Tíminn - 21.10.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.10.1941, Blaðsíða 4
420 TÍMINN, þriSjudagiim 21. okt. 1941 105. blað fR BÆNUM Framsóknarskemmtunin. Pramsóknarskemmtunin verður í kvöld í Oddfellowhöllinni kl. 8,45. Skemmtunin hefst með framsóknarvist eins og venjulega. Síðan verða haldnar ræður og sungið og að lokum dansað. Pólk er áminnt um að mæta stund- víslega. Aðgöngumiðar eru seldir á af- greiðslu Tímans til kl. 6 e. h. Vissara er að tryggja sér miða í tíma, því að aðsókn er mikil. Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu á nýju leikrlti, „Á flótta“ síðastl. sunnudagskvöld. Höfundur þess, Robert Ardrey, er am- erískur. Efni þess er athyglisvert og meðferð leikendanna yfirleit góð. Að- alhlutverkið leíkur Lárus Pálsson og tekst honum mjög vel. Þetta er leikrit, sem ástæða er til að mæla með. Skotæfmgar. „Ameríski herinn tilkynnir, að skot- æfingar muni verða haldnar kl. 8,00 árdegis dagana 22. og 24. október hjá Geithálsi. Skotið verður í austurátt fyrir norðan veginn frá Geithálsi til Sandskeiðs". Háskólafyrirlestrar. Mr. Jackson flytur annað kvöld kl. 8,15 í -I. kennslustofu Háskólans um Brezka útvarpið og starfsemi þess. Næsta þriðjudag á sama tíma flytur hann l'yrirlestur er nefnist: Útvarps- kennsla. Síðan verða fyrirlestramir hálfs mánaðarlega í vetur. Innbrot. í fyrrinótt voru gerðar tilraunir til innbrots í fjórar verzlanir hér I bæn- um. Á eínum stað var stolið nokkru af vefnaðarvöru og gluggatjöldum. Málin eru í rannsókn hjá rannsóknar- lögreglunni. Ölvun. Um helgina bar nokkuð á að menn væru ölvaðir hér í bænum. Aðfaranótt sunnudagsins og mánudagsins voru alls 35 menn teknir úr umferð og voru margir þeirra útlendingar. Plestir ís- lendinganna, sem voru teknir, höfðu fengið vín hjá útlendingum, en sumir liöfðu drukkið ýmsa ólyfjan, svo sem: Pólitúr og kvistalakk eða hóstadropa. Á laugardagskvöldið voru 3 Kínverjar teknir fastir á Hótel Heklu, grunaðir um að hafa selt vín. Þessi mál eru öll í rannsókn. Líkrek. Á laugardaginn var fundu drengir, sem voru að leika sér í fjörunni við Grandagarð, lík rekið. Var það mjög illa til reika. Meðal annars vantaði á það alla útlimi. Rannsókn hefir farið fram í þessu máli og benda allar líkur tll, að þette Vik sé af Páli Benjamíns- syni kaupmanni frá Páskrúðsfirði, en hann hvarf mjög skyndilega, er hann var gestkomandi hér í bænum síðast- liðið vor. Snjór. Undanfamar nætur hefir snjóað mikið í fjöll hér í nágrenninu. Eru þau orðin hvit ofan í miðjar hlíðar. Norð- anlands hefir einnig snjóað töluvert. Þó munu áætlunarbifreiðar ganga ennþá til Akureyrar. Þessi vísa var kveðin, þegar þýzk-rússneska styrjöldin hófst: Lifna tekur lýðræðið, léttir af Englum vandanum, . því andskotinn með allt sitt lið er að berja á fjandanum. Hitaveitan. Þessa dagana er verið að ganga end- anlega frá pípulagningu í tvær götur í miðbænum. Eru það Kirkjustræti frá Dómkirkjunni að Tjarnargötu og Thor- valdsensstræti. í þessar götur eru not- aðar pípur, sem komu með skipi frá Danmörku áður en Þjóðverjar hemámu landið. í surnar hefir lítilsháttar verið unnið að hitaveitunnl, og hefir það aðallega verið steypuvinna. Meðal ann- ars var steypt dælustöð fyrir bæinn á Öskjuhlíð og unnið að því að fullgera vatnsgeymana þar. Prekari fram- kvæmdir stranda á þvl, að engar pípur eru til, en annarri undirbúningsvinnu fyrir pípulagninguna er nú að mestu lokið. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungírú Ásdís Steinþórsdóttir og Guðmundur Pálsson skólastjóri á Djúpavogi. Hjónaefni. Nýlega hafa birt trúlofun sína ung- frú Heiðveig Guðlaugsdóttir, Höfn í Hornafirði, og Helgi Guðmundsson bif- reiðarstjóri á Hoffelli. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Valgerður Stefánsdóttir og Að- alsteinn Gunnarsson stöðvarstjóri á Krossum í Eyjafirði. Frá Bálfararfél. íslands. Fyrirhugað er að reisa bálstofu hér í höfuðstaðnum á næstunni, svo fram- arlega sem byggingarefni fæst. Vonast Bálfarafélagið eftir að efnamenn og aðrir, sem vilja styðja þetta málefni, leggi fram það fé, er til vantar, svo að bálstofan komist upp sem fyrst. Fyrst um sinn annast Edinburgh Cremato- rium líkbrennslu hérlendra manna, fyrir milligöngu Bálfarafélags íslands, þangað til hægt verður að framkvæma þá athöfn hér á landi. Myndasýning. Þessa dagana sýnir Arreboe Clausen nokkur falleg málverk eftir sig í sýn- ingarglugga Gefjunnar í Aðalstræti. Frá skrifstofu ríkisstjóra. Á fundi ríkisráðs 9. okt. skipaði rík- isstjóri Skarphéðin Þorkelsson lækni í Hesteyrarhérað frá 1. október 1941, og veittl dr. Ólafi Daníelssyni lausn frá embætti frá 1. október 1941. Tilræði við konu. Á mánudagskvöldið í síðustu viku réðst hermaður inn um glugga á kjall- araibúð hér í bænum og gerði tilraun til að beita konu ofbeldi, sem þar var. Réðst hann á hana og brá dulu fyrir andlit hennar, svo að hún gæti ekki kallaö á hjálp. Konunni tókst þá að gera fólki, sem var í næsta herbergi aðvart. Kom það þegar í stað á vett- vang, en tilræðismaðurinn lagði á flótta, og hafði ekki tekizt að hand- sama hann, síðast er blaðið frétti. Leiðrétting. Höfundur greinarinnar „Athuga- semd“, sem birtist í seinasta fimmtu- dagsblaði Tímans, er Þorlákur Mar- teinsson, Veigastöðum. Hafði nafn og heimilisfang misprentazt undir grein- inni. Bæjarbruni. (Framh. af 1. siðu) manneskjur aðrar. Tókst bónd- anum eftir nokkra stund að vekja þetta fólk. En uppgang- an í loftið var þó orðin svo brunnin, að ógjörningur reynd- ist að komast þar niður. Var því einasta bjcrgunarleiðin út um glugga á stafni hússins og þar bjargaðist fólkið út með mikl- um erfiðleikum. Næst var horf- ið að því að bjarga gripunum úr fjósinu, en heyhlaða, sem var áföst við það, stóð í björtu báli. Tókst að bjarga kúnum, en hænsni, sem voru þar einnig, voru köfnuð af reyk áður en fólk kom í fjósið. Eftir nokkra stund komu menn af næstu bæjum. Var þegar hafizt handa um að bjarga innanstokksmun- um, en það reyndist ómögulegt. En talið er að um einu kýr- fóðri hafi verið bjargað af töðu úr fjóshlöðunni. Bærinn var ný- legt timburhús og vátryggður A víðavangi. (Framh. af 1. síSu) máli Halldórs Kiljans. Útgáfu- stjóri þeirra var búinn að til- kynna í Vísi 9. þ. m., að hefja ætti „nýja útgáfu íslendinga- sagna á nútímamáli" og „hefst þessi útgáfa á Laxdælu og er hún UMSKRIFUÐ af Halldóri Kiljan Laxness.“ Ennfremur segir í þessari tilkynningu: „Mun mörgum hér finnast vera ráðizt í nýstárlegt — en e. t. v. nokkuð djarft — fyrirtæki, einkum þeim, sem ekki hafa getað sætt sig við, að hróflað sé við gömlum verðmætum“. — Eftir að Jónas Jónsson hafði mótmælt slíkri meðferð íslend- ingasagnanna hér í blaðinu og kommúnistar höfðu fundið and- úð fjclda mætra manna, sáu þeir sitt óvænna og tilkynntu, að þeir ætluðu ekki að „um- skrifa“ sögurnar, heldur aðeins að taka upp hina lögboðnu stafsetningu! Leiða þeir Arnór Sigurjónsson sem sannleiks- vitni og er hann látinn segja, að hann telji ekki annan mak- legri tii að koma lögskipaðri stafsetningu á íslendingasög- urnar en Kiljan! Er þetta í samræmi við annað hjá Arnóri, því að enginn hefir meira mis- boðið þeirri stafsetningu en Kiljan. En hvað, sem verður úr þessu fy.rirhugaða tilræði kom- múnista við íslendingasögurn- ar, hefir það samt sýnt nauð- syn þess, að fornritunum verði veitt sú vernd, er J. J. gerði tillcgu um í grein sinni. Erlendar fréttir. (Framh. af 1. síðu) tes í Frakklandi í fyrrkvöld. Tiiræðismennirnir sluppu. Tíu menn miðu bana og ellefu særðust í árás þýzka kafbáts- ins á ameríska tundurspillirinn Kearney. Hull