Verndarinn : blað Jósefsfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 8
8
VKRNDARINN
Vivian, Mamie og Rússland.
Frh. af bls. 2.
í rúmið með meðvitund um það, að þau hefðu
gert sitt allra bezta.
En árangurinn? Já, Mamie var í öllu falli
viss um að hann mundi strax sýna sig. Dag-
inn eftir, þegar hún og Vivian borðuðu morgun-
matinn með mömmu sinni þá spurði hún með
fullvissu í röddinni: „Mamma, stendur það ekki
í blöðunum, að Rússland hafi snúist?"
Mamma hennar leit undrandi á hana: „Nei,
stúlka mín, því er nú ver. Hvers vegna spyrð
þú um það?“
„Já, en ertu nú alveg viss um að þar standi
ekkert?“ Ef til vill stendur þar dálítið um það.“
„Elsku Mamie, það er ekkert þess konar í
blöðunum. En hvers vegna heldur þú að það
standi þar? Hefurðu beðið fyrir Rússlandi?"
„Já, það hefi ég gert,“ sagði Mamie næstum
því móðguð. „Ég og Vivian, við höfum beðið
þess í heilan mánuð, fært fórnir og hætt að
skammast! Það stendur líka 1 Biblíunni, að
maður fái það sem að maður biður um og það
hlýtur þess vegna að vera satt.“
„Já, það er líka satt, Mamie,“ sagði mamma
hennar, „en það stendur líka að maður eigi að
vera þolgóður í bæninni — það þýðir það að
við eigum að halda áfram að biðja.“
„Lengur en heilan mánuð?“
„Já, stundum verðum við að biðja um ein-
hvern hlut árum saman. Og svo eigum við að
minnast þess, að hver einasta smáfórn stígur
upp til Guðs og hann notar það allt saman eins
og hann vill; og þar fer ekkert til ónýtis af því
sem að við gefum Guði. Þið munið kannske
eftir sögunni um það, hvemig Drottinn mett-
aði fimm þúsund manneskjur í eyðimörkinni ?“
„Nei,“ sagði Mamie.
„Jú, hana kann ég vel,“ sagði Vivian.
„Geturðu sagt okkur frá því ?“ spurði mamma
þeirra.
„Jú, það voru mjög margar manneskjur, sem
hlustuðu á það sem Jesú var að segja. Og þær
urðu svo hræðilega svangar, því að þær höfðu
ekki fengið mat í langan — langan tíma, þrjá
daga, held ég. Það sögðu postularnir Drottni.
Og svo — svo.“
„Manstu nú ekki eftir meiru?“
„Nei — ekki vel.“
„Drottinn leit svo á allan þennan mannfjölda
— fimm þúsund, voru þar; svo leit hann á læri-
sveina sína og sagði: „Þið getið gefið þeim
að eta.“
Þeir svöruðu því auðvitað, að það gætu þeir
ekki; en Drottinn sagði að þeir gætu fært sér
það litla af mat sem að þeir hefðu. Þeir gjörðu
það; þeir komu með fimm brauð og tvo fiska
og Jesú blessaði matinn, svo að það var nóg
handa öllum þessum fimm þúsund manneskjum."
„Jú, nú get ég vel munað það“, sagði Vivian.
„Sjáðu nú til, með bænir okkar er það lík-
legast á sama hátt. Við hugsum um allan þenn-
an hræðilega fjölda af manneskjum, sem að
þarfnast hjálpar, og svo förum við til Drottins
og biðjum hann um að hjálpa þeim. „Þið getið
hjálpað þeim,“ segir Drottinn við okkur. Og
þegar við svörum því að við getum það ekki,
segir Drottinn: „Færið mér það sem að þið
hafið, þó að það séu smámunir. Það gerir ekkert
til bara að þið gefið mér allt það, sem þið hafið,
bænir ykkar og fórnir, nám ykkar og leiki, allt
það sem að þið eruð glöð yfir og allt sem að
hryggir ykkur. Svo blessa ég það og sé um að
það verði nóg handa öllum þeim, sem að þarfn-
ast hjálpar og huggunar." Við skulum gefa
drottni það sem að við höfum, svo gjörir hann
það sem á vantar. Þess vegna megum við
aldrei hugsa: „Hvaða þýðingu hafa tvær svona
bænir fyrir svo marga?“ Strax og við höfum
gefið þær Drottni breytir hann þeim eins og
hann breytti brauðunum fimm. Skilurðu það,
sem að ég segi, drengur minn?“
„Það geri ég,“ sagði Vivian hægt.
„Og Mamie?“ sagði mamma þeirra og dró
litlu stúlkuna sína að sér. „Mér finnst þú svo
stillt. Um hvað ertu að hugsa?“
„Ég var að hugsa um svolítið,“ sagði Mamie.
„Veistu nú hvað, Vivian, viltu nú líka vera með
í því að biðja fyrir Rússlandi þennan mánuð
líka?“
„Það veistu nú líka vel að ég vil,“ sagði
Vivian. Þýtt. A. G.
CJefið út af Jósefsfélagiitu.
Abyrgðarmaður: Halldór Þórarinnsson. Sími 3447.
STEINDÓRSPRENT H.F.