Tíminn - 07.10.1941, Qupperneq 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötn 9 A.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
Símar 3948 og 3720.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
25. ár.
Rcykjavik, þriðjudagiiin 7. okt. 1941
99. blað
Það er byggt á rannsóknum Olafs Thors
og Morgunblaðsíns í farmgjaldamálínu
Geta Bretar unníð styrjöldína
án hjálpar amerísks herliðs?
Afstaða almennings vestra til styrjaldarinnar
Lístsýningin
Bandalag listamanna hefir
efnt til myndlistarsýningar
mikillar í skála Garðyrkjufé-
lagsins við Garðastræti. Var
hún opnuð í fyrradag og verður
opin tvær næstu vikur.
Eru þarna myndir flestra
helztu listamanna okkar, þeirra
er lita og móta, þótt ýmsa vanti
að vísu, auk nokkurra, sem
síður eru kunnir. Munu flestir
sakna Jóns Stefánssonar og
Ásgríms Jónssonar mest, en
ekkert málverk er eftir þá á
sýningunni. Var Ásgrími og
Jóhannesi Kjarval boðin heið-
ursþátttaka í sýningunni og á
Kjarval þarna þrjár fagrar og
auðugar myndir, er hanga á
millivegg og blasa við, þegar
inn er komið. Munu þær sjálf-
sagt vekja meginathygli sýn-
ingargesta, og má þær lengi
skoða, ef til hlítar skulu kann-
aðar. Fagrar myndir og sér-
kennilegar eru þar að sjálf-
sögðu eftir marga aðra málara
og hefir þar hver sitt til ágætis,
og yrði oflangt mál að fara
mörgum orðum um hvern einn
að þessu sinni. Mörgum mun
mjög starsýnt á hinar glæsilegu
myndir Gunnlaugs Blöndals,
hinar hlýlegu blóma- og aldin-
myndir Kristínar Jónsdóttur,
starfslífsmálverk Gunnlaugs
Schevings og Jóhanns Briem og
málverk Finns Jónssonar og
Jóns Þorleifssonar.
Nýliðarnir á sýningunni eru
Jón Guðmundsson, Baldvin
Björnsson, Benedikt Guð-
mundsson og Magnús Jónsson
prófessor. Mun Baldvin vekja
mesta athygli af þeim.
Ekki verður þó um það
dæmt, hversu gott yfirlit um
íslenzka málaralist nú þessi
myndsýning gefur. Myndirnar
eru nokkuð einhæfar, hvort
sem myndavalinu er um að
kenna, eða hinu, að efni hafi
eigi til þess staðið, að. fjöl-
breytnin yrði meiri.
Höggmyndir eru eftir Ás-
mund Sveinsson, Ríkarð Jóns-
son, Martein Guðmundsson og
Guðmund Einarsson frá Mið-
dal. Eru margar þeirra mjög
fagrar. Andlitsmyndirnar á
sýningunni eru margar mjög
vel gerðar.
Vcrðlag á líflömbum
Eftir lögum um fjárskipti á
fjárpestarsvæðunum, ber kjöt-
verðlagsnefnd að ákveða hvaða
verð skuli gefið fyrir lömbin,
sem keypt eru til að flytja á
fjárskiptasvæöin. Að haustinu
skal áætla það og miða við
þunga lambsins lifandi, en þeg-
ar sölu sláturfjárafurða er lokið,
skal verðið endanlega ákveðið,
og þá þannig, að sá, er seldi,
hafi hvorki hagnað né skaða af.
Nú hefir kjötverðlagsnefnd
ákveðið, að í haust skuli borga
lömbin þannig, eftir þunga
þeirra lifandi:
í lömbum,
1.00 kr. fyrir kg. sem vega kg. 27 —31.5
1.05 — — — 31.5—33.5
1.10 — — — 33.5—34.5
1.15 — — — 34.5—35.5
1.20 — — — 35.5—39.5
1.25 — — — 39.5—41.5
1.30 — — — 41.5—44
1.35 — — — yfir 44
Ætla má, ef sala sláturfjár-
afurðanna gengur líkt og menn
gera sér vonir um, að á þetta
verð komi síðar veruleg uppbót.
Morgunblaðið birtir síð-
astl. sunnudag forystugrein
um tap það, sem ríkissjóð-
ur verður fyrir af völdum
áfengisbannsins. Segir blað-
ið, að það muni alltaf nema
4—5 millj. kr.
Morgunblaðið virðist enga
aðra leið sjá til að bæta úr
þessum tekjumissi ríkissjóðs en
að opna áfengissöluna aftur.
Aðrar tekjuöflunarleiðir virðast
ekki koma til greina.
Þar sem líklegt má telja, að
Mbl. hafi aðallega haft gamal-
kunnar tekjuöflunarleiðir í
huga, þykir rétt að benda því á
alveg nýtt úrræði, sem blaðið
hefir vafalaust ekki íhugað. Það
er þó byggt á rannsókn þess
sjálfs og atvinumálaráðherrans,
Ólafs Thors.
Morgunblaðið og Ólafur Thors
hafa iðulega skýrt frá því, að
hinn mikli gróði Eimskipafé-
lagsins síðastliðið ár hafi sama
og engin áhrif haft á dýrtíðina
í landinu. Hún hafi aukizt um
eitthvað 6/7 úr stigi eða þar
um bil, vegna þessa gróða Eim-
skipafélagsins.
Þessir útreikningar Mbl. hafa
að vísu verið véfengdir af ýms-
um. Það hefir ekki þótt trúlegt,
að gróði Eimskipafélagsins, sem
var 4.3 milj. kr. á síðastliðnu
ári, hafi engin áhrif haft á dýr-
tíðina. Það er svipuð upphæð
og bændur á verðjöfnunarsvæði
Reykjavíkur hafa fengið fyrir
alla selda mjólk á síðastliðnu
ári. í blöðum Sjálfstæðismanna
hefir því einmitt verið haldið
fram, að mjólkurverðið væri ein
aðalorsök dýrtíðarinnar.
í seinustu hagtíðindum birtust
nokkrar helztu niðurstöðutölur úr
reikningum bankanna. Samkvœmt
þeim námu seðlar í umferð 39 millj. kr.
í ágústlok s. 1., en seðlaveltan nam 13
millj. í ágústlok 1940 og hefir hún því
þrefaldazt síðan landið var hernumið.
Inneignir bankanna erlendis í lok á-
gústmánaðar námu 143,8 millj. kr., en í
apríllok 1940 námu skuldir þeirra er-
lendis 9,6 millj. kr. í ágústlok s. 1. námu
innlög í bönkunum 203,3 millj. kr., en
útlán þeirra námu á sama tíma 92,7
millj. kr. Hafa útlánin staðið í stað
síðan um áramót, en innlögin hafa
hækkað um 63 millj. á sama tíma.
t t t
Fréttaritari blaðsins í Sandgerði
hefir skýrt svo frá: Hlutafélagið
„Garður" er að reisa hraðfrystihús hér
í þorpinu um þessar mundir. Sildveiði
í reknet hefir engin verið um tíma,
sökum ótíðar, en nægar tunnur og
saltbirgðir eru til. — Hér er fyrir
skömmu lokið upptöku úr kartöflu-
görðum og er uppskera með lang-
bezta móti. Lítið sem ekkert bar á
myglu í garðlöndum þorpsbúa í sumar,
en stöngulsýki varð vart á stöku stað.
Gulrófur spruttu svo vel í sumar, að
miklar birgðir eru til af þeim í þorp-
inu, en markaður er mjög tregur fyrir
þessa tegund garðávaxta og lítur út
fyrir að mjög illt verði að koma gul-
rófunum í verð. Þá er heyfengur
manna í Miðneshreppi meiri en hann
En Ólafur Thors og Mbl. segj-
ast hafa rannsakað það ná-
kvæmlega, að 4.3 milj. kr. álag
Eimskipafélagsins á farmgjöld-
in hafa sama og ekkert aukið
dýrtíðina, en 4 milj. kr. fyrir
mjólkina til bænda hafa aukið
hana stórkostlega.
Ef þessi rannsókn Ólafs Thors
og Mbl. er rétt, virðist það
hægur vandi fyrir ríkissjóðinn
að vinna upp tekjumissinn af
áfengisbanninu. Ráðið er ekk-
ert annað en að leggja 4—5 |
milj. kr. álag á farmgjöldin hjá j
Eimskipafélaginu. Enginn þarf
að greiða neitt meira, ef það er
gert. Það segja a. m. k. Ólafur
Thors og Morgunblaðið.
Morgunblaðið þarf því ekki
að vera neitt stúrið yfir því,
þótt ríkið missi tekjurnar af
áfenginu. Það sparar mörgum
manni óþörf útgjöld, ef áfeng-
ið fæst ekki, og Reykjavík verð-
ur friðsamari og fegurri bær,
ef mar,jta má lýsingu Mbl.
29. júní síðastliðinn. Það hefir
því verið sannkallað neyðarúr-
ræði að þurfa að selja áfengið
til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð
— og er það þá ekki sízt við
hliðina á því snjallræði, að afla
4—5 milj. kr., án þess að nokk-
ur vérði var við það. En þannig
yrði það með hækkun farm-
gjaldanna hjá Eimskipafélag-
inu, ef rannsókn Ólafs Thors og
Mbl. reyndist rétt.
Hér er því fundinn tekjuöfl-
un, sem allir ættu að geta orð-
ið sammála um, að væri að öllu
leyti æskilegri og snjallari en
áfengissalan — svo framarlega,
sem enginn meinbugur er á
rannsókn Ólafs Thors og Morg-
unblaðsins.
hefir verið um langan aldur. Alls eru
sjö bændur í hreppnum, sem stunda
eingöngu landbúnað. En um tuttugu
heimilisfeður styðjast að meira eða
minna leyti við garðrækt og búpen-
ingseign. Undanfarið hafa bændur í
Sandgerði stundað sjósókn á vertíðum,
svo sem kunnugt er. En nú er þetta að
breytast, aðallega af tvennskonar
ástæðum. í fyrsta lagi er mikil at-
vinna í landi, sem bæði er vel laun-
uð og handhæg fyrir þá. í öðru
lagi sækja nú stóru mótorbátarnir frá
Sandgeröi á sömu mið og trillubát-
arnir veiddu á, og hefir komið fyrir að
þeir hafi stórskemmt veiðitæki smá-
bátanna. Er búizt við að í vetur rói
aðeins 2 trillubátar frá Sandgerði, í
staðinn fyrir eina 10, sem undanfarið
hafa stundað sjó þaðan.
t t t
Frá Danmörku hefir sú fregn borizt,
aö Kaupmannahafnarháskóli hefði
tekið gilda doktorsritgerð Óla P.
Hjaltested, læknis. Vegna ófriðarins
var fallið frá munnlegri vörn. Fjallar
hún um rannsóknir 4 magavökva í
berklaveiku fólki. Dr. Óli P. Hjalte-
sted varð stúdent 1928 og tók læknis-
próf 1934, og stundaði framhaldsnám
við sjúkrahús erlendis árin 1934—1939.
Vann hann þá að rannsóknum sínum
og doktorsritgerð, er hann sendi Hafn-
arháskóla snemma á ári 1940.
r t t
Undanfariö hafa slæmar gæftir
í hinu þekkta enska vikuriti
„New Statesman and Nation“
birtist fyrir skömmu síðan grein
eftir H. N. Brailsford, sem var
þá nýlega kominn úr ferðalagi
um Bandarikin. Þar sem grein
hans fjallar um viðhorf manna
vestra til styrj aldarinnar, en
afstaða Bandaríkjanna þykir
nú mestu máli skipta, birtist
hér útdráttur úr henni.
