Tíminn - 04.10.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1941, Blaðsíða 3
98. blað TÍMIM, laagardagiim 4. okt. 1941 391 B Æ K U R Oddur Oddsson: Sagn- ir og þjóðhættir. Útg. ísafoldarprentsm. 1941. Bls. 195. VerS kr. 12,00 ób. Þættir þeir, sem hér eru prentaðir í einni bók, hafa flestir birzt áður á víð og dreif í tímaritum. Fjalla þeir mest megnis um atvinnuháttu og verkhagi á Suðurlandi á síðara hluta 19. aldar. Höfundur þátt- anna, Oddur Oddsson, gullsmið- ur á Eyrarbakka, er látinn fyrir skömmu. Var hann fróðleiks- maður, athugull og hnýsinn, ekki mjög snjall í riti og þó læsilegur. Mest virðist mér vera að græða á greinunum í Verinu 1880—90, einkum hinni síðari, sem bregður upp glöggri mynd af stórri selstöðuverzlun á þess- um tíma og öllu, sem þar fór fram. En reyndar skortir mig kunnleika til þess að dæma um það, hversu sönn sú mynd er í öllum atriðum, en hún er að mörgu býsna glæsileg. Víst er þó um það, að ég hefi kynnzt gömlum Eyrbekkingum, sem minnast hinna dýrlegu daga Lefoliis-verzlunarinnar með viðlíka hrifningu og söknuði og prússneskur liðþjálfi frá keis- artímanum minntist stórhersins ins og keisarans löngu eftir striðið. Það voru engir smáræð- isdagar á Eyrarbakka, þegar maður gat sagt: Húsið! og sjá, allir vissu hvað maðurinn átti við, því að á staðnum var aðeins eitt hús, foktorshúsið. Hitt voru minniháttar bústaðir, nærri að segja kofar, og þar áttu hinir óbreyttu stríðsmenn heima. Nú er þetta löngu breytt, en ef ein- hver segir: Húsið! þá vita reyndar allir á Bakkanum, við hvað er átt, þótt nú sé þar fjöldi húsa og sum reisulegri en gamla faktorshúsið. Og svo er verið að tala um hverflyndi og ótryggð mannanna, á hinum síðustu og verstu tímum! Aðalgallinn á þáttum Odds virðist mér vera sá, að víða er erfitt að sjá, hvar athugunum og reynslu sjálfs hans slepp- ir en sögusagnir, getgátur og aðrar haldminni stoðir renna undir frásögn hans. Eig- in raun sinni lýsir hann oft vel, því að hann hefir verið athug- ull maður og glöggur um margt. En þegar því sleppir, verður fræði hans heldur í molum, eða honum fatast tökin á efninu, svo að úr verður fræðatíningur, sem vandséð er, hversu hald- góður er í sumum greinum, einkum þegar rætt er um fyrri tíma. Má reyndar kalla, að slíkt þurfi ekki að saka, því að eng- inn villist svo í vali sínu og mati á heimildum, að hann fari at- hugalaust eftir riti sem þessu. Eiginlega var samt brýn þörf á því, að ritinu hefði fylgt nokkuð rækileg greinargerð um höfundinn og þessa þætti hans og hefði þar verið framlagt rökstutt mat á heimildargildi þeirra. Nú verður góðfús les- andi að gera það sjálfur. Og það er þá víst ekki allskostar hans sök, þótt sá dómur verði í harð- ara lagi og líklega ósanngjarn í garð höfundar, sem virðist reyndar hafa tekið þá saman til þess að skemmta félagsbræðr- um sínum í stúkunni eða mál- fundafélaginu og þeim til nokk- urs fróðleiks og líklegast aldrei litið svo á, að hann væri að semja sögurit. Mátti þetta og verða góð dægrastytting milli þess sem menn snússuðu sig