Tíminn - 16.09.1941, Síða 4

Tíminn - 16.09.1941, Síða 4
368 TlMim, liriðjndagiim 16. sept. 1941 92. blað Herstjórinn Hítier (Framh. af 1. síðu) hátt. Morgunverður hans er kínverskt te, ljós hafragrautur, steik, smjör og aldinmauk.Þessa neytir hann í svefnstofu sinni. Á miðdegisborði hans er ávallt salat, egg, ávextir og óáfengur bjór. Kvöldverður hans er mjög svipaður, en þó snæðir hann stundum súpu, hrísgrjón og pönnukökur að kvöldinu. Hitler þykja kökur góðar, en neytir þeirra mjög sparlega. Með því vill hann gefa þjóð sinni gott fordæmi. Ölgerð í Miinich býr til hinn óáfenga bjór, sem Hitler neytir. Gestir hans mega drekka hvað þeim líkar, en alls ekki reykja. Hitler telur reykingar örgustu eitrun. Hann segir, að sér þyki gaman að sjá óvini sína reykja, en ekki vini sína. Yfir matarborðinu segir hann skrítlur og hermir eftir fólki, og þykir vel takast. Húshald í Berchtesgaden er í höndum þriggja kvenna. Þjónustu- meyjarnar eru allar ungar og giftar og eiga börn. Hitler gengur títt um gólf á daginn og les ritara sínum fyr- ir meðan hann þrammar yfir ■góifið. Sér tíll hressingar fer hann I gönguferðir úti og fyllir þá ávallt vasa sína af hnetum handa íkornunum. Þrátt fyrir herstjórn sína hefir Hitler haft tíma til þess síðasta misserið að líta á myndablöð frá öllum löndum heimsins, er honum eru send eftir „diplomatiskum" leiðum. Hann lítur yfir hið vikulega fréttayfirlit, leggur drög að herstjórnartilkynningunum og hlustar á Wagnerhljómlist og segir, að „Der Meistersinger“ sé hin sanna túlkun á því bezta, sem þýzkt er. Óperusöngvari sagði mér, að Hitler hefði hlýtt á þessa óperu 200 sinnum. Hann er jafn áhugasamur um byggingarlist sem áður. Engin stórbygging er reist í Þýzkalandi, án hans samþykk- ís. Þegar hann lagði samþykki sítt á söngleikahúsbyggingu í Bayreuth, lét hann færa fyrir- hugaðan „bar“ úr hliðargangi í kjallarann. Leiðtoginn gerði þá grein fyrir þessu, að hér vildi hann „sjá fagurlega búna elskendur í söngleik, en ekki síld og smurt brauð.“ Þegar Hitler hvarf frá stjórn- málaforystu til herstjórnar, var eftirlitið með ríkiskerfinu tekið frá flokknum og selt í hendur hernum. í dag er Þýzkaland á valdi herstjóra. Flokksræðinu tók að hraka strax og styrjöld- ín hófst og er nú með öllu lok- ið. Ley, Göbbels og Viktor Lutze stormsveitarforingi megnuðu elgi að stemma stigu fyrir auknum afskiptum hers- ins af ríkismálefnunum. Straumur tímans hefir borið Ley brott. Göbbels getur enn haldið sínu sæti, en veröur að starfa í samræmi við hið nýja viðhorf. Flokksmennirnir hverfa jafnt og þétt á hljóðlátan hátt Fyrsta minnismerkið (Framh. af 1. síðu) staður þjóðarinnar, þó að þing- ið sé flutt þaðan. Til þess að þetta geti orðið, þarf m. a. að bæta húsakost staðarins og gerir nefndin ráð fyrir, að reist verði veitingahús á fögr- um tanga við vatnið, skammt frá konungshúsinu. Þegar slík- ur húsakostur væri kominn til viðbótar þeim, sem nú er, væri hægt að halda þar ýmsa fundi stærri félaga og aðstaða öll betri til hátíðahalda. Þá gerir nefndin ráð fyrir, að völlunum svonefndu verði breytt í í- þróttasvæði, svo hægt verði að halda þar stór þróttamót. Þá hefir hún ætlað