Tíminn - 21.10.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.10.1941, Blaðsíða 3
105. blað TÍMX\, þriðjadagiim 21. okt. 1941 419 A N N A L L Afmæli. Jóhanna Sigursturludóttir húsfreyja í Fljótshólum i Flóa varð áttræð 6. okt síðastl. Jó- hanna fæddist á Vatnsenda í Ljósavatnsskarði 6. okt. 1861. Faðir hennar drukknaði á Eyja- firði þegar hún var tíu ára. Jóh Sigurðsson allþingismaður á Gautlöndum bauð móður hennar með barnið í fóstur til sín og var Jóhanna þar eins og í foreldrahúsum, þar til hún var nálega 18 ára. Þá giftist hún Jóni Þorkelssyni bónda í Víðikeri í Bárðardal. Jón Þor- kelsson var bróðir sr. Jóhanns dómkirkjuprests. Hann var hinn röskasti maður, mikill glímumaður og hinn öruggasti íerðamaður. Jón fylgdi Þorvaldi Thoroddsen um Ódáðahraun, og er Jónsskarð í Öskju kallað eftir honum. Jón Þorkelsson og Jóhanna fluttu síðan'að Jarls- stöðum í Bárðardal og bjuggu þar lengi. Áttu þau 9 börn, og cll hin mannvænlégustu. Sturla, elzti sonur þeirra, giftist Sig- ríði Einarsdóttur frá Hæli. Fór Sturla þá, sem frægt er orðið, á útmánuðum, tjaldlaus á skíðum suður yfir Sand, og óð þau vötn, sem ekki voru á ís. Þótti sú ferð bæði rómantísk og karlmannleg. Jóhanna fylgdi syni sínum. suður, og dvelur hjá honum í Fljótshólum. Jóhanna var fróðleikskona, glaðlynd og fjörug og þótti heimili hennar jafnan hlýlegt og ánægjulegt. Komu þau hjón börnum sínum öllum vel til manns. Jóhanna heldur enn góðri heilsu og bjartsýni æskuáranna. J. J. ííánardægnr. Jens Guðnason i Árnagerði í Fljótshlíð andaðist nýlega, 81 árs að aldri. Eftirlitið með verð- laginu (Frarnh. af 2. siðu.) vöruna hvaða innkaupsverð, sem vera skal, alveg án tillits til þess, hvað raunverulega er greitt fyrir hana. Með því get- ur verðlagsnefnd ekkert eftir- lit haft.“ Hvað er þetta! Er nú ekki einu sinni hægt að láta Hag- stofuna koma til hjálpar og reikna út heimsmarkaðsverðið? Þjóðólfur heldur áfram: „Einfalt samkomulag við seljanda vörunnar getur bætt verulega um gróðavon innflytj- andans, ef óhagstæðustu inn- kaupin á markaðinum þykja ekki gefa nægilega mikið í aðra hcnd......... Gifta Eysteins í afskiptum hans af vöruverð- inu hefir orðið svo ömurlega lítil, að starfsgrundvöllur sá, sem hann hefir markað verð- lagsnefndinni, leiðir af sér 6- eðlilega hátt vöruverð og ó- skoraða gróðavon þeirra, sem kaupa vörur fyrir almenning.“ Hér gefur Þjóðólfur beinlínis i skyn, að allir vöruinnflytj - endur, frá hinum stærstu til hinna smæstu, muni verða sam- taka um það, þar sem há- marksálagning er sett, og það alveg án tillits til þess, hvort hún er sanngjörn eða ekki, að falsa innkaupsreikninga sína, til þess að skapa sér aukinn hagnað. Þannig virðist blaðið álíta, að hámarksálagning á kornvörur, kaffi og sykur muni gefa neikvæðan árangur af því að Innflytjendasambandið og Samband ísl. samvinnufélaga, sem sjá um innflutning næstum allra þessara vara, muni vegna hámarksálagningarinnar fara að leggja sig fram um að kaupa illa inn, og láta falsa innkaupa- reikningana. Hér er um svo heimskulegar aðdróttanir að ræða og fjarri öllum sanni, að það má furðu- legt kallast, að nokkurt blað skuli leyfa sér að bera þær fram. Að vísu er mér það ljóst, að