Tíminn - 09.10.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1941, Blaðsíða 2
398 TÍMIftN, fimmÉudaginn 9. okt. 1941 100. blað Tvísöngur Sj állst.flokksins L i s í s ,v ii i ii 8' i ii Eftir Ásgeir Bjarnþórsson málara. fpmirm Fimmtudaginn 9. okt. Þríbýlíð „Fáir lofa einbýli sem vert er“, er einhver vinsælasti máls- háttur, sem til er á íslenzku. í þúsund ár hefir þjóðin yfirleitt átt kost á einbýli í heimilum, og algerðu einbýli í landinu sjálfu. Á þessu varð breyting vorið 1940. Þá flutti hingað allfjöl- mennur brezkur her og settist hér að um stundarsakir. Þá var komið tvíbýli í landinu. Enn leið eitt ár. Þá fluttist hingað her frá Bandaríkjun- um og fékk hér samkomulag um dvalarleyfi, þar til lokið er yfirstandandi styrjöld. Þá var komið þríbýli í landinu. Slík sambúð, sem hér er um að ræða, er ætíð erfitt mál. En bæði íslendingar og Bretar hafa reynt að stilla í hóf um á- rekstra að flestu leyti. Eitt sinn höfðu nokkrir brezkir liðsmenn hengt upp gamalt og rifið ís- lenzkt flagg á birgðaskemmu sína. Þetta særði íslendinga, sem urðu varir við tiltækið. Bretar leiðréttu skjótt þessa yfirsjón og báðu velvirðingar vegna þeirra undirmanna, sem hlut áttu að máli. Nú hefir vandi borizt til handa íslend- ingum. Á nokkrum stöðum hafa miður vel uppaldir unglingar í Reykjavík gert tilraun til að sýna erlendum liðsmönnum ó- kurteisi. Slíkt er hið mesta glapræðisverk. Sambýli fer illa nema ef jafnan eru gerðar it- rustu ráðstafanir til að virða mannréttindi og þjóðernistil- finningu mótbýlismannanna. Allar vonir okkar íslendinga um að fá sæmilega lausn á tvíbýlis- og þríbýlismál okkar, er sú, að virða til fulls rétt annarra og láta ekki ganga á sinn hlut. Það er mikil nauðsyn, að for- eldrar og kennarar brýni það fyrir börnum og unglingum í bænum, að sýna útlendingun- um fullkomið hlutleysi, láta herinn með öllu afskiptalaus- an, og forðast að gera nokk- uð sem særir þjóðernistilfinn- ingu hinna aðkomnu manna. Þeir finna til fyrir sínu landi og sinni þjóð — eins og við fyrir málstað og sæmd íslands. íslendingar hafa gert ýmsar skynsamlegar ráðstafanir til að forða frá sambúðaróhöppum, en eiga þó meira eftir. Þegar það kom í ljós í fyrrasumar, að sumir ensku hermennirnir og margir íslendingar drukku hið sterka áfengi, sem hér var til sölu, sér til skaða, og almenn- ingi til leiðinda, þá var tekin sú leið að skammta áfengi. Með því tókst að nokkru að hindra áfengissölu til útlenda liðsafl- ans, en tilraunin gafst að öðru leyti miður vel. Þá var áfeng- isbúðinni lokað og Hótel Borg ekki látið hafa vínveitingar. Þetta bar góðan og æskilegan árangur og verður vafalaust haldið áfram sölubanni meðan stríðið varir. En nú reynir á mótbýlismennina. Bæði enska og ameríska setuliðið hefir á- fengi um hönd. Nokkur hætta er á að einstaka undirmenn í setuliðinu láti íslenlinga fá á- fengi, gefins eða til sölu. Reyn- ir nú á þegnskap yfirvalda hersins. Þeir munu hafa fullan vilja á að láta ekki mennina gerast leynivínsala. Þeim er mikil þegnskaparskylda að standa þar vel á verði sín meg- in, eftir að íslendingar hafa fyrir sitt leyti byrgt vínbrunn- inn. Málstaður íslendinga er hér öruggur og sterkur. Þeir eiga að hegna hverjum íslend- ing, sem kemur ölvaður frá mótbýlisfólkinu, og það á að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að þjóðin fái að fylgj- ast með þeim skyssum, sem kunna að verða í þessu efni. J. J. Sjálfstæðisflokkurinn hefir undanfarið efnt til allmargra útisamkvæma. Tvísöngur hefir verið auglýstur sem helzta skemmtiatriði. Menn hafa e. t. v. ekki veitt þ*i athygli, hversu táknrænt þetta er fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. í öllu stjórnmálastarfi hans er tvísöngurinn sterkasti þátt- urinn. Hann syngur sitt lagið við hverja stétt þjóðfélagsins. Einu er haldið fram í dag, öðru á morgun, í sama málinu. Verkamönnum er sagt þetta og bændum hitt. Þessi tvöfeldni, þessi tvísöng- ur, er ekkert broslegt fyrir- brigði. Þvert á móti. Hér birt- ist sorglegt tímanna tákn í ís- lenzkum stjórnmálum. Þar sem slkur tvisöngur hefir verið iðk- aður annarsstaðar, hefir hann fljótlega breyzt í grafarljóð yf- ir lýðírelsi og heilbrigðujm stjórnarháttum. Slíkar blekk- ingar rugla dómgreind fólksins, æsa stétt gegn stétt og espa einstaklingana til ábyrgðarleys- is í kröfum sínum. Þannig skap- azt sú galdraþoka um þjóðmál- in, að fáeinum mönnum getur orðið fært að hrifsa völdin og hafda þeim um skelð til að . þjóna þrengstu hagsmunum sínum á kostnað fjöldans. En þegar augu fólksins opnast og það sér allan leikaraskapinn og blekkingarnar, missir það trúna á lýðræöið og hefnir sín með ólýðræðislegum aðferðum. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að þessu með starfsaðferðum sínum, vitandi eða óvitandi. Hér skulu nefnd nokkur dæmi þessu til sönnunar. Afurðaverðið. í þinglokin í sumar kröfðust tveir sveitaþingmenn úr Sjálf- stæðisflokknum þess bréflega af forsætisráðherra, að Páli Zóphóníassyni væri vikið frá formennsku kjötverðlagsnefnd- ar, því að hann vildi ekki á- kveða verðið nógu hátt. Strax eftir að þessir menn voru komn- ir heim byrjuðu síaþræðirnir að titra um endilangt ísland af símtölum þeirra og flokks- bræðranna í öðrum héruðum. Báru þeir saman ráð sín um fundahöld til að heimta hækk- að kjötverð. Á fundunum var síðan samþykkt, að bændur ættu að fá kr. 3.50 fyrir hvert kg., en það svarar kr. 3.75 út- söluverði. Enginn vafi getur á því leik- ið, að hér var um að ræða fyrir- skipaða herferð af hálfu Sjálf- stæðisflokksins. En nú víkur málinu til kaup- staðanna. Fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í kjötverðlagsnefnd krefst, að verðið á kg. sé tals- vert neðan við kr. 3.00. Þegar Séra Jakoh Jónsson: Quðm. Daníelsson frá Guttormshaga: Af jörð ertu kominn. I. Eldur. Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri 1941. Verð: kr. 16 í bandi — 12 ó- bundin. Bls. 280. Þetta er fyrsta bindi af þrem- ur, sem væntanleg eru. Margur mun hafa beðið með óþreyju eftir þessari bók, sökum þess, að rithöfundarferill Guðmund- ar hefir verið mjög eftirtektar- verður. Þegar hann gaf út fyrstu sögur sínar, var það auð- séð,að hann hafði ekki náð fullu sjálfstæði, en ritdómarar og al- menningur voru nokkurn veg- inn samtaka um að meta kosti þessa unga manns og örva hann til dáða. Hefir Guðmundur sýnt það, að hann kunni að taka hvatningu velvildarmanna sinna og hefir tekið skarpar á með hverri sögu. Stíllinn er lip- ur og áferðarfagur og mælska hans mikil. Framan af átti Guðmundur erfitt með að móta persónur, sem urðu mönnum minnisstæðar, en í seinni bók- urp hans urðu einkennin skýr- ari og allir drættir gleggri. í þessari síðustu bók tekst hon- rætt var um málið í ríkisstjórn- inni töldu ráðherrar Sjálfstæö- isflokksins kr. 2.50 til bænda hæfilegt verö. Þegar kjötverðið er svo