Vestfirðingur - 27.06.1952, Blaðsíða 4

Vestfirðingur - 27.06.1952, Blaðsíða 4
4 VESTFIRÐINGUR SYNISHORN AF KJÖRSEÐLI TIL FORSETAKJÖRS. Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri Bjarni Jónsson, vígslubiskup Gísli Sveinsson, fyrrverandi sendiherra. Þannig lítur kjörseðillinn út, áður en kosið er. SÝNISHORN AF KJÖRSEÐLI TIL FORSETAKJÖRS. X Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri Bjarni Jónsson, vígslubiskup Gísli Sveinsson, fyrrverandi sendiherra Þannig á kjörseðillinn að líta út, er Ásgeir x4sgeirsson hefur verið kosinn. forseta lýðveldisins fer fram sunnudaginn 29. júní n.k. og hefst í Barnaskólanum kl. 10 árdegis. Kosið verður í þremur kjördeildum: A—G H—N 0—Ö Talning atkvæða fer fram þriðjudaginn 1. júlí n.k. í Góð- templarahúsinu og hefst kl. 13 00. Yfirkjörstjórn Isafjarðar 25. júní 1952. Jóh. Gunnar Ólafsson Magnús Ólafsson Matthías Bjarnason Kosningaskrifstofa ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR. Á kjördegi verður skrifstofa stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar í Skátaheimilinu. Framkvæmdanefndin. óvilhallt málefni. Ekki er sparað að höfða til lægri hvata: tor- tryggni, illkvittni og eigingirni, ef það gæti hnekkt andstæðingum. En blaðaáróður þykir ekki einhlít- ur. Ef mikils þykir við þurfa, er einnig rekinn áróður í lofti á nú- tímahernaðarvísu. Mörgum heiðarlegum kjósanda verður villugjarnt í þeirri gjörn- ingaþoku áróðurs, blekkinga og brigsla, sem þyrlað er upp fyrir hverjar kosningar. Oftast má þá hafa prúðmannlegan, rökstuddan málflutning til marks um heiðar- legan málstað. Það var löngum aðall norrænna manna, að þeir stóðu fast á rétti sínum gegn innlendu sem erlendu ofríki og létu ógjarna gera sér kosti, sem þeim voru ekki að skapi. í undirbúningi undir forseta- kjörið, sem nú fer í hönd, hefir borið meira á óvöndum vopnum, en virðingu þjóðarinnar sæmir, og réttur kjósenda verið að litlu met- inn. Verður slíku bezt svarað með orðum Ásbjarnar af Meðalhúsum, er hafði orð fyrir bændum, þegar Hákon konungur Aðalsteinsfóstri vildi þröngva þeim til kristni: „En ef þér viljið þetta mál taka með svá mikilli freku, at deila afli ok ofríki við oss, þá höfum vér bænd- ur gört ráð várt, at skilajsk allir við þik ok taka oss annan höfð- ingja, þann er oss haldi til þess, at vér megim í frelsi hafa þann á- trúnað, sem vér viljum“. ólafur Björnsson. -------0------- Frændmargur maður Foringjar stjórnarflokkanna og blöð þeirra hamra stöðugt á því, að bak við Ásgeir Ásgeirsson standi ekkert nema Alþýðuflokk- urinn, frændur Ásgeirs og skyldu- lið. Aldrei hefir barnalegri blekking verið borin á borð fyrir þjóðina. Frændmargur má Ásgeir vera. Gamansamur stærðfræðingur hefir reiknað út, að væri þetta satt, hlytu frændur Ásgeirs og og skyldulið að vera um 30 þúsund manna fyrir utan það, sem hann á af frændum og skylduliði í Al- þýðuflokknum. Engan skyldi undra, þó mennirnir væru hrædd- ir, ef þetta væri satt. Á aumingja séra Bjami enga frændur eða skyldulið? „Er þeim svona mikið í mun að sanna, að ekkert sé að marka, hvað þeir segja“, sagði greindur og gætinn maður við mig nýlega. Svipað munu fleiri mæla. En mennirnir hafa sína afsökun. Hún er sú, að þeir eru orðnir ör- vita af ótta við að bíða ósigur. Mætti ekki segja: „Fyrirgef þeim, þeir vita ekki, hvað þeir segja“. Útvarpsumræðurnar. Lokið var að mestu prentun blaðsins, þegar útvarpsumræðum- ar frægu um forsetakjörið fóru