Tíminn - 04.10.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1941, Blaðsíða 2
390 TÍMIM, lawgardagimi 4. okt. 1941 98. blað ‘gímtrm Luugardaginn 4. oht. Stefnuleysí Sjálí- stæðisilokksíns Hér í blaðinu hefir nokkrum sinnum undanfarið verið sýnt fram á hinn gerólika áróður, sem Sjálfstæðisflokkurinn rekur í kaupstöðum og sveit- um. í kaupstöðum heimta kjós- endasmalar hans stórfellda verðlækkun innlendra afurða, en í sveitum heimta þeir stór- fellda verðhækkun sömu vara. Jafnhliða því, að skýrt hefir verið frá þessum staðreyndum, hafa verið færð rök að þeim ó- heillavænlegu afleiðingum, sem af þessu geta hlotizt. Fjöl- mennar stéttir eru æstar til kröfuhörku og ábyrgðarleysis. Stærsti stj órnmálaf Ipkkurinn gerir sig ábyrgðarlausan, því aö hann treystir sér ekki til að hafa neina ákveðna stefnu eða að standa að ákveðnum fram- kvæmdum, þar sem hann yrði þá að ganga í berhögg við ein- hverja af hinum kröfuhörðu kjósendasmölum sínum. Hefir þetta komið greinilega fram í dýrtíðarmálinu. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafur Thors, hefir nýlega gert tilraun tii þess í Mbl., að verja þessa framkomu Sjálf- stæðisflokksins. En þótt grein þessi sé löng, er ekki í henni, nema ein málsgrein, sem raun- verulega shert£r umræðuefnið nokkuð. Hún er svohljóðandi: „Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir aldrei haft neitt stefnu- skráratriði um það, hversu hátt verðið skuli vera á kjötkílóinu.“ (Mbl. 30. sept.) Þessi ummæli staðfesta það fullkomlega, sem Tíminn hefir sagt, að vegna hins andstæða undirróðurs, sem Sjálfstæðis- flokkurinn rekur í kaupstöð- um og sveitum, þyrði hann ekki að hafa neina ákveðna stefnu í þessu máli. Þó er þetta eitt stærsta hags- munamál, bæði framleiðenda og neytenda í landinu. Afkoma bændanna byggist alveg á því, hvert verðið er á kjötkílóinu og mjólkurlítranum. Neytendum er það heldur ekki lítið hags- munamál, að ekki sé okrað á þessum vörum. En í þessu stóra máli er Sjálfstæðisflokkurinn stefnu- laús. Það er opinberlega játað af formanni flokksins í aðal- málgagni flokksins. Greinilegar verður það ekki gert. Nú hafa bændurnir, sem héldu, að Jón Pálmason og Þorsteinn sýslumaður væru að berjast fyrir háu afurðaverði með stuðningi Sjálfstæðis- flokksins, fengið svar frá sjálf- um formanni flokksins. Hér eftir þýðir ekki fyrir Jón og Þorstein að kalla það Tímalygi. í Morgunblaðinu stendur svar flokksformannsins skýrt og greinilegt: Sj álf stæðisf lokkux- inn skiptir sér ekkert af verð- inu á kjötkílóinu og mjólkur- lítranum. Það er ekkert um það í stefnuskránni, hvort verð- ið eigi að vera hátt eða lágt. Og neytendurnir, sem héldu að Óðinsforsprakkarnir væru að berjast fyrir lágu verðlagi með stuðningi Sjálfstæðis- flokksins, hafa fengið yfirlýs- ingu flokksformannsins: Við forráðamennirnir látum það af- skiptalaust, hvaða verð er á kjötkílóinu og mjólkurlítranum. Það er ekkert um það í stefnu- skránni, hvort verðið eigi að vera hátt eða lágt. Einhverjir munu spyrja: Hvernig getur formaður Sjálf- stæðisflokksins gefið þá maka- lausu yfirlýáingu^ að f|lokkur hans sé stefnulaus í þessu stóra hagsmunamáli bænda og neyt- enda? Það er ekki undarlegt, þótt menn spyrji þannig. En svarið er augljóst og einfalt. Sjálf- stæðisflokkurinn er svo langt leiddur á