Skutull - 01.06.2007, Blaðsíða 7
Amal Tamimi, frœðslufulltrúi hjú Alþjóðahúsi
Atvinnulíf og
innflytjendur
Enginn getur gagnrýnt mikil-
vægi þess að konur séu á vinnu-
markaði, vinnumarkaði sem er
launaður. Samfélag breyttist
mikið við það, það byrjaói aó
blómstra og varð jákvæðara og
ríkara.
En það er vandamál að okkar
vinna er ekki vel metin, við erum
með gap í launaskala fyrir sömu
vinnu og sama tíma, og ég held
að við getum ekki haft það svo-
leiðis. Við þurfum að meta vinnu
á annan hátt, af því að við getum
ekki gleymt að það er munur á
vinnu karla og kvenna.
Það er mikill misskilningur
þegar vinna kvenna er metin. Ég
vil ekki staðfesta að það sé ein
vinna fyrir konur og önnur fyrir
karlmenn, en það virðist sem
samfélagið sé samt þannig núna.
Eru karlmenn
hcefari en konur?
Ef við horfum á leikskólakenn-
ara og grunnskólakennara þá
sjáum við að flestir kennarar eru
konur en skólameistarinn er karl-
maður, í flestum tilvikum, af
hverju? Eru bara karlmenn sem
sækja um og ekki konur? Eru
karlmenn hæfari en konur? Eða
getum við bara farið auðveldari
leiðina og sagt að þetta sé bara
svona.
Ef við metum vinnu kennara
sem eru að ala bömin okkar upp,
sem em að ala okkar nýju kyn-
slóð upp, sem eru að ala upp
framtíð Islands, þá þurfum við að
meta starf þeirra á einhvern
annan hátt. Það má ekki vera
þannig að kennari sem er búinn
með þrjú ár í háskóla og er með
margra ára reynslu, að hann telji
miklu betri fyrir sig að vinna
fyrir eitthvað einkafyirtæki af því
að það starf er betur borgað.
Ég man hvemig var þegar kenn-
arar fóru á verkfall, hvaða frasa
við heyrðum út um allan bæ, að
kennarar eigi að hugsa um bömin
og ekki bara um sjálfa sig, en ég
held og er viss um að þeir mega
líka fara í verkfall. Við þurfum að
meta hversu mikla ábyrgð þeir
bera til þess að ala okkar fram-
tíðarkynslóð vel upp.
Margt er líkt með kennurum og
konum af erlendum uppruna. Við
erum settar undir sama hatt, við
eram „þetta fólk“ sem þarf hjálp
og einhver þarf að bjarga þeim.
En hvemig er hægt að bjarga
þeim og hjálpa þeim ef viðhorf til
okkar er alveg eins?
íslenskukennsla
er aðalatriði
Konur sem koma hingað til
landsins hafa í mörgum tilfellum
byggt framtíð sína á íslandi, og
em rosalega virkar í samfélaginu,
en það er ekki auðvelt. Það vant-
ar mikið til þess að þær nái að
komast áfram, íslenskukennsla er
þar aðalatriði. Það eru ekki settar
reglur til þess að tryggja að allar
konur eða fólk af erlendum upp-
runa fái aðgang að íslensku-
kennsla.
Er það starf fyrir konur af er-
lendum uppruna? Ræsting, um-
önnun o.frv,. ... Það hefur komið
fram í mörgum rannsóknum á
Islandi að það eru vel menntaðar
konur sem eru að vinna þessi
störf. Af því að þeirra menntun er
ekki metin, og það er engin stefna
sem segir að það eigi að gera. Við
viljum að sagt sé við okkar t.d. að
það þurfi 20 einingar í viðbót í
íslensku háskólakerfi til þess að
okkar BA próf sé metið. Ekki
loka á alla okkar menntun og láta
okkur bara vinna það sem Islend-
ingar vilja ekki vinna. Vinna sem
felur í sér ábyrgð á öldruðum eða
fotluðum þarf líka að vera vel
metin af því að það er einungis
tilfinningarík manneskja sem
getur gert það. Konur gera það
ekki vegna peninganna, þær gera
það af því aó þær em tilfinn-
ingaríkar. Getið þið ímyndað
ykkur ef „þetta fólk“ færi í verk-
fall, eða hætti að vinna og færi
aftur heim?!
Þurfum að gefa
konum af erlend-
um uppruna fleiri
tcekifceri
Lítil fræðsla um samfélagið er
líka ennþá vandamál og við fáum
ekki nauðsynlegar upplýsingar til
þess að hjálpa okkur að komast
inn í samfélagið. Flestar upplýs-
ingar sem við fáum em í gegnum
„leaming by suffering" og við
þurfum fýrst að lenda í vanda-
málum til þess að vita að við
áttum að gera svona og svona....
Það vantar upplýsingar sem
snerta okkar daglega líf, sem
dæmi „afmælisveisla“. I sumum
löndum er ekki haldið afmæli
fyrir böminn, og ef svona upp-
lýsingar koma ekki til foreld-
anna, sem þær ekki gera, frnna
bömin fyrir því og verða útundan
í barnahópnum í skólanum, - ein-
mana og með enga vini.