eitthvað muni jafnan finnast af kaupahéðnum, sem reiðubúnir séu til að falsa og svíkja, ef fé er í aðra hönd, en hinir held ég þó að séu miklu fleiri, sem vilji vera góðir og heiðarlegir borgarar, og halda sett lög og reglur. Verður því væntanlega mestur hluti þeirra vara, sem inn eru fluttar og heyra undir hámarksálagningu. með réttu verði. En við það skapast sam- anburður fyrir verðeftirlits- menn og jafnframt, og ekki sízt, fyrir neytendurna sjálfa, er gerir þeim, sem undanbrögð reyna, óhægt um vik. Því fer fjarri, að ég vilji halda þvi fram, að verðlagseftirlitið, markleysan og um hina bræð- urna tvo, en hvað um það, þá hefir þessi afi minn ekki verið það viðsjáll og féglöggur, að skaparinn hafi talið þess vert að auðkenna þennan þjón sinn frá öðrum mönnum. Sama heimild er sjálfsagt uppistaðan í umsögn höfund- arins um síra Torfa 6g er á þessa leið: „Torfi Jónsson f. 22/10. 1771, gekk erfitt búskapur í Hruna, enn ver á Breiðabólsstað, gáfu- maður mikill og lærður vel, bezti prédikari, góðhjartaður og góðlyndur, en þó stundum við æðri menn nokkuð snögglynd- ur en vel þokkaður af sóknar- fóllii sínu og fleirum.“ Af þessu er helzt að sjá, að klausan um að síra Torfi hafi veríð háður sóknarbörnum sé skáldskapur höfundarins og mun ég hafa það fyrir satt, þangað til annað reynist sann- ara. En það skal haft að álykt- arorðum, að það virðist ærið óviðfelldið að hnjóta í löngu liðið sæmdarfólk að ófyrirsynju í riti, þar sem hlaðið er svo mörgum lofdillum á söguhetj- una, að vart grillir í, hvernig hún er eiginlega í laginu. Ég get búizt við, að lesandan- um þyki mér hafa orðið full- skrafdrjúgt um ekki meira mál en til þess hefir dregið, að frá- sagnir manna og endurminn- ingar eru ærið ónákvæmar á þeim sviðum, er ég kann nokk- ur skil á. Og svo er þá um prestasögur Sighvats Borgfirð- ings, enda báru þeir, er þekktu hann bezt, að meinfalskari og bakmálgari mann . gæfi ekki. Nægir í því efni að benda á, að hann samdi þrisvar æfiágrip sóknarprests síns, eftir því er stóö í bólið hans, og stakkst þar allt á endum. Hins vegar lét hann fyrir fáar krónur hafa sig til að dubba svo upp alræmd- an misyndismann, að hann varð mesti dándimaður í sveit. Sama máli gegnir um dagbæk- ur fyrirmyndar Kiljans að Heimsljósinu, sem í 18 bindum prýða hið háa Landsbókasafn. Þar er ekkert að gagni um þá viðburði, er ég kann deili á, en flest aflagað og afskræmt. Öðru gegnir að bull hans er sjálfsagt gullnáma fyrir hvern þann, er hefir atvinnu af að fegra sor- ann í íslenzku þjóðlífi og draga niður i sorpið allt sem betur er farið og til bóta horfir. Enn má taka til dæmis smágrein i Blöndu um Jónas Hallgrímsson þar sem sagt er að hann hafi verið meira og minna drukkinn í ferðalagi sinu um Austfjörðu á hverjum degi og úr hælsæri hans hafi verið dregið hátt í kaffibolla af möðkum. Lætur greinarhöfundurinn, kenndur við þjófsstaði, sem hann hafi verið fylgdarmaður Jónasar, en það var hann alls ekki og sýnir ókunugleik sinn með því að segja, að Jónas hafi siglt með skipi frá Akureyri, en hann tók sér far frá Eskifiröi eins og alkunnugt er. Skal í þessu sam- bandi ekki farið lengra út í þá sálma, enda mætti það sem hér er bent á, nægja til að