lýðskrumsbrautinni, að flokksformaðurinn getur ekki gert annað. Hann er bú- inn að lofa bændum þessu og verkamönnum hinu og treystir sér ekki til að gera það upp, hvora hann eigi heldur að Forystnmeim lijóðanna: Stafford Cripns Stafford Cripps, sem nú er sendiherra Breta í Moskva, er einn kunnasti og sérstæðasti stjórnmálamaður þeirra. Hann er kominn af kunnum aðals- ættum, sonur Parmoor lávarð- ar, er miljónaeigandi og annar eftirsóttasti málflutningsmaður Bretaveldis, en hefir þó um nokkurt skeið verið einn eld- heitasti sósíalisti þar í landi. Hann hefir að vísu aldrei fylgt kommúnistum, en var ákveðinn stuðningsmaður samfylkingar- innar svonefndu, þegar hún var á dagskrá. Þegar Churchill myndaði stjórn sína í fyrra, þótti það ekki sízt sýna dirfzku hans í mannavali, að hann gerði Cripps að sendiherra Breta í Moskva. Átti Cripps að reyna að bæta sambúð Breta og Rússa, en var lítt ágengt í því starfi, þar sem Stalin vildi fyrir hvern mun halda frið við Hitler. Cripps mun því hafa nokkuð breytt áliti sínu á stjórnendum Rússa. Síðastliðið vor fór hann heim til Bretlands og þótti sennilegt að hann myndi ekki hverfa til Rússlands aftur. Var m. a. rætt um að hann yrði ný- lendumálaráðherra og myndi það hafa þótt tíðindum sæta 1 nýlendustjórn Breta. En skömmu síðar kom þýzk-rúss- neska styrjöldin og hvarf þá Cripps aftur til Moskva. Eftirfarandi grein birtist í sænska vikuritinu „Nu“ um það leyti, sem Cripps varð sendi- herra í Moskva: — Hann er harðsnúinn sam- eignarmaður, sem vill afnema efri málstofu þingsins og koma svíkja. Þess vegna tekur hann þann kostinn að vera stefnu- laus. Þess vegna myndi formað- ur Sj álf stæðisf lokksins vafa- laust heldur taka þann kostinn að láta kjöldraga sig en að segja álit sitt um það, hvað væri sanngjarnt mjólkur- og kjötverð, ef hann ætti um þetta tvennt að velja. En hvaða traust er hægt að bera til flokks, sem er stefnu- laus í einu stærsta vandamáli líðandi stundar? Geta bænd- urnir eða neytendurnir treyst þeim flokki, sem lætur sig einu skipta hvort kjöt- og mjólkur- verðið er hátt eða lágt? Er ekki tími til kominn fyrir bændur og verkamenn að hætta að taka mark á kjósendasmöl- um eins og Jóni Pálmasyni og Sveini Sveinssyni, þar sem for- maður Sjálfstæðisflokksins hefir lýst flokkinn stefnulaus- an í máli, sem þeir töldu eitt meginmál flokksins? Þ. Þ. í framkvæmd ströngustu jafn- aðarstefnu, sem afdráttarlaust gengi gegn konungsfjölskyld- unni. Hann hefir látið svo um- mælt opinberlega: „Ef aðeins er skygnzt á blöð- in í sögu brezka heimsveldisins, verður manni að drjúpa höfði í blygðun yfir því að vera Eng- lendingur.“ Hann er svo róttækur í skoð- unum, að verkamannaflokkur- inn taldi sér nauðsynlegt að bægja honum brott í ársbyrjun í fyrra. í Englandi er allt kleift. Þessi þjóðfélagsbyltingarmaður er sonur Parmoors lávarðar og vegna þess af hæstu stigum. Hann hefir um 600 þúsund krónur í árstekjur að jafnaði og hefir mikil umsvif og fjár- eyðslu, á norrænan mælikvarða að minnsta kosti. Hann hefir ávallt í fimmtíu ár vakið athygli. Hann var ærslafengnasti pilturinn, er komið hafði í aðalsmannaskól- ann Winchester, sem sagður er uppeldisstöð fyrir enska sér- vitringa. Seytján ára gamall lét hann gera svifflugvél, sem nefnd var „Stafford’s Folly“ og var sennilega ein hin fyrsta sinnar tegundar. Honum tókst að koma henni á loft, þótt hún hrapaði brátt til jarðar. En hann steig óskaddaður út úr flakinu, og voru það eldri ætt- ingjum hans, sem hugðu að hann myndi af þessu hljóta eftirminnilega áminningu, mestu vonbrigði. Hann hvarf frá Oxford eftir nokkurn tíma, þótt þrír bræður hans væru þar, og tók að sinna efnafræði í vinnustofu Lundúnaháskóla, sem mest er sóttur af lág- stéttafólki, og varð skjótlega aðstoðarmaður hins fræga efna- fræðings, Williams Ramsey. Þótti hann efnilegur fræðimað- ur í þeirri grein, þegar hann hvarf frá slíkum vísindaiðkun- um og tók að lesa lögfræði. Á þessum árum varð hann ást- fanginn af Isobel Swithinbank, heillandi mey, er hann giftist. Faðif hennar hafði grætt millj- ónaauð á ávaxtasalti. Þegar stríðið skall á, olli hann ættmennum sínum mikils angurs með því að gerast bif- reiðastjóri við vöruflutninga og sjúkrahjálp. í eitt ár ók hann flutningavögnum, hlöðnum her- gögnum og lífsnauðsynjum, og sjúkravögnum milli Bologne og vígstöðvanna, þar til það upp- götvaðist dag einn, að hann væri of mikilli menntun búinn til þess að gegna slíku starfi. Eftir það fékkst hann við efna- fræðistörf í hergagnaverksmiðju þar til stríðinu linnti. Hann lauk lögfræðinámi sínu, er friður var á kominn, og nokkrum árum síðar var hann orðinn einn þekktasti lögmað- ur í Englandi. Nú leikur það á tveim tungum, hvor sé færasti lögfræðingur Englands, hann eða John Simon. Með óbrigðulu öryggi þræðir hann leiðirnar gegnum völundarhús enskra laga og venjuréttar. Hann hef- ir frábært minni og hversu flókin, sem málin eru, getur hann á svipstundu greint á milli þess, er máli skiptir, og hins, er minna varðar, og er búinn hinum fullkomnustu hæfileikum til málflutnings. Málflutningslaun hans eru svo gífurlega mikil, að hann hefir ráð á að flytja þau mál, er hann fýsir, án þóknunar. Árin 1930— 1931 var hann ríkislögmaður rneð 200 þúsund króna árslaun. En um þá fúlgu hirti hann ekki að vitja. Árið, sem hann var við bif- reiðaakstur í Frakklandi, beið hann tjón á heilsu sinni, svo að sökum þess verður hann að lifa mjög gætilegu lífi. Hann verður að neyta einvörðungu jurta- fæðu og hefir í mörg ár aðeins borðað tvímælt. Hann lifir mest á ávöxtum, grænmeti, kartöfl- um og súrmjólk. Víns neytir hann ekki, en reykir mjög mik- ið. Stafford hefir einnig tekizt að fá dóttur sína, Díönu, og fóst- urson sinn, Purcell Weaver, sem gengu í heilagt hjónaband fyr- ir nokkrum árum, til þess að gerast jurtaætur. Þau fóru í brúðkaupsferð til Jamaica, þar sem þau rannsökuðu ný nær- ingarefni í jurtaríkinu. Þau rituðu bók um för sína. Nú hafa þau stofnsett veitingahús í Leatherhead og selja þar jurta- fæðu. Sir Stafford hóf stjórnmála- feril sinn sextán ára gamall, er hann tók að sér forsjá íhalds- blaðs í sveitaþorpi, South Bucks Standard, er nefnt var Cripps Chronicle þau fimm ár, er hann hafði það undir hönd- um. í tuttugu ár lét hann stjórn- mái afskiptalaus og virtist sem stjórnmálaskoðanir hans væru mjög á reiki. En öllum til mestu undrunar var hann kjörinn á þing sem frambjóðandi jafnað- armanna í West Woolwich ár- ið 1928. Hann stóð af sér hrunið í verkamannaflokknum árið 1931. Þetta ár gekk ílokurinn aftur á hönd jafnaðarstefnunni, og þar eð miljónamæringurinn og að- alsmaðurinn Cripps var lang- samlega harðsnúnasti sameign- armaðurinn í flokknum, gerð- ist hann æ áhrifameiri maður innan vébanda hans. Hann varð málsvari flokksins, sem nú hafði bundizt því heiti að varðveita stefnu sína óbrenglaða, og ógn- aði til hlýðni þeim, er aðhyllt- ust málamiðlunarstefnu og raunsæispólitík forvígismanna stéttarsamtakanna. Ekki tók betra við, er Staf- ford Cripps sneri sér að utan- ríkismálum. Hann barðist hvað hatramast gegn brezka heims- veldinu. í því máli var hánn ósveigjanlegur og tók ekkert til- lit til þeirra óska, er félagar hans báru fram, um að hann stillti í hóf árásum sínum. Hann sagði til dæmis árið 1936, að það væri óskandi, að hinir þýzku þj óðernisj afnaðarmenn ryddust inn í Stóra-Bretland, því aö þá gæti enski verkalýð- urinn fyrst snúið sér fyrir al- vöru að hinni miklu þjóðfé- lagsbyltingu. Ári áður, þegar þjóðabandalagið gerði sig lík- legt, eftir hatraman áróður Ed- ens og fylgismanna hans, til þess að koma í framkvæmd refsiaðgerðum gegn Ítalíu, mót- mælti Stafford — ekki vegna samúðar við Mussolini, heldur af því að hann taldi allt þetta aðeins nýjan þátt í svívirðileg- um skollaleik brezkra heims- veldissinna. Sama ár jók hann þá andúð, er hann átti að sæta, með á- skorun til enska verkalýðsins: „Þið hafið í dag tilvalið tæki- færi. Auðjöfrarnir eru á valdi yðar. Látið yður hægt um að smíða hernaðartæki og her- gögn, og þá neyðast þeir til þess að selja landsstjórnina í yðar hendur.“ Hann tókst á hendur þegar í upphafi að mynda brezka sam- fylkingu, sem verkamanna- flokkurinn stæði að fyrst og fremst, auk kommúnista og ó- háðra verkamanna, og barðist fyrir þessu í tímaritinu Trib- une, sem hann var sjálfur rit- stjóri að, og náði bráðlega mikl- um áhrifum. Það varð ekki annað séð, en að áróður Staffords hlyti að kljúfa verkamannaflokkinn. Á Geíið eíns dags tekj- ur yðar tíi vínnu- hælís berklasjúkra Það er kunn staðreynd, að berklaveiki fer ávalt í vöxt á stríðstímum, einnig hjá þeim þjóðum, sem ekki eru beinlínis ófriðaraðilar*. Hver, sem vill, getur sannfært sig um þetta, með því að líta á berkladánar- tölur Norðúrlandaþjóðanna í síðasta stríði og bera þær sam- an við dánartölur áranna fyrir 1914. Það er því sérstök ástæða til aukinna framlaga og starfs í þágu berklamálanna á stríðs- tímum. Samband íslenzkra berkla- sjúklinga gengst nú fyrir fjár- söfnun til vinnuhælis fyrir berklaveika. Því hefir þegar orðið talsvert ágengt og mætt skilningi og velvilja almenn- ings, enda verður ekki um það deilt, hvílíkt nauðsynjamál er hér á ferðinni. En hjá fámennri þjóð gengur öll fjársöfnun seint, þó að seld séu t. d. 1 og 2 krónu merki og leitað annara smásamskota. Þeirri eindregnu áskorun skal því beint til vinnandi fólks, að það gefi berklasjúklingunum eins dags tekjur sínar til stofn- unar vinnuhælisins. Rausn íslendinga er þekkt, þegar um málefni er að ræða, sem þeir vilja ákveðið sýna vel- vild, og má því vænta þess, að þeir bregði nú skjótt og vel við. Með almennri þátttöku í slík- um framlögum, væri fjárhags- hlið málsins vel á veg komin. Berklasjúklingarnir hafa sjálfir lagt fram óeigingjarnt starf, til þess að flýta fyrir framkvæmdum þessa máls, hinir frísku og vinnandi sjá sér því vonandi fært að helga þeim ein dag. Óþarft mun að taka það fram, að það yrði vel þegið, ef