eða drukku svart, sterkt kaffi, að góðum og gömlum templarasið. Sé alls þessa gætt, verður dóm- urinn um bókina annar allur annar og digurbarkalegt skraf meiri og minni visindamanna og vitringa um sagnfræði og heimildargildi vindhögg eitt. Eftir verður það, sem er merg- ur málsins í bók þessari: Sam- vizkusamleg — stundum dálít- ið barnaleg — tilraun manns, sem ann fróðleik og gefið hefir mörgu gætur, um að rifja upp fyrir sér og öðrum minningar um liðna tíma: Enn eitt vitnið um ódrepandi fræðaáhuga meðal íslenzkrar alþýðu. Um hann er allt gott að segja. Þorkell Jóhannesson. Stalford Cripps (Framh. af 2. síðu) hann hrakinn úr flokksstjórn- inni og flokknum. Eitt íhalds- blaðið lýsti framkvæmd útilok- unarstefnunnar svo, að nú hefði verkamannaflokkurinn höggvið af sér höfuðið. Það var rétt ályktað, að því leyti að Stafford Cripps var al- veg tvímælalaust mesti gáfu- maður flokksins. Hann kann ekki að óttast, hann getur ein- beitt baráttu sinni að þvi mál- efni, er hann berst fyrir, og stj órnmálasannfæring hans er heit og einlæg. Barátta fyrir lagafrumvarpi, hversu leiðin- legt og þurrt, sem það er, er í hið mesta æfintýri í hans aug um. Og ekki veldur það honum hugarangurs, þótt hann sé einn um skoðanir sínar og enginn von sé til þess að hann komi máli sínu fram. Hann er mikill friðarvinur, og einn af leiðtogum hins brezka ráðs heimssamtaka þeirra, er stefna að því að efla alþjóðleg- an vinarhug með tilstyrk kirkj unnar. Hann er mjög guðhrædd- ur, að dæmi föður síns. Aldrei hefir honum verið bor- ið á brýn fláræði. Meðal and- stæðinga sinna í verkamanna- flokknum á hann ýmsa vini, og hvarvetna nýtur hann álits — þess álits, sem skapfastir og sjálfstæðir menn njóta í Bret- landi, þótt oft séu þeir óþægi- legir ljáir í þúfu. rekur hann þar lifrarbræðslu. Sérstaka athygli mína vakti ó- venjulega hreinleg og smekk- vís umgengni umhverfis hús hans og fyrirtæki, hvar sem á var litið. Hið innra var öllu komið fyrir af sömu prýði. Kom mér í hug umgengnin hjá Ólafi bónda á Hellulandi, nema að málaðan sumarbústað fyrir hundana sá ég ekki eins og þar, enda mun Stangeland ekki þurfa á hundum að halda. Hafnarnes. Við mynni Fáskrúðsfjarðar að sunnan er Hafnarnes, svip- að og Vattarnes í Reyðarfirði, nema hin náttúrlegu hafnar- skilyrði eru ekki jafn merkileg. Þar búa átta fjölskyldur, flestar stórar og barnmargar. Hver fjölskylda á eina kú, nokkrar kindur og trillubát. Á þessu lifir fólkið. Til skamms tíma voru húsakynnin afar lé- leg og þurftu gagngerðra end- urbóta við. Fyrir forgöngu mætra manna var franski spítalinn á Búð- um keyptur í fyrra og fluttur út á Hafnarnes. Var það stórt timburhús, er hafði staðið ó- notað í 30 ár. Úr þessu húsi var gerð sambygging, ein hæð, kjallari og ris, fyrir 5 fjölskyld- ur, er lélegastar íbúðir höfðu, og skólahús. í þessum 5 fjölskyld- um eru 41 maður. Aðalhúsið snýr austur og vestur, en til suðurs ganga tvær stórar álmur. Hver íbúð hefir sérinngang og er ekkert sameiginlegt með þeim. íbúðirnar eru þriggja og fjögurra herbergja að stærð auk geymslu í kjallara, búnar öllum þægindum og hinar vistlegustu. Fólkið á þetta hús sjálft og fannst að vonum að það kæmi í aðra og betri veröld, er það flutti sig í nýju húsakynnin Gömlu kofaskriflin standa flest enn og bera hinum liðna tíma vitni. Næst var haldið með póst bátnum til Stöðvarfjarðar. Stöðvarf jörður. Hann er grösugur og kemur mjög búsældarlega fyrir. Útgerð er þaðan allmikil, einkum á smábátum. Frystihús er þar ekkert og engar vegasamgöng ur. Er hvorttveggja hin mestu áhugamál sveitarinnar. Ætlun- in er að leggja veg til Breið dalsvíkur og komast þannig í samband við aðal vegakerfi landsins. Kaupfélagið er eina verzlun in á Stöðvarfirði með útibúi á Breiðdalsvík. Ungmennafélag Stöðfirðinga hefir byggt sér veglegt íþrótta- og samkomu- hús, sem jafnframt er skóla- hús hreppsins. Við flest hús á Stöðvarfirði mátti líka sjá smátjald, hafa ungu mennirnir tekið upp á þeim sið, máske stúlkurnar líka, að sofa í tjöldum á tún inu yfir hásumarið. Er þetta vafalaust hollur siður og góð- ur, sem ég veit ekki til að sé annars staðar almennur. Breiffdalurinn. Þangað er oftast farið á bát- um úr Stöðvarfirði. Auðvelt er 3ó að komast landveg, hvort heldur er gangandi eða á hest- um. Breiðdalurinn er með víð- áttumestu og grösugustu dölum landsins. Fj allahringurinn um- hverfis hann er hár og hrika- legur og líkist mest óreglulegri kórónu. Er hann á allan hátt mjög mikilfenglegur. Svipar honum sumstaðar til drang- anna upp af Hrauni í Öxna- dal, sem margir kannast við. Út í miðjan dalinn gengur afnlent fjall, er klýfur hann að framan, í Norðurdal og Suð- urdal. í þeim báðum er nokkurt birkikjarr. Vegurinn úr Breið- dalsvík upp á Hérað og til Reykjavíkur liggur um Suður- dal. Breiðdalurinn er fyrst og fremst ágætt sauðfjárræktar- hérað. Er hin illræmda garna- veiki, sem geisað hefir neðst í dalnum hin síðustu ár, mjög tilfinnanleg. Ýmsir bændur vona að féð eldist upp úr henni, 3Ví að yngsta féð virðist ætla að halda velli að mestu. Allir bændur í Breiðdal verzla Kaupfélagi Stöðvarf j arðar síðan 1936, að deild var þar stofnuð. Áður var verzlun oeirra dreifð, suður á Djúpa- vogi og allt norður til Reyðar- fjarðar. Varð hún þeim oft erf- ið og dýr. Er almenn ánægja í sveitinni yfir því, að þessi sam- tök um verzlunina urðu, og Dakka það fyrst og fremst lip- urð og dugnaði Benedikts Gutt- ormssonar bankastjóra á Eski- firði, er áður var kaupfélags- stjóri á Stöðvarfirði. Þótti þeim og öðrum þar í nágrenninu, að vel væri séð fyr- ir opinberum starfsmönnum, Degar blaðsnepill sá, er Þjóð- ólfur nefnist, og kemur yfir þá sem skæðadrífa, tók veitingu Benedikts fyrir bankastjóra- stöðunni á Eskifirði, sem dæmi síðustu ára um hneykslanlegar embættaveitingar, sökum póli- tískrar hlutdrægni Framsókn- arflokksins. Verður mér hugsað til þeirra og annarra Sunnmýlinga, þeg- ar sama blað eyðir tveim síðum í að reyna að sanna það, að Ey- steinn Jónsson hafi ekki „fram- sýni og skilning á við meðal- greint skólabarn", vegna þess að hann mat meira að byggja