Tíminn - 24.10.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKHXTRINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simar 3948 og 3720. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Líndargötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. 25. ár. Reykjavik, föstndagiim 24. okt. 1941 107. blað Hermann Jónasson forsætlsráðherra Lausnarbeiðní ríkísstjórnarinnar Saiiivimiiislitiii Blöð Sjálfstæðisflokksins, Vís- ir og Morgunblaðið, hafa látið í ljós undrun sína yfir því, að ég skuli hafa beðizt lausnar fyrir ríkisstjórnina, og telja blöðin það bera vott um mikið ábyrgð- arleysi. Ræða þau með mörgum fögrum orðum um, hve þjóð- stjórnarsamvinnan sé nauðsyn- leg, og hve hættulegt það sé, að samvinnan skuli hafa rofnað. Það er jafnvel gefið í skyn, að ég hafi verið orðinn leiður á samstarfinu og gripið fyrsta tækifæri sem gafst, til þess að slíta því. Undanfarnar vikur og mánuði hefir sannast að segja ltveðið við annan tón í þessum blöðum. Ég hefi nýlega þurft að skrifa langa grein til að hnekkja ekki færri en sex árásarefnum þeirra, og tók ég þó ekki nema þau veigamestu. Þá mun flestum í fersku minni forystugrein í Vísi 7. þ. m., er endar á þessum orð- um: Sjálfstæðismenn eru orðnir leiðir á spilamennskunni. Þeir vilja „fair play“. Að öðrum kosti hafa margir þeirra ekk- ert á móti því að standa upp, leggja spilin á borðið og þakka fyrir sig.“ Mönnum er einnig í fersku minni grein, sem birtist í sama blaði 22. ágúst s. 1., um að raun- verulega væri utanríkismála- ráðherrann, Stefán Jóh. Stef- ánsson, algjörlega óþarfur í stjórnarsamvinnunni og ætti að hverfa þaðan. Flokkur hans væri gjörsamlega fylgislaus, og að það væri að.eins til bóta að þessi ráð- herra færi úr stjórninni. En ég mun ekki ræða þetta at- riði sérstaklega, heldur vil ég gera grein fyrir því, að það er ekki nein augnabliksákvörðun, sem veldur því, að ég hefi nú beðizt lausnar. Ástæðan fyrir lausnarbeiðninni er sú, að ég treysti mér ekki til þess að bera ábyrgð á því aðgerðarleysi í dýr- tíðarmálunum, og þeirri stefnu, sem auðsætt er að ráða mun í þeim málum um skeið. Umræðnr nm niálíð á síðasta Alþingl. Þegar dýrtíðarmálið var til umræðu á síðasta alþingi, komst ég m. a. svo að orði: „Viff stigum æðistórt skref í áttina til verðbólgunnar þegar ákveffiff var, aff kaup- gjald allt skyldi hækka í fullu samræmi viff vísitöluna. Og þó aff fjöldi manna álíti, aff það hafi verið gert fyrir verkalýffinn í þessu landi, þá segi ég fyrir mitt leyti, aff ég er ekki einn þeirra manna, sem fylgdu því. Þaff er kannske vinsælt að hafa fylgt þeirri ráffstöfun, en ég hefði komið í veg fyrir hana, ef ég hefffi haft möguleika á því. Þessi yfirlýsing má gjarnan standa hér í þingtíffindum, af þeirri einföldu ástæffu, að þessi ráffstöfun er eitt fyrsta og stærsta skrefiff í þá átt aff koma því ólagi á okkar fjármál, sem þau eru nú í, og a. m. k. vita sumir af ráffherr- unum þaff, aff ég taldi þessa ráffstöfun svo alvarlcga og stefna öllu f jármálalífi í land- inu út í þaff öngþveiti, aff ég hefi aldrei veriff í meiri vafa en þá, hvort ég ætti aff vera áfram í ríkisstjórn.“ Ég minntist þá jafnframt á það, að mér væri ekki kunnugt um að í nokkru landi hefði þessi leið verið farin, og að ég gæti ekki betur séð en að stefnt væri út í fullkomnar ógöngur. Til þess að koma í veg fyrir slíkt, væri nauðsynlegt að gera öflugar gagnráðstafanir. Ályktunarorð mín voru þessi: „Slík stefna myndar sjúkt ástand í fjármálalífi hvers lands, nema öflugar gagnráff- stafanir séu gerffar, sem viff höfum ekki þrek effa þol til aff gera.