utanríkismála- ráðherra hefir lýst yfir því, að atburði þessum verði ekki mót- mælt í Berlín, því að slíkt væri þýðingarlaust, er alþjóðlegir glæpamenn ættu hlut að máli. Það yrði að svara á annan hátt. Bandaríkjamenn hafa nýlega tekið leynilega sendistöð í Grænlandi. Tveir menn höfðu stöðina. Þeir voru handsamað- ir. Einnig náðist í skip, sem var að flytja vistir til þeirra. MjólkurSramleiðslan (Framh. af 2. síSu) flýja á náðir Bretans í bæjun- um eða með taumlausu kappi um hátt kaup í peningum, heldur verður að yrkja jörðina til að fá hana, og annazt síðan búpeninginn. — Það eru verk, sem eru engu minni nauðsyn neytendum en framleiðendum, og þjóðin mun æ betur finna að ekki mega niður falla, hvað sem öllum peningum líður. fyrir 2300 krónum. Allt annað var óvátryggt. Bóndinn á Skarði er ungur maður og heitir Jón Bjarnason. Athugasemd í 103 tbl. Timans gerir Þorv. Marteinsson, Veigustcðum, tvær athugasemdir við smágrein, sem ég ritaði gangnasunnudaginn, og birtist í 95 tbl. Tímans. Nú er það svo, að ég þekki engan Þorv. Marteinsson á Veigustöðum, heldur Þórlák Marteinsson, og ætla ég, að hér hafi prentvillupúkinn breytt handriti Þorláks í hans eigin nafni. En á þannig löguðum grikk prentvillupúkans er önn- ur athugasemd Þorláks byggð. í handriti mínu stóð: Norðaust- urlandi, en ekki Norðurlandi, því að það var á því svæði lands- ins, sem 5 vikna óþurrkinn gerði, sem kallað er Norðaustur- land, en ekki á öllu Norður- landi. Daglega má segja, að handabrögð prentvillupúkans sjáist í blöðunum, og er því miður sjaldan hirt um að leið- rétta fingraför hans, og viður- kenna verð ég, að ég nenni því ekki, þegar það ekki er gert af prófarkalesara, og kemur ekki fyrir mín augu, fyr en að blaði fullprentuðu. Viðvíkjandi þvi, sem Þorlák- ur segir um vænleika fjárins í haust, skal ég upplýsa, að fyrir Akureyri, Svalbarðseyri og Húsavík, en á þeim stöðum öll- um er slátrun nú svo til lokið, lítur samanburður á vænleika dilkanna síðustu árin þannig út: 1938 1939 1940 1941 Akureyri 14,07 14,98 13,93 13,06 Svalbarðseyri 14,74 15,93 14,50 13,82 Húsavík 15,12 16,27 14,26 14,81 Viðvíkjandi þessum þunga- samanburði verður að geta þess, að á Húsavík eru tölur áranna sambærilegar, en aftur er 1941 nýrmör ekki veginn inn með skrokkunum frá Akureyri og Svalbarðseyri, en það var gert hin árin öll. Og þegar þess er gætt, minnkar vænleikamunur- inn milli ársins í ár og ársins í fyrra verulega. Þorláki finnst ég gleyma vetr- inum 1935—36, þegar ég fer aft- ur til 1920, þá nefni ég harðan vetur á landi hér. En vel mundi ég þann vetur, er Þorlákur nefnir, enda of mikið riðinn við að bjarga yfir hann með útveg- un fóðurbætis, til þess að það geti gleymzt, meðan enn er ver- ið að eiga við skuldir þær, er söfnuðust fyrir fóðurbætiskaup. En því nefni ég hann ekki, að hann var einungis harðúr á hluta af Norðurlandi og Aust- urlandi, en ekki yfir landið allt eins og 1920 var. En vel skil ég það, að menn, sem báðir vet- urnir voru harðir á, muni bet- ur þann, er síðar kom og skemmra er síðan að leið. Annars skrifaði ég grein þessa aðallega til að leiðrétta nafn greinarhöfundarins, því ég veit, að honum þykir svo vænt um það, að hann vill láta þaö standa rétt á prenti. Páll Zóphóníasson. Á krossgötum (Framh. af 1. slSu) með neinni vissu, en meðalþungi dilka, sem slátrað var á Kópaskerl, reyndlst um 1,3 kg hærrl en í fyrra. Vegna fjár- sýki í Kelduhverfi varð að skera niður mest allt sauðfé af 3—4 heimilum. Lofa má mann (Framh. af 3. síSu) því, að leggja of mikinn trún- að á sögusagnir ómerkra manna, þótt vel láti í eyrum þeirra, er jafnan klæir illt að heyra. Meira. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykfavíkur NIT0UCHE Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 1 dag. Getur hvltasykur komlð I stað ávaxta? Lesið „Sannleikann um hvita- sykurinn". Fæst hjá bóksölum og hjá HIRTI HANSSYNI, Bankastr. 