Tíminn - 30.09.1941, Qupperneq 4

Tíminn - 30.09.1941, Qupperneq 4
384 TÍMIM, þrfgjiidagiim 30. sept. 1941 96. blað Viðb ótartíllögur (Framh. af 1. slðu) hefði. Mikil hætta væri á því, að ekki yrði hafizt handa fyr en of seint. Erfiðara mundi reynast að lækka vísitöluna en að koma í veg fyrir hækkun hennar. ítrekun þessi leiddi ekki til neinna framkvæmda. Ennþá hefir því engin framkvæmd orðið á dýrtíðarlögunum að því undanskyldu, að tekjuskattur- inn hefir verið innheimtur með 10% viðauka, sem er lítið atriði í málinu. Verðlag og kaupgjald hafa í næði fengið að hækka hvort annað síðan hin svoköll- uðu dýrtíðarlög voru samþykkt, að því undanskildu, að verð- lagsnefnd erlendra vara hefir lækkað nokkuð álagningu á er- lendum vörum. Árangurinn er sá, að dýrtiðarvísitalan hefir hækkað um 11 stig síðan Al- þingi lauk í vor, enda var fyrir- sjáanlegt, að svo mundi fara, þar sem ekkert fé hefir verið veitt til þess að vega á móti þeim verðhækkunum, sem 6- hjákvæmilega hlutu að eiga sér stað, t. d. á innlendum vörum. Hefði þó verið hægt að koma í veg fyrir mikið af vísitöluhækk- un þessari, ef lögin hefðu verið framkvæmd. Reynsla sú, sem fengizt hefir í sumar, hefir ekki dregið úr þeirri sannfæringu minni, að verulegra aðgerða sé þörf í dýr- tíðarmálunum, ef forða á frá hruni íslenzks gjaldmiðils. Reynslan í sumar hefir sannað mér, að það ve'riiur nauðsynlegt að ganga mun lengra en ég taldi hafa nokkra þýðingu að leggja til á þinginu í vetur. Ennfremur er það ljóst, að framkvæmdir í þessum málum mega ekki dragast neitt úr þessu, ef þær eiga að koma að gagni. Ég hefi því fyrir nokkru sam- ið nýjar tillögur um ráðstaf- anir í þessum málum til við- bótar þeim, sem ég hefi áður lagt fram. Tillögur þessar eru um víðtækari ráðstafanir en heimilaðar eru samkvæmt gild- andi lögum, en fyrri tillögurnar um framkvæmd dýrtíðarlag- anna eru einn þáttur þeirra. Tillögur þessar hafa verið til umræðu og athugunar í ríkis- stjórninni undanfarið. Nú hefir verið ákveðið að kveðja saman fundi í stuðn- ingsflokkum ríkisstjórnarinnar til þess að ræða þessar tillögur. Alþingi mun síðar verða kvatt saman til að ráða þessum mál- um til lykta. Á þessu stigi málsins tel ég ekki rétt að skýra frá efni til- laganna. — T A F L A yfir rekstrartíma Sundhallarinnar veturinn 1941—1942 (29. september til 15 maí). Kl. 7,30—9 ! Kl. 9—3 Kl. 3—5 Kl. 5,15—7 | Kl. 7—9 Kl. 9—10 Mánudaga Bæj arbúar og yfirmenn úr hernum Skólafólk Og bæjarbúar Fyrir herinn Bæjarbúar Bæj arbúar og sundfélög Sundfélög Þriðjudaga ii a' ii' a Fyrir herinn Bæjarbúar Fyrir herinn Miðvikudaga ' >>' a' a Fyrir herinn Bæjarbúar Fimmtudaga ii' ~ a a Bæj arbúar. Bæjarbúar og sundfélög Sundfélög Föstudaga a' ii (5-6 f. kon.) Bæj arbúar Bæjarbúar Bæjarbúar Laugardaga ii' ii Bæjarbúar (5—8) Bæjarbúar (8-9) Fyrir herinn Fyrir herinn Sunnudaga (8—10) ii (10—3) Bæjarbúar Fyrir herinn Fyrir herinn A T H S. Á helgidögum og lögskipuðum frídögum er opið eins og á sunnudögum, nema annað sé auglýst. Á stórhátíðum er lokað allan daginn. Aðgöngumiði veitir rétt til 45 mín. veru í Sund- höllinni og er þar í talinn tími til að afklæðast. — Börn, 12 ára og yngri, fá ekki aðgang eftir kl. 7 e. h., nema þau séu í fylgd með fullorðnum.