Lýðveldi - 13.03.1925, Blaðsíða 3

Lýðveldi - 13.03.1925, Blaðsíða 3
LÝÐVELDI 3 Fullveldið ísland. Öllum íslendingum mun það Ijóst, að nú eru liðin full 6 ár siðan islenskur fáni var dreginn að hún yfir gamla landshöfðingjahúsinu á iúnblettinum milli Bankastrœtis og Hverfisgötu, var með því gefið til kynna, að Island væri sjálfstætt riki, hafði öðlast fullveldisnafn með þingbundnri konungsstjórn. Þetta var mikill gleðidagur fyrir hina íslenzku þjóð. Göturnar í kring og torgið framundan landshöfðingjahúsinu voru alskipuð börnum, ungu og gömiu fóiki af öilum stéttum landsins. Allur hópur- inn var mjög alvarlegur, þögull og prúður, en mókti þó í einskonar áhyggju deyfðar og dularfullum sælunnar draum. íslendingar eru svo skapi farnir að ef þeir eru hrifnir af einhverju, þá lifa þeir eins og út á þekju mjög fálátir og stiltir. Skamt fyrir framan dyr landshöfðingja- hússins — (nú Stjórnarráðshúsið) stóð fiokkur af borðalögðum dönskum her- mönnum. Flokksforinginn benti á fána vorn með sverði sínu. Einn maður i hópi islendinga benti á móti sverðinu og manninum með hönd sinni og uppréttum flötum lófa. Einhver mun hafa tekið eftir þessu þó flestir væru fjötraðir hugljúfum vökudraum. En eng- inn veit hver maðurinn var, er rétti fram sina beru höud móti hinu skarpa sverði. Ekki veit neinn hvað maðurinn hefir meint með þessu, eu liklegast hefir það átt að sýna, að ber hendi og flatur lófi gæti verið vörn fullveldisins. Dagurinn var kominn og stundin stóð yfir, að íslendingar fengu viðurkent sjálf- stæði sitt. Óskir þegnanna voru upp- fyltar. Þeir voru löngu búnir að vera óánægðir með yfirráð Dana og á kala hafði borið á milli þjóðfiokkanna, en síðan hans hátign konungurinn veitti lslendingum þessi fyrtöldu fullveldisrétt- indi hefir samkomulagið milli þessara þjóða verið í góðu lagi og er »Lýðveldi« sönn ánægja að geta þess. Áftur á móti hryggir það y>Lýðveldi«, að samkomulagið innbyrðis milli Islend- inga sjátfra hefir versnað um allan helming. Þjóðin virðist standa á hættulegu stígi. Það má heita svo að hver hendin sé uppi á móti annari. Nú á dögum gengur þvi næst kraftaverki þar sem t. d. 2—3 menn eru samankomnir ef þeir geta verið fullkomlega sammála um eitt at- riði, og af öllu þessu ósamkomulagi leiðir svo flokkadráltur. Hinir pólitísku flokkar í þessu fá- menna íslenzka þjóðfélagi eru nú orðnir æði margir og skreyta sig með sínu nafni hver. Um nafngjafa þeirra höfunda og tilgang telur »Lýðveldi« ekki sitt með- færi að fjölyrða. Pó mætti ef til vill leiöa getur að því að valdhafar og trúnaðar- menn þjóðarinnar eigi ekki hvað minst- an þátt f þessum flokkadrátt og dular- fullu flokksnöfnum. Flokkarnir og nöfn þeirra hljóta að vera framkvœmi þeirra er fœðingunni valda. Flokkarnir með allri sinni sundrung eru ekkert lifsins »Balsama fyrir land og þjóð. — Tólfunum kastar þá fyrst er til kosn- inga er gengið. Margir eru svo ruglaðir að þeir vita tæpast og oft ekki hvaða flokki þeir tilheyra, svo þeir glæpast jafnvel á að kjósa þá, sem eru mótstæðir þeirra hagsmunum. Endirinn verður þvi iðulega sá, að þingsætið hreppir eins og Stephan G. Stephansson segir sá sem er »lagnastur og lygnastur, sá verstis. Svo ramt kveður að þessum flokka- hringlanda, að jafnvel hinir vitru þing- menn ern að villast flokk úr flokki þegar inn í þingsalinn kemur, og vita sumir þeirra tæpast hvar þeir eiga heima og er

x

Lýðveldi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðveldi
https://timarit.is/publication/1343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.