Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Blaðsíða 1

Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Blaðsíða 1
STOFNUN helstu stærða úr þjóðarbúskapnum 1982 og þjóðhagsspár 1983 Nr. 1, apríl 1983 Að undanförnu hefur verið unnið að uppgjöri helstu þjóðhagsstærða fyrir árið 1982 og endurskoðun þjóðhagsspár fyrir árið 1983. Að venju verður þetta efni sett fram í riti Þjóðhagsstofnunar, Úr þjóðarbúskapnum, en þessa dagana er unnið að frágangi þess. Hér fer á eftir ágrip af helstu niðurstöðum um framvindu og horfur í efnahagsmálum. Efnahagsþróun í umheiminum. Árið 1982 var ár mikilla efnahagserfiðleika um allan heim. Þjóðarframleiðsla iðnríkja minnkaði og milliríkjaviðskipti drógust saman annað árið í röð. Meira en þrjátíu milljónir manna voru atvinnulausar í iðnríkjum Vesturlanda og fjölgaði eftir því sem á árið leið. Áhrif kreppunnar koma þó enn harðar niður á þróunarríkjunum. Mörg þeirra áttu erfitt uppdráttar vegna markaðserfiðleika og vaxandi skuldabyrði. Skuldasöfnun og jafnvel yfirvofandi greiðsluþrot einstakra ríkja stofnuðu gjaldeyris- og viðskipta- kerfi heimsins í verulega hættu, sem þó tókst að bægja frá með alþjóðlegu samstarfi. Þótt flest væri mótdrægt í efnahagsmálum í heiminum á árinu 1982, mátti greina nokkrar jákvæðar breytingar í hagþróun. Má þar nefna hjöðnun verðbólgu og lækkun olíuverðs og nafnvaxta á síðustu mánuðum ársins. Raunvextir á alþjóðalánamarkaði eru þó enn mjög háir. Margt þykir benda til þess, að á árinu 1982 hafi efnahagsstarfsemin í heiminum náð botni í óvenjudjúpum öldudal. Saman fóru venjuleg hagsveifla og langæ vandamál í skipulagsgerð atvinnuvega í gamalgrónum iðnríkjum. Af þessum sökum er við því að búast, að batinn verði hægur. Á fyrstu mánuðum ársins 1983 sjást nokkur merki þess, að hagvöxtur sé að glæðast á ný í mikilvægum iðnríkjum — ekki síst Bandaríkjunum. En flest iðnríki eiga þó við mikið atvinnuleysi að glíma, sem enn gæti ágerst á árinu 1983. Spár alþjóðastofnana benda nú til þess, að hagvöxtur í iðnríkjum verði 1 Vi til 2% á árinu 1983 eftir Vi% samdrátt 1982, og að verðbólga hjaðni frá 7—8% 1982 í 5—6% 1983. Þó er því spáð, að atvinnuleysi í OECD—ríkjum aukist úr 8l/2% í 9Vi% 1983. Allar eru þessar spár óvissu undirorpnar, ekki síst vegna óvissu um breytingar á olíuverði, en horfur eru nú taldar á mun lægra olíuverði á árinu 1983 en áður var spáð. Efnahagsþróun á íslandi. Fyrsta uppgjör fyrir árið 1982 bendir til þess, að þjóðarframleiðslan hafi minnkað um 2% á árinu en þjóðartekjur dregist saman um nálægt 2V2% vegna rýrnandi viðskiptakjara. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1975, að þjóðarframleiðslan minnkar. Full atvinna hélst allt árið 1982, en eftir því sem á árið leið varð efnahagsástand ótryggara. Verðbólga, sem frá upphafi til loka árs 1980 var nærri 60%, fór niður undir 40% 1981, en jókst á ný í nær 60% frá upphafi til loka árs 1982. Hin óhagstæða þróun efnahagsmála á árinu 1982 á ekki síst rætur að rekja til mikils afturkipps í útflutningi vegna minni fiskafla og

x

Ágrip úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ágrip úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.