— Miðasalan hættir 45 mín. fyrir hermanna tíma og lokunartíma. SMlltlllÖll lleykjílVÍlílir. Það er algerlega rangt, sem sagt var í Mbl. síðastl. sunnu- dag, áð sérfræðinganefndin svokallaða hafi undirbúið til- lögur þær, sem lagðar verða fyrir þingflokkana. Nefndin hefir engar tillögur gert, en viðskiptamálaráðherra mun hafa falið henni að semja frumvarp samkvæmt tillögum sínum. Ahrif styrjaUlai'iimar (Framh. af 2. síðu) ekki tala við yður lengur, ef þér ætliö að fara að ræða stjórn- mál. Eftir drotningunni er haft, þegar hún mætti yfirmönnum þýzka hersins í fyrsta sinn: Það var ekki með slíkum hætti, er ég óskaði eftir heimsókn hinna fyrri landa minna. Sjálfboðaliðar. Rússlandsstyrjöldin varð vatn á myllu nazista. Áður höfðu þeir hvatt danska menn til að ganga í norsku sjálíboðaliðssveitirnar, er senda átti til Þýzkalands, „Nordland Regimentet". Nú fengu þeir því til leiðar komið, að stofnuð var deild danskra sjálfboðaliða, er fara skyldi til austurvígstöðvanna, „Frikorps Danmark". P. C. Kryssing, her- foringi, var gerður yfirmaður þessarar herdeildar með leyfi ríkisstjórnarinnar. Um 80 áróð- ursskrifstofur eru nú starfandi víðsvegar um landið, þar sem menn eru kvaddir til innritun- ar. Útvarp og blöð hafa orðið að birta áróðursauglýsingar. Nokkrir sjálfboðaliðanna eru þegar farnir til æfinga í Þýzka- landi, en ekkert hefir verið sagt frá því, hvort þátttakan sé mik- il. Trúlegast þykir að hún sé lítil. Danska nazistablaðið „Fædre- landet“ hefir lýst æfingunum í Þýzkalandi með miklum fjálg- leik. Þær útheimti mikla á- reynslu og ekki sé látið staðar numið „fyr en einstaklingurinn sé horfinn inn í heildina.“ Sjálf- boðaliðarnir eru látnir vinna slíkan eið: í nafni guðs vinn ég' þann heilaga eið, að hlýða skilyrðis- laust æðsta stjórnanda þýzka hersins, Adolf Hitler, og vera í samræmi við þennan eið reiðu- búinn til að leggja líf mitt í söl- urnar, ef krafizt verður.“ Blöðfn. Dönsku blöðin eru ekki háð Þökk fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hömrum, Reykholts- dal. Vandamenn. UTSVOR. Hinn 1. október fellur í gjalddaga síðasti (5.) hluti þeirra útsvara til Reykjavíkurbæjar árið 1941, sem kaupgreiðendur greiða ekki fyrir gjaldendurna skv. lögum nr. 23, 12. febrúar 1940. Jafnframt falla þá dráttarvextir á þann hluta þessara útsvara, sem féll í gjalddaga 1. ágúst síðastl. BORGARSTJÓRINN. beinni ritskoðun, en öll erlend skeyti eru háð eftirliti utanrík- ismálaráðuneytisins og frá sér- stakri nefnd, sem samtök blaðamanna og blaðaeigenda hafa verið látin skipa, fá blöð- in fyrirmæli um, hvað þau megi ekki skrifa um. Þeim er t. d. fyrirskipað að hætta að minn- ast á þennan mann, geta ekki þessa atbu,rðar, leggja engan dóm á þetta atriði o. s. frv. Ef út af er brugðið getur nefnd- in dæmt blöðin í sektir, m. a. frestað útkomu þeirra í nokkra daga, og hefir það verið gert. Vitanlegt er, að nefndin fær fyrirskipanir sínar að mestu leyti frá Þjóðverjum. Nokkrir ritstjórar, sem hafa notað það litla ritfrelsi, sem enn er eftir, til að deila á naz- ismans, hafa orðið að hverfa frá blöðum sínum. Meðal þeirra er hinn þekkti blaðamaður, Nic. Blædel. MIPAUTGERÐ d IT4 i^Hi r:ri Súðin Strandferð vestur um land til Þórshafnar . fimmtudaginn .2. október. Pantaðir farseðlar sóttir á miðvikudag. óskast 190 Viotor Hugo: Esmeralda 191 — Það er satt, hrópaði afgömul kerl- ing. En í dag er það nú gapastokkurinn, sem bíður hans. Hvenær sjáum við hann í gálganum? — Hvenær skyldu klukkurnar detta á þig og kremja þig sundur? — Það er djöfullinn, sem hringir til messu! — Heyrnarlaus, eineygður, krepptur, vanskapaður! — Þetta er nú maður, sem gæti lát- ið hvaða konu sem væri ala barn sitt fyrir tímann, þótt það væri læknum og lyfjum ofviða! Jóhann du Moulin og Róbert Pourse- pain tóku að syngja gamalt stef: snöru um háls á þeim hal, sem hengja skal. Þess háttar háðglósur dundu yfir vesalings hringjarann. Og menn vein- uðu, bölvuðu, hlóu og köstuðu að hon- um grjóti. Víst var Kvasimodo heyrnarlaus, en samt varð hann þess greinilega á- skynja, hve mjög fólkið var honum andsnúið. Hatrið skein úr ásjónum manna. Grjótkastið sýnþi líka hug þeirra. Hann stillti sig vel til að byrja með. En þegar á leið, brast hann þolinmæði. Hún hafði reyndar verið á þrotum, er hann slapp undan svipu böðulsins. Öll sú ertni og áreitni, sem honum var sýnd, hafði loks áhrif. Nautin í Astúríu verða æf, þegar hundarnir koma til sögunnar, þótt þau kippi sér lítt upp við glettur spjótmánnanna.*) Fyrst leit Kvasimodo reiðilega yfir hópinn. En hann var bundinn og augna- ráðið eitt megnaði ekki að hrekja burtu flugurnar, sem sugu sig fastar í sár hans. Enn reyndi hann að slíta af sér fjötrana. Það brakaði í gamla hjólinu við örvæntingarfull átök hans. Hlátrar og hæðnisóp gullu við. En þegar hann gat ekki slitið af sér böndin, kyrrðist hann aftur. Aðeins einu sinni lyftist brjóst hans við reiði- þrungið andvarp. í andliti hans vott- aði ekki fyrir neinni blygðun. Hann var allt af nákominn hinum náttúrlega uppruna til þess að skynja, hvað skömm var. En reiði, hatur og örvænting yfir- *) Einn þátturinn í spönsku nautaati er sá, að spjótmenn, er ríða gömlum og slitnum hest- um, erta nautin með því að stinga spjótsoddum í herðakambinn á þeim. Er þetta gert tll þess að reita nautin til reiði, áður en sjálfur nauta- baninn kemur til sögu. Er þátturinn einn hinn ógeðslegasti í