Verndarinn : blað Jósefsfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 1
Verndarinn
Blað Jósefsfélagsins
1. tbl. APRlL 1938 1. árg.
Unglingsárin eru með réttu talin fegursti
þáttur lífsins. Þau eru vor lífsins, — en eins
og vorgróðurinn lífgar hugi vora og sýnir oss
inn í bjarta framtíð, eins er það hressandi að
sjá unga menn spreyta sig á einu og öðru við-
fangsefni og þjálfa sig til þeirrar baráttu, sem
lifið heimtar af hverjum og einum.
Þessi fyrsti vísir ritmennsku er eitt skref í
áttina til að leggja undir sig ný viðfangsefni,
að sækja á nýjan bratta. Mætti hér rætast til
fulls sú djúptæka hugsun, sem felst í því nafni,
er þessu riti hefir verið valið: Verndarinn. Nafn-
ið á að vísu fyrst við heilagan Jósef, en félagið
heitir í höfuðið á honum og er undir vernd hans.
En eigi að síður treysti ég því að þetta heiti
megi einnig rætast í þeim skilningi að þessu
riti sé og ætla að vera einskonar vemdari trú-
ar og þess félagsanda, sem á að ríkja innan
Jósefsfélagsins.
Jósefsfélaginu og riti þess er ekki eingöngu
ætlað að starfa að sérhverri fagurri hugsjón, er
göfgar manninn frá náttúrlegu sjónarmiði, held-
ur á það einnig að láta til sín taka þessi gull-
vægu orð prédikarans: „Mundu eftir skapara
þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu
dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú segir
um: mér líka þau ekki.“ (Préd. 12/1).
Unglingsárin eru tími framtakssemi og átaka,
tími útsæðis og hinna fegurstu hugsjóna. En
þar eð gildi mannsins fer eftir þeirri hugsjón,
er hann stefnir að, má af því leiða að í raun
og veru eru unglingsárin mikilvægasti þáttur-
inn í æfi hvers og eins. Kirkjan hefir því einnig
ætíð látið sér mjög ant um kjör og uppeldi
unglinga, og viljað að í þeim skapist hraust sál
í hraustum líkama. Mætti þetta rit eiga langa
og bjarta framtíð, þetta er mín heitasta ósk,
— og úr því það er sprottið af innri þörf, sem
Jósefsfélagarnir fundu hjá sér, má vænta að
því skapist eðlileg þróun, og að það stuðli að
því að glæða trúaráhugann innan félagsins og
að efla æ meir og meir þau félagsbönd, sem
fyrir eru.
J. G.
£/íecUZecfa pds/ia/