Skutull - 01.06.2007, Blaðsíða 1
SKUTULL
Málgagn Samfylkingarinnar í Isafjarðarbæ
Stofnað 1923 - 84. árg. - 2. tbl. júní 2007
Bls. 2
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Orðin þingkona
Bls. 3
Ingibjörg Sólrún
Stelpur - komið
með okkur!
Bls. 2
Anna Kristín
Gunnarsdóttir
Það er verk
að vinna
Bls. 4-5
Ágústa Gísladóttir
Ég, „rcekjuhrogna-
kellingin", að tala
um efnahagsmál!
Bls. 7
Amal Tamimi
Atvinnulíf og
innflytjendur
Kvennabaráttan heldur áfram. - „Byggjum nýjan heim með höndum hraustra kvenna í öllum löndum."
Myndin tekin 24. október 2005 þegar ísfirskar konur fóru í kröfugöngu og fylltu Alþýðuhúsið út á götu.
Stelpur-jöfnum leikinn!
Skutull er að þessu sinni gefinn sérstaklega út pann 19. júní í tilefni
af pví að íslendingar fagna að nú er 91 ár liðið frá því að konur
á íslandi fengu kosningarétt. Hefðbundin ritnefnd Skutuls fékk því
frí frá störfum og við tók önnur sem eingöngu er skipuð konum.
Efni blaðsins er tileinkað konum og skrifað af konum —
en boðskapur blaðsins er fyrir alla.
Hugmyndin að útgáfu blaðs tileinkað konum vaknaði þegar ljóst varð
sunnudagsmorguninn 13. maí s.l. að það var ekki ein einasta kona í
níu manna þingmannahópi Norðvesturkjördcemis. Niðurstaðan olli
gríðarlegum vonbrigðum í öllum flokkum og því er mikilvcegt að blása
í herlúðra til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.
Við viljum hvetja konur jafnt sem karla til að krefjast jafns kynja-
hlutfalls hvort sem um er að rceða framboðslista, stjórnir fyrirtcekja,
fjölmiðla og hvarvetna þar sem farið er með völd sem snerta okkur öll.
Sérstaklega eru konur hvattar til þátttöku í stjórnmálum og forystu
í atvinnulífinu, því þar er krafta þeirra ekki síst þörf.
Með útgáfu þessa blaðs vonumst við til þess að marka upphafið
að þeirri vinnu sem þarf að inna af hendi meðal karla og kvenna með
opnum huga, í þeim tilgangi að jafna leikinn.
Arna Lára Jónsdóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir