Tíminn - 30.09.1941, Side 1

Tíminn - 30.09.1941, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAOUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 25. ár. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: < EDDUHÖSI, Lindargötu 9A. í AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. \ Sími 2323. ) Símar 3948 og 3720. ( PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. Seykjavík, |iriöjiiclaginii 30. sept. 1941 96. blað Viðhótartillögur frá viðskíptamálaráðherra í dýrtíðarmálinu Þær verða helzta umræðueínið á þing- mannaíundunum, sem heíjast á morgun Embættaveitingar og írest- un kosningar í K.-lsafjarð- arsfslu Forsætisráðherra svarar ihaldsblöðunum f næsta blaði Tímans birtist ítarleg: grein eftir Hermann Jónasson, for- sætisráðherra, þar sem hann svarar þeim árásum íhaldsblaðanna, er hann hefir orðið fyrir að und- anförnu. Fjallar grein for- sætisráðherra um veitingu skólast.ióraembættisins við Flensborgarskóla, veitingu lögreglustjóraembættisins í Reykjavík, afstöðu ráð- herrans og Framsóknar- flokksins til embættaveit- inga og sérfræðináms, og frestun aukakosningar- innar í Norður-fsafjarðar- sýslu. Eru öll þessi atriði tekin til rækilegrar með- ferðar í grein ráðherrans. Óttast um bát trá Siglufirði lik eius skipverjaits finnst í björgimarbelti Á sunnudagskvöldið fór vél- báturinn „Pálmi“, S. í. 66, i róð- ur frá Siglufirði. Báturinn hef- ir ekki komið fram, en um 5 leytið í gærdag fann vélbátur- inn Villi, sem var að koma úr róðri, lík eins skipverjans af „Pálma“ í björgunarbelti, um fjórðung stundar leið út af Sauðanesi, vestan Siglufjarðar. „Pálmi“ var 10 smálestir að stærð og voru þessir menn á honum: Júlíus Einarsson, formaður, kvæntur, átti 3 börn. Júlíus Sigurðsson, kvæntur og átti börn. Kristján Hallgrímsson,kvænt- ur og átti 3 börn. Sverrir Sigurðsson, kvæntur og átti eitt barn. Jóhann Viggósson, ókvæntur. Lík þess síðasttalda fannst. Talið er ósennilegt, að „Pálmi“ hafi farizt vegna óveðurs. En báturinn var nýviðgerður og hafði verið lengdur um leið. Er leitt getum að því, að leki hafi komið að honum eða sprenging hafi orðið i vélarúmi hans. Á morgun hef jast fundir í þingflokkum og miðstjórn- um stjórnarflokkanna, þar sem fyrst og fremst verða teknar til umræðu viðbótar- tillögur frá viðskiptamála- ráðherra í dýrtíðarmál- inu. Alþingi muri verða kvatt saman, þegar þessum fundum er lokið. Tíminn hefir átt viðtal við viðskiptamálaráðherra um að- draganda og efni þessara til- lagna og fer frásögn hans hér á eftir: — Þegar ég lagði fram frum- varp mitt um dýrtíðarmálin á síðasta Alþingi, lýsti ég því svo greinilega, að ekki varð um villst, að það væri flutt sem samkomulagsgrundvöllur, en gengi skemmra en ég teldi nauðsyn til bera. Eins og flesta mun reka minni til, var frum- varpinu spillt i meðförum Al- þingis. Felld voru niður að mestu ákvæði frumvarpsins um fjáröflun með beinum sköttum, til þess að vinna gegn dýrtíðinni. Þótt svo færi taldi ég mikils- vert, að lögin yrðu framkvæmd og að sem mest yrði gert til þess að hamla gegn áframhald- andi verðbólgu og kaupgjalds- hækkunum, sem hverfa jafnóð- um til þess að mæta vaxandi dýrtíð. Ég lagði fram í ríkisstjórn- inni, rétt eftir þinglok, eða 23. júní síðastl., tillögur um að framkvæma dýrtíðarlögin. Til- lögurnar voru í aðalatriðum þessar: Innheimta útflutnings- gjald og viðauka tekjuskatt og verja fénu til þess að lækka verðlag á erlendum og innlend- um vörum, fella niður nauð- synj avörutoll samkvæmt heim- ild í lögunum og hefja aðgerð- Nýr sendiherra Mr. MacVeagh, hinn nýji sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, kom hingað til bæjarins síðastliðinn föstudag. í fylgd með honum er kona hans. Mr. MacVeagh er 57 ára að aldri. Eftir að hann lauk námi við Harvard-háskólann stund- aði hann framhaldsnám við Sorbonneháskólann í París ár- in 1913 og 1914. Hann var í her Bandaríkj anna og barðist í Frakklandi. Var hann major, er striðinu lauk. Eftir heimsstyrjöldina fékkst hann við kaupsýslu og útgáfu starfsemi. Árin 1933—1941 var hann sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi. Mædiveikín Mæðiveiki hefir komið í ljós í þremur kindum frá Syðra Tungu’koti ,1 Bólstaðarhlíðar hreppi, sem er utan afgirta ir til þess að lækka flutnings- gjöld. Ennfremur lagði ég til, að ríkisstjórnin tilnefndi 3 ráðu- nauta í málum þessum. Það eina, sem til greina var tekið af tillögum þessum, var till. um að innheimta 10% álag á tekju- skattinn og tillagan um að til- nefna ráðunautana. Um störf þeirra má m. a. geta þess, að þeir hafa gert útreikn- inga, sem sýna að ná mætti verulegum árangri, ef dýrtíðar- lögin væru framkvæmd. Aö öðru leyti voru tillögurn- ar um að framkvæma lögin ekki teknar til greina, sumpart með þeim rökum, að erfitt væri um framkvæmdir, en sumpart var sú ástæða færð til, að bráðlega væri þess að vænta, að við yrð- um frjálsir að því að breyta gengi krónunnar, ef við ósk- uðum og væri rétt að bíða eftir því að svo yrði, þar sem ýmsir mundu telja þá leið heppilegri. Brátt varð þó séð, að talsverð bið gæti orðið á því að íslend- ingar yrðu frjálsir að því að breyta gengi krónunnar. Kom þetta greinilega fram af tregðu þeirri, sém Englendingar sýndu í því, að svara kröfum ríkis- stjórnarinnar um breytingar á ensku samningunum, er settar voru fram um mánaðamótin júní—júlí í sambandi við samn- inginn um hervernd Bandaríkj- anna. Ég ítrekaði því tillögur min- ar allar í dýrtíðarmálinu og benti sérstaklega á, að þótt gengishækkunarleiðin kynni síðar að reynast fær og teljast heppilegri en hin leiðin, þá væri siður en svo nokkur skaði skeð- ur, þótt framkvæmdir væru hafnar samkvæmt dýrtíðarlög- unum. Hitt væri aftur á móti hættulegt að hafast ekkert að og láta verðlag og kaupgjald hækka á víxl eins og verið (Framh. á 4. síðu) Mótspyrnan gegn Þjóðv. í herteknu löndunum Andúðin gegn Þjóðverjum fer nú stöðugt vaxandi i herteknu löndunum. Virðist það ekki bera neinn árangur, þótt þeir beiti auknum hefndarráðstöfunum. Hér í blaðinu hefir nýlega verið skýrt frá vaxandi mót- spyrnu Norðmanna og aukinni harðstjórn Þjóðverja þar. Hefndarráðstafanir þeirra hafa þó engan árangur borið. Stöð- ugt berast þaðan fregnir um nýjar fangelsanir. Nýlega hefir Rogalandsfylkið verið dæmt í einnar milj. kr. skaðabætur vegna skemmdarverka og Ála- sund í 100 þús. kr. skaðabætur. Frá Frakklandi hafa borizt fregnir um vaxandi andúð gegn Þjóðverjum og víðtæka skemmd- arverkastarfsemi. Þýzkir her- menn verða iðulega fyrir árás- um. Þúsundir manna hafa ver- ið fangelsaðir í hinum her- numda hluta Frakklands. Hafa Þjóðverjar gripið til þess ráðs, að drepa nokkra fanga í hvert sinn, sem unnin eru skemmdar- verk, og eru þeir teknir af handahófi, án tillits til hvort sakir þeirra eru sannaðar eða ekki. Þegar mun vera búið að taka af lífi um 40—50 manns á þennan hátt. Talið er, að fram- leiðsla hafi farið minnkandi í vopnaverksmiðjum FrakMands að undanförnu. í Belgíu eru Þjóðverjar einn- ig byrjaðir að taka gísla af lífi, en þar hafa skemmdarverk og árásir á þýzka hermenn færzt í aukana. Þá hafa nokkrir Belg- íumenn verið teknir af lífi fyr- ir aðstoð við brezka flugmenn. í Júgoslavíu heldur smá- skæruhernaður enn áfram og eru