verksmiðjur, frystihús og sveita- býli á síðustu árum, en hús yfir atvinnulaust fólk í Reykjavík. Heydalir, hið kunna prests- setur í Breiðdalnum, stendur í miðri sveitinni nokkru neðar en þar sem dalurinn skiptist. Þar hefir sr. Vigfús Þórðarson verið prestur í rúm 20 ár. Áður var hann 18 ár presturí Kirkju- bæ í Hróarstungu, en er nú 72 ára og sér ekki á honumaldurinn Hleypur hann til kirkju sinnar í Stöðvarfirði yfir fjallgarðinn, eins og ungur maður. Hann iðkar stöðugt leikfimisæfingar, er vafalaust eiga sinn þátt í lík- amshreysti hans og æskubragði. í Heydölum er sjálfkjörin menningarmiðstöð. Þar mun rísa upp heimavistarbarnaskóli, samkomu- og íþróttahús fyrir sveitina. Æskan ræktar þar skóg og hinir framtaksmestu byggja nýbýli í hinu víðlenda og frjósama landi Heydala. Þann 27. júlí flutti ég erindi á skemmtisamkomu í Breið- dalnum, er haldin var í Hey- dölum af líknarfélaginu Ein- ingin, sem starfað hefir í sveit- inni síðan 1912. Þorbjörg Páls- dóttir á Gilsá er formaður og gegnir þeim störfum með miklum dugnaði. Hún hefir mikinn áhuga fyrir ættfræði og er fróðari um þau efni, en al- mennt gerist. Fyrir atbeina hennar breytti ég nokkuð ferðaáætlun minni, til þess að geta verið á skemmtisamkom- unni. Er líklegt, aö ýmsir meðal minna góðu andstæðinga hafi litið það óhýru auga og talið vafasamt að bjóða fólki upp á erindi hjá pólitískum erind- reka. Slíkir menn væru hálf- gerðir glæfrarokkar, sem til alls væri trúandi. Skemmtunin var fjölsótt og fór ágætlega fram og varð ég ekki annars vísari, en að Sendid oss kópaskinn yðar og lambskiun — Vér kaupum pau hæsia verðL — M A G N I H. F., Reykjavík. Goðafoss* fer væntanlega vestur og norff- ur um land miðvikudaginn 8. október. Viffkomustaffir: Pat- reksfjörður, ísafjörffur, Siglu- fjörður, Akureyri. Á suður leiff: Siglufjörður, ísafjörffur. Áríff- andi aff viðskiptamenn tilkynni vörur fyrir hádegi laugardag- inn 4. október.. -Á\~ TT-T ^i.'n M.s. Esja Hraðferff til Akureyrar næst- komandi mánudagSkvöld. Viff- komustaffir í báffum leiðum: Patreksf jörffur, ísafjörffur Siglufjörffur. Vörumóttaka og Hérmeff þökkum viff þeim góffu hjónum, Sveinbirni Björnssyni, bónda í Þingnesi, og konu hans, fyrir þeirra höfffinglegu framkomu viff jarffarför Oddnýjar Oddsdóttur, er var jarffsungin að Bæ í Bæjarsveit 1. sept. 1941. Sömu- leiffis þökkum viff öllum hinum, sem liðsintu okkur viff þetta tilfelli. Affstandendur. morgun. semd. Dansað var til kl. 6 um morguninn og þótti mér þaö mikil ending. Einar Björnsson bónai í Eyj- um reiddi mig úr Breiðdalnum suður á Berufjarðarströnd. Hann á úrvals gæðinga og kann vel með þá að fara. Hann > er hagyrðingur og gleymir ekki pólitíkinni, er hann iðkar brag- list sína. Þegar íhaldsflokkur- inn skipti um nafn forðum, varð honum að orði: “íhald siglir fortíð frá, fórnar nafni og æru. Allir mega úlfinn sjá, undir sauðargæru.