Tíminn - 09.10.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.10.1941, Blaðsíða 3
100. lilað TÍMINX, finiintudagmii 9. okt. 1941 399 aniAll Dánardægnr. Jónas Jónasson frá Húki and- aðist hinn 16. sept. á heimili sínu, Hringbraut 182, í Reykja- vík. Hafði hann síðastliðið ár þjáðst af ólæknandi sjúkdómi, svo andlát hans kom ekki á óvart. Jónas heitinn var fæddur 29. jan. 1866. Bjó faðir hans á Húki í Miðfirði langa hríð og þótti merkur bóndi. Framan af æfi dvaldi Jónas mest á æskustöðv- unum, einkum með föður sín- um. En er hann eltist, sótti hann sjó suður á land á vetr- um. Ungur reisti hann bú á heiðarbýli í Miðfirði og bjó þar nokkur ár. Þá brá hann búi og stundaði nokkur næstu árin ýmis störf, bæði i sveit og við sjó. Flutti hann síðan til Bol- ungarvíkur og setti þar á stofn verzlun. Fáum árum síðar brann verzlun hans. Varð hann þar fyrir milclu tjóni. Ekkert var þó fjær J.ónasi en að leggja árar í bát. Réðist hann þá til vesturfarar ásamt síðari konu sinni. Naut hann þá sem oftar eigin áræðis og atorku og aðstoðar góðra vina, einkum mágs síns, Ásmundar P. Jóhannssonar í Winnipeg. Þetta var árið 1913. Þegar vestur kom gerðist Jón- as bóndi og vegnaði nú hið bezta. Aldrei festi hann þó yndi í Ameríku, en þráði ávallt að komast heim aftur. Tvisvar kom hann til íslands á meðan hann dvaldi vestra. 1921 og 1930. Voru þær ferðir honum til óblandinnar ánægju. Það eitt skyggði á, að þurfa að hverfa aftur til fjarlægs lands og vita ekki, hvort hann fengi ísland aftur augum litið. Árið 1934 kom Jónas til ís- lands alfluttur. Dvaldi hann í Reykjavík síðustu árin og var starfsmaður í Viðtækjaverzlun- inni, þar til heilsa hans þraut. Taldi hann sjálfur árin eftir heimkomuna beztu ár æfi sinn- ar. Vitundin um að vera kominn heim fyllti huga hans innilegri gleði. Nú gat hann á hverju ári heimsótt æskustöðvarnar, kom- ið á bæina, þar sem hann var gainalkunnugur og heilsað upp á gömlu vinina. Enginn nema sá, er var gagnkunnugur Jónasi heitnum vissi, hve mikil ham- ingja þetta var fyrir hann á efri árunum. Og eftir að hann var lagztur í rúmið fyrir fullt og allt, lét hann oft hugann reika um fornar slóðir. Þessar hugfarir veittu honum þreytt- um og þjáðum frið og gleði. Jónas var góðum gáfum gæddur og dugnaðarmaður hinn mesti. En það sem sér- staklega er minnisstætt okkur vinum hans, er glaðlyndi hans og velvild. Efast ég um, að nokkur muni hann öðruvísi en glaðan í anda og hlýjan í við- móti. Hitt var þó víst, að hann hélt hlut sínum gegn hverjum, sem við var að etja, og þurfti þar ekki annað til en fastlyndi sitt og viljastyrk. Veittist hon- um þetta auðveldara af því, að hann var sáttgjarn og óáleitinn. Þessir höfuðkostir Jónasar heitins sköpúðu honum bæði vinsældir og virðingu. Hvar sem hann fór, var hann kunnur sem glaðlynda prúðmennið, en þó ,,þéttur á velli og þéttur í lund.“ Jónas átti 2 börn frá fyrra hjónabandi, Sigurð forstjóra Tóbakseinkasölunnar og Helgu, gifta í Los Angeles í Bandaríkj- unum. Þegar allt um þrýtur verður ekki annað sagt, en að Jónas hafi verið gæfumaður. Hann var það engu síður, þótt tekið sé fullt tillit til margvíslegra erfiðleika og nokkurs mótlætis er var á leið hans um dagana. Lífið bar hann líka æ meir í sólaráttina. Hann eignaðist ágæta konu, mannvænleg börn og fjölda góðra vina, beggja megin hafs. — Og hann fékk að vera heima um það er lauk. En allt þetta átti hann marg- faldlega skilið sakir glaðlyndis síns og trúlyndis. Hann átti það skilið vegna átthaga- og ætt- jarðarástarinnar. ----Og enn hefir hann færzt nær sólu. Ástvinir og vinir óska honum faraheilla — og þakka ágæta samfylgd. E. G. Tvísöngur Sjáli- stæðisflokksins (Framh. af 2. siOu) dýrtíðarmálsins. Þá kom skyndilega annað hljóð í Mbl,- strokkinn. Það voru talin alls konar tormerki á frumvarpinu. Það kom nefnilega í Ijós, að ekki var hægt að lækka dýrtíð ina, án þess að færa þyrfti ein- hverjar fórnir. Þegar umræður hófust um skatta á ýmsan gróða, færðist mikil deyfð yfir Sjálfstseðismenn. Þeir héldu að vísu áfram umræðunum um að lækka þyrfti dýrtíðina, en vildu sem minnst tala um úr- ræðin. Alþingi afgreiddi loksins lög um dýrtíðarmálin. Sjálfstæðis- flokkurinn gerði bandalag við Alþýðuflokkinn og réði því mestu um efni laganna. Það hefði mát ætla, að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi ekki sporna gegn framkvæmd þeirra. En þegar viðskiptamálaráðherra að loknu þingi leggur fram tillög- ur í ríkisstjórninni um lausn dýrtíðarmálanna á grundvelli laganna, þá færist sama deyfð- in og sinnuleysið yfir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þeir þótt ust að vísu vilja lækka dýrtið- ina — en aðeins ekki heimta fórnir í því skyni. Þess vegna hefir ekki verið gert neitt í þessum málum enn sem komið er. Blöð Sjálfstæð- þó að glata tilfinningu sinni fyrir því, sem ekki ef af þessum heimi? Á eftir að verða úr hon- um heilbrigður maður, sem get- ur skilið helgi mannlífsins og guðdómieik tilverunar, en er þó jarðneskur og mannlegur, gæddur holdi og blóði? Og á hvert hátt mun þetta ske? Úr þessum spurningum og öðrum svipuðum mun höfund- ur leysa, þegar þar að kemur. Ég hefi trú á því, að Guð- mundur sé fær um að skapa myndir og lífsþætti heilbrigðs fólks, engu síður en Gísla og séra Gylfa, eins og hann er nú. Og sé það rétt, að menn hafi misjafnlega gott af félagsskap og umgengni við aðra, gildir það jafnt í bókmenntum sem mannlífinu sjálfu. Liggur þá í augum uppi, að þjóðin hefði gott af að fá inn í bókmennt- irnar, engu síður en í þjóðfé- lagið, það fólk, sem sýnir á sjálfu sér manndóm og heil- brigði til anda og líkama. Enginn kemst hjá að veita því athygli, að Guðmundur er nú farinn að temja sér nokkuð annað form en það, sem venju- legast hefir verið á skáldsög- um á síðari árum. Hann gríp- ur til dæmis fram fyrir sig i frásögninni og gefur sumstaðar í skyn fyrirfram, með nokkurs- konar innskotshugleiðingum, hvað verða muni. Þessu er vel fyrirkomið af því að það fer ekki út í öfgar, og eykur áhuga á lestri sögunnar. Aftur á móti hefir höfundur farið út fyrir heppileg takmörk i útskýring- um sínum á persónum sögunn- ar. Eigin útskýringar á þeim frá höfundar hendi, bera vott um hálfgert vantraust á les- andanum eða sinum eigin hæfi- leikum til að láta persónurnar lýsa sér með orðum og athöfn- um. Þetta kemur fyrir t. d. á bls. 125 og stöku sinnum endra- nær. Það væri freistandi að rifja upp einstakar myndir, sem dæmi um frásagnarlist Guð- mundar. En út í það skal ekki farið, aðeins bent á að honum sýnist vera jafn-sýnt um að gefa frásögn sinni geðblæ, við- kvæmni skáldlegrar hrifning- ar, áhuga og alvöru, léttúðar og lamandi óhugnaðar. Fjölbreytni í atburðum og áhrifum er einn ! af höfuðkostum bókarinnar. Útgefandi er Þorsteinn M ! Jónsson, einn hinn mikilvirk- | asti útgefandi landsins. Frá gangur bókarinnar og prentun er hvorttveggja í bezta lagi. Ef síðari bindi. skáldsögunnar „Af jörð ertu kominn“, verða jafngóð þessu, verður safnið eitt af merkustu ritverkum síð ari ára, og haldi Guðmundur á- fram að vaxa, svo sem hann hefir gert, verður hann fyrir ýmsra hluta sakir stórmenni í bókmenntasögu þessarar aldar isflokksins halda því fram, að tillögur viðskiptamálaráðherra eða réttara sagt dýrtíðarlög- m — hafi verið svo meingöll- uð, að ófært hafi verið að framkvæma þau. Þó er þetta lagasmíð að verulegu leyti verk Sjálfstæöisflokksins. Sér til sönnunar vitna þau í álit nefndar, en svo óheppilega vill til, að álit nefndarinnar sýnir, að mjög vel mátti framkvæma lögin og að þau gátu orðið að talsverðu gagni. Það eina, sem hefir stöðvað þau, er ótti Sjálfstæðisflokksins við óvin- sældir, sem flokkurinn gæti hlotið af framkvæmd þeirra fyrst í stað, því að hann yrði 3á að ganga í berhögg við sum af loforðum sinum. Nú hefir viðskiptamálaráð- herra undirbúið nýjar tillögur. Mbl. lætur mjög vel af þeim og vil'l gjarna eigna þær sínum mönnum i ríkisstjórninni. Þing- ið hefir nú verið kvatt saman til að ræða þær. Þar verður skorið úr því, hvort Sjálfstæð- isflokkurinn fæst endanlega til 3ess aö taka afstöðu til dýr- tíðarmálanna, eða hvort hann vill áfram syngja tvísönginn — segja þeim, sem. dýrtíðin er pungbærust, að það eigi að lækka hana, en hinum, sem mest hafa grætt og eiga að færa fórnirnar, að það sé Sjálf- stæðisflokknum að þakka, að þær verði ekki lagðar á þá. En þá fyrst verður tvísöng- ur Sjálfstæðisflokksins dýr þjóöinni. Þá fáum við fyrir al- vöru að eygja þá framtið, sem „tvísöngur“ stj órnmálaf lokk- anna í Frakklandi hefir leitt af sér þar. Lítið sýnishorn. Til gamans þykir rétt að birta. hér eitt af ótal dæmum um frásagnarhætti Morgun- blaðsins, sem er helzta tví- söngsblaðið. í Mbl. 2. okt. á bls. 5 segir svo: „Morgunblaðið hefir átt kost á að kynnast þeim uppástung- um um lausn dýrtíðarmálanna, sem stjórnin hefir nú á prjón- unum.........“ En í Mbl. 3. okt. á bls. 3 segir: „Stjórnin hefir algerlega haldið lendu hverjar þessar til- lögur eru, en hlerast hefir, að hér sé um að ræða alveg nýja stefnu um lausn á dýrtíðar- málunum." Annan dagins negist blaðið hafa „át kost á að kynnast“ þessum tillögum, en strax næsta dag segir það, að þeim hafi • veriö „algerlega haldið leyndum.“ Þannig er málflutningur Sjálfstæðisblaðanna. Þannig er tvísöngur Sjálfstæðisflokksins. Kopar, aluminium og fleiri málmar Jakob Jónsson. keyptir i LANDSSMIÐJUNNI. Sendid oss kó|iaskinn yðar og lambsklnn — Vér kaupum pau hæsla verði. — MAGNI H. F., Reykjavík. Áheit á Strandarkirkju. frá 20. apríl 1940 til 28. septem- ber 1941. (Afhent féhirði). Frá XXX kr. 10.00, G. G. 1.00, ávísun D,vík 10.00, Ó. S. Butru 21.00, Ón. 10.00, Gamalt áheit 1.00, L. Ó. Hj.eyri 13.00, Sami 10.00, Gísla og E. 7.00, Ón. 3.00, Huldu 11.00, Ón. 5.00, N. N. 10.00, Ón. 2.00, Ón. 5.00, Ón. 4.00, Frá 2 bændum 15.00, Gamalt áheit 10.00, Ón. 2.00, Ón. 5.00, E. K. S. 50.00, XXX 10.00, Þ. Þ. 3.00, N. N. 10.00, Ón. 5.00, Guðrúnu 1000, Jóni 5.00, H. E. Grafningi 5.00, Ón. 1.00, Árna 20.00, Geira 10.00, frá börnum í Grímsnesi 5.00, G. Jóh. 10.00, frá Skaftfelling 10.00, G. V. S. ísafjarðars. 5.00, N, N. Norðf. 5.00, S E. Sigluf. 