Tíminn - 09.09.1941, Page 4

Tíminn - 09.09.1941, Page 4
360 TÍMIVN, þriðjiidaginn 9. sept. 1941 90. blað Síðasti söludagur í 7. ftokki í dag, HAPPDRÆTTIÐ. Garðyrkjusýníngfin Opin frá kl. 10—22. Músik allan daginn. Getftnið ekki til morguns, — það sem þér getið gert í dag. | Óvíst Iive lengi sýningin verður opin. ÍTH BÆNUM Garðyrkjusýninffin. í dag er fimmti dagurinn, sem sýn- ing Garðyrkjufélags íslands er opin. Að hinum fyrstu boðsgestum frátöld- um, hafa um 6000 manns séð sýning- una, og róma allir mjög, hve glæsileg hún er. Vafalaust eiga margir eftir að koma i sýningarskálann ennþá, en ekkl er að vita, hve lengi sýningin verður opin. Er því vissara fyrir þá, sem hafa í huga að sjá hana, að gera það sem fyrst. Tólf enskir blaðamenn eru væntanlegir hingað í dag. Koma þeir hingað í boði herstjórnarinnar. Er aðalerindið að kynnast hervörnum landsins og aðbúnaði setuliðsins. Þeir munu ferðast um Norður- og Austur- land. Meðan þeir dvelja í bænum munu þeir sitja í boði íslenzkra blaðamanna. Yfirmaður Bandarfkjahersins hér á landi hefir tilkynnt að búið sé að leiða fyrir herrétt hermennina fjóra, sem hafa verið kærðir fyrir nauðgun íslenzkrar konu. Verðlækkun á dilkakjöti. Hinn 8. þessa mánaðar gekk í gildi verðlækkun á dilkakjöti, sem nemur 30 aurum á hvert kílógramm. Heild- söluverð kjötsins verður því fyrst um sinn kr. 3,70 hvert kílógramm. Þessi verðlækkun var samþykkt á fundi kjötverðlagsnefndar laugardaginn 6. þ. m. Bifreiðaþjófnaður. Aðfaranótt síðastliðins sunnudags var bifreiðinni G 49 stolið þaðan, sem hún stóð fyrir utan hús í Hafnarfirði. Bifreiðin fannst svo á sunnudaginn skammt fyrir ofan Álafoss. Var hún mikið skemmd og beigluð. Engin vegs- ummerki hjá bifreiðinni bentu til þess að þjófurinn (eða þjófarnir) hefðu slasazt neitt verulega, þegar skemmd- irnar urðu á bifreiðinni. Málið er enn óupplýst. Trúlofun. Nýlega hafa opinberaö trúlofun sína ungfrú Kristín Guðmundsdóttir, Auð- unnarstöðum, Víðidal og Sigurður Tryggvason starfsmaður hjá Kaup- félagi Vestur-Húnvetninga, Hvamms- tanga. Trúlofun. í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu hafa opínberað trúlofun sína Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Svínhólum og Hannes Erasmusson, Stafafelli. Fundur . . . (Framh. af 1. síðu) og var hún þess efnis, að ís- lenzk fiskiskip fengju að flytja fisk til Bretlands frá höfnum við Breiðafjörð og frá Suð- vesturlahdi, þegar ensk fisk- tökuskip væru þar ekki. Víð- tækari krafa um þetta hefir verið gerð til Breta af hálfu ís- lenzku samningamannanna frá upphafi samninganna, en henni hefir ekki fengizt fullnægt. Er ekki nema gott eitt um það að segja, að útgerðarmenn sjálfir taki undir þessa kröfu, því að það styrkir aðstöðu nefndar- innar. Kommúnistar og nazistar höfðu gert sér vonir um að fund urinn myndi samþykkja tillög- ur um að ríkisstjórnin segði af sér, viðskiptanefndinni yrði stefnt fyrir dómstólana o.s.frv.! Hvað mundu peir gera í London? (Framh. á 2. síðu) snertir sæmd og framtíð sinna kvenna. Þannig myndast sam- heldni heilla þjóða. Þannig mun og myndast heilsusamlegt sam- heldi íslenzku þjóðarinnar um það óvenjulega ástand, að hafa í og við höfuðborg landsins hlutfallslega stærri erlendan her, heldur en aðrar höfuð- borgir hafa haft af að segja í nokkurri styrjöld. Nú byrjar að reyna á forráða- menn íslendinga. Hættan er sönnuð, fyrst með þeim al- mennu rökum, að svo marg- mennur her, eins og hér er um að ræða, hlýtur að skapa heimaþjóðinni mikinn