Sendisveinninn - 23.12.1931, Blaðsíða 1
S E NDISVEIN N I N N
Útgefandi: 1. ár "J.blað
Sendisveinadeild Merkúrs immimi.ii. Reykjavík 23. des. 1931
Ávarp til sendisveína
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram að blað það, sem kom út í
gær og nefnt er „Sendisveina-
blaðið“, er ekki gefið út af
Sendisveinadeild Merkúrs. Blað-
ið mun Haukur nokkur Jónsson,
sem vikið var úr Sendisveina-
deildinni, ásamt nokkurum hans
líkum gefa út. Tilgangur Hauks
og þeirra félaga, sem flestir
munu vera kommúnistar, er sá,
að reyna að sverta umsjónar-
mann Sendisvemadeildarinnar í
augum ykkar, og um leið að
draga úr því starfi, sem hafið
hefir verið til þess að koma ykk-
ar málum fram.
Við vitum að þið allir látið
ekki blekkjast af því slúðri, sem
birtist í fyrnefndu blaði, og við
treystum því að þið allir standið
saman um deildina ykkar gegn
þeim mönnum, sem eru að reyna
að vekja úlfúð og sundrung með-
al ykkar.
Það skal tekið hér fram, að
Sendisveinadeildin hafði ekki ætl-
að að gefa út blað sitt strax, en
olckur virðist ekki vera rétt að
draga það lengur, ekki sízt þeg-
ar „nokkrir sendisveinar“ hafa
gert tilraun til að smána þann
mann, sem hefir gert meira fyrir
deildina heldur en allir „útgef-
endur Sendisveinablaðsins“ til
samans.
Rvík, 23. des. 1931.
f stjóm
Sendisveinadeildar Merkúrs.
Guðbjörn Guðbjörnsson
formaður.
Björn Þorgrímsson
ritari.
Tiyggvi Guðmundsson
gjaldkeri.
Einar K. Gíslason
Friðfinnur Friðfinnsson.
Sijórn Sendisveinadei Idarinnar óskar öllum sendu
sveinum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs og
þakkar fyrir siarfið á liðna árinu.
Sijórnin
^ÚOÍBÓKASA/rh
\> \sland5