— Ég kom með skipi, sem var
í stórri skipalest. Samanlagt
vörumagn, sem skipin fluttu,
nam milljónum smál. Þar ægði
saman öllum tegundum. Þar
voru hergögn, flugvélar og mat-
væli allskonar. Allt var þetta
talandi tákn um vinarhug
Bandaríkjaþjóðarinnar og
vinnu hennar í okkar þágu.
Jafnvel tundurspillirinn, sem
fylgdi okkur, var að vestan.
Enginn ferðamaður, sem
kynnist slíku, efast um vilja
Bandaríkjamanna til að styrkja
okkur í baráttunni og styðja að
sigri okkar. Án þessarar hjálp-
ar myndi einangrunin hafa
reynst okkur óbærileg. Hjálpin
hefir aukizt stig af stigi og náði
hámarki sínu með hertöku ís-
lands, sem mæltist mjög vel
fyrir vestra. En þetta hefir
skapað þá trú hjá okkur, að
þess muni skammt að bíða, að
Bandaríkin taki beinan þátt í
styrjöldinni.
Dvöl mín í Bandarikjunum
hefir sannfært mig um, að
þetta er of mikil bjartsýni. Það
má m. a. marka á því, að full-
trúadeild þingsins samþykkti
það með örlitlum atkvæðamun
að lengja herþjónustutímann.
Marshall hershöfingi, yfirmað-
ur hersins, krafðist þess í ávarpi
til þingsins, að leyfilegt yrði
að senda ameríska herinn hvert
þangað, sem nauðsyn krefði, og
að herþjónustutíminn yrði
lengdur úr einu ári og í þann
tíma, sem reyndist nægilegur
til að veita nauðsynlega þjálf-
un. Tillögur þessar hlutu mikl-
ar óvinsældir. Mennirnir, sem
gegndu herþjónustu, töldu sig
hamlað reknetaveiði í Faxaflóa. En
er batnandi veður og má búast við
að veiði hefjist á ný innan skamms
tíma. Alls stunda 60 bátar veiðar við
Faxaflóa og var búið að salta 21.740.
tunnur af síld hinn 6. þ. m. miðað við
uppsaltaðar tunnm-. Meiri iiluti síld-
arinnar var magadreginn og kverk-
aður.
t r r
Á Vífilsstöðum nam töðumagnið i
sumar 2100 hestum og kartöfluupp-
skeran varð um 80 tunnur að þessu
sinni. Auk þess var ræktað mikið af
grænmeti þar. En nokkuð af því var
notað strax í sumar, jafnóðum og það
óx. — Á Kleppi nam töðufengurinn
1800 hestum og kartöfluuppskeran 80
tunnum. Kartöflusprettan var góð, en
nokkuð bar á sýki, og vegna ótíðar
þeirrar, sem gengið hefir undanfarið,
var erfit að þurrka kartöflumar.
r t t
Um þessar mundir er einmuna góð
tið í Skagafirði. Slátrun stendur yfir
þessa dagana, bæði á Sauðárkróki og
á Hofsós. Garnaveiki hefir orðið vart
á þremur bæjum í viðbót. Er það á:
Syðri-Brekkum, Hofdölum og Hofsstöð-
um. Allt eru þetta fjármörg heimili og
er vafalaust að niðurskurður verði ekki
umflúinn á þessum bæjum. Mæðiveik-
in gerir nú mikinn usla norðan Vatns-
skarðs-girðingar. Nýlega varð hennar
vart í fé frá Illugastöðum í Laxárdal.
(Framh. á 4. nðu)
svikna. Einstaka deildir rufu
agann og sendu mótmæli til
Wheeler öldungadeildarþing-
manns, eins aðalleiðtoga ein-
angrunarmanna. Aðrar hengdu
upp mótmæli meðfram vegum,
sem þær fóru um. Roosevelt
fór því ekki lengra en að fá
seinni tillögu Marshall hers-
höfðingja samþykkta. Hann
sýndi þar enn stjórnmálahygg-
indi sín og lægni. Frumvarp um
lengingu herþjónustutímans
var samþykkt með miklum
meirahluta í öldungadeildinni,
en rétt skreið í gegnum full-
trúadeildina.