ákveðiö, er kallaður sam- an fundur í verkamannafélag- inu „Óðinn“, sem Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri veitir að- allega forystu. Þar eru verka- mennirnir látnir samþykkj a harðorð mótmæli gegn ósvífnu verölagi á kjöti, sem er þó 10 au. lægra á hvert kg. en leið- togar Sjálfstæðisflokksins í sveitunum voru látnir heimta. Ennfremur eru þeir látnir sam- þykkja mótmæli gegn því, að bændur fái verulegar verðupp- bætur úr brezka sjóðnum á af- urðir sínar frá fyrra ári. Ein sönnun þess, að hér er um skipulega herferð að ræða, er sú, að „Vísir“ birtir mót- mæli ÓÖinsmanna, en Morgun- blaðið og ísafold ekki. Þessi tvö blöð fara talsvert út um sveitir, en Vísir er eingöngu bæjarblað. Þegar opinberlega hefir verið skýrt frá þessum tvísöng flokks- ins kemur formaðurinn fram á ritvöllinn. Ein helzta afsökun hans er sú, að kjötverðið eigi ekki að skipta mönn- I um í flokka. Nei, það skipt- ir víst engu máli, þótt það muni næstum þriðjung á því verði, sem ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins vildu ákveða, og því verði, sem bændafulltrúar flokksins voru látnir heimta, eða samtals milli 6—7 milj. kr. Hverju myndi það kannske skipta útgerðarmenn, þótt fisk- verðið væri lækkað um þriðj- ung? Þeir færu a. m. k. ekki að skiptast i flokka út af slíkum smámunum. Nei, bændur eiga ekki að vera að hugsa um kjöt- verðið. Þeir eiga aðeins að lifa í þeirri háleitu trú, að þeim muni bezt borgið, ef Sjálfstæð- isflokkurinn fái völdin, því að hann tefli einkarekstri gegn ríkisrekstri og vilji frelsi ein- staklinganna. Það segir for- maður Sjálfstæðisflokksins. En hann gleymir því, að hann hef- ir efnt til meiri einokunar en nokkur annar íslenzkur ráð- herra. Má þar fyrst nefna salt- fiskeinokunina frægu og síðar einokun alls útflutnings með skipun útflutnlngsnefnjdarinn- ar. Og sennilega mun bændum þykja varlegra að treysta á sanngjarnt verð afurða sinna en það frelsi, sem Sjálfstæðis- flokkurinn heitir þeim. En þetta mál sýnir greinilega tvísöng Sjálfstæðisflokksins. Bændum er sagt þetta og verka- mönnum hitt. Skrif formanns sýna, að aðeins er gripið til nýrra blekkinga til að verja ó- sómann, þegar hann er orðinn uppvís. Ef Sj álfstæðisflokkurinn hefði viljað leysa málið, átti um þó bezt. Þar kemur hann með eina persónuna af annari, sem ekki mun gleymast, held- ur geymast í minningunni, eins og kunnugt fólk, sem lesandan- um dauðlangar að frétta eitt- hvað meira af. Ekki er þar með sagt, að allar séu þær jafnvið- felldnar og engin þeirra er alveg eins og fólk er flest. Raunar er erfitt að finna upp þá atburð- arrás eða skapgerð í sögu, sem er ótrúlegri en lífið er sjálft með köflum. Margt er það, sem gert er og sagt, sem talin mundi hreinasta fjarstæða í skáld- sögu. Almenningur veit ef til vill sjaldnast um þau einsdæmin, sem verst eru, en af því að það hefir verið til- hneiging nútímahöfunda, að taka til meðferðar hið sjúka og geggjaða hjá mönnum, ber meira á slíku í skáldsögum en lífinu sjálfu. Guðmundur er enn snortinn af þessari tízku, og aðalpersónur sögunnar eru því fólk, sem að einhverju leyti hefir lent út af eðlilegu spori. Annað, sem er mjög rikt í skáldum nútímans, er að ganga nærri kynferðislífi fólksins. Án þess að ég vilji láta telja mig þröngsýönan mann í þeim efn- hann að leita álits beggja arm- anna í flokknum og bera síðan fram ákveðna kröfu, er flokk- urinn stæði saman