nautaatinu, því að venjulega rífa nautin hestana lifandi á hol með hornum sínum. Esjufcrð (Framh. af 3. síðu) nýja Esja muni verða mikill og hollur skóli í • ferðamennsku fyrir íslendinga. Esja er tákn- ræn fyrir þá hugsjón, að nú- tímaheimili á íslandi sameini smekk og þægindi samtíðar sinnar við prúðmennsku og góðsemi hinna eldri heimila. Forráðamenn landsins hafa ákveðið að flutningsgjöld á Esju skyldu lítt hækka, til að vinna þannig móti dýrtíðinni. Esjan er þess vegna eins og grasey í eyðimörku vaxandi dýrtíðar. Þetta hefir lánast furðu vel enn sem komið er. Esjan eyðir litlu og afkastar miklu starfi fyrir þjóðfélagið. Hún er svo mikill kjörgripur, sem raun ber vitni um, af því að við undirbúning hennar var í einu beitt mikilli þekkingu og miklum áhuga við að vinna þjóðnýtt verk. Ofviðriskvöldið, þegar 70 Reykvíkingar vissu ekki um ó- róleika náttúruaflanna úti á Faxaflóa, af því Esjan er svo gott skip, varð mér átakanlega ljóst, hve mikils eru verð hin vel undirbúnu spor í framfara- baráttunni. En jafnframt hinni ytri framför, þarf þjóðin að hyggja á innri framför og and- legar umbætur. Það má vel vera, að þjóðin hafi átt meiri skörunga til átaka fyrir 50 ár- um heldur en á yfirstandandi tíma. En með öllum sínum góðu kostum hefðu baráttumenn þeirrar aldar ekki kunnað jafn- vel að leggja af sér herklæðin, þegar það á við, eins og farþeg*- arnir á Esju, sem komu frá Reykholti á 700 ára andlátsaf- mæli Snorra Sturlusonar. ----GAMEA BÍÓ _____ BAK VIÐ TJÖLDIN (Dance, Girl, Dance). Amerísk kvikmynd eftir skáldsögu Vicki Baum. Aðalhlutv. leika: MAUREEN O’HARA, LOUIS HAYWARD, LUCILLE BALL. Sýnd kl. 5, 7 og 9. -------NÝJA BÍÓ .—----- Tónlist og tídarbragur (Naughty but Nice). Amerísk skemmtimynd frá Warner Bros. Iðandi af fjöri og skemmtilegri tízkutónlist. Aðalhlutv. leika: DICK POWELL, ANN SHERIDAN, GALE PAGE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÞAKKARÁVARP. lnnilega þakka ég öllum þeim, sem heiðruðu mig á 80 ára afmœli mínu 10. september s. I. með heimsókn og höfðinglegri gjöf, og sýndu mér og konu minni önnur vináttumerki. Lifið heil. Brúnastöðuvi, 15. sept. 1941. Ketill Arnoddsson. Góðar bækur, ótrúlega ódýrar Eftirtaldar bækur hafa komið út á undanförnum árum, en eru nú ótrú- lega ódýrar, miðað við það verð, sem nú er: Frá San Michele til Parísar, eftir Axel Munthe, skinnband 12.00. Ljóðasafn Guðm. Guðmundssonar, skólaskálds, þrjú bindi, prentuð á úrvals- pappír, bundin í mjúkt alskinn, 36.00. Saga Eldeyjar-Hjalta, 2 bindi, brrndin í shirtingsband, 24.00. Björn á Reyðarfelli, síðasta Ijóðabók Jóns Magnússonar skálds, bundin í skinnband, 10,00. Ljóð Einars H. Kvaran, bundin í mjúkt skinnband, gylt í sniðum, 8,50. Kertaljós, ljóðabók Jakobínu Johnson, mjúkt skinnband, 8.00. Carmina Canenda, söngbók stúdenta, í mjúku skinnlíki 5,00. Meistari Hálfdán og Jón Halldórsson frá Hítardal, báðar