“ Það var vitað mál, að um síð- ustu áramót varð þessu ekki af- stýrt, því að Alþýðublaðið og Morgunblaðið höfðu lýst. yfir því, að eina réttlætið í kaupgjalds- málunum væri að kaup hækkaði í fullu samræmi við hækkun vísitölunnar. Eins og ég sagði í þeirri ræðu, sem ég hefi vitnað til, taldi ég svo auðsætt að sjúkt fjármálaástand myndi skapast, að ég var um skeið ákveðinn í því að biðjast lausnar fyrir þá sök, að ég treysti mér ekki til þess að bera ábyrgð á afleiðing- um þessarar stefnu, þótt niður- staðan yrði ekki sú að ég færi frá, og komu þar til greina atvik, sem ég tel ekki ástæðu til að skýra frá hér. Heimildarlögfn. Eins og menn minnast, beitti Framsóknarflokkurinn sér fyrir því á síðasta Alþingi, að ríkis- stjórninni væri veitt heimild til þess að vinna gegn dýrtíðinni. Þessi heimildarlög voru mjög úr lagi færð frá því, sem Fram- sóknarmenn lögðu til í upphafi, og vann Alþýðuflokkurinn að því ásamt Sjálfstæðisflokknum. — Framsóknarflokkurinn lýsti þá yfir því, að hann vildi enn ekki gera þetta að samvinnuslitum, og tók á móti afgreiðslu dýrtíð- arlaganna, þótt gölluð væru, í þeirri von, að samkomulag næð- ist í ríkisstjórninni um fram- kvæmd málsins. En jafnframt tók ég það fram, undir umræð- unum um þetta mál, að ef ekki yrði unnt að ná samkomulagi um málið í ríkisstjórninni, sem ég þó vænti fastlega að tækist, gæti svo farið að ekki yrði hjá því komizt að kalla þingið sam- an. Og ef einhver ráðherranna gæti ekki sætt sig við fram- kvæmd málsins, mætti búast við því, að hann segði af sér. — Ég nefni þetta til þess að sýna fram á, að ég hefi ávallt litið á þetta mál sem eitt af aðalvandamál- um þjóðstjórnarinnar, eitt af allra stærstu og erfiðustu verk- efnum hennar. Það hefir heldur aldrei valdið ágreiningi 1 flokk- unum, eða a. m. k. hefir það ekki komið fram í blöðum, að afkoma þjóðarinnar á næstu árum og jafnvel næstu áratugum, væri undir því komin, að viðunandi lausn fengist í dýrtíðarmálun- um. Ný tilraun til sam- komulags. Þegar samkomulag náðist ekki í ríkisstjórninni um framkvæmd heimildarlaganna og því var við borið, að ekki þýddi að leggja fram fjármuni til þess að halda niðri dýrtíðinni, vegna þess að vísitölufyrirkomulagið, eins og það var orðað, hefði stöðugt og áframhaldandi áhrif til hækk- unar, lagði Eysteinn Jónsson fram tillögu um það, að stöðva með lögum hækkun kaupgjalds og verðlags, og er sú lausn nú kunn orðin af frumvarpi því, er birt hefir verið. Ráðherrar Sjálf- stæðismanna tóku þessari lausn mjög vel, og tjáðu sig samþykka henni. Morgunblaðið skýrði frá því, að tillögurnar væru samdar af allri ríkisstjórninni, en stíl- færðar af Eysteini Jónssyni, og hefðu þær verið ræddar í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins. — Þetta kemur heim við það, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skýrðu okkur frá því, að tillög- urnar hefðu fengið mjög góðar undirtektir í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins. Hins vegar var utanríkismálaráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson, tillögunum allt- af andvígur. Við, ráðherrar Framsóknar- flokksins, höfðum skýrt flokks- mönnum okkar frá því, að við teldum alveg víst, að Sjálfstæð- isflokkurinn væri tillögunum fylgjandi í aðalatriðum, og var þá öruggt að mikill meiri hluti þings myndi fallast á þær. Við álitum það svo miklu skipta, að