gjöfular og áhugasamir menn vilja leggja meira af mörkum en eins dags tekjur, og er þetta því eng- inn mælikvarði á tekjur manna. Ólafur Geirsson, læknir. Eftir ósk Sambands ísl. berklasjúklinga verður gjöfum, samkv. framanrituðu, veitt móttaka hjá Tímanum. flokksþingi 1937 var mjög látið að kröfum hans og talið að samkomulag hefði náðst. Hann var kosinn í flokksstjórnina, en það leið ekki á löngu, áður en hann gerði nýja uppsteit. En nú brast flokksstjórnina þolin- mæði. í janúarmánuði 1939 var (Framh. á 3. slöu) Daníel Ágústíniisson erindreki: Ferðalag um Austurland Draugurinn í Oddsskarði. Til Eskifjarðar lá leið mín fram Oddsdal og upp á Odds- skarð. Fylgdi mér þangað á hestum ungur maður, Jón Da- víðsson í Skuggahlíð. Eitt mesta áhugamál allra Norðfirðinga er að komast í samband við aðal vegakerfi landsins og hefir svo verið um langan tíma, sem eðlilegt er. Hlekkir einangrunarinnar verða tilfinnanlegri með hverju ár- inu sem líður fyrir þetta fjöl- menna byggðarlag, þar sem samgöngum víðast hvar hefir fleygt fram. Eftir að Ingvar Pálmason varð þingmaður 1923 var það eitt af hans fyrstu málum, er hann flutti á þingi, að vegur til Norðfjarðar yrði tekinn í þjóðvegatölu. Hann lét þess þá getið, að Oddsskarð væri að sínum dómi eina sjálfsagða leiðin, er bæri að fara. En til þess að forðast deilur um vega- málið var leiðin ekki tekin fram í frumvarpinu, heldur lögð undir dóm verkfræðinga. Fyrir einhverja óskiljanlega og yfirnáttúrlega hluti frá- fældust verkfræðingarnir allt- af Oddsskarð. Er líkast því að óvættur hafi þar verið og gert þeim gjörninga mikla. Hafi þeir séð hamra og hengi- flug, þar sem aðeins voru smávægileg klettabelti og skriður. Enda er þessi leið smá- vægileg borin saman við veg- inn milli Rauðasands og Pat- reksf j arðar, Breiðadalsheiði, milli ísafjarðar og Önundar- fjarðar, svo ekki sé talað um Siglufjarðarskarð, sem tekur þessu öllu langt fram. Ákvað vegamálastjórnin að leggja veginn frá Eskifirði til Norð- fjarðar margfalt lengri leið en Oddsskarð er, út með öllum Reyðarfirði, yfir Víkurheiði, um Viðfjörð og fyrir botn Norð- fjarðar. Er vegurinn nú kom- inn í Viðfjörð eftir margra ára vinnu, fyrir ærið fjármagn. Þolinmæði manna virðist nú þrotin og telja nálega allir, sem til þekkja, að enn beri að snúa við og rannsaka vegalagningu yfir Oddsskarð til hlítar. Talið er fullvíst, að Norðfjörður væri nú kominn í vegasamband fyrir nokkru, ef það ráð hefði verið tekið í upphafi, eins og Ingvar Pálmason vildi. Vegur út í Vöðlavík á rétt á sér, en lengra ekki. Ýmsir héldu að fyrir vega- málastjórninni hefði vakað, að lengur yrði bílfært um Víkur- heiði. En s. 1. vor var þar 300 m. breið fönn, þegar Oddskarð var snjólaust. Leiðin til Eskifjarðar af Oddsskarði er eftir aflíðandi hlíðum. Eskif jörður. Þegar til Eskifjarðar kom, hélzt góða veðrið enn, svo kaup- túnið speglaðist í lygnum firð- inum. Eskifjörður er aðskilinn frá Reyðarfirði af Hólmatindi, er gnæfir yfir byggðina, sér- kennilegt og fagurt fjall. Hér er umhverfið hrjóstugra en annars staðar, en samt má sjá allmarga túnbletti milli húsanna. Bærinn er eingöngu byggður upp af útgerð. Þegar hún brást, var öryggið ekkert, enda hefir þessi staður orðið mörgum hneykslunarhella á undanförnum árum, vegna at- vinnuleysis og