eftir dr. Jón Helga- son biskup, bundnar í skinnband, hvor á 16 krónur. Neró keisari, eftir Arthur Weigall, shirtingsband 10.00. Á landamærum annars heims eftir Arthur Findley, þýdd af Einari heitnum Kvaran, í góðu bandi 6.50. Bréf frá látnum sem lifir, eftir Else Barker, ib 8.50. Daginn eftir dauðann, heft 2.50. Draumar Hermanns Jónassonar, heft 1.50. Ég skírskota til allra, eftir sænska auðmanninn og iðjuhöldinn Wenner-Gren, heft 3.50. Frá Djúpi og Ströndum, eftir Jóhann Hjaltason, heft 3.50. Fyrstu árin, skáldsaga eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestsbakka, ib. 6.00. Kvœði Höllu á Laugabóli, heft 5.00. Leikir og leikföng, eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson, heft 3,50. Saga Eiríks Magnússonar, eftir Stefán Einarsson, heft 8.00. Ljóðmœli eftir dr. Björgu C. Þorláksson, innbundin 8.00. Tónlistarmenn, eftir Þórð Kristleifsson, heft 5.00. Uppruni og áhrif Múhameðstrúar, eftir Fontenay sendiherra, heft 6.00. BÆKUR HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM: Áfram, eftir Orison Swett Marten, 2. prentun, innbundin 3,50. Barnavers úr Passíusálmum, innbundin 2.00. Bombi Bitt, Helgi Hjörvar þýddi, innbundin 5.00. Dýraljóð, G. Finnbogason valdi, innbundin 5.50. Heiöar, saga handa telpum, eftir J. Spyri, tvö bindi, hmbundin 9.25. Karl litli, drengjasaga eftir Vestur-íslendinginn J. Magnús Bjarnason, inn- bundin 5.00. Robinson Krúsóe, eftir Alexander Selkh'k, innbundin 3.50. Röskur drengur, eftir Helene Hörlyck, innbundin 5.00. Segðu mér söguna aftur, Steingr. Arason þýddi og endursagði, innb. 3.50. Sesselja síðstakkur og fleiri sögur, Freyst. Gunnarsson þýddi, innb. 4.50. Sigriður Eyjafjarðarsól, úr þjóðsögum J. Á., innbundin 2.00. Sumardagar, eftir Sig. Thorlacius skólastjóra, innbundin 5.00. Tvíburasystumar, sænsk verðlaunasaga, ísak Jónsson þýddi, innbundin 12.00. Um loftin blá, eftir Sig. Thorlacius skólastjóra, innbundin 8.50. Vertu viðbúinn, sögur handa drengjum, eftir Aðalstein Sigmundsson kennara, innbundin 4.50. Kátir krakkar, þulur eftir Katrínu Árnadóttur, heft 1.50. Bernskan, eftir Sigurbjöm Sveinsson, 3 hefti, hvert á 3.00 innbundin. Margar þessara bóka eru nærri uppseldar, enda sumar svo ódýrar, að bandið eitt myndi nú kosta meira en verð bókarinnar er. Bókaverzlun ísafoldarpreutsmidju. BarnavínaÍélagið Sumargjöi Dagheimili fyrir börn frá 3—7 ára tekur til starfa í Tjarnar- götu 33 fyrri hluta októbermánaðar. LEIKSKÓLI verður ejnnig starfræktur á sama stað. Upp- lýsingar veitir Þórhildur Ólafsdóttir forstöðukona, í síma 4476, milli kl. 5 og 6 daglega og ísak Jónsson í síma 2552 og 4860. S T JÓ R N I N. Tilkynnið f lutninga vcgna mælaálesturs, á skrifstofu Rafmagns- veitunnar, Tjarnargötu 12, sími 1222. Rafmag-nsveita Reykjavíkur. TÍMINIV er vfölesnasta auglýsingablaðföt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.