sérstakan stað fyrir tjaldstað. Jafnhliða þessum fram- kvæmdum þarf að vinna á- fram að fegrun staðarins, eink- um skógræktinni. Fallegur trjá- lundur hjá Þingvallabæ, sem séra Jón Thorsteinsen gróður- setti um aldamótin, sýnir bezt hvaða árangri má ná í þeim efnum. Ætlun nefndarinnar er, að komið verði upp sérstakri uppeldisstöð fyrir trjáplöntur á Þingvöllum og ætti það að tryggja stórstígari framkvæmd- ir en verið hafa. Þá mun Fögru- brekku verða skipt í reiti, sem skólarnir fá til umsjónar, og á slíkt að geta skapað heilbrigða keppni milli þeirra. Þá hefir Jón Magnússon skáld fengið sérstakan blett til skógræktar og hefir hann gróðursett þar plöntur í sumar. Myndi nefnd- in taka því með þökkum, ef fleiri vildu taka hann til fyrir- myndar. Þá hefir nefndin ákveðið að engin byggð skuli vera milli gjánna, önnur en Þingvallabær og kirkjan. Verður reynt að græða hraunið eftir föngum. Gangstígi þarf að leggja um það allvíða og hefir nefndin komið sér saman um, hvar þeir eiga að liggja. Vestur með vatninu mun verða leyfð bygging sumarbú- staða. Hafa nokkrir verið reist- ir þar í sumar og fleiri verða rdjstir þar á næstunni. Mun rísa þarna stórt sumarhýsa- hverfi áður en langt um líður. í Þingvallanefnd eiga sæti: Jónas Jónsson alþm. (formað- ur), Haraldur Guðmundsson alþm. og Sígurður Kristjánsson alþm. úr valdastöðum sínum. Fyrir tveim mánuðum féll Karl Bo- mer, hinn ótrauði forustumað- ur blaðadeildar útbreiðslumála- ráðuneytisins, fyrir ofurborð. Morguninn eftir að strok Hess var gert heyrinkunnugt, handtók lögregluliðið svo margt fólk í Norður-Berlín, að eigi dugðu færri en tuttugu vagn- ar til þess að aka því brott. Þar á meðal voru stormsveitarmenn í einkennisbúningum. Öllum þeim, sem Hitler var eigi að skapi, var rutt úr vegi á einn eða annan hátt, eftir að hann tók að fjalla svo mjög um mál- efni hersins. Snndmál Austurlands. (Framh. af 2. síðu) stórþarfa verki fyrr í ár en næsta ár, ef fé fæst til þess. Nú er Eiðaskóli ríkisstofnun og laugin verður ríkiseign. Er því enginn vafi á, hverjum hér ber að greiða úr vandanum. Þá mun eigi standa á ungmenna- félögum og íþróttamönnum eystra að leggja fram vinnu til framkvæmdarinnar. En á Aust- urlandi er nú vakning í félags- málum og íþróttum, eins og víðar. Jökuldalur og Hérað, með að- liggjandi sveitum, Seyðisfjörð- ur, Reyðarfjörður, Eskifjörður og Breiðdalur hafa greitt bíl- vegasamband að Eiðum og eiga þangað því auðvelda sókn til sundnáms. Aftur er sókn þang- að örðug frá hinum fjörðunum, en þaðan þarf að flytja börnin fyrst á bátum, til Reyðarfjarð- ar t. d., en síðan í bílum að Eiðum. Verður því næsta verk í sundmálum Austurlands, eft- ir Eiðalaugina eða jafnframt henni, að koma upp sundþróm, þar sem fjölmenni er mest og örðugast um samgöngur. Má gera ráð fyrir, að tvær slíkar laugar komi á næstu árum, í Neskaupstað í Norðfirði og að Búðum við Fáskrúðsfjörð. Á báðum þeim stöðum má fá hita á sama hátt og í Þórshöfn. Og á báðum stöðunum er þegar tekið að vinna að málinu. — Síðan er líklegt, að laugar komi í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og ef til vill víðar. Eru þegar ráða- gerðir um rafhitaða sundlaug á Seyðisfirði, en raforku skortir þar í bili og laugin hlýtur að kosta mikiö fé. En þar til hún kemur, bjargar Eiðalaugin Seyðisfirði, en á milli er 35 km. bílvegur, sem er þó aðeins fær á sumrum. 