um. En Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki unnið þannig, vegna tvísöngs- ins. Hann reynir að blekkja báða aðila og æsa þá upp, því að það telur hann sér vænleg- ast til fylgis. En með því gerir hann sjálfan sig ábyrgðarlaus- an og getulausan og ýtir undir úpplausnina og sundrunina, sem leiðir af blindum hags- munadeilum í þjóðfélaginu. Áfengismálið. í fyrstu barðist Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir afnámi bann- laganna. Blöð hans áttu drýgsta þáttinn í afnámi þeirra. Meðan Eysteinn Jónsson var fjármála- ráðherra linntu blöðin hins veg- ar ekki látum, heimtuðu lokun vínbúðanna og völdu ráðherr- anum hin hraklegustu nöfn. En þessi skrif hættu jafnskjótt og Jakob Möller varð fjármálaráð- herra og síðastliðinn vetur skýrði Mbl. frá — eins og til að sýna yfirburði Jakobs Möller yf- ir fyrirrennara sínum — að tekjurnar af áfengissölunni hefðu aldrei verið meiri en síð- astliðið ár. Snemma í sumar var vínbúð- unum lokað, sökum vínskorts. Drykkjuskapur minnkaði þá stórum. Þegar vínföng komu aftur til landsins voru verzlan- irnar opnaðar á ný. Þá hefjast ádeiluskrif í Mbl. og Vísi og þess er krafist, að lokað sé á ný. Nokkru síðar var áfengis- verzlunum lokað aftur. Menn gátu haldið að íhaldsblöðin myndu taka þeirri ákvörðun þakksamlega. En því er ekki að fagna. Mbl. birtir nú daglega árásargreinar á ríkisstjórnina, telur að hún sé með þessu að efna til lögbrota og spillinga og leiði konur í fang setuliðs- manna. Hvað veldur þessum kynlega málflutningi? Skýringin er ein- föld. Þegar vínbúðirnar voru opnaðar í sumar urðú templ- arar óánægðir. Þessvegna var um að gera að reyna að not- færa sér óánægju þeirra. Þeg- ar vínbúðirnar voru lokaðar urðu drykkjumennirnir óánægð- ir. Þá var að biðla til þeirra. Reynslan er sú, að það er auð- veldara að vinna fylgi þeirra óánægðu, en hinna ánægðu. Þessvegna reyna íhaldsblöðin jafnan að þóknast þeim ó- ánægðu, enda þótt það kosti þau að segja eitt í dag og annað á morgun. Stefnan er að skrifa fyrir hina óánægðu án tillits til þess, hvort málefnið er illt eða gott, rétt eða rangt. Mál- efnið sjálft er aukatriði. Meg- um, verð ég að hafa leyfi til að láta í Ijós þá ósk, að við og við komi út skáldsögur, sem fjalli þannig um þau mál, að unglingar á viðkvæmasta skeiði geti lesið þær án þess að fá þá hugmynd, að kynferðisleg ó- stjórn sé jafn-sjálfsögð og al- geng og nútímabókmenntir gefa í skyn. Um þessa sögu Guðmundar Daníelssonar er það að segja, að þrátt fyrir þá viðkvæmu fegurð, sem sum- staðar er tengd við ástalífið, eru kaflar í bók hans, sem ekki eru hæfir til lesturs öðrum en þroskuðum lesendum. En það þykir mér vænt um að geta sagt, að höfundur leikur sér aldrei að því að gera neitt ó- viðfelldnara en málefni standa til, og hver sá, sem veit, hvað hann er að lesa, og hugsar um það, fær í sögunni sterkan stuðning við siðferðilega lífs- stefnu. Jóhannes gamli í Breiðuvík er dæmi þess, hvernig „eitt einasta syndar augnablik, sá agnarpunkturinn smár, lengist í æfilangt eymdarstrik, sem iðrun oss vekur og tár.“ Þó er það ekki fyrr en um seinan, að Jóhannes tekur til á- kveðinna ráðstafana til að gera gott úr afleiðingum syndarinn- ar. Þá er kominn sá þröskuld- ur í veginn, sem ekki varð yfir- stiginn, nema heil mannsæfi yrði rakin til baka og lifuð að nýju, eins og þegar rakið er upp Sunnudaginn 5. okt. Anno Domini 1941 bar það við í Reykjavík, að sýning á mynd- list var opnuð í skálanum mikla við Garðastræti. Þann sama dag heyrði ég af tilviljun, gegn um útvarpið, prest vera að flytja ræðu. Prest- ur kvað sinnuleysi fólks gagn- vart kirkjp guðs svo mikið, að fyrir kæmi, að kirkja, sem stæði við bæjar- eða peningshúsahlið, liti út sem beiningamaður hjá stórhöfðingja. Og prestur mun hafa haft mikið til síns máls. En honum láðist að geta orsak- anna til þessa ófremdarástands kirkjunnar. Það vill brenna við, að maður heyri sungið við sama tón með- al íslenzkra listamanna og ekki að ástæðulausu. Hagur þeirra er þröngur og fáir, sem vilja gefa þeim gaum. í báðum þessum tilfellum stafar fálæti almennings af sömu orsökinni. Og orsökin er sú, að hvorugur þessara aðila hafa lifandi boðskap að flytja. Þeim liggur ekkert á hjarta og þeir gæta ekki þess, að list og kirkja er til orðin vegna fólks- ins, en ekki fólkið vegna listar og kirkju. En kirkjuna tek ég nú út af dagsskrá, því mein- ingin var að ræða um listsýn- inguna. Það er að mestu hægt að sleppa umræðum um þátttak- endur sýningarinnar hvern fyr- ir sig. Þeir eru allir af líkum skóla og á líku andlegu reki. Hér er á boðstólum útþynntur dansk-þýzk-franskur tízku- grautur úr moðsuðu íslenzkrar sveitamennsku. Persónuleiki eða hressandi blær af íslenzkum uppruna finnst varla. Þess í stað lélegar eftirlíkingar af út- lendri list og af lakari endan- um. Framleiðendur þessara verka gætu jafnt verið upp- runnir í Grönnegade og úr ís- lenzkum sveitum. Það hefir borið við, að þegar fákunnandi sveitastúlkur frá íslandi hafa komið til Kaup- mannahafnar og séð á Vester- inatriðið er að blekkja menn í raðir Sjálfstæðisflokksins. Til þess er tvísöngurinn sunginn. Dýrtíðarmálið. Blöð Sjálfstæðismanna hafa lengi haldið því fram, að nauð- synlegt væri að gera víðtækar ráðstafanir í dýrtíðarmál- inu. Þau hafa áfellst ríkis- stjórnina fyrir aðgerðaleysi í þeim efnum. En um hitt hafa þau jafnan þagað, hvað gera ætti til úrlausnar. Á síðasta þingi lögðu Fram- sóknarmenn fram frv. um lausn (Framh. á 4. slðu) brugötu pelli skrýddar meyar ráfa fram og aftur á gatnamót- um, þá hafa þær í hjartans ein- feldni sinni haldið þetta vera hefðarkonur á skemmtigöngu og reynt svo að líkja eftir þeim látbragð og annað, sem þær gátu. Líkt hefir farið fyrir íslenzk- um listamönnum í erlendum borgum. Foreldrar mannkynsins hafa tvímælalaust ekki fengið nóg af skilningstré góðs og ills. Að undanförnu hefir mikið verið rætt um istöðuleysi stúlkn- anna gagnvart setuliðinu. Stúlkurnar eru ekki einar í sök- inni. Almenn vanmáttarkennd okkar íslendinga hefir gert okk- ur ístöðulausa gagnvart útlend- um áhrifum og fáir hafa þar kunnað að velja og hafna. Lista- menn vorir eru sennilega ekk- ert öðrum fremur undir þá sök seldir, en þeir hafa tekizt þann vanda á hendur að vera ljós- berar íslenzkrar menningar Og vandi fylgir vegsemd hverri. Þess skal getið, að undanskil- in því, sem ég hefi hér ritað, eru verk Jóhannesar Kjarval, þó oft hafi hann haft betra á boð- stólum en að þessu sinni. Kjar- val er drengur, sem alltaf rís upp úr flatneskjunni, og heið- arleg viðleitni í vinnubrögðum finnst á stökum stað, svo sem hjá Baldvin Björnssyni, Guö- mundi Einarssyni og Kristínu Jónsdóttur. Þó verður tæpast sagt, að „andríki þeirra blossi upp yfir húsaþökin." En dýpst í forarvilpu ístöðuleysisins sitja þeir Scheving og Þorvaldur Skúlason. Ef til vill verður