10.00, Geira 5.00, frá Sveini ferðalang 10.00, Áheit 20.00, frá 3 54.00, S. E. ávísun 30.00, frá Akureyrar stúdent ávísun 40.00, Áheit 10.00, Óskari 5.00, frá 2 börnum 0.50. Með beztu þökk og bróður- kveðju til ykkar allra. Bjargi 28. sept. 1941. Sveinn Halldórsson féhirðir. Tapasl heflr frá Miðdal í Mosfellssveit bleik- álóttur hestur. Mark: Biti framan hægra, biti aftan vinstra. Finnandi beðinn að gera að- vart í símastöðina á Geysi í Haukadal. Bókbindara- hnífttr óskast til kaups. Lithoprent. Skrifstofa Framsóknarflokksins er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn utan af landi, sem koma tll Reykja- vikur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið þvl við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mlkils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Tilk.v nniiig. í dag opnum við undirritaðir raftækjavinnustofu á Óðinsgötu 13, undir nafninu Tökum að okkur allskonar rafmagnsvinnu, ný- lagnir og breytingar í verksmiðjum, húsum og skip- um. Ennfremur uppsetningar og breytingar á lyft- um og eftirlit með þeim. Holgeir P. Gíslason, Gísli Jóh. Sigurðsson. Sími 2915. Advörim. llúseigendur og húsráðendur í Reykjavík eru alvarlega aðvaraðir um að tilkynna tafarlaust til inanntalsskrifstofu hæjarins, Pósthús- stræti 7 eða lögregluvarðstofunnar, ef fólk hefir flutt úr húsum þeirra eða í þau. Vauræksla varðar sektum. BORGARSTJÓRHVIV. Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhús. - Frystihús. Viðursuðuverksmiðja. - Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjugu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. 208 Vieíor Hugo: orð af vörum, sem hann hafði numið á drykkjukránum eða í herbúðunum. Hann gat gert sér í hugarlund, hvaða áhrif slíkt myndi hafa. Hann gerði sér þó allt far um að vera hinn háttprúðasti og klæðast tízkufötum. Hann hallaði sér upp að arininum um stund í þungum þönkum, enda þótt hugsanir hans væru mjög á reiki. Skyndilega sneri Fleur de Lys sér að honum og ávarpaði hann. Vesalings stúlkan hafði ekki mælt gremjuorð sín í fyllstu alvöru. — Hefir þú ekki sagt okkur frá ungri Tataratelpu, sem þú frelsaðir úr höndum stigamanna fyrir nokkrum mánuðum síðan? — Jú, það minnir mig, fagra mey, svaraði hann. — Jæja, hélt hún áfram máli sínu. — Það er ef til vill sama Tatarastelp- an og er að dansa þarna á torginu. — Komdu og sjáðu, hvort þú þekkir hana, elsku Föbus minn. Dulin þrá eftir að láta liðsforingj- ann nálgast sig kom fram í orðum þessum. Föbus de Chateaupers liðsforingi gekk hægum skrefum út á svalirnar. — Sjáðu, mælti Fleur de Lys og lagði hönd sína á arm liðsforingjans. — Esmeralda 205 legum samræðum og varð að orði: — Hvílík ást! Liðsforinginn áræddi að gera hann- yrðirnar að frekara umræðuefni, þrátt fyrir mistök sín. — Þetta er dásamlegt handbragð, hrópaði hann. Hin ljóshærða og hör- undsfagra blómarós, Colomba de Gaille- fontaine hagnýtti nú tækifærið og beindi spurningu að Fleur de Lys í von um, að liðsforinginn svaraði. — Gondelaurier, mælti hún. — Hefir þú tjöldin frá Roche-Guyon-gistihús- inu við hendina? — Er það ekki i garðinum hjá Louvre? spurði Diana de Christeuil hlæjandi. Hún hafði mjög fagrar tennur og var kvenna hláturmildust. — Þaðan getur að líta turn gömlu borgarmúranna, bætti Amelotta de Mont-mikel við. Hún var yndisfögur, jarphærð stúlka. Það var siðvenja hennar að andvarpa, þegar flestum öðrum hefði orðið á að hlæja. — Kæra Colomba, anzaði frú Aloisa. — Eigið þér við gistihúsið, sem herra de Bacqueville átti á dögum Karls VI.? Þar voru mjög haglega ísaumuð vegg- tjöld. — Karl VI., Karl VI., tautaði ungi liðsforinginn fyrir munni sér og strauk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.