fram. Er þó ekki rúm fyrir annað en stutta athugasemd. Aðeins skal á þetta bent: I þeim dæmalausa og einhliða málflutningi, sem ráðherrarnir gáfu sjálfum sér tækifæri til og létu sér sæma að flytja í útvarpið', bar iangsamlega mest á viðleitm þeirra til að sýna fram á, hver höfuðnauðsyn það væri, að stjórn- málaflokkarnir — og þá einkum foringjar þeirra — réðu mestu um forsetavalið. Þessir sömu menn sátu allir á þingi, þegar það var samþykkt, að forsetinn skyldi vera þjóðkjörinn en ekki þingkjörinn. Sennilega hafa þeir allir greitt atkvæði með því. Hvað á svona blygðunarlaus skollaleikur að þýða? Hversvegna á að láta þjóðina greiða atkvæði um það, sem hún má ekki ráða? Er ekki þetta sú tegund lýðræðis, sem þessir sömu menn fordæma daglega í orði: — að láta líta svo út, sem þjóðin ráði, en ætla svo af göflunum að ganga, ef hún vill ráða? Annars voru þessar útvarpsum- ræður svo óheyrilegt gerræði og svo skýlaust brot á öllum sjálf- sögðustu leikreglum, að ótrúlegt má þykja. Hér eftir verður ekki hægt að nefna hlutleysi útvarps- ins nema í háði. Öllu þessu framferði verður ekki svarað nema á einn hátt. Hver frjáls kjósandi getur svar- að því á sunnudaginn kemur með því að kjósa EKKI frambjóðanda stjórnarinnar. Kjósendur Ásgeirs Ásgeirssonar þarf ekki að eggja með feitletruð- um glamuryrðum. Þeim mun end- ast áhugi til kjörsóknar án þess. 0 Athngasemd. Engum, sem til þekkir, mun dylj- ast, að við mig er átt í „Stakstein- um“ Vesturlandsins í gær. Vegna rúmleysis í blaðinu get ég ekki gert greininni veruleg skil. Vil aðeins taka það fram, að ég hefi ekki ver- ið flokksbundinn í neinum stjórn- málaflokki nema eitt ár, sem ég var ineðl. í Fél. ungra framsóknar- manna í Mývatnssveit, en gekk úr félaginu er ég fluttist úr byggðar- laginu fyrir 13 árum. Aldrei hefi ég unnið nokkurt starf, er teljist stjórnmálalegs eðlis, á vegum nokkurs annars stjórn- málaflokks en Framsóknarflokks- ins. Ég mælti með framboði Gísla Sveinssonar við forsetakjör. Á með- mælendalista hans er engin skuld- binding um stuðning við kosningu, aðeins meðmæli til þess að maður- inn geti boðið sig fram á löglegan hátt. Enginn mótmælir því, að Gísli sé frambærilegur sein forseta- efni, og annarsstaðar á landinu get- ur hann fengið þúsundir eða tug- þúsundir atkvæða, þótt fá séu þau í Vestfirðingafjórðungi, ef dæma skal eftir því hvernig gekk að afla meðmælenda þar. Því leit ég á það sem lýðræðislega skyldu að skapa honum aðstöðu til framboðs, og þannig litu margir á jnálið, þar á meðal sanngjarnt sjálfstæðisfólk. Vesturlandshöf. virðist allsstað- arar vilja koma mér í fremstu röð. Ekki veit ég tilgang hans með því — aðeins þakka upphefðina. Þann- ig er það ekki rétt með farið, að ég sé skrifstofustjóri á kosningaskrif- stofu Ásgeirs Ásgeirssonar. Til þess valdist mun hæfari maður, enda af nógum og góðum stgrfskröftum að taka meðal fylgismanna hans hér. En ég stiiðla eftir beztu getu að sigri Ásgeirs Ásgeirssonar, af því at) ég tel hann hæfasta frainbjóö- andann, og heiti á allt frjálshuga fólk að láta ekkert annaö afl en eig- in dómgreind og réttsýni ráöa gerS- um sínum viö kjörbor'öiö á sunnu- daginn kemur. Sigurdur Tryggvason,- kennari. --------O--------- Austuríska óperusöngkonan Else Múhl syngur í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 9. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Björn H. Jónsson.

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.