En þetta er ekki eina merkið
um að treysta ekki á styrjald-
arþátttöku Bandaríkj anna fyrst
um sinn. Meginmálið er það, að
þótt alltaf sé verið að vara
Bandaríkjamenn við hættun-
um, þá finna þeir samt ekki
nálægð þeirra og eru andvara-
minni af þeim sökum. Banda-
ríkjamenn finna ekki enn, að
þeir þurfa að færa einhverjar
fórnir til að tryggja framtíð
sína og frelsi. Þess vegna fer
enn ýms persónuleg eyðsla vax-
andi. Sérhyggja einstakling-
anna verður þess valdandi á
þann hátt, að framtak þjóðar-
innar í vígbúnaðarmálunum
verður stórum minna en ella
gæti orðið.
Þýzk-rússneska styrjöldin ýtti
undir mótspyrnuna vestra gegn
styrjaldarþátttöku. Hoover
greip strax tækifærið og sagði,
að nú væru rökin fyrir styrjald-
arþátttöku úr sögunni. Rök-
semdir hans, sem eru mjög út-
breiddar, eru m. a. þær, að
Rússar hafi nóga menn til að
berjast og nú sé því aðeins að
framleiða nóg hergögn og vistir
handa þeim þjóðum, sem berj-
ast gegn fasismanum með vopn
í hönd. Hitt sé fjarstæða, að
Bandaríkin eigi að senda her
austur um haf til að skakka
leikinn.
Sú skoðun virðist mjög út-
breidd vestra, að hægt sé að
sigra Þjóðverja með stóraukn-
um loftárásum á Þýzkaland,
traustara hafnbanni og öflugri
áróðri. Margir þeirra, sem þessu
(Framh. á 4. síðu)
Erlendar iréttír
Þýzki herinn hefir hafið stór-
fellda sókn á öllum vígstöðvun-
um í Rússlandi. Er þetta álitin
sú sókn, sem Hitler boðaði í
ræðu sinni fyrir skemmstu. Að-
alsóknin beinist til Moskva og
Kharkov. Til Moskva er sótt úr
tveim áttum, að suðvestan og
norðvestan. Virðist það einnig
tilgangurinn með þessari tví-
örmuðu sókn, að innikróa her
Timoshenko á miðvígstöðvun-
um. Þjóðverjum mun þegar hafa
orðið talsvert ágengt. Á slétt-
um Suður-Ukrainu hefir Bud-
jenny hafið gagnáhlaup með
góðum árangri. Við Leningrad
hafa Rússar einnig haldið uppi
gagnáhlaupum. Segjast þeir
hafa sent aukið lið þangað.
Curtin, foringi ástralska
verkamannaflokksins, hefir
myndað stjórn í Ástralíu. Áður
fór með völd samvinnustjórn
tveggja borgaraflokka, sem
studdist við eins atkvæðis
meirahluta. Beið hún ósigur í
atkvæðagreiðslu um fjárlög og
lagði því niður völd. Verka-
mannaflokkurinn er lang-
stærsti flokkur þingsins og eru
nú allir ráðherrarnir meðlimir
hans. Aðrir flokkar hafa heitið
stjórninni stuðningi í vígbún-
aðarmálum, en hún hefir lýst
yfir fullu fylgi við Breta.
Á víðavangi
UMKVARTANIR, SEM
STJÓRNARVÖLDUNUM
BER AÐ ATHUGA.
Ýmsir þeirra, sem hafa orð-
ið fyrir því. að brezka setuliðið
hefir tekið af þeim lóðir og
lönd, vegna hernaðaraðgerða,
telja að oft gangi mjög erfið-
lega að fá greiddar réttmætar
skaðabætur. Forráðamenn setu-
liðsins fáist iðulega ekki til að
samþykkja þær kröfur, sem
gerðar séu, og beitt sé ýmsum
vafningum og undandrætti. Þá
er látið heldur illa af störfum
brezk-íslenzkrar nefndar, sem
átti að fjalla um þessi mál. Er
þetta athugunarefni fyrir hlut-
aðeigandi íslenzk stj órnarvöld.