vara þá er með rétt mál vilja fara, við (Framh. á 4. síðu) sem framkvæmt hefir verið af verðlagsnefnd að undanförnu, sé algerlega gallalaust. Mér er pað fyllilega ljóst, að svo er ekki. Meðal annars álít ég, að sumir þeir álagningartaxtar, sem settir hafa verið, ættu að vera öðruvísi en þeir eru. En 3að verða allir að skilja, að styrjaldar- og hallæris- eða neyðarráðstafanir geta ekki falið í sér alla kosti athafna- frelsis og þæginda, sem menn njóta á friðar- og góðæristím- um, og samt geta fyrrnefndar ráðstafanir verið alveg óum- flýjanlegar. Það getur t. d. enginn verið í vafa um það, að rétt sé að byrgja ljósin í Lon- don, þegar loftárás er yfirvof- andi, og samt veldur það mikl- um óþægindum fyrir fjölda manna, að slíkt skuli gert. En árangurinn af cllum slíkum ráðstöfunum, sem hér um ræð- ir, er fyrst og fremst kominn undir þegnskap þeirra, sem við ráðstafanirnar eiga að búa. Ég hefi áður skýrt frá því op- inberlega, að ég væri sannfærð- ur um, að mikill ávinningur hefði þegar orðið af starfi verð- lagsnefndar fyrir almenning i landinu, og styðst ég þar við ýms gögn og upplýsingar. Sendið oss kópaskinn yðar og lambskinn — Vér kaupum pau hæsla verði. — M A G N I H. F., Reykjavík. astiiðinn vetur vart við sig á Tjörnesi og í Kelduhverfi. í samráði við héraðsbúa ákvað mæðiveikinefnd að leggja 70 kílómetra langa girðingu milli Skjálfandafljóts og Jökulsár og norðan Mývatns, því aö eigi var vitað, að hún væri komin í Mývatnssveit né Bárðardal. Var girðingin fullger í júlí- mánuði og varzla hafin við Skjálfandafljót og Jökulsá og girðing sett við Jökulsá, þar sem mest þótti hætta á, að fé færi yfir ána. í haust kom veikin svo upp á einum bæ i Bárðardal og tveim í Mývatnssveit og leikur grunur á fleirum. Þegar svo var komið, var ákveðið að gera tvær girð- ingar, aðra í Mývatnssveit og hina í Bárðardal, til að hindra útbreiðslu veikinnar, því ekki Ég ; þótti gerlegt að leggja út i nið- skal t. d. skýra frá því hér, að gamall kaupmaður utan Reykjavíkur, sem tók þátt í verzlun hér á landi á heims- styrjaldarárunum 1914—1918, skýröi mér frá því, að allskonar brask og spákaupmennska með aðíluttar vörur, heföi þá verið ólíkt meiri en nú. Kaupmaður- inn sagði mér sem dæmi um þetta, að hann hefði til þess tíma verið algerlega eignalaus maður. En svo hefði hann af tilviljun átt 400 smál. af salti, sem kostaði hann innan við 100 kr. smál., og þetta salt seldi hann til annars kaupstaðar, þar sem saltekla var, fyrir 450 kr. smál. Gróðinn nam um 150 þús. kr„ og var fyrsti höfuð- stóll, sem maðurinn eignaðist. Um svona tækifærisgróða í verzlun kvaðst kaupmaðurinn ekki vita nú, og áleit, að það væri eingöngu verðeftirlitið, sem hefði komið í veg fyrir slíkt. Ég gæti nefnt fleiri um- mæli verzlunarmanna, sem tóku þátt í verzlun í fyrri heimsstyrjöld, sem hníga í sömu átt, en ég læt þetta nægja að sinni. Guðjón F. Teitsson. Fjárpestirnar (Framh. af 1. síðu) í september í haust varð kunnugt, að veikin var komin austur yfir Blöndu, sunnan Vatnsskarðsgirðingar. Það svæði var áður ósýkt, þótt vörð- ur væri hafður til vara við Hér- aðsvötn. Veikin kom upp í Syðra-Tungukoti i Biöndudal, og líkindi til að hún sé þar einnig á öðrum