Lýðveldi - 13.03.1925, Side 2
2
LÝÐVELÐI
Lýöveldi
kemur út einu sinni i viku.
f Vilhjálmur Th. Jóns’on.
ítstj rn. | Ágíist Jóhannesson.
Afgreiðsla: Klapparstíg 44, simi 1444.
Áskriftargjald: Kr. 0,50 á mánuði. —
Lausasala: Kr. 0,15 aura eintakið. —
Dagbjartur: »Nei, það er ekki siður,
en þær geta verið skipsjómfrúr. — En
nú erum við komin að skólanum.
12 ára drengur.
Lýöveldli
ávarpar þjódina.
Heilir og sælir bálsar góðir
hvað segir okkar gamla móðir.
Lýðveldi út á landsins hjarn
labbar eins hægt og minsta barn.
Fjallkonan hafði heitið því
halda Lýðveldi skefjum i,
meðan fullveldi sýndi sinn
sóma og þjóða kærleikinn.
Með ólögum ferst helst alt eða flest.
allir sjá þó hvað vinnur bezt.
Um það ei myndum óþarft hjal
auðsýnt er það, sem -gera skal.
Steínuskráin.
1. Lýðveldi er málgagn hinnar uppvax-
andi kynslóðar íslands.
2. Lýðveldi hefir á stefnuskrá sinni, að
einhverju leyti, helst öll áhuga og vel-
ferðarmál þjóðarinnar. Það vill leit-
ast við að gefa leiðbeiningar, að sva
miklu leyti sem kraftar leyfa í verk-
legum vísindum til lands og sjávar.
3. Lýðveldi flytur neðanmáls, ágrip af
hérlendum og erlendum þjóðar-
siðum, og einnig fyrirlestra, sem
fluttir hafa verið hér á landi og í
Ameríku, er ekki hafa komið á prent
og eru því ókunnir okkar söguríku
þjóð. Ennfremur getur verið að blaðið
minnist lítils háttar á lög og reglur
sem reynst hafa vel hjá þeim þjóð-
um er sjálfstjórn hafa með höndum.
4. Lýðveldi vill sameina krafta þjóðar-
innar og koma því inn hjá þjóðinni,
að við eigum öll að vera sannir og
góðir íslendingar og bræður og syst-
ur, ef við erum það ekki nú, þá
vonar samt Lýðveldi að við verðum
það.
5. Lýðveldi birtir ekki aðsendar greinir
nema að þeim fylgi fult nafn og
heimilisfang. Persónulegar ádeilur
tekur blaðið ekki, svo fremi að þær
geti hnekt áliti einstaks manns, nema
að sá sem um er skrifað hafi unnift
eitthvað er komi í bága við heill
þjóðarinnar.
Auglýsingar og ritgerðir, sem snerta
verklegar framfarir tekur blaðið fúslega
á móti.
Lýðueldi vill vera gott barn sem þjóð-
inni þgkir vœnt um.
'X'il lesaudans.
Lesendur Lýðveldis eru beðnir að af-
saka þó ritháttur minn sé ekki á feg-
ursta gullaldarmáli. Ég hefi dvalið full
átján ár erlendis og er því farinn aö
ryðga talsvert í íslenzkri tungu, var
áður enginn snillingur í móðurmálinu.
Útgefandinn.