fátækrafram- færslu. En í gegnum þá erfið- leika hefir lifað menningar- starf, sem vel má veita athygli, t. d. lúðrasveit, leikstarfsemi og fjölþætt félagslíf. Atvinnuleysi er ekki á Eskifirði’ nú fremur en annars staðar. Þeir, sem ekki hafa vinnu við þá 9 vél- báta, sem ganga þaðan, eða smábúskap, eru í Bretiavinnu inni á Reyðarfirði. Landvættir. Sveitin utan við Eskifjörð heitir Helgustaðahreppur. Þar eru hinar kunnu silfurbergs- námur. Fór ég skyndiferð þang- að út eftir, ásamt hinum unga og efnilega sýslumanni Sunn- Mýlinga, Lúðvíki Ingvarssyni. Yzti bær meðfram firðinum að norðan er Krossanes. í fjöll- unum þar upp af fórst þýzka hernaðarflugvélin í vor. Minn- ir atburður sá á sögurnar um landvættina, sem forfeðurnir höfðu mestar mætur á. Ég sá stálhjálm af einum flugmann- inum, er þar týndi lífi sínu. Var djúp dæld inn í hjálminn vinstra megin að framan og sprunga í botninn. Ef reynt var að hamra hana út, þá bifaðist hún ekki og óhugsandi að slétta hjálminn nema glóhita hann fyrst. Má nokkuð af því marka, hversu hollvættir landsins voru harðleiknir við þessa árásar- menn eða njósnara. Reyðarfjörffur. Til Reyðarfjarðar er fljótfar- ið á bíl af Eskifirði. Á Reyðarfirði gætir mest Kaupfélags Héraðsbúa og fyrir- tækja þess, enda er það stærsta kaupfélagið á Austurlandi og í röð fremstu kaupfélaga á land- inu. Þar eru ræktunarfram- kvæmdir miklar. Keypti hrepp- urinn eina helztu jörðina í ná- grenninu, Kollaleiru, og er ræktun var lokið á nokkrum hluta landsins, var því skipt í skákir, sem þorpsbúar fengu síðan leigðar. Aðalfoi’ystumað- ur í þessum ræktunarfram- kvæmdum er Þorsteinn Jóns- son kaupfélagsstjóri. Hefir hann um langan tíma verið oddviti hreppsins og formaður búnað- arfélagsins. Vattarnes. Út með Reyðarfirði að sunn- an eru mörg nes, er bæirnir draga nafn af. Yzt þeirra er Vattarnes. Þar hefir náttúran gert einkennilega góöa höfn. Gengur klettahryggur nokkur hundruð metra út í fjarðar- mynnið, sem hafaldan brotnar á. Innan hans er mikið dýpi og bezta skipalagi í flestum veðrum. Fram í höfnina liggur klettaveggur, sem með nokkr- um endurbótum getur orðið ágæt bryggja. Þannig hjálpast allt að, til þess að gera aðstöð- una sem bezta til hafnarmann- virkja. Með þeim gæti byggð aukizt til muna í Vattarnesi, þó landkostir séu, að mínum dómi, mjög takmarkaðir. Aðalábúandi þar síðasta ára- tuginn, er Þórarinn Gr. Víking- ur. Er hann víðförull, fróður og greindur maður. Flutti hann mig á hestum að Búðum í Fá- skrúðsfirði. Fáskrúffsf jörffur. Meðfram öllum Fáskrúðsfirði eru fagrar og góðar jarðir, sem flestar sameina útræði og bú- skap. Á Búðum er miðstöð verzlunarinnar og atvinnulífs- ins. Hraðfrystihús var verið að byggja þar, sem hlutafélag stendur að, og er Björn Stefáns- son kaupfélagsstjóri formaður stjórnarinnar. Er þar bætt úr brýnni þörf fyrir útgerðina og atvinnulíf kauptúnsins. Vega- samband eiga Búðir að fá um Reyðarfjörð og er að því unnið á hverju ári. Er vegurinn kom- inn frá Búðum að Kotmúla í Reyðarfirði. En þaðan er lang- ur vegur inn á Reyðarfjörð. Til bráðabirgða myndu reglulegar bátsferðir að Berunesi eða næstu bæjum, þegar vegurinn er kominn þangað, bæta mikið úr samgönguerfiðleikunum. Yzt í Búðaþorpi býr norskur maður, Hans Stangeland, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.