iðulega gerðar harðsnúnar árásir á þýzkar varðstöðvar. Hefir Berlínarútvarpið viður- kennt að nýlega hafi verið sent aukið herlið til Jugoslavíu og mun slíkt ekki hafa verið gert, nema af brýnni nauðsyn. Sagt er að Þjóðverjar láti brenna upp heil þorp í hefndarskyni, þar sem þeir hafa sætt mestri mót- spyrnu. Mestum árangri virðist mót- spyrnan gegn Þjóðverjum hafa JL KROSSaÖTUM Bæjarbruni í Bárðardal. — Bæjarbruuni í Skagafirði. — Bókagjöf. — ís- lenzkir flugnemar í Kanada. — Frá Hvanneyri. — Frá Eyrarbakka. Á fimmtudaginn var, brann bærinn alS Brenniási í Bárðardal til grunna. Þegar eldsvoðans varð vart, voru að- eins tvö gamalmenni á heimilinu auk tólf ára barns. Með undraverðum dugn- aði tókst þó þessu liði að bjarga nokkru af húsbúnaðinum, en bærinn brann aliur. Sá bær, er næstur er Brenniási, er hálftíma leið í burtu. Kom fólk þaðan jafnskjótt og fregn barst um eldinn, en það stoðaði ekkert, því að bærinn var svo mikið brunn- inn, að hann hmndi eftir stutta stund. t t t Síðastliðinn föstudag brann bærinn að Sleitustöðum í Hólahreppi í Skaga- firði til kaldra kola. Bóndinn, Sigurður Þorvaldsson hreppstjóri, var við kart- öfluupptöku nokkuð langt frá bænum, en kvenfólkið á heimilinu var að sjóða slátur i kjallara á nýju ibúðarhúsi, sem sonur bóndans býr í, og stendur nokk- uð frá gamla bænum. Bærinn var að mestu úr torfi og brann hann allui' án þess að nokkru yrði bjargað. Inn- bú var óvátryggt, en bærinn tryggður að litlu leyti. r t t „British Comicil" (Brezka menning- svæðisins. Frekari rannsókn 1 arstofnunin), sem sá um dvöl íslenzku hefir enn ekki farið fram, en frá þessum stað gæti sauðfé úr nokkrum hluta Bólstaðarhlíð- arhrepps og Lýtingsstaða- hreppi hafa sýkzt, en veik- innar hefir ekki orðið vart áður á þessum slóðum. blaðamannanna í Bretlandi í sumar, hefir fyrir skömmu sent Landsbóka- safninu um eitt hundrað bækur að gjöf. Gjöfina völdu í sameiningu þeir Cyril Jackson sendikennari og Guðm. Finnbogason landsbókavörður. Lögðu þeir áherzlu á af fá verk helztu enskra ljóðskálda og leikritaskálda á 19. og 20. öld. í þessu safni eru 48 bindi ljóða- bóka og 45 bindi leikrita. Ennfremur ýmsar greinar, bréf og æfisögur. Þess- ar bækur verður framvegis hægt að fá lánaðar í lestrarsal Landsbókasafnsins. t t t Frá flugnemunum, sem fóru til Ka- nada, hafa nú borizt bréf. Láta þeir hið bezta yfir aðstöðu sinni. Segja þeir, að flugskóli íslendingsins Kon- ráðs Jóhannessonar, en þar stunda þeir nám, sé talinn einn bezti flugskólinn í Kanada, þótt ekki sé hann sá stærsti. Á skólanum eru um 30 flugnemar, auk manna, sem aðeins læra þar vélfræði. Jafnhliða verklegum flugæfing-um er nýsveinum veitt 7 klst. dagleg kennsla í vélfræði, og þurfa þeir að ljúka þeirri námsgrein áður en kennsla byrjar á öðrum bóklegunr fræðigreinum, svo sem loftsiglingafræði, veðureðlisfræði o. fl. Á fyrstu þrem vikunum hafði sá flugneminn héðan, sem iengst var kom- inn áður en þeir fóru, flogið einn sam- tals í 9% klst. á þrem mismunandi tegundum véla, og var búinn að fara í „spinn“, „og kom lifandi til baka, enda hefir aldrei orðið slys á skólan- um, frá því hann var stofnaður", eins og hann orðar þetta í bréfi sínu. Annar flaug í fyrsta sinn einn sama daginn, sem bréfið var skrifað, en hinir tveir mundu komast á flug einir innan viku. Þá láta þeir félagar mikið af hinum vinsamlegu viðtökum, sem þeir hafi átt að mæta af hálfu Vestur-íslend- inga. Loks segja þeir frá því, að í Winnipeg sé talsvert af ensku fólki, sem tali íslenzku, og muni flestir þeirra þá hafa unnið hjá íslendingum. Flug- völlurinn við Wihnipeg er mikill og