bæjum í ná- grenninu. Er nú verið að girða lönd nokkurra jarða í Blöndu- dal, þar sem líklegast þykir, að veikin sé búin að ná festu. Þó er ekki sé vert að gera sér of góð- ar vonir um að unnt verði að"' forða þvi, að hún breiðist út austur að Héraðsvötnum. í ráði hafði verið að reisa 70 kíló- metra langa girðingu meðfram Blöndu og var byrjað á þvi, en við það verk var hætt af þess- um sökum. Hins vegar verða varnirnar við Héraðsvötnin gerðar sem öruggastar, Til þess að tryggja það sem bezt, að veikin berist ekki til Vestíjarða, var í sumar tvöföld- uð girðing sú, er liggur milll Steingrímsfjarðar og Þorska- fjarðar. Fyrir nokkrum árum var til- raun gerð með fjárskipti á nokkrum bæjum í Heggsstaða- nesi í Húnavatnssýslu. Var nesið girt og hinu sjúka fé lóg- að. Sama haust var fé keypt austur í Norður-Þingeyjarsýslu og flutt vestur. Hefir árangur- inn af þessari tilraun orðið sá, að fé það, sem að var flutt, er alheilbrigt, að því er bezt er vitað. Þingeyska mæðiveikin. Nú er og verið að gera ráð- stafanir til þess að hindra út- breiðslu þingeysku mæðiveik- innar, sem svo er nefnd. Kom hún fyrst upp í Reykjadal og Aðaldal, eins og lesendum Tím- ans er kunnugt, og breiddist út um þær sveitir og gerði slð- urskurð á bæjum þessum. Um göngur í haust sýndi það sig, að sauðfjárveiki þessi var komin í fé í Hriflu, sem er vestan Sjálf- andafljóts. Þess má geta, að bóndinn í Hriflu flutti með fé sitt úr Reykjadal vestur fyrir fljótið fyrir þrem árum. Var strax ákveðið að farga öllu sauðfé á þessum bæ og er ætl- unin, að framkvæma niður- skurð á 'þeim bæjum, sem veik- in kynni að koma upp á vestan Skjálfandafljóts og austan Jök- ulsár á Fjöllum, en tryggja jafnframt sem bezt varnir með- fram vatnsföllum þessum. Til að fylgjast sem bezt með heilsu- fari sauðfjárins meðfram Skjálfandafljóti að vestan og Jökulsá að austan, verða end- urteknar rannsóknir á fé fram- kvæmdar á komandi vetri. í Reykjadal var fjárpest þessi orðin svo skæð, að ákveðinn var niðurskurður og fjárskipti þar í haust. Voru fjárskiptin framkvæmd samkvæmt lögum frá 9. júlí þetta ár. Alls var fargað um 5 þús. fjár og keypt í staðinn rúmlega 3 þús. lömb af ósýktum svæðum, úr hrepp- um vestan til í Þingeyj arsýslu og tveim hreppum austast í Eyjafjarðarsýslu. Girðing var gerð úr Skjálfandafljóti milli Aöaldals og Reykjadals til að einangra fjárskiptasvæðið. Er hún um 30 km. að lengd og liggur frá Skjálfandafljóti austur í Laxá og þaðan austur í Gæsafjöll, og liggur þar í girðingu þá er áður var nefnd, sem afmarkar svæðið að sunn- an. Heppnist vel með þessi fjár- skipti og takist að koma í veg fyrir að veikin berist yfir vatnsföllin, hefir komiö til mála að halda áfram fjárskiptum á svæðinu milli Skjálfandafljóts og Jökulsár og reyna þannig að útrýma veikinni með öllu. Lögtak. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að midaiigeiigmisn úrskurði verða lögtök láfiu fram fara á kostnað gjaldenda en ábyrgð rík- issjóSs, a3S átta dögum Uðiiiini frá liirtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldnm gjöld- urn: Tekju- og eignarskatti, skattauka á hann, stríðsgróðaskatti, fasteignaskatti, lestagjaldi, liundaskatti, lífeyrissjóðsgjöldum og náms- bókagjöldum, sem féllu í gjalddaga á mann- falsþingi 1941, gjöldum til kirkju-, sóknar og leáskóla, sem féllu í gjalddaga 31. deséntber 1940, kirkjugarðsgjaldi, sein féll í gjalddaga 15. júlí 1941, vitagjölduiu fyrir árið 1941, svo og bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða, sem ■* 'J' 'eem.rr féllu I gjalddaga 1. júli 1941. ILögmaðurinn I Heykjavík, 17. okt. 1941. Björn Þórðar^on. Tilkynuiiig frá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda. Fisksölusambandið vill brýna fyrir félags- inönnum sínum, að nauðsynlegt er að |»eir kaupi nægilega suemma salt j»að, er gieir áætla að þeir þurfi á næstkomandi vertíð. Álítur Fisksölusambandið, að eigi sé hyggi- legt að fresta slíkum kaupum þar til vertíð er byrjuð. Fisksölusambandið mun aðstoða félags- rneiin I þessu efni, ef þeir óska. SÖFFSAMfilAND . ISLEIVZKRA FISKFSlAMLEIÖEAOA. 228 Victor Huga: Esmeralda 225 hrapaði til jarðar, stóllinn og köttur- inn. Fólkið veinaði og öskraði. Sennilega hefði Pétur Gringoire lent í hörðu við grannkonuna, sem lánaði honum köttinn, ef hann hefði séð sér leik á borði i allri ringulreiðinni og forðað sér inn í kirkj.una. Reyndar var það Claude Frolle, sem hafði skipað honum að koma með sér. Skuggsýnt var 1 mannlausri dóm- kirkjunni. í hliðargöngunum var svartamyrkur og lamparnir í hvelfing- unum voru eins og daufar stjörnur á dökkum himni. Þegar þeir höfðu gengið spölkorn inn í kirkjuna, hallaði erkidjákninn sér upp að súlu og leit hvasst á Gringo- ire. En það var ekki þetta augnaráð, sem Gringoire óttaðist, þótt hann blygðað- ist sín fyrir það, að jafn æruverðugur og hámenntaður maður skyldi koma að sér í þessu loddaragerfi. Enginn háðssvipur var á Claude Frollo. Hann var alvarlegur og augna- tillitið ísmeygilegt. Erkidjákninn rauf þögnina. „Komdu hingað, Pétur. Þú þarft ýmislegt að segja mér. Hvers vegna hefir þú ekki sézt í tvo mánuði, og hvers vegna finnst þú svo aftur úti á torgi, og það í þessum líka búningi, una. Á klefanum var aðeins einn gluggi, og sá gluggi sneri ekki út að torginu. Claude Frollo stakk lyklinum í vasa sinn í skyndi og að andartaki liðnu var hann kominn upp á turninn, eins og áður er sagt. Þar stóð hann, alvarlegur, hreyfing- arlaus og þungt hugsi. Fyrir neðan hann lá Parísarborg með þúsundir rismynd- aðra hússtafna, með hæðir sínar og fljót, sem liðaöist undir brýrnar, með ibúa sína í óslitinni þvögu um allar gctur, með reykjarmekki sína og húsþök i löngum röðum til allra átta frá kirkj- unni. En í þessari borg sá erkidjákninn aðeins einn blett á torginu, í mann- þrönginni aðeins eina manneskju: Tat- arastúlkuna. En það væri ógerlegt að lýsa augna- ráði hans. Það var hvasst og speglaði þó óró og æsingu. En hann stóð hreyfing- arlaus og þrýsti olbogunum að mar- marariðinu og á vörum hans var stirðn- að bros, svo að manni gat dottið í hug, að ekkert annað en augun væri lifandi. Tatarastúlkan dansaði, lét bumbuna vega 'salt á fingri sér og kastaöi henni upp í loftið. Hún steig dansinn létt og glöð og fann ekki þunga augnaráðsins, sem á henni hvíldi. Fólk hópaðist utan um hana. Öðru hvoru stjakaði maður í gulum og rauð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.