4. Austur-Skaftafellssýsla. Þar er örðugast um hagfellda lausn sundmálsins, vegna strjálbýlis, fámennis og sam- gönguörðugleika. Verður senni- lega helzt að ráði, að bjargast þar við kaldar tjarnir til sund- kennslu og reisa við þær skýli með upphituðum búningsklef- um og heitum ræstiböðum. Yrði svo í viðbót stefnt að því, að senda öll skólabörn úr hérað- inu til fullkomnunar í sundi í hlýrri laug, t. d. fjórða hvert ár. Fengi þá hvert barn slíkt námskeið einu sinni á skóla- tíma sínum. Gæti það verið al- menn skemmti- og námsferð um leið, en slíkar ferðir tíðk- ast nú mjög. Ég hefi talið rétt, að gera þessa grein fyrir stefnu og starfsáætlun í sundmálum Austurlands, til þess að þeir, sem látá sig þau mál skipta — sveitastjórnir, æskulýðsfélög og áhugasamir einstaklingar — eigi hægra með að átta sig á þeim og bindast samtökum um að hrinda í framkvæmd því, sem mest kallar að. En fram- kvæmdir þær, sem hér er bent á, þola ekki langa bið. Það er óþolandi og óviðeigandi, að 174 Victor Hugo: eins og skuggi kæmi í stað bjarma. Henni vöknaði um augu. Varir hennar herptust saman eins og hún væri í þann veginn að bresta í grát. Skyndilega bar hún fingurna að vörum sér og gaf Mo- jettu merki um að koma. Majetta kom, hrærð og þögul. Hún læddíst hægt og gætilega á tánum eins og hún nálgaðist líkbörur. Sorglega sýn bar fyrir augu kvenn- anna þriggja, er gægðust inn í Rottu- holuna. Kytran var lítil og óvistleg. Á stein- gólfi sat kona á hækjum sér í einu horninu. Hún huldi andlitið í höndum sér eins og í örvæntingu. — Hún bar tötralegan brúnlitan serk, sem huldi hana nær alla. Langir, hæruskotnir hárlokkar hennar héngu fram yfir höf- uðið og náðu alveg niður að gólfi. Hún líktist vofu eins og þeim, er maður sér í draumi eða er lýst ritum Goyas: Þær hallast bleikar, hreyfingarvana, og ó- hugnanlegar upp að legsteini eða fangelsisvegg. Þetta virtist hvorki vera karl né kona, hvorki lifandi vera né látin. Það gat að líta nakinn fót hvíla á hrjúfu og köldu gólfinu. Sýn þessi hlaut að vekja meðaumkun í hjarta sér- hvers manns. Vera þessi virtist sem hlekkjuð við gólfið. Hún bærði ekki hið minnsta á Esmeralda 175 sér, og það leit út sem hún myndi ekkl einu sinni draga andann. Hún bar þunnan léreftsserk um miðjan vetur og lá þannig nær nakin á steingólfi. Eng- inn eldur brann í fangaklefa þessum og norðaustanvindurinn var hið eina, er gat þrengt sér inn í hann til konunn- ar. Geislar sólarinnar náðu aldrei að skína þar inn. Það var eins og þessi manneskja gæti ekki lengur þjást, hefði engar tilfinningar framar. Mað- ur gat haldið, að hún væri orðin að steini, líkt og vistarvera hennar var sannarlegt íshús á vetrum. Hend- urnar voru krepptar, augun sem freðin. Við fyrstu sýn mátti ætla hana vera afturgöngu, en líkneski við nánari skoðun. Annað veifið bærði hún helbláar var- irnar og dró að sér andann. Hún skalf við. En þessar bláu varir voru sem dauð- ar væru og hreyfðust á jafn lífvana hátt og