góður, þótt ekki sé hann eins mikill og hinn nýi flugvöllur í Reykjavík. Skólastjóri þeirra er flugvallarstjórinn er hefir auk þess mikilvægt starf með höndum fyrir herinn. Af þessu má marka starfhæfni hans og álit. t r t Á Hvanneyri er heyvinnu lokið fyrir nokkru síðan og varð heyfengurinn um 2500 hestar. Hefir heyfengurinn aldrei verið þar jafnmikill áður. í haust munu verða settir þar á um 100 nautgripir, 60 —70 hestar og 40—50 kindur, en sauð- fjárrækt hefir verið þar sama og engin seinustu árin, sökum mæðiveikinnar. Skólinn verður fullskipaður i haust og hefir orðið að vlsa frá um 50 umsækj- endum. t t r Á Eyrarbakka er sem kunnugt er, mikil kartöflurækt. Tímanum var frá því skýrt í símtali í gær, að úr sumum görðum þar hefði nú fengizt betri upp- skera en dæmi væru um áður. Upp- tekningu er að verða lokið, enda þótt rigningar síðustu vikur hafi mjög verið til baga við vinnu í görðum. Hefir fólk látið kartöflurnar til bráðabirgða í úti- hús, þar sem unnt er að geyma þær þar til þurrkdagur kemui' og færi gefst á að visa þær, svo að þær verði látandi 1 vetrargeymslu. náð í Tékkoslóvakíu. Þrátt fyrir það þótt álitlegustu foringja- efni Tékka hafi verið fangels- aðir þúsundum saman á und- anförnum árum, hefir mót- spyrnan stöðugt færzt í auk- ana. Nýir menn hafa komið í skarðið og tekið við forustunni. Unnið hefir verið eins leynilega og unnt hefir verið. Verkamenn hafa verið fengnir til að draga úr afköstum sínum, bændur hafa verið fengnir til að van- rækja og skemma akrana, vegaspjöll hafa verið gerð, járnbrautarlínur eyðilagðar o. s. frv. Árangurinn hefir orðið svo mikill, að t. d. framleiðsl- an i vopnaverksmiðjum hefir víða minnkað um helming, en mikil vopnaiðja er í Tékkosló- vakíu. Þjóöverjar hafa nú ákveðið að bæla niður mótspyrnu Tékka með auknu ofbeldi. Von Neu- rath, sem verið hefir verndari Bæheims og Mæris, hefir verið vikið frá, en hann er af gamla skólanum og hefir reynt að sýna Tékkum umburðarlyndi. Heyde- rich, hægri hönd Himmlers og einn grimmasti nazistaleiðtog- inn, hefir tekið við embætti hans. Forsætisháðherra vernd- arríkisins, Elias, hefir verið fangelsaður og kærður fyrir að vera í sambandi við dr. Benes, en slíkt er talin dauðasök. Þýzk herlög hafa verið látin ganga í gildi og dæmir þýzk- ur dómstóll í öllum málum, er rísa vegna mótþróa og skemmd- arverka Tékka. Þúsundir manna hafa verið fangelsaðar. Nokkrir menn hafa þegar verið líflátnir. Þýzkir verðir hafa verið settir til eftirlits með verzlunar- og landbúnaðarstörfum. Fjöl- margar þvingunarráðstafanir hafa verið í lög leiddar. Tékk- neska þjóðin býr nú við ein- hverja mestu kúgun sögunnar. En þeir, sem þekkja hana, telja víst, að samt muni hún ekki bugast, enda er hún talin ein gagnmenntaðasta og þrautseig- asta þjóð Evrópu. Bandamenn hafa jafnan gert sér þær vonir, að mótþróinn herteknu löndunum verði þeim mikill styrkur, en lami krafta Þjóðverja að sama skapi. Margt virðist nú styrkja þessar vonir þeirra. En þess ber að gæta, að mótþróinn og hatrið í herteknu löndunum sýnir Þjóðverjum hvað bíður þeirra, ef þeir tapa Það getur orðið þeim aukin hvatning til að leggja mikið á sig. Aðrar frétttr. Á vígstöðvunum í Rússlandi hafa engar verulegar breyting ar orðið seinustu dagana. Þjóð verjar segja, að þeir hafi nú hreinsað Kievsvæðið og hafi þeir alls tekið þar 600 þús. her menn til fanga. — Rússar segj ast hafa hrundið árásum : Krímskagann, og hafa Þjóð- verjar m. a. notað fallhlífarlið Þeir segjast hafa unnið mikið tjón á skipum Þjóðverja Eystrasalti og Svartahafi, og séu árásirnar á eyjuna Ösel í Eystrasalti búnar að kosta Þjóðverja 15 þús. mannslíf. Þá segjast Rússar vera búnir að flytja vatnaleiðina 60 kafbáta frá Eystrasalti til Svartahafs. Þríveldaráðstefnan í Moskva er nú byrjuð. Molotoff og Lit' vinoff eru aðalfulltrúar Rússa Rússar hafa viðurkennt de Gaulle sem foringja frjálsra Frakka. 