einhverjum á að líta á þessi orö mín sem fjandsamlega árás á íslenzka myndlist, en slíkt er fjarstæða. Sá er vinur er til vamms segir. Og myndlistamennirnir verða að gera hærri kröfu til sjálfs sín, ef þeir ætla sér að vinna virðingu og vináttu þjóðarinn- ar, svo sem skáldin hafa gert. Við höfum orðið og verðum enn að sækja menntun okkar til útlendra þjóða, en menntunin er fólgin. í því, að kunna að velja og hafna, en ekki liggja marflatir fyrir hverju sem er, bara ef það er útlent. Útlenda þekkingu skal nota til að þroska innlendan kjarna. íslenzku listamenn, sem dreif- ið ykkur sumarlangt, víðsvegar um byggðir lanlsins! Ef ykkur tekst að tileinka ykkur og flytja þjóðinni í verkum ykkar, hress- andi blæ, hreinleik oð tign ís- lenzkrar náttúru og þjóðlífs, þá mun ykkur ekki skorta skilning, virðingu og ást þjóðarinnar og þið munuð hljóta öndvegissess utan lands sem innan. Ásgeir Bjarnþórsson. og prjónað að nýju til. En þetta reyndist ekki mögulegt, og sorgarleikurinn um „sóldýrk- andann í Skuggabjörgum" var leikinn til enda, án þess að gamli hreppstjórinn fengi rönd við reist. En hann verður les- andanum sjálfsagt minnis- stæður, undarlegt sambland af viðkvæmni og hörku, máttug- ur og vanmáttugur á víxl, eins og mennirnir oftast eru. Jó- hannes verður því eðlilegri og heilsteyptari sem lengra líður á söguna. Við fyrstu viðkynningu er hann svo mikið fúlmenni í framkvæmdum sínum, að les- andinn krefst ósjálfrátt skýr- ingar á því frá höfundar hendi, hvernig slíkur ótuktarskapur varð til í honum. En skáldinu hefir nú ekki þóknast að lýsa aðdraganda þessarar ógeðslegu nætur, heldur afleiðingum hennar, og það gerir hann vel. Má segja, að bókin er ekkert nema í meðallagi til að byrja með, en tökin því festari sem lengra liður á, og í heild sinni svarar hún þeim kröfum, sem gerðar eru til söguskálds í fremstu röð. Tvær persónur verða lesand- anum minnisstæðastar allra, og er hvor um sig fulltrúi eða i- mynd ákveðinnar stefnu eða tilhneigingar. Annar þessarra manna er Gísli í Gröf, hinn séra Gylfi. — Gísli er fjötraður af moldinni, ruddalegur og dýrslegur á köfl- um; hann er eins og maðurinn, sem Einar Jónsson sýnir með hramm ófreskjunnar á öxl sér. Inni fyrir bærist þrá eftir því máttuga, fagra, göfuga, barns- lega, en minnimáttarkend hans, áhrif uppeldisins i Gröf, gerir honum ókleift að sækjast að mun eftir öðru valdi en valdi hnefans og hrottaskaparins. Jaf.nvel ást hans verður að nema staðar við óþroskaðan ungling, og veldur þeirri ó- hamingju, sem eðlileg er, mið- , að við allar ástæður. j Séra Gylfi er alger andstæða Gísla, en fellur þó ekki inn í ramma þess þjóðfélags, sem hann lifir í. Hann er draum- lyndur, skáldhneigður og óeig- ingjarn. Hann lifir í sínum hugsjónahimni, án þess að hafa fótfestu á jörðinni; þess vegna verður hann eins og kjáni í brjóstgæðum sínum, óraunhæfur í ástalífi sínu og hneykslanlegur í barnaskap sínum. Séra Gylfi verður sem von er, utanveltu í mannlífi byggðar sinnar, og tilraunir hans til að nálgast fólkið, hvort sem er í alvöru eða skemmtun, verða fálm út í loftið. Þó dylst það ekki, að séra Gylfi er sú af söguhetjunum, sem skáldið ætl- ar sér að taka betur til með- ferðar í næsta bindi sögunnar, og mun fleirum en mér leika hugur á að vita, hvað úr honum verður. Verður hann að lokum raunhæft jarðarbarn, án þess „Aí jörð ertu komíim“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.