Ef þessar ásakanir reynast rétt-
ar ber þeim að ganga fast eftir
því, að hlutur íslendinga sé ekki
fyrir borð borinn.
HERNAÐARYYFIRVÖLDIN OG
ÍSLENZKIR EMBÆTTIS-
MENN.
í því furðulega plaggi, sem
brezku hernaðaryfirvöldin hafa
afhent blöðunum til birtingar í
tilefni af skýrslu “ástands-
nefndarinnar“, er bersýnilega
reynt að tortryggja íslenzka em-
bættismenn og því t. d. haldið
fram, að óhæft fólk hafi verið
látið vinna að skýrslusöfnun-
inni. Með þessu hafa hernaðar-
yfirvöldin byrjað frekleg af-
skipti af íslenzkum málum.
Hernaðaryfirvöldin gætu vel
sett sig í okkar aðstöðu og
hugsað sér að íslenzk blöð færu
að ráðast á ýmsa starfsmenn
hersins, teldu þá ekki hæfa til
starfs síns o. s. frv. Slíkt væri
hliðstætt opinberum ádeilum
hernaðaryfirvaldanna á ísl. em-
bættismenn. Hernaðaryfirvöld-
in myndu vafalaust taka slíkar
ásakanir óstinnt upp, og geta
þau þá ætlazt til annars en að
íslendingar geri hið sama?
Þess vegna skal þeim ráðlagt,
ef þau vilja halda áfram góðri
sambúð íslendinga og brezka
setuliðsins, að vera ekki að
skipta sér af störfum íslenzkra
embættismanna.
UPPGJÖF ÍHALDSBLAÐANNA.
íhaldsblöðin hafa ekki getað
svarað hinni rökstuddu grein
forsætisráðherra, sem nýlega
birtist hér i blaðinu, með öðru
en fúkyrðum. Vísir heldur
áfram að kalla embættisveiting-
ar hans með „endemum hlut-
drægnislegar og ábyrgðarlaus-
ar“, án nokkurs frekara rök-
stuðnings, en þessi ummæli
notaði hann fyrst um veitingu
skólastjórastöðunnar við Flens-
borgarskóla. Mbl. lætur sér
nægja að svara því, að ráð-
herrann álíti sig stóran, en sé
lítill! Slíkur málfluningur sýn-
ir bezt, hveru algerlega ráð-
herrann hefir hrundið hinum
órökstuddu og óverðskulduðu
árásum blaðanna.
SMJÖRLEYSIÐ.
Alþýðublaðið kvartar sáran
undan smjörleysi hér í bænum.
Telur blaðið að það stafi ein-
göngu af því, að Bretar fái
mest af smjörinu. Þetta er full-
kominn misskilningur. Mjólkur-
búin eða aðrir stærri smjör-
framleiðendur munu ekki selja
Bretum neitt smjör, en verið
getur að þeir fái eitthvað lítils-
háttar hjá einstökum verzlun-
um. Slíkt er vissulega vítavert,
en erfitt mun vera að fyrir-
byggja það, nema með ærnu
umstangi, ef verzlunarmenn-
irnir hafa ekki þann þegnskap
að selja frekar löndum sínum
en útlendingum. Aðalástæðan
til smjöreklunnar er sú, að sára-
lítið er nú framleitt af smjöri.
Mjólkurframleiðslan er ekki
meiri en það á þessum tíma árs,
að hún gerir ekki miklu meira
en að fullnægja eftirspurninni
eftir neyzlumjólk. Auk þess er
mikil eftirspurn eftir rjóma,
(Framh. á 4. síBu)
.A IKIZR,O S S C3-ÖTTJ3VE
Úr reikningum bankanna. — Frá Sandgerði. — Nýr doktor. — Síldveiðiri í
Faxaflóa. — Ríkisbúin á Vífilsstöðum og Kleppi. — Úr Skagafirði.