Vestfirðingur - 27.06.1952, Blaðsíða 3

Vestfirðingur - 27.06.1952, Blaðsíða 3
Verndum helgasta réttinn — lýðræðið. Hinn 29. júní n.k. verður í fyrsta sinn kosinn forseti á Is- landi með þjóðaratkvæði. Foringj- ar stjómmálaflokkanna og innsta ráð töldu sig réttkjörna til að ráða framboðum, án þess að aðrir lands- menn kæmu þar til. Það ætlaði að ganga illa að ná samkomulagi eins og vænta mátti, því valdastreyta og ráðríki togaðist á gegn frjáls- lyndi og eðlilegu vali. Þegar öll sund voru að lokast, varð samkomulag hjá stjórnar- flokkunum um séra Bjama Jóns- son, sem þó fyrir aldurssakir hafði lagt niður prestsembætti fyrir nokkm. Um þennan mann er þjóðinni skipað, af flokksráðum, að sameinast og fundir eru haldn- ir víða um land til að flytja þann boðskap og vegsama ágæti séra Bjarna sem forseta. Eitt þykir þó öllu verra, að jafnframt er reynt að flytja áróð- ur gegn öðrum frambjóðanda, Ás- geiri Ásgeirssyni, sem borinn er fram af mönnum úr öllum lýðræð- isflokkum, en Ásgeir er sá maður, sem frjálslyndir borgarar hafa fyrir löngu fest auga á sem for- setaefni, þegar Sveinn Björnsson félli frá. f áróðri um forsetakjör hefir oft verið látið skína í það, að Ásgeir væri alþýðuflokksmaður og mundi misnota vald sitt handa þeim flokki, ef hann yrði forseti. Þetta er ljót grýla, en hana þarf enginn að óttast, því að Ásgeir hefir aldrei misnotað vald sitt og mun ekki gera sem forseti. Ég hefi þekkt Ásgeir frá því að hann bauð sig fyrst fram til Alþingis í Vestur-ísafjarðarsýslu fyrir nálega 30 árum. Ég hefi kynnst skoðunum hans á málefn- um héraðs og þjóðar og þekki hug hans og einlægan vilja fyrir bættum þjóðarhag. Hann er dreng- skaparmaður, og í baráttu allri drenglyndur, samstarfsþýður og tillögugóður. Ég þekki engan mann, sem ég treysti betur til að líta óflokkslegum augum á aðkall- andi vandamál, og gæta þjóðar- sóma í embætti forseta íslands. Ásgeir er sannur Islendingur og mun halda fast á rétti vorum í samstarfi vinveittra þjóða. Alþýða fslands þarf ekki neitt foringjavald til að segja sér hvern hún á að kjósa fyrir forseta, hún hefir nógan þroska til að dæma sjálf, og hún mun sýna það 29. júní, að hún vemdar helgasta rétt 5Ínn, lýðræðið, með frjálsu vali, og kýs glæsilegasta fulltrúann, og þann eina sem enn er á starfsaldri, en það er Ásgeir Ásgeirsson, hinir mega njóta ellinnar og hvíldar- innar í friði. Suðureyri, 19. júní 1952. Sturla Jónsson. VESTFIRÐINGUR 3 Þann dag ætla ég að eiga sjálíur. Mörgum mun hafa brugðið í brún, er þeir heyrðu þá yfirlýsingu foringja stjórnarflokkanna, að þeir hefðu heitið eindregnum stuðningi flokka sinna við fram- boð ákveðins frambjóðanda við forsetakjörið 29. þ.m. Ekki þó svo að skilja, að sá frambjóðandi væri ekki hinn mætasti maður. En ýms- ir munu þó hafa hugsað sem svo, að nú hefðu flokksforingjarnir lofað meiru en þeir væru menn til að efna. Hinir almennu kjósendur höfðu það áreiðanlega á tilfinn- ingunni, að forsetakjörið ætti fram að fara án þess að flokksaga yrði þar