Það hafa verið þýddir bækling-
ar á mörg tungumál hjá mörgum
stofnunum, en málið er að þegar
við eram að þýða, áttum við
okkur ekki alltaf á því að það
vantar útskýringar á hugtökum.
Og þar fyrir utan er til fólk sem
hingað kemur og er ólæst.
Ef við byrjum með nýrri
ríkisstjóm að meta störf á annan
hátt þá getum við hafl meira jafh-
rétti milli fólks sem býr á íslandi,
karla og kvenna, gamalla Islend-
inga og nýrra íslendinga.
Ég tel að það sé mikið gert í
sambandi við málefni innflytj-
enda, en það þarf að gera meira.
Ef við viljum forðast þau vanda-
mál sem önnur lönd hafa haft, þá
þurfum við að meta öll störf á
annan hátt og gefa konum af
erlendum upprana fleiri tækifæri.
BArÁttAti hefur stAöiö lengí - Vr gömlvi WaÖí
ísjirskar konur að störfum í Neðstakaupstað um atdamótin 1900.
Mynd: Björn Pálsson/Ljósmyndasafnið Isajirði.
Baráttan fýrir bættum kjörum
og réttindum kvenna hefur staðið
lengi og margt verið rætt og ritað
um þau mál í gegnum tíðina.
Eftirfarandi grein eftir vestfirska
konu, sem birt var í Þjóðviljan-
um í júní 1890, sýnir að í árdaga
kvenréttindabaráttunnar hefur
baráttuhugur íslenskra kvenna
verið mikill, en í þá daga voru
réttindi kvenna ekki mikil í
samanburði við réttindi karla.
Baráttan stóð um grundvallar
mannréttindi eins og að tryggja
konum kosningarétt til Alþingis,
rétt þeirra til aó gerast embættis-
menn eins og læknar, sýslumenn
eða prestar og jafnan eignarétt
giftra kvenna við eiginmenn
þeirra. Hér kemur svo greinin:
„Þess má geta sem gert er“,
segir gamalt orðtak, en þess má
líka geta sem látið er ógjört; það
hefur mér að minnsta kosti opt
dottið í hug, síðan í fyrra sumar,
er ég sá, að útséð var um, að
kvenfrelsismálið yrði rætt á
alþingi.
Það hefur um langan tíma
hljómað í eyrum voram, að það
væri oss sjálfum að kenna, að
ekki væri aukin réttindi vor, vér
nenntum ekki að gjöra neitt sjálf-
ar málinu til stuðnings, og þar
fram eptir götunum.
Amæli þetta rákum vér að
nokkru leyti af oss með því, að
senda Þingvallafundinum 1888
áskoran um, að hlutast til um að
vér næðum að minnsta kosti ein-
hverju af því, sem hver sanngjam
maður hlýtur að finna með sjálf-
um sér, að oss ber.
Þingvallafundurinn tók vel í
málið og samþykkti í einu hljóði
svofellda tillögu:
„Þingvallafundurinn skorar á
alþingi að gefa málinu um jafn-
rétti kvenna við karla, sem mest-
an gaum, svo sem með því fyrst
og fremst að samþykkja frum-
varp er veiti konum í sjálfstæðri
stöðu kjörgengi í sveita- og safn-
aðamálum.
I öðra lagi með því að taka til
rækilegrar íhugunar, hvernig
eignar- og fjárráðum giptra
kvenna verði skipað svo, að rétt-
ur þeirra gagnvart bóndanum sé
betur tryggður en nú er.
I þriðja lagi með því, að gjöra
konum sem auðveldast að afla
sér menntunar".
Askorun þessari hefir nú alþingi
þóknast að stinga undir stól, en
hvers vegna? Heyrzt hefir, að
orsökin hafi verið sú, að enginn
hafi treyzt að flytja málið, sökum
þess hve erfitt væri viðfangs; en
slíku er tæpast trúandi. Ætli hitt
sé ekki nær sanni, að þeim finnist
vér vera fullu bættar með þeim
litlu réttindum, sem vér höfum,
eða getum með lagi dregið oss,
en fjárráð og öll opinber réttindi
séu, eins og að undanfömu, bezt
komin í þeirra eigin höndum.
Eptir því, sem fram er komið
þurfum vér ekki að vænta mikils
fylgis af alþingismönnum þeim,
er hingað til hafa á þingi setið; en
gætum þess, að það er aðeins eitt
alþingi þangað til almennar kosn-
ingar fara fram.
Ætli það væri af vegi, að vér
gerðum vort ýtrasta til að þeir
einir næðu kosningu, sem styðja
vildu mál vort framvegis.
Margur karlmaður hefir orðið
til að kannast við, að vér gætum
komið málum vorum fram í
kyrrþey, þó oss sé bannað að
gjöra það opinberlega; látum það
verða orð og að sönnu í þetta
skipti.
Ritaðíjúní 1890.
Vestfirzk kona.