bókarblöð, sem blakta í golu. En í frosnum augunum brá öðru hvoru fyrir ólýsanlegu leiftri. Það funaði, heitt, harmþrungið, ótruflað, og var ávallt beint að skúmaskoti í klefakytrunni, er eigi varð eygt utan frá. í þessu augna- ráði voru duldar allar hinar myrkustu hugsanir þessarar hrjáðu veru. Þannig leit hún út, þessi manneskja, er kölluð var einsetukonan, eða stund- BÓKABÚÐ KRON Álþýðnhnsinn Nokkrar góðar gamlar ís- lenzkar bækur: Bókmenntasaga Finns Jónssonar, 1. og 2. hefti, kr. 3.50. Bragfræði Finns Jónsson- ar, kr. 1.00. Goðafræði Finns Jónson- ar, kr. 3.00. íslenzkar ártíðarskrár, all- ar á kr. 4.00. Sólarljóð. Útg. af B. M. Ol- sen, kr. 1.50. # Varningsbók Jóns Sigurðs- sonar 1860, kr. 1.00. Kvæði eftir Stefán Ólafs- son, 1885, I—II, á kr. 6.00. Jarðskjálftar á íslandi, eftir Þorv. Thoroddsen, kr. 2.75. Fornaldarsagan, H. Mel- sted, kr. 2.50. Norðurlandasagan, P. Mel- sted, kr. 2.50. Ýmsar aðrar niðursettar bækur höfum við til, t. d. íslendingar í Danmörku, eftir dr. Jón Helgason, kostar nú aðeins kr. 3.00 Jarðarmatsbók alls lands- ins. Stórfróðleg bók, sem kostar einar 3 kr. — o. fl. o. fl. Bókabúð KRON Alþýðuhúsinu --------- ---------------- OKKAR innilegasta þakklæti viljum við flytja þeim Öxfirð- ingum, sem nú í sumar sýndu okkur vinarþel með því að sækja okkur heim um langan veg og heiðra okkur með gjöf- um, veiziuhaldi, ræðum og söng, í tilefni af 30 ára búskaparaf- mæli okkar hér að Hraun- tanga. Níels Sigurgeirsson og fjölskyida. Austurland njóti ekki sömu að- stöðu til sundnáms og aðrir landshlutar, að því leyti sem það er hægt. Aðalsteinn Sigmundsson. Rseða biskups (Framh. af 2. síðu) fórnarinnar, sigur kærleikans, sigur lífsins yfir dauðanum. Þjóðin hefir þegar búið eín- um sona sinna gröf á þessum stað — skáldinu og ættjarðar- vininum Einari Benediktssyni. Vér komum í dag og söfnumst um leiði hans við góðar minn- ingar um það, sem hann gjörði fyrir þjóð sína, í minningu um ljóð, sem aldrei munu gleymast, um söng, sem ei mun deyja. — Hingað til hefir leiðið verið lágt, og engin merki sést um það, hver hér var lagður í gröf. Nú hefir nafn hans verið greipt í þenna stein, sem íslenzkar hendur hafa unnið, minningar- steinjinn með því nafni, sem hann risti sjálfur í íslenzk hjörtu, er lagður á gröf hans. — Hingað munu íslendingar allir, þeir, sem Þingvelli sækja heim, ganga á komandi árum og öld- um og þakka honum ljóðin, sem hann kvað um ísland og ís- lenzku þjóðina, um hugsjónir andans og eilíf markmið lífs- ins. Því hátt stefndi hugur hans minnugur þess, „að him- ininn skín yfir leiðum vors anda.“ Um þenna helga reit mun vaxa fagur gróður, fagrir ís- lenzkir trjástofnar munu festa hér rætur og vaxa hátt. Mætti minningin um Einar Benedikts- son og aðra sonu og dætur ís- lands, sem hér kunna að hvíla á komandi tímum, vekja þrótt, fegurð, hugprýði, drengskap og frelsisást — hinn fegursta gróð- ur andans í brjóstum íslenzkra manna og stuðla að því að skapa sanna þegna„ sem unna íslandi og af fórnfúsum huga vilja starfa fyrir land vort og ^^GAMLA BÍÓ- Ærsladrósín -NÝJABÍÓ. Frægðarbrautín „Paris Honeymoon“ Aðalhlutv. leika: BING CROSBY, FRANCISKA GAAL, AKIN TAMIROFF Og SHIRLEY ROSS. Sýnd kl. 5, 7 os 9. (ROAD TO GLORY). Amerísk stórmynd, er gerist á vígvöllunum í Frakklandi 1914—T8. Aðalhlutv. leika: FREDRIC MARCH, WARNER BAXTER, LIONEL BARRYMORE, JUNE LANG. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki affgang. Bókautgáfa Menningarsjóðs og ÞjóðvinaSélagsins Úrvalsrit Jónasar Hallgrímssonar og Mannfélagsfræffi eru komin út. Áskrifendur í Reykjavík vitji bókanna í anddyri Lands- bókasafnsins, opið kl. 1—7, og í Hafnarfirði 1 verzl. Vald. Long. Gjalddagi skatta. Athygli er hér með vaklii á þvi, að tekju- og elguaskattur, tekju- og eignaskatts- auki, stríðsgróðaskattur, fasteignaskatt- ur til ríkissjóðs, lestagjald, lífeyrissjóðs- gjald og námsbókagjald fyrir árið 1941 féllu í gjalddaga 15. águst ji. á. Þá eru fallin i gjalddaga kirkjugarðsgjöld fyrir árið 1941 og sóknargjöld og utanþjóð- kirkjumannagjald fyrir fardagaárið 1940—’41. Framangreindum gjöldum er veitt við- taka á tollstjóraskrifstofunni, sem er á 1. hæð í llafnarstræti 5. Skrifstofan er oftin virka daga kl. 10—12 og 1—4, nema laugar- daga kl. 10—12. TOLLSTJÓRm I REYKJAVÍK, 15. september 1941. KjólataU" Cheviot og svart kamgarn í peysuíataírakka nýkomið. 6efjnn - Iðnnn Aðalstræti Strandferðir ríkis- skipanna (Framh. af 1. siðu) verður mikill rekstrarhalli á Súðinni, og ræður þar um mestu, að hún brennir kolum. Annars er rétt, fyrst farið er að tala um Súðina og kolaeyðslu hennar, að segja frá tillögu, sem ég hefi verið að reyna að koma á framfæri nú síðustu mánuðina. Súðin er gamalt skip, eins og stundum hefir verið minnzt á í blöðunum og víðar. Var hún að því að hefja þjóðina hærra í lífi hennar og breytni, í ást á guði og landinu, sem hann gaf henni. Með þeim óskum bið ég dótt- ur skáldsins, sem hér er við- stödd í dag að afhjúpa stein- inn, sem lagður hefir verið á gröfina. Vér þökkum í nafni al- þjóðar þann arf, sem Einar Benediktsson hefir látið núlif- andi og komandi kynslóðum eftir. Jafnframt því, sem vér vott- um ástvinum hans samúð vora hér við gröf hans, bið ég guð að blessa þeim og allri þjóð- inni minningu hans. keypt fyrir 11 árum, þá mjög ódýrt, og hefir síðan verið stöð- ugt í strandferðum, sem slítur öllum skipum, enda eru katlar og vélar skipsins mjög farin að láta á sjá. Hins vegar var skrokkur skipsins mjög vel byggður og sterkur frá upphafi, og mikið af honum endurnýj- að nú upp á síðkastið. Tillaga mín er því í stuttu máli sú, að Súðin verði endurbyggð og gert úr henni mótor-kæliskip. Keyptar verði vélar og annað, sém til slíkrar breytingar þarf, nú þegar, meðan slíkt er fáan- legt, og verkið svo framkvæmt við hentugleíka. Fengist þann- ig nálega svo gott sem nýtt strandferðaskip fyrir hluta af því, sem nýtt skip mundi kosta. Líka má búast við, að erfitt verði að fá ný skip í náinni framtíð, jafnvel í nokkurn tíma eftir að styrjöldinni lýk- ur. Slíkar breytingu á skipinu á að vera hægt að framkvæma hér heima. 4 krossgötum (Framh. af 1. síðu) mannaeyja 8 daga á leiðinnl. En ekki er vitað hve lengi hinn báturinn var til lands. Þetta er í annað sinn, sem skipi þessa sama skipstjóra er sökkt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.