hin öruggasta lausn, sem við töldum vera í dýrtíðarmálinu, næði fram að ganga, að þó að Alþýðuflokkurinn skærist úr leik, ætluðum við ekki að hika við að leysa málið í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn einan. Sannast að segja gat okkur ekki komið það til hugar, að Sjálf- stæðisflokkurinn legði á það nokkra megináherzlu, að þrír flokkar stæðu að þessari lausn, því að blöð Sjálfstæðisflokksins höfðu lengst af taliö Alþýðu- flokkinn raunverulega óþarfan þátttakanda í þjóðstjórninni, og krafizt þess mjög harkalega, að ráðherra hans viki úr sæti utan- ríkismálaráðherra. Það er ekki lengra síðan en 22. ágúst, eins og ég sagði áður, að samvinnan við Alþýðuflokkinn var af blöð- um Sjálfstæðisflokksins talin gjörsamlega gagnslaus. Aðstaða okkar Framsóknarmanna var undir þessum kringumstæðum ekki ósvipuð og árið 1938, þegar við komum lögunum um gerðar- dóm gegnum þingið. Við töldum það þá lifsnauðsyn fyrir þjóðina, að togaraútgerðin yrði ekki stöðvuð til lengdar. Við sáum að fjárhagslegt hrun var yfirvof- andi, og við gátum ekki, þótt við sæjum, að það kostaði sam- vinnuslit, hikað við að fylgja réttu máli. En af þessu má það vera auð- í blöðum Sjálfstæðisflokksins er nú því haldið fram, að flokk- urinn telji þjóðstjórnarsam- vinnuna ómissandi og vilji því gera sitt ítrasta til að hún hald- ist áfram. Lesendum blaðanna mun vafalaust koma þetta nýja við- horf Sj álfstæðisflokksins mjög á óvart. Bæði hafa blöð flokks- ins reynt seinustu mánuðina að finna hinar ólíkustu ástæður til að vekja deilur milli flokk- anna og þau hafa margoft lýst yfir því, að Stefán Jóhann ætti ekki að vera í ríkisstjórninni. Þá hafa þau hvað eftir annað lýst yfir því, að Sjálfstæðis- menn væru þreyttir á samvinn- unni og vildu hætta henni. Lítið sýnishorn af þessum skrifum íhaldsblaðanna fer hér á eftir. f ritstjórnargrein í Vísi 22. ágúst síðastl. sagði m. a, í for- ystugreininni (leiðaranum): „Úr því að Alþýðublaffiff ræff- ir sérstaklega um utanríkis- málaráffherrann, þarf ekki því aff leyna, aff Vísir telur hann óþarft fimmta hjól undir vagni, sem ríkisstjórninni sé enginn sérstakur stuffningur aff, jafn- vel þótt hann teldist sem vara- sætt, að það var ekki ætlun okk- ar Framsóknarmanna að stofna til samvinnuslita um málið. — Þvert á móti höfðum við ástæðu til þess að æ'tla, að lausn þess á Alþingi væri tryggð. En þá bregður svo við, þegar ráðherra Alþýðuflokksins lýsir því yfir aö lokum alveg afdráttarlaust, að ef þetta mál gangi fram, slíti hann samvinnunni og biðjist lausnar, að Sjálfstæðisflokkur- inn, sem fram til þessa hafði tali§ Alþýðuflokkinn þarflausan og gagnslausan í stjórnarsam- vinnunni, lýsir því yfir, að hann gæti ekki fallizt á að fylgja mál- inu, ef Alþýðuflokkurinn gerði það ekki líka. Þegar málið er borið upp á ráðherrafundi, og óskað eftir að frumvarpið sé gert að stjórnarfrumvarpi, lýsa bæði ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og ráðherra Alþýðuflokksins yfir því, að þeir séu málinu andvígir. Af þessu hygg ég að megi sjá, að hér er ekki um neina augna- bliksákvörðun að ræða hjá Framsóknarflokknum. Og ég held að það sé tæpast hægt að halda því fram með miklum rétti, að það sé eðlilegt, eftir þá baráttu, sem Framsóknarflokk- urinn hefir háð i þessu máli um langt skeið, — ítrekaðar sam- komulagstilraunir á Alþingi í fyrra, og í ríkisstjórninni í allt sumar, að hann verði nú sá, sem segir: Ég skal leggja allar minar tillögur og skoðanir í þessu stór- máli á hilluna og taka ábyrgð á ykkar lausn, til þess að ríkis- stjórnin geti setið áfram við völd. Sízt af öllu er hægt að ætl_ ast til þessarar afstöðu hjá Framsóknarflokknum, ef athug- aðar eru þær tillögur, sem nú eru bornar fram. llln nýja „lansn“. Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa að und- anförnu haft orð á því, að leysa (Framh. á 2. síSu) hjól. Hvar er flokkurinn aff baki hans? Hver er stuðningur- inn viff ríkisstjórnina, ef flokk- inn vantar og hvaða ástæða liggur til þess, aff fylgis- og flokkslausum manni er faliff aff gegna störfum utanríkismála- ráffherra, jafnvel þótt affrir ráffherrar annist þau að ekki óverulegu leyti?“ í Vísi 7. okt. síðastliðinn birt- ist forystugrein eftir Árna frá Múla, þar sem hann líkti þjóð- stjórnarsamvinnunni við spila- mennsku og fórust síðan orð á þessa leið: „Undanfarin misseri hefir veriff setiff lon og don, og þaff hefir jöfnum höndum verið spiluð Framsóknarvist og hjónasæng. En nú hefir Jónas komiff ár sinni þannig fyrir borð, aff nú er ekki spilaff nema uppáhaldsspilin hans: Lauma og fölsk vinátta. Sjálfstæðismenn eru farnir aff þreytast dálítiff á þessari spilamennsku. Lauma og fölsk vinátta hefir aldrei veriff þeirra spil. Þeir verða aff játa yfirburði mótspilarans í þessum sérgrein- um hans. Meira aff segja for- maður Sjálfstæðisflokksins, sem einna þaulsætnastur hefir ver- Samstarfi stjórnmála- flokkanna er lokið um stund. Framtíðin sker úr um það, hvort hér eftir verður fylgt fordæmi Breta um þjóðstjórn, eða fordæmi Ástralíumanna og Kanada- manna, þar sem sterkir flokkar eru í stjórnarand- stöðu og reyna að hafa örf- andi áhrif á hinar nauð- synlegustu stjórnarfram- kvæmdir. Báðar leiðirnar hafa sína kosti og ókosti, en það verður ekki nánar rakið hér. Samvinnuslitin hafa að von- um orðið til þess, að mörg ólík atriði og sjónarmið hefir borið á góma. Rétt þykir að víkja lít- ilsháttar að nokkrum þeirra. Átti stjóriiin að biðj- astlansnar? í öllum blöðum, sem um sam- vinnuslitin hafa rætt, kemur fram sú skoðun, að ríkisstjórn- in hafi ekki getað leyst dýrtið- armálin. Hún er búin að hafa það til meðferðar í rúmlega tvö ár, án þess að það sé nokkuð nær lausn sinni en upphaflega. í öllum lýðræðislöndum er það álitin stjórnarfarsleg og siðferðisleg skylda ríkisstjórna að biðjast lausnar, ef þær geta ekki leyst mál, sem þær hafa lofað að ráða til lykta, eða mál, sem hafa mikla þýðingu fyrir þjóðina. Með lausnarbeiðninni gefa þær þinginu tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn, sem kann að geta leyst málið. Það var því sjálfsögð skylda þjóðstjórnarinnar að biðjast lausnar — stjórnarfarsleg og siðferðisleg skylda hennar, þeg- ar ljóst var, að hún réði ekki við dýrtíðarmálið. Mikilsverðar upplýsingar. Það er því næsta sorglegt, iff, er búinn að fá sig fullsadd- ann. Sjálfstæffismenn eru orðnir leiðir á spilamennskunni. Þeir vilja „fair play“. Aff öffrum kosti hafa margir þeirra ekkert á móti því aff standa upp, leggja spiiin á borffiff og þakka fyrir sig.“ Nú skrifar sami Árni um það í Vísi, að þjóðstjórnarsamvinn- an eða „lauman“ og „falska vináttan“, sem hann ritaði um fyrir hálfum mánuði, sé óhjá- kvæmileg nauðsyn og það sé óverjandi ábyrgðarleysi að hætta þeirri „spilamennsku". Það má með sanni segja, að þar hafi fljótt skipast veður i lofti. Sjálfur formaður Sjálfstæð- isflokksins, Ólafur Thors, hefir lika t'il skamms tíma ekki talið þaö neina nauðsyn að hafa Al- þýðuflokkinn með í samvinn- unni. Þegar hann lagði niður matjessíldareinkasöluna í sum- ar, taldi hann það jafnvel bet- ur farið, ef Alþýðuflokkurimi snerist á móti ríkisstjórninni. í Mbl. 31. júlí síðastliðinn á- varpaði hann einn þingmann Alþýðuflokksins á þessa leið: „Og svo affeins eitt: Finnur er (Fravih. á 2. slðu) I að blöð stærsta stjórnmála- flokksins skuli ásaka forsætis- ráðherra fyrir að brjóta ekki þessa stjórnarfarslegu og sið- ferðislegu skyldu og sitja á- fram, vitandi það, að stjórn hans gat ekki leyst mesta vandamálið og að hún með þrá- setu sinni hindraði Alþingi í því að mynda nýja stjórn, er ef til vill gat ráðið fram úr mál- inu. En með þessum ásökunum í- haldsblaðanna upplýsist þetta tvennt: Sjálfstæðisflokkurinn er reiffubúinn á þessum miklu viff- sjártímum aff styffja stjórn, sem brýtur viffurkennda stjórnarfarslega og siffferffis- lega reglu meff því, aff hanga á- fram viff völd, þótt hún geti ekki ráffið fram úr mestu nauff- synjamálum þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki meiri áhuga fyrir lausn dýrtíffarmálsins en þaff, að hann er reiðubúinn til aff styffja ríkisstjórn, sem getur ekki leyst máliff, og ásakar affra flokka fyrir að vilja ekki fara eins aff. Þetta eru upplýsingar, sem þjóðin hlýtur að telja mikils- verðar. „Lansn“ Sjálfslaiðis- flokksins. Blöð Sjálfstæðisflokksins á- fellast Framsóknarflokkinn fyrir það, að vilja ekki fallast á „lausn“ Sjálfstæðisflokksins, þ. e. tillögu Stefáns Jóhanns um að reyna að fá frjálst samkomulag milli verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda um að láta kaupið ekki hækka. Þessari ásökun verður bezt svarað með því, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins trúðu sjálf- ir ekki á þessa „lausn“, meðan þeir voru ekki „handjárnaðir" af æsingamönnum í flokknum. Ráffherrar Sjálfstæffisflokks- ins voru andvígir tillögu Stef- áns Jóhanns, þegar hún kom fyrst fram og allt til seinustu helgar. Ráðherrar Sjálfstæffisflokks- ins voru á sama tíma eindregið fylgjandi tillögu Eysteins Jóns- sonar um lögfestinguna. Ráðherrar Sjálfstæffisflokks- ins voru meff því, aff kalla sam- an þingið, vegna þess að öðru vísi var ekki hægt aff fram- kvæma tillögu Eysteins, en hins vegar var þinghaldiff ónauffsyn- legt, ef fara átti eftir tillögu Stefáns Jóhanns. Sjálfstæðisblöðin eiga því erf- itt með að áfellast Framsóknar- flokkinn fyrir að aðhyllast ekki „lausn“, sem ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hafa játað að er engin lausn, heldur yfirklór til að reyna að hylja getuleysið og aðgerðarleysið í málinu. Hversvegna er „lansii(< Sj á lfst íeðisf lokksins engin lausn. Það þarf heldur engan gáfna- garp til að sjá það, að „lausn“ Sjálfstæðisflokksins er engin lausn. Verkalýðsfélög, sem ætla sér að fá kauphækkun, hætta ekki frekar við áform sín, þótt þau séu beðin um það af Ó. Th. í stað Eggerts Claessen. Komm- únistar ráða líka yfir allmörgum félögum og myndu bókstaflega telja það skyldu sína, að láta þessa tilraun ríkisstjórnarinnar misheppnast. Það myndi líka stappa stálinu í kauphækkunar- mennina, ef þeir sæju að Alþingi ætlaðist ekkert fyrir í málinu og myndi lofa þeim að fara sínu fram. íhaldsblöðin segja, að lögfest- ingarleiðin liggi til upplausnar og glundroða. Þetta er reginmis- (Framh. á 2. síðu) „Óþarft fimmta lijól nndir vagni“ Eru Sjálfstæðismenn ekki lengur þreyttir á „laumu“ og „falskri vináttu“?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.