Vestfirðingur - 27.06.1952, Síða 1

Vestfirðingur - 27.06.1952, Síða 1
0 VESTFIRÐINGUR Isafjlörður, 27. júní 1952. Þjóðin verður að vernda rétt sinn. Þar, sem ekki er lýðræði eða frjálsar kosningar, á almenningur engan annan rétt en þann, sem valdhafamir veita honum af náð sinni, þegar vel liggur á þeim. Þar, sem raunverulegt lýðræði ríkir, og fjöldinn þekkir rétt sinn og vald, eiga valdhafamir veg sinn og gengi undir náð fjöldans. Nægir að benda á það, þessu til sönnunar, að meðan síðasta styrj- öld stóð', gaf enska þjóðin Churc- hill svo að segja ótakmarkað ein- ræðisvald. Þegar stríðinu var lok- ið og friðarstörf fram undan, neit- aði þjóðin honum afdráttarlaust um umboð til að stjórna áfram, þrátt fyrir alla þá aðdáun, sem hún hafði á honum sem leiðtoga á stríðsárunum. Og vitanlega lagði Churchill möglunarlaust niður völdin. Vonandi gerir meiri hluti ís- lenzku þjóðarinnar sér ljóst, að hún er sjálf hinn raunverulegi valdhafi. Þingmennirnir eru þjón- ar hennar. Þjóðin hefir gefið þeim umboð til að fara með löggjafar- valdið í landinu. Þess vegna beygir hún sig líka *fyrir ákvörðunum þeirra á því sviði. Þegar að því kom að ákveða, hvemig forseti hins íslenzka lýð- veldis skyldi valinn, mun það hafa verið ofarlega í hugum margra þingmanna, að þingið réði þessu eins og öðru. Fjöldi manna meðal almennings óskaði eindregið eftir, að forsetinn yrði þjóðkjörinn. Varð það ofan á. Þennan rétt vildi þjóðin eiga óskoraðan, og þennan rétt telur hún sig eiga. Hún telur nóg að- gert samt um vald þings og stjórn ar, þó að hún haldi þessum rétti — íhlutunarlaust. Það fer jafnan svo, að þegar einstakir menn eða flokkar manna, hafa komist yfir meiri auð eða meiri völd, heldur en almennt ger- ist, verða þeir þeim mun áfjáðari í að auka auðinn eða völdin, sem þeir eignast meira af þessum heimsins gæðum. Saga vor úir og grúir af dæm- um, er sanna þetta. Það var þessi eðlishneigð, sem olli því öllu öðru fremur, að þjóðin týndi frelsi sínu og sjálfstæði á sínum tíma. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að afleiðingar geti orðið hinar sömu enn í dag, — ef þjóðin er ekki á verði. Einmitt þess vegna er það lífs- nauðsyn, þegar þjóðin gefur ein- stökum mönnum eða flokkum um- boð, áð gjalda varhuga við ágengni þeirra og hneigð til að taka sér meiri völd, en þeim eru veitt. Foringjar stjórnmálaflokkanna hafa fullan rétt til að taka á- kvarðanir um stefnumál og þing- mál innan þeirra takmarka, sem Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri og almenn lög og reglur flokkanna á- kveða. Seilist þeir út fyrir þessi tak- mörk, er framtíð hins sanna lýð- ræðis í veði, ef þjóðin er ekki vak- andi á verðinum. Þá ber henni að segja: Hingað og ekki lengra. Þau undur hafa gerst með þjóð vorri, að foringjar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna hafa tekið sér vald til að bjóða fram forseta- efni í nafni flokkanna. Enginn véfengir rétt þessara manna, sem íslenzkra ríkisborgara til að bjóða fram og styðja til for- setakjörs hvern þann mann, er þeim þóknast. Hitt leikur ekki á tveim tungum, að þegar þeir leyfa sér að bjóða fram mann í nafni flokkanna, leggja undir sig blöð þeirra og nota þau til hins svæsn- asta áróðurs, þá eru þeir komnir langt út fyrir það valdsvið, sem þeim er