vanda, jafnvel þó að hann sé vel tam- inn og undir góðri stjórn. í öðru lagi veit allt landið, allir sem hafa opin augu og eyru um, að náin kynni hafa skapazt, kynni, sem hvorki eiga fortíð né framtíð, kynni, sem eru eingöngu talin niðrandi og háslcasamleg fyrir íslenzkar konur. í ástamálum er konan mörg- um sinnum ver sett heldur en karlmaðurinn. Hún hefir veik- ari heilsu. Sál konunnar er bundin við heimili og börn. Karlmenn, sem ná háum aldri, geta myndað ástasambönd í hálfa öld. Kona hefir tiltölu- lega fá ár, þegar henni er unnt að mynda heppileg kynni. Mis- takist konunni heimilismyndun á þessum fáu árum, þegar talið er að hún standi í æskublóma, hefir hún allar líkur til að mega lifa einstæðingslífi, það sem eftir er æfinnar, og fara á mis við meginhamingju tilver- unnar, að ala upp sín eigin börn. Ef kona tekur þátt í formlaus- um ástaræfintýrum, þá á hún allt á hættu, en karlmaðurinn tiltölulega lítið. Ef barn fæðist vegna slíkrar kynningar, þá getur faðirinn hlaupizt á burt, og jafnvel neitað faðerninu, en móðurin ber ábyrgð á barninu, en fær litla virðingu mannfé- lagsins í meðgjöf. Karlmaður, sem borgar konu fyrir þátttöku í ástalífi, er með öllu talinn vítalaus. Konan, sem á allt á hættu, er sek á allan hátt og fær auk þess í nafngjöf bitr- asta svívirðingarheiti málsins. Og skugginn fylgir þeim langa leið, oft alla æfi. Enginn, sem leiðir hugann að Torlacius og Finnbogi töluðu líka á þá leið. Eru vonbrigði kommúfnistablaðsins auðsj áan- leg í morgun og lætur það m. a. gremjuna bitna þannig á Thor- lacius og Finnboga, að það minnist ekki einu orði á þessa menn, sem aðallega túlkuðu skoðanir þess á fundinum! því, hve hörmulega veika að- stöðu konan í öllum menning- arlöndum hefir í formlausri kynningu við karlmenn, getur lokað augunum fyrir því, að ís- lenzka þjóðin stendur nú frammi fyrir mikilli háskaraun. Við höfuim beðið lengi og lokað augunum fyrir hættunni. Nú er ekki lengur undankomu auðið. Nú er annað hvort að sýna dug og dáð í verki, og hjálpa íslenzkum konum til að sneiða framhjá ljónagröfinni, eða eiga á hættu að grotna niður eins og allraveikustu auðnuleysingjar í stórborgum heimsins. Hvað myndi ’Jón Sigurðsson segja, ef svo færi um baráttu hans til að gera íslendinga að frjálsri og gifturíkri menning- arþjóð. Ef illa á að fara er gott að hann sefur vært undir þung- um granitsteini i kirkjugarð- inum í Reykjavík. J. J. Gullna hliðið (Framh. af 3. síðu) hver dómur, sem vísvitandi hef- ir ranglega verið upp kveðinn, orsakar siðferðilegar slysfarir geranda síns, hrindir honum niður á við. Nautnaþrællinn fer sömu leiðina, hræsnarinn og hann, sem vitandi vits af- vegaleiðir þreklitla og villu- gjarna bræður sína. Allir þessir fjarlægjast hið gullna hlið, það himnaríki þroska og fullkomn- unar, sem manneskjan í eðli sínu þráir, þeir fjarlægjast það, segi ég, því þeir hafa brotið iög- mál náttúrunnar, lögmál hjart- ans eða samvizkunnar, öðrum orðum, og lifa í fjandskap við sjálfa sig. Bóndinn og Helga í þriðja þætti eru andstæður þessara einstaklinga. Þau eru börn jarðarinnar, hinnar óspilltu náttúru, sem að vísu vegur, en vegur blind. Hún er því synd- laus og sjálfri sér samkvæm, þrátt fyrir allar sínar andstæð- ur, og þeir, sem lifa í samræmi við hana, hljóta hamingjuna að launum. Og náttúran er einnig lífgjafi, svo þeir, sem hana elska og henni þjóna, hljóta að vera í þjónustu lífs- ins. En þjónusta við lífið er leið til þroska, leið til fullkomnun- ar, leiðin til