Tíminn - 11.11.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1941, Blaðsíða 3
115. blað TlMFW, þrigjadagiim 11. nóv. 1941 457 Héraðsskólinn á Laugarvatni Viðtal við Bjarna Bjarnason skólastjóra Héraðsskólarnir tóku til starfa í síðasta mánuði. Blaðið hefir í hyggju að viða að sér upplýsingum um starfsemi þeirra innan skamms. Að þessu sinni birtir Tíminn viðtal við Bjarna Bjarnason, skólastjóra á Laugarvatni, sem er staddur í bænum um þessar mundