Skutull

Árgangur

Skutull - 01.06.2007, Blaðsíða 5

Skutull - 01.06.2007, Blaðsíða 5
fram. Þetta varð nú eitt af mörg- um gæfusporum sem ég steig á Isó og alveg einstök reynsla. Eg starfaði svo af fullum krafti með Kvennalistanum á Vest- fjörðum þangað til að ég „skrapp“ til Afríku 1995. Við byrjuðum í „alvöru" pólitíkinni á því að bjóða fram lista við bæj arstj ómarkosningamar 1990 og var ég þá í fyrsta sæti. Við vorum nú töluvert langt frá því að koma að manni en kærar þakkir fyrir þessi rúmlega hundrað atkvæði sem við feng- um nú samt í þessari fyrstu til- raun. Það þurfti sumsé Gósí til að trekkja! Næst var komið að alþingiskosningum 1991 og vorum við svo heppnar að geta tælt Jónu Valgerði til liðs við okkur og komum við henni á þing sem 6. þingmanni Vest- fjarða. Kosningabaráttumar '91 „rækjuhrognakellingin" að vestan að tala um efnahags- mál! Hins vegar má segja, að eftir að hafa flutt sjálfa jómfrúar- ræðuna þá er nú harla auðvelt að standa upp og tala um vinnu- tengd málefni. Það var hins vegar rnjög skemmtilegt að starfa með Kvennalistaskvís- unum fyrir vestan og raunar mörgum fleirum á landsvisu og ófáir landsfundirnir sem við Vestfjarðastöllur skunduðum á. Landsfundurinn i Fljótunum stendur nú samt upp úr, kannski vegna þess að við fórum akandi á Völvónum hennar Aðalbjargar og keyrðum útaf og allt.“ - Fylgist þú enn með gömlu félögunum þó þú sért í annarri heimsálfu? „Eg reyni nú að fylgjast með enda samfélögin ekki eins þró- uð og ýmis réttindi sem við teljum sjálfsögð alls ekki fyrir hendi. Sem dæmi má nefna hjú- skaparlög en þar er kynjunum gróflega mismunað. Úgandskar kvennréttindakonur komu því til leiðar í síðasta mánuði að Hæstiréttur feldi úr gildi lög um ffamhjáhald (já, framhjáhald er bannað með lögum sem og sam- kynhneigð) en þau lög mis- munuðu einnig kynjunum, karl- ar máttu halda framhjá með ógiftum konum (ekki með gift- um), en konur máttu bara alls ekki halda framhjá. Stjómvöld vinna nú að því að koma með ný lög. Annað baráttumál kvenna í Afríku snýr að eignarétti á landi. Algengt er að konur geti ekki eignast land en landskiki er oft eina „fasteign- in“ sem fólk á og getur notað sem tryggingu í bönkum. Hér i Úganda geta konur t.d. ekki erft land eftir föður sinn en þær geta keypt það. Hlutfall kvenna við stjómvölin í löndum Afríku er nú ósköp áþekkt og á Vestur- löndum enda er kynjakvóti nokkuð algengur á löggjafar- þingum. I Rúanda er til dæmis bundið í stjómarskrá að konur skuli skipa a.m.k. 30% sæta á þingi og í stjómum á vegum hins opinbera. Hlutfall kvenna á rúandíska þinginu er nú það hæsta í heimi eða 48% - geri aðrir betur.“ - Finnst þér mikið hafa breyst eða þokast í jafnréttisátt á Islandi frá því þú varst i Kvennalistanum ? „Ég verð nú ekki vör við mikl- ar breytingar en þó verð ég að minnast á feðraorlofið sem mér fannst bæta viðhorf til kvenna á vinnumarkaðinum, allavega eru barneignir og fæðingarorlof ekki bara einkamál kvenna lengur. Ennþá vantar nú mikið uppá að jafna launin og ná jafn- vægi við stjómvölin. Ég fékk nú létt áfall í vetur við að sjá framboðslista Samfylkingar- innar í dreifbýliskjördæmunum og keyrði um þverbak þegar ég sá þingmannalistann fyrir Norð- vesturland eftir kosningamar - ekki ein kona!“ - Hvernig líst þér á ráð- herravalið hjá Samfylking- unni? „Ég er nú ánægðust með utan- ríkis- og umhverfisráðherrana enda þekki ég þær best, en ég er auðvitað bara mest ánægð með að Samfylkingin sé komin í ríkisstjórn og verkin munu væntanlega tala sínu máli.“ - Telurðu að það skipti máli fyrir jafnréttisbaráttuna að Ingibjörg Sólrún sé formaður flokksins? „Já, verðum við ekki að trúa því!“ ’ibunarlonur og starfsstúlkur sjúkrahússins rint ráðsmanni a 3. áratug síðus/u aldur. m^ALSin&in/Ljósmyndasafnið Isafirði. og '95 eru svo kapítuli útaf fyrir sig, ekki síst maraþonfundimir þar sem frambjóðendurnir þrumuðu yfir lýðnum í marga klukkutíma. Það var frábær kosninganótt í Hnífsdalnum '91 og ógleymanlegt þegar við sá- um þyrluna á sjónvarpsskjánum flytja okkur flakkarann, frá Norðurlandi. En þar með var ég líka orðin varaþingmaður, ekki lítið sjokk. Mér fannst nú ekki sérstaklega skemmtilegt að sitja á þingi (fór inn tvisvar sem varamaður). Minnistæðast er nú, að hafa setið í fjárlagnefnd með Arna Johnsen og þegar Ingibjörg Sólrún þáverandi þingflokksformaður henti mér út í djúpu laugina þ.e. fól mér að halda ræðu um efnahagsráð- stafanir ríkisstjómarinnar með sólarhrings fyrirvara. Ég, fréttum að heiman, fletti Mogg- anum í tölvunni á hverjum morgni og lít stundum á BB- síðuna. En auðvitað fréttir maður mest í heimferðunum, en ég reyni að skreppa sem oftast vestur, enda finnst mér ég ekki vera komin alveg heim fyrr en ég sé eyrina og hitti vini og vandamenn á Isó. Ég er nú svo skrítin, að ég vildi óska þess að Kvennalistinn væri enn við lýði! Ég er ekki nógu mikill krati til að mér líði vel í Samfylking- unni, en ég stend með Sollu fram í rauðan dauðann!“ - Segðu frá kvennapólitík í þeim löndum sem þú hefur starfað í. „Kvennapólitík í Afríku er oft á öðrum forsendum en heima, 9

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.