11, Reykjavík. 226 . Victor Hugo: um búningi þeim nærgöngulustu frá dansmeynni og settist að því búnu á stól rétt hjá henni og lagði höfuð geit- arinnar í kjöltu sína. Þessi maður virtist vera fylgdar- sveinn Tatarastúlkunnar. Claude Frollo gat ekki séð framan í hann, þarna of- an úr turninum. Eftir að erkidjákninn hafði komlð auga á þennan ókunna mann, beinti hann athygli sinni jafnt að honum og dansmeynni. Hann varð æ þyngri á svip. Skyndilega rétti hann úr sér og hrollur fór um allan líkama hans. — Hvaða fjandans maður er þetta? tautaði hann i skegg sér. Hún hefir alltaf verið ein. Nú þræddi hann niður snúna stig- ann, en þegar hann fór fram klefa hringjarans, sá hann enn það, sem vakti undrun hans. Klefadyrnar stóðu opnar. Kvasimodo lá úti í glugganum og starði niður á torgið, eins og hann sjálfur hafði gert. Hann var 1 svo þungum þönkum, að hann veittí fóstra sínum enga athygli. Augnaráð hans var undarlegt: Það var milt og fagn- aðarríkt. — Hvað kemur til, hugsaði Claude Frollo. Ætli það sé Tatarastelpan, sem hann er að horfa á? Esineralda 227 Hinn áhyggjufulli djákni hélt leiðar sinnar, og að nokkrum mínútum liðn- um gekk hann út um neðstu dyrnar á turnstöplinum og út á torgið. — Hvað ætli sé orðið af Tatarastelp- unni? sagði hann og ruddist inn í mannþvöguna, sem bumbuslátturinn hafði seitt að sér. — Ég veit það ekki, sagði einhver nærstaddur. Hún er horfin. Ég held, að hún sé farin að dansa í húsinu þarna hinum megin. Það var kallað á hana þaðan. Þar sem Tatarastúlkan hafði dansað, sá hann nú aðeins manninn í gulu og rauðu fctunum. Hann sníkti sér skild- inga með þvi að þramma fram og aft- ur í hringnum með olbogana á síðun- um og höfuðið reigt aftur á bak og bera stól sinn í munninum. Andlitið var blóðrautt og hálsinn þrútinn. Á stólinn hafði hann bundið kött, sem einhver grannkonan hafði lánað hon- um. — Guð minn góður, sagði erkidjákn- inn, þegar loddarinn rogaðist renn- sveittur fram hjá honum með stólinn og köttinn. Hvað hefir Pétur Gringo- ire nú tekið sér fyrir hendur? Hörkuleg rödd erkidjáknans hafði slík áhrif á vesalings manninn, að hann missti jafnvægið, og hvorttveggja -GAMLA BlÓ ■ COIVGO MAISIE með ANN SOTHERN og JOHN CARROL Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 31/2—6V2: Svlftur málflutn- ingsleyfl. Amer. leynilögreglumynd. Börn fá ekki aðgang. -NÝJA BÍÓ. tFlfurinn á njósnaraveiðum! (The Lone Wolf Spy Hunt) Spennandi njósnaramynd. Aðalhutverkin leika: WARREN WILLIAM og IDA LUPINO. Börn fá ekki aðgang Sýnd kl. 5, 7 og 9 Lækkað verð kl. 5. Auglýsing um verðlagsákvæði Verölagsnefnd heflr samkvæiut heimild i iögum nr. 118, 2. júlí 1940, ákveðið liámarks- álagningu á saumavélar svo sem hér segir: 1 heildsölu ...................... 15% I smásölu: a) E>egar keypt er af innlendum heildsöluhirgðum ............. 25 % b) Þegar keypt er beint fl*á útlöndum 35% Þetta birtist hérmeð öllum þeim, sem það varðar. Viðskíplamálaráðunsytíð 20. okt. 1941 Unflínga vantar til að bera út TÍMANN til kaupenda x Austur- bænum og- Miðbænum The World’s News Seen Through THE Christian Science Monitor 4 An International Daily Newspaper is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Tiinely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideai Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Sacurday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cencs. Nmn*-------------------------------------------- AMr+ SAMPLE COPY ON REQUEST (rá Njöfn Allt Hreinlætisvörur frá SJÖFN mæla með sér sjálfar — Þær munu spara yð- ur mikið ómak við hreingerningarnar O P A L RÆSTIDUFT Krystalsápu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.