beitt. Þar yrði annar blær að ríkja heldur en tíðkast hefur við venjuiegar pólitískar kosning- ar á landi hér. Þá yrðu blöðin að halda sér í skefjum og áróðursvél flokkanna mætti ekki undir nein- um kringumstæðum fara í gang. Kjósendurnir yrðu að ganga með virðuleik og prúðmennsku að kjörborðinu, til að velja þjóðhöfð- ingjann. Fjöldinn allur af kjósend- um í landinu var líka áreiðanlega ákveðinn í að gera sitt til að þann- ig gæti þetta orðið. En kjósendurn- ir töldu líka, að til þessarra kosn- inga ættu þeir að fá að ganga án handleiðslu sinna pólitísku for- sjármanna. Þegar svo sýnt var, að þeim átti ekki að haldast uppi slíkt sjálfræði óátalið, var ekki annað ráð fyrir hendi en að leggja hnefann á borðið og segja í fullri alvöru: Þann dag ætla ég að eiga sjálfur. Þá leiðina valdi ég, sem þessar línur rita. Og eftir því sem nær hefur lið- ið þeim stóra degi og áróðurinn farið harðnandi, hefur mér orðið það betur og betur ljóst, að ég hefði ekki getað tekið aðra afstöðu til málsins. Sá leikur sem átt hef- ur sér stað nú um skeið, má ekki endurtaka sig. Kjósendurnir vilja ekki láta svifta sig réttinum til að velja forsetann. Það yrði mikil á- minning og eftirminnileg, ef for- ingjar flokkanna sæju það nú svo að ekki yrði um villst, að þúsund- um kjósenda verður ekki ráðstaf- að á sama hátt og leigukúgildum, eða þeir veðsettir líkt og jarðar- hundruð sem maður kann að eiga skuldlaus. Það er ofur eðlilegt, að við venjulegar alþingiskosningar, þeg- ar kosið er um hrein stefnumál og flokksleg sjónarmið, fylgi kjós- endurnir fast hver sínum flokki. En það er jafn eðlilegt að setja flokksböndin til hliðar, þegar kjósa skal forseta lýðveldisins. Hann á ekki að framkvæma stefnu mál neins eins flokks. Þessvegna er það líka kostur á forsetaefni, að hafa sýnt sig í því að geta haf- ið sig yfir flokksleg sjónarmið, jafnvel þegar öldumar risu nokk- uð hátt á ólgusjó stjórnmálanna. Slíkan mann þarf íslenzka þjóðin að eiga fyrir forseta lýðveldisins. prófastur, Holti. J. ölafsson, --------o--------- Þaxrnig byrjai það. „Ég kýs séra Bjama, af því að mér er sagt það. Ég tel mér skylt að fylgja flokknum í þessu sem öðru“. Þessar setningar og aðrar þeim líkar hafa hrotið af vömm, sumra fylgismanna stjórnarflokkanna undanfarið. Jafnvel hér, í hinu gamla kjördæmi Jóns Sigurðsson- ar, hafa þessar raddir heyrst, þó fáar séu, sem betur fer. Og þetta eru afkomendur mann- anna, sem flýðu óðul sín og fluttu hingað, fremur en að þola ofríki. Það er frumeðli norrænna manna að fylkja sér um stefnu- mál, en halda sjálfstæði sínu að öðru leyti. Þegar menn gefa sál og sann- færingu skilyrðislaust á vald flokkanna, eru þeir orðnir meiri flokksmenn en Islendingar. Þá er sjálfstæðinu fyrst alvar- leg hætta búin. Þegar flokksræðið er búið að leggja nógu marga Islendinga í slíka helfjötra andlegs ósjálfstæð- is, er opin leið fyrir hvern greind- an fant að ganga í stærsta eða næst stærsta stjórnmálaflokkinn í landinu, brjótast þar til valda og taka