svo karlmannlegt verk, og það eru mestu mestu menn þjóðarinnar, segir hann«. Svanhvit: »Geta stúlkur ekki líka verið sjómenn?«.

x

Lýðveldi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðveldi
https://timarit.is/publication/1343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.