Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Blaðsíða 5

Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Blaðsíða 5
Rætist þessar spár, verður viðskiptahallinn minni en spáð var í þjóðhagsáætlun síðastliðið haust, en þá var reiknað með að hann yrði 6% af þjóðarframleiðslu 1983. Bætt viðskiptakjör skipta hér mestu máli. Þrátt fyrir aukinn útflutning og lækkun erlendra vaxta verður greiðslubyrðin af erlendum skuldum samkvæmt þessu væntanlega svipuð og í fyrra. Ástæðan er auðvitað aukning erlendra skulda, sem eru nú hærri í hlutfalli við þjóðartekjur en nokkru sinni fyrr. Þjóðarútgjöld jukust um 2% á árinu 1982 en að birgðabreytingum frátöldum var aukningin um '/2%. Neysla er talin hafa aukist um 2% en fjármunamyndun mun aftur á móti hafa dregist saman um 3 /2°/o. í þjóðhagsspá fyrir árið 1983 er gert ráð fyrir, að einkaneysla verði 6% minni en á liðnu ári vegna samdráttar í tekjum einstaklinga. Reiknað er með, að útgjöld til samneyslu verði svipuð að raungildi og á síðastliðnu ári en fjármunamyndun minnki enn um 8%. í heild er spáð 6% samdrætti neyslu og fjárfestingar á árinu 1983. Að birgðabreytingum meðtöldum er spáð nærri 9% samdrætti útgjalda. Þjóðarframleiðslan er talin hafa dregist saman um 2% á árinu 1982. Samdráttur- inn varð nær allur í fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, en byggingarstarfsemi er talin hafa verið svipuð og árið áður. I iðnaði, verslun og þjónustu er áætlað, að umsvif hafi aukist um 2—3%. Niðurstaða þjóðhagsspárinnar fyrir árið 1983 er, að þjóðarframleiðslan verði 4x/2—5¥2% minni en á síðastliðnu ári eftir því við hvaða forsendur um aflabrögð og útflutning er miðað. Þessa niðurstöðu má bera saman við spá um 21/2% samdrátt í þjóðarframleiðslu 1983 í þjóðhagsáætlun í október 1982. Sem fyrr segir er framleiðsla til útflutnings nú talin munu verða svipuð eða nokkru minni en í fyrra, samanborið við 3% aukningu í þjóðhagsá- ætluninni á síðastliðnu hausti. Þá er spáð samdrætti í byggingarstarfsemi og annarri framleiðslu, sem háð er innlendri eftirspurn, líkt og gert var í haust. Þjóðartekjur drógust lítið eitt meira saman en þjóðarframleiðsla á árinu 1982, eða um 2,3%, vegna rýrnunar viðskiptakjara. Sá bati viðskiptakjara, sem nú er spáð á árinu 1983, vegur á hinn bóginn talsvert upp á móti samdrætti þjóðarframleiðslunnar, eða sem nemur 1V2%. Því er nú spáð 3—4% samdrætti þjóðartekna á árinu 1983, og má bera það saman við niðurstöður þjóðhagsáætl- unar á síðastliðnu hausti um 3xh% rýrnun þjóðartekna. Gangi þessar spár eftir dragast þjóðartekjur á mann alls saman um 8% árin 1982 og 1983, en þjóðarframleiðsla á mann minnkar um 9%. Miðað við framleiðslubreytingar á hvern mann á vinnufærum aldri verður afturkippurinn á þessum tveimur árum líklega 10—11%. Atvinnuástand var víðast gott á árinu 1982, en á ýmsum útgerðarstöðum dró þó úr atvinnu vegna aflabrests og loðnuveiðibanns. Skráð atvinnuleysi á árinu var 0,7% af mannafla samanborið við 0,5% 1981, en séu tveir fyrstu mánuðir ársins frátaldir vegna áhrifa sjómannaverkfallsins þá, var skráð atvinnuleysi 0,4% af mannafla, eða svipað og í sömu mánuðum árið áður. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur atvinna verið minni en nokkur undanfarin ár, og stafar það af öllu í senn, að tíðarfar hefur verið erfitt, afli tregur og minni umsvif í greinum, sem anna innlendri eftirspurn, vegna minni framkvæmda og

x

Ágrip úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ágrip úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.