markað. Enginn kjósandi, sem ann lýð- ræði, enginn, sem á sjálfstæða hugsun og heilbrigðan metnað, lætur slíkt viðgangast óátalið. Þarna er alger óþarfi fyrir nokk- urn mann að láta harðan áróður eða jafnvel hálfgildingshótanir beygja sig. Þegar kosningahríðin er hjá liðin, munu foringjamir láta sér annara um að vinna aft- ur hylli þeirra, sem farið hafa sinna ferða í þessu máli, heldur en að dekra við hina, sem falla fram og tilbiðja þá, hvað sem þeir taka sér fyrir hendur. Skiljanlegri hefðu þær verið, að- farir stjórnmálaforingjanna, ef fram hefðu verið komnar háværar og eindregnar óskir um það, að séra Bjarni yrði i kjöri. kona hans frú Dóra Þórhallsdóttir. En það var öðru nær. Ekki verður það sannað, að eng- um hafi dottið séra Bjarni í hug, en þeir hinir sömu — ef nokkrir voru — höfðu að minnsta kosti ekki látið á sér kræla. Og eitt er víst. Foringjunum datt hann ekki í hug, fyrr en þeir höfðu leitað út og suður, austur og vestur eftir forsetaefni. Mennirnir, sem leitað var til, höfðu neitað afdráttarlaust. Það voru vitrir menn. Á seinustu árum hefur flokks- ræðið færzt ískyggilega í aukana hjá okkur íslendingum og beinlín- is virzt stefna að því að þoka þjóðarviljanum til hliðar. í öllum þeim málum, sém nokkm skiptir fyrir þjóðina, hafa flokksstjórn- irnar ákveðið úrslitin með alls konar samningabraski sín á milli þegar hverja þeirra hefur skort þingræðislegan meirihluta til þess að ákveða um úrslitin. Fjöldi einstaklinga hefur dulið óánægju sína og gremju og látið Ein höfuðástæðan fyrir neitun þeirra hefir sennilega verið sú, að þeir hafa ekki talið foringjana hafa umboð fyrir aðra en sjálfa sig og í hæsta lagi nokkra menn úr miðstjómum flokkanna. Séra Bjami er gamall maður, sem alla ævi hefur haft öðm að sinna en að vasast í völundarhúsi stjórnmálanna. Það er ekki sennilegt, að hann hafi gert sér ljóst umboðsleysi þeirra, er til hans leituðu. Ekki verður sagt að gömlum starfsmanni í víngarði drottins hafi verið sýnd sérstök virðing með því að grípa til hans út úr neyö, þegar allir hinir æskilegu brugðust. Og það er ekki fallegt að þvæla öldnum heiðursmanni, sem lokið hefir dagsverkinu með sóma, út í slika eldhríð, sem þess- ar forsetakosningar hafa orðið fyrir atbeina þeirra manna, er að honum standa. Leikurinn er ekki fagur, hvar sem á hann er litið. En sízt hæfir hann drottins þjónum og gömlum glímukóngum. Það getur vel verið, að ráðherr- arnir okkar séu hæfustu mennirn- ir, sem við eigum völ á, eins og stendur, til að fara með fram- kvæmdavaldið í landinu. Um það skal ég ekki dæma. En þarna hafa þeir gerst djarf- tækari til valda, en hollt er eða æskilegt. Þess vegna mun þjóðin segja á sunnudaginn kemur: Hingað og ekki lengra. kyrrt liggja, en með geig í brjósti minnst þeirra ógnarstjórna, sem sterkt og blint flokksræði hefur skapað. Þegar til þess kom að velja þjóðhöfðingja hér á landi með frjálsum kosningum, töldu flokks- bundnir einstaklingar, að nú væri komin sú stund, að þeir mættu velja eftir sannfæringu, an flokks- legra fyrirskipana eða álaga. Mik- ill hluti þjóðarinnar hafði valið forsetann áður en til framboðs kom. Ásgeir Ásgeirsson hafði með B. H. i. Þjóðarvilji eða foringjavald. r 3.NDSBÓKASAFN Lvi «89034

x

Vestfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.