“ Skömmu eftir að Magnús Jónsson varð prófessor, hlustaði Einar á pólitíska ræðu hjá honum og sagði: „Ýkinn varstu, Magnús minn, meðan þú varst dósent, en lengst nú hefir lopinn þinn um liðug hundrað prósent". Framhald. Gangíð í GEFJUNAR fötum Á síffustu árum hefir íslenzk- um iffnaffi fleygt fram, ekki i sízt hefir ullariffnaffurinn; aukizt og batnað og á ullar- | verksmiffjan Gefjun á Ak- ureyri mikinn þatt í þessum j framförum. Gef junardúkarnir eru nú ] löngu orffnir landskunnir! fyrir gæði. ! Ullarverksmiðjan vinnur úr I íslenzkri ull, f jölmargar teg- ] undir af bandi og dúkum til fata á karla og konur, börn) og unglinga. Gefjun starfrælsir sauma-: stofur í Reykjavík og á Ak- j ureyri. Gef junarföt eru | smekkleg, haldgóff og hlý. Gefjunarvörur fást um landj allt hjá kaupfélögum ogj kaupmönnum. Gef jnn ISóndi — Kanpir |>ú himaðarMaliið FREY? 4 ÚTBREIÐIÐ TÍMANN4 200 Victor Hugo: Esmeralda 197 þeirra, sem bersýnilega voru óvanar allri vinnu. Þarna var reyndar frú Fleur-de-Lys- de-Gondelaurier og vinkonur hennar, Diana de Christeuil, Amelotta de Mont- michel, Kolomba de Gaillefontaine og Champchevrier litla, allt dætur tiginna foreldra, sem heimsótt höfðu frú de Gondelaurier til þess að fagna því, að hinn hái herra Beaujeu og náðug frú hans ætluðu að koma til Parísar í ap- rílmánuði og velja heiðursmeyjar til að veita Margrétu prinsessu móttöku af Flæmingjum í Píkardíu. Aðalsmenn á þrjátíu mílna víðu svæði kröfðust þess, að dætur þeirra nytu þess heiðurs og flestir þeirra höfðu sent þær til Parísarborgar af þessum sökum. For- eldrar þeirra höfðu falið margar þeirra umsjá hinnar tignu konu, Aloisu de Gondelaurier, ekkju gamals foringja í bogmannaliði konungsins. Hún bjó með einkadóttur sinni við torgið hjá Frúar- kirkjunni. Frá svölunum gat að líta dyr, er lágu að herbergi, sem var haglega skreytt flæmsku skinni bleikgulu að lit. — Á loftbjálkunum var fjölmörgum högg- myndum fyrir komið, máluðum og gylt- um. Gljáandi höggmyndum var einnig raðað á stórar kistur. Svínshöfuð máli mínu væri tekið með vin-‘aá,iuaj««g»úr steini prýddi veitingaborð eitt, sem Fólkið var gripið slíkri hrifni, að það tók að klappa og hrópa. í þessum svifum kom einsetukonan i Rólandsturninum auga á Tatarastúlk- una, þar sem hún stóð við gapastokk- inn, og tók að ausa yfir hana formæl- ingum: — Bölvuð sértu, bölvuð, bölvuð! Esmeralda fölnaði og hörfaði frá gapastokknum, reikul í spori. Einsetu- konan hélt áfram að hrópa að henni. — Hörfaðu frá gapastokknum, hörf- aðu, egipzka norn! Þú kemur þangað aftur, þjófurinn! — Nú er kerlingin í Rottuholunni orð- in óð, tautuðu menn. Fólk tautaði og lét þar við sitja, því að það óttaðist svona konur og bar lotningu fyrir þeim og taldi þær heilagar. Fáir vildu gera þeim á móti skapi, er lágu á bæn dag og nótt. Loks var sú stund komin, að Kvasi- modo skyldi látinn laus. Böndin voru leyst og fólkið sneri heim. Við stóru brúna nam Majetta skyndi- lega staðar. Hún var á heimleið með vinkonum sínum. — Eustache! sagði hún. Hvað hefir þú gert af kökunni? — Já, en mamma, sagði barnið. Það kom stór hundur og beit í kökuna, með- an þú varst að tala við konuna í turn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.