himnarikis. Þang- að ná þess vegna þau bóndinn og Helga og það eins fyrir því, þó þau væru aldrei sérlega kirkjurækin í jarðlífinu, og þó þeim finnist himnabúarnir jafnvel heilagir um of. Síðasti þáttur leiksins er ef til vill torskildastur. Hvernig stendur til dæmis á því, að kerl- ingin skuli geta gert Jón sinn sáluhólpinn, enda þótt hann, samkvæmt lögum himnarkis, sé dæmdur til útskúfunar? Ef til vill liggur skýringin í orðum þeim, sem skáldið leggur post- ulanum Páli í munn, eftir að kerlingin hefir leikið á Pétur og kastað skjóðunni inn fyrir hlið- ið: „kærleikurinn er langlynd- ur, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Hans er mátturinn og dýrðin.“ En Jón hefir einnig sínar málsbætur. Haim er hreinn og beinn og hræsnislaus og lestir hans eru ekki sjálf- skapaðir, heldur eru þeir sam- félaginu og lífskjörunum að kenna. Hann hefir drýgt yfir- sjónir sínar í sjálfsvörn, ef svo mætti segja. Og þó hann hljóti að verða dæmdur samkvæmt bókstaf laganna, má sýkna hann samkvæmt anda þeirra. í múrvegg þeirra finnst smuga, sem hægt er að komast gegn- um, og verðirnir vita það. Röggsemi þeirra slævist. Þeir gefa gömlu konunni færi á að koma fram vilja sínum og hún notar sér það. Allt skal í söl- urnar leggja fyrir lífsförunaut- inn, jafnvel sáluhjálpina sína, ef með þyrfti. Slík ást eða fórn- fýsi er að vísu ekkert nýtt fyr- irbrigði í bókmenntunum, enda er sjónleikur Davíðs Stefáns- sonar ekki fyrst og fremst byggður utan um það atriði. Plann fjallar um manns-sál- irnar í öllum þeirra marg- breytileika, um óskir þeirra og ástríður, um fegurð þeirra og herfileika, um baráttu þeirra, ófarir og sigra. Ég tel, að með bók þessari hafi Davíð Stefánsson frá Fagraskógi áunnið sér sæti meðal fremstu leikritaskálda, og mun nú íslenzka þjóðin óska honum hjartanlega til ham- ingju með sinn nýja, stóra bókmenntasigur. Guðm. Daníelsson frá Guttormshaga. Á krossgötnm (Framh. af 1. slðu) á svokölluð Hvítingsmið. Höfnin er ágæt, algerlega sjálfgerð, djúp og lygn. Mest af fiskinum hefir verið saltað í landi og hefir sú fiskvinna veitt þorps- búum mikla atvinnu um margra ára 168 Victor Hugo: ingjann sjálfan, eins og siðvenja er meðal Múhameðstrúarmanna. Þegar Chautefleur bárust þessar fregnir, hætti hún að gráta. Hún bærði aðeins varirnar, eins og hún hygðist að hefja máls, án þess þó að mæla orð. — Þetta var hræðileg saga, sagði Ov- darda. — Hún gæti næstum því fengið steinhjarta til þess að vikna. — Mig undrar það ekki, þótt þið ótt- izt Tatarana, mælti Gervaisa. — Þið ættuð að gæta Eustache vel, því að nú eru Tatarar frá Póllandi á ferð hér, sagði Ovdarda. — Nei, þetta er ekki rétt hjá þér. Það er sagt, að þeir séu frá Spáni eða Katalóníu, mælti Gervaisa. — Kataloníu? Já, það kann vel að vera, svaraði Ovdarda. — Pólland, Katalónía, Podolía, ég ruglast æfinlega í þessum þrem héruðum. En það eitt er þó víst, að þetta eru Tatarar. — Og það er líka víst, að þeir hafa nægilega langar tennur til þess að eta lítil börn með, hélt Gervaisa áfram máli sínu. Mig skyldi ekki undra það, þótt Esmeralda hefði gert sig seka um að leggja sér slíka fæðutegund til munns. Majetta var þögul. Hún var niður- sokkin í hugsanir sínar eins og hennar Esmeralda 165 unum í flaustrinu. Þegar hún kom aft- ur heim og heyrði ekkert til barnsins, hélt hún að það svæfi enn. En henni brá í brún, þegar hún kom að opnum dyrunum. Hún æddi inn full örvænt- ingar. Barnið var burtu úr rúminu. Hún hljóp út úr herberginu, niður tröppurnar og rak sig á vegginn í flýt- inum. — Barnið mitt! Barnið mitt! hrópaði hún. — Hver hefir tekið barnið mitt? Strætið var mannlaust og enginn heima í húsinu. Enginn gat gefið henni minnstu upplýsingar. Hún hljóp gegn- um borgina og leitaði alls staðar eins og dýr, sem er rænt unga sínum. Hún reikaði í spori og andvarpaði þungan. Hár hennar féll í flyksum niður í augu og eyru. Það var hryllilegt að sjá hana. Eldur brann í augum hennar, sem þurrkaði tárin. Hún nam staðar og hrópaði til þeirra, sem framhjá fóru: — Dóttir mín! Barnið mitt. — Fall- ega, litla barnið mitt! Gefið mér barnið mitt, og ég skal verða ambátt ykkar. Hróp hennar voru nístandi kvalaóp. Ovdarda og allir aðrir kenndu sárt í brjósti um hana. Vesalings móðirin! — Hún kom ekki heim aftur, fyrr en síðla kvölds. Ein grannkona hennar hafði séð tvær Tatarakonur laumast inn í hús- ið, meðan hún var burtu fyrr um dag- - _ RAMI.A RtG . - , ívrV.TA ntíb - ÆSKM DANSAR Óðnr hjartans. (DANCING CO-ED.) (Music in my Haert). Aöalhlutverkin leika: LANA TURNER, RICHARD CARLSON, ARTIE SHAW og danshijómsveit hans. Amerísk söngVakvik- mynd. Aðalhlutv. leika: Tenorsöngvarinn TONY MARTIN, RITA HAYWORTH. AUKAMYND: Winston Churchill og Roosevelt hittast á Atl- antshafi og koma Church- ills til íslands. Aukamynd: Ensk frétta- mynd með fréttum úr ýmsum áttum, meðal ann- ars frá ferðalagi tslenzku blaðamannanna í Englandi. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ——.— —--— ——4 Frá Reykjavíkurhöín Hér með tilkynnist öllum vöruiim- flytjcndum til Reykjavíkur, að vegna samninga þeirra, er Reykjavíkurhöfn • Iiefir gert við laerstjórn Randaríkja hér á landi, veröur framveg'is ekki leyft aSi hafa vörur gcymdar á hafn- arlóðunum lengur en 3 sólarhringa frá þvl er affermingu skips er lokið. Þær vörur, sem eigi liafa verið hirtar innan þess tíma, verða fluttar á stakk- stæði suður hjá Haga (á Melunum) og geymilar fiar á kostnað og ábyrgð eigenda. Skip jiau. er flytja timbur, verða eigi tekin upp að bryggju til afgreiðslu, nema farmseigendur flytji timbrið beint á geymslupláss utan hafnarsvæð- isins. Reykjavík, 8. sept. 1941 Hafnarstjórinn Sérlega vandaða kennslu í tungumálum og bókfærslu, veitir llarry Willemsen, Lindargötu 52 — Sími 2787. Viðtalstimi á kvöldin klukkan 8—9. Umsóknum um ellilaun og örorkubætur skal skilaö á bæjarskrifstofuna fyrir lok þessa mánaðar. Athygli skal vakin á því, að allir, sem notið hafa ellilauna eða örorkubóta á þessu ári, og óska að fá þau framvegis, verða að sækja um styrk á ný fyrir árið 1942. Um- sóknaeyðublöð fást í Góðtemplarahúsinu alla virka daga kl. 10—12 og 2—5, nema á laugardögum ein- göngu kl. 10—12. Rorgarstjórinn I Reykjavík. Járníðnaðarpróí Þéir, sem óska að ganga undir próf í: eirsmíði, járnsmíði, málmsteypu, plötu- og ketilsmíði, rennismíði og vélvirkjun, sendi umsóknir sínar til ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR, forstjóri Land- smiðjunnar, fyrir 15. þ. mánaðar. skeið. Kaupfélagið selur fiskinn fyrir bátaeigendurna, en sjálfar hafa báts- hafnirnar bryggjur, sem bátunum er lagt við, og þarf aldrei að setja þá „upp“, nema á haustin. Allan annan tíma ársins eru þeir ýmist við bryggj- urnar eða við dufl úti á laginu, þegar þeir eru ekki í róðrum. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) minna mjög á játningu iðrandi syndara. Annað mál er svo það, hvort þessi iðrun muni vara lengi og hvaða orsakir liggja til hennar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.