445 ítalir hafa seinustu vik- urnar verið dæmdir fyrir skemmdarverk. Brezkar flugvélar gerðu árás á borgir í Norður-Ítalíu að faranótt síðastl. sunnudags Árásir á þýzkar w A víðavangi ÁSKORUN TIL MBL. í Reykjavíkurbréfi Mbl. síð- astliðinn sunnudag segir m. a. á þessa leið: „Nú hefir hagstofu- stjóri reiknað út, hve dýrtíðar- vísitalan lækkaði mikið, ef farmgjöldin hefðu haldizt ó- breytt (þ. e. eins og fyrir strið), og niðurstaðan er, að með því gæti vísitalan nú verið 6/7 úr einu stigi lægri en hún er. Og er þá allur belgingur um lækk- un farmgjalda og vanrækslu atvinnumálaráðherra hjaðnað- ur.“ Tíminn telur það mjög ó- trúlegt, að slíkur útreikningur liggi fyrir frá hagstofustjóra, dví að það má telja næsta ólík- legt að slíkur embættismaður gefi skýrslu, sem hvert manns- barn í landinu getur séð að er fölsk. Til að fá úr því skorið, hvort hagstofustjóri hefir hér gefið falska skýrslu eða Mbl. falsar einhverjar skýrslur frá honum, beinir Tíminn eindreg- ið þeirri áskorun til Mbl., að það birti þennan umrædda útreikn- ing hagstofustjóra, ef hann á annað borð er til. Verður þá hægt að taka málið til athug- unar á þeim grundvelli, er þá verður til staðar. MILJÓNIR, SEM EKKERT MUNAR UM. í ræðu sinni á fulltrúaráðs- fundi Sjálfstæðismanna síðast- liðinn föstudag komst Ólafur Thors svo að orði, „að dýrtíðin hefði haldizt óbreytt, þó að hann hefði látið lækka farm- gjöldin.“ Ólafur hefir auðsjá- anlega álitið áheyrendur sína sæmilega trúgjarna. Gróði Eim- skipafélagsins á síðastliðnu ári nam 4.3 milj. kr. eða næstum iví þeirri upphæð, sem bænd- ur á verðjöfnunarsvæði Reykja- víkur fengu fyrir alla sölumjólk sína á sama tíma. Þó telja í- haldsmenn að mjólkurverðið eigi einn verulegasta þáttinn í hækkun dýrtíðarinnar. Miðað við venjulegan árlegan inn- flutning á skömmtunarvörum, (kornvörum, kaffi og sykri), hefir hækkun farmgjalda hjá Eimskipafðjaginu sjíðan styrj- öldin hófst og fram til júní- mánaðar síðastliðins numið 1620 þús. kr. á ári. Þetta er upphæð, sem ekkert munar um að dómi Ólafs Thors, eða a. m. k. vill hann láta flokks- menn sína vera þeirrar skoð- unar. KAPPHLAUP í ÁBYRGÐARLEYSI. Morgunblaðið segir í Reykja- víkurbréfi síðastliðinn sunnu- dag, að það sé ekkert undar- legt, þótt bændur í Sjálfstæð- isflokknum geri kröfur um hæst verð landbúnaðarafurða, en verkamenn í Sjálfstæðisflokkn- um geri kröfur um lægst verð á þessum vörum. Vissuleg^ er þetta ekkert undarlegt. Hvort- tveggja er undirbúið af mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þaðan fá Jón Pálmason og Þorsteinn Dalasýslumaður fyr- irmælin um kröfurnar, sem þeir eiga að gera, og þar eru líka stílaðar kröfurnar, sem verka- mannafélög flokksins eru látin gera. Síðan segja blöð flokksins: Það er ekkert undarlegt, þótt okkar menn geri mestu kröf- urnar. Það eru duglegustu mennirnir. — Vel má vera, að hugsunarlitlir menn álíti þetta gott og blessað, en þess er þá áreiðanlega ekki gætt, hverjar afleiðingar geta hlotizt af þessu kapphlaupi í ábyrgðar- leysi, jem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. haldið áfram með líku móti og undanfariö. Hersveitir frá Suður-Afríku hafa tekið þátt í orustum í Libyu og mun aukið lið frá Suð- ur-Afríku verða flutt til Egipta- borgir hafa 1 lands á næstunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.