sér síðan einræðisvald. Sagan sannar, að slíkt hefir margsinnis skeð fyrr og síðar. Fyrir fáum árum skrifaði Bert- rand Russell, rithöfundurinn og stærðfræðingurinn heimskunni, at- hyglisverða grein um ólíkar lýð- ræðishugsjónir Austurs og Vest- urs. Að hans dómi er höfuðmunurinn sá, að vestrænar þjóðir hlíta vilja meirihlutans, eins og hann birtist við frjálsar, leynilegar kosningar, en í Austur-Evrópu er ekki spurt um þjóðarviljann. Þar er talið, að almenningur sé ekki bær að dæma, hvað honum sé hollast og hentast. Honum beri því að fela allt sitt ráð forsjá fárra manna, sem einir hafi vit og vilja fyrir f jöldann. Þar með er upp tekinn einstefnuhugs- unarháttur. Hver sú skoðun í stjónmálum, vísindum og listum, sem ekki samrýmist skoðunum valdhafanna, er bönnuð. Þetta myndu flestir íslendingar telja gjörræði. Harðvítugir flokkadrættir hafa SEGIR STJÓRNIN AF SÉR, EF FRAMBJÓÐ- ANDI HENNAR VIÐ FORSETAKJÖR NÆR EKKI KOSNINGU? Sumir af fylgismönnum stjóm- arinnar óttast, að hún muni segja af sér, ef séra Bjami nær ekki kosningu. Sumir innan vébanda hennar munu jafnvel hafa látið orð falla í þá átt. Er það sennilegt? Nei. Slíkt er fjarstæða, og ekk- ert annað er marklausar hótanir. Fóstbræðralag ráðherranna í kosningabardaganum, þar sem hvergi ber á milli, hvorki um kapp né vopn, ætti sízt að hafa spillt sambúð þeirra. Það á ekki að vera og getur ekki verið stefnumál nokkurs flokks, hver verður forseti. Forsetakjörið er gersamlega ó- viðkomandi öllum þeim málum, sem áhrif geta haft á stjómar- stefnuna eða stjómarsamvinnuna. Enginn trúir því á ráðherrana — að óreyndu, þótt þeir séu mið- ur sín af kosningaæsingi eins og stendur, að þeir segi af sér og reyni á þann hátt að hefna sín á nýkjörnum forseta og setja hann og þjóðina alla í vanda. Ef þeir samt sem áður gerðu það, myndi það óhjákvæmilega leiða til þingrofs og nýrra kosn- inga. Foringjarnir myndu aldrei láta sér detta í hug að gera þannig vis- vitandi tilraun til að sprengja sína eigin flokka. Þá væri hatrið ger- samlega búið að taka öll ráð af skynseminni. Nóg er nú aðgert samt. jafnan fylgt lýðræðisfyrirkomu- laginu. Sú hefir raunin orðið einn- ig hér, og raunar því fremur, sem návígi er meira en víðast annars- staðar. Foringjar flokkanna heimta æ meira vald í sínar hend- ur af samherjum sínum. Virðist svo komið, að ófyrirleitnir for- sprakkar telja sig mega krefjast blindrar hlýðni og skilyrðislausrar undirgefni undir sinn vilja. Er þá mjórra muna vant á slíku lýðræði og því austræna lýðræði, sem Russell ræðir um. Að vísu reisir vestrænt lýðræði nokkrar skorður við skefjalausu flokksræði. Þar sem kosningar eru frjálsar og leynilegar, getur hver máður ráðið sínu atkvæði. En þá er leitað bragða. Nú á dögum eru blöðin stórveldi. Flest- ir lesa, en færri hugsa, kryfja og meta. Með látlausum, einhliða blaðaáróðri er kappkostað að slæva dómgreind almennings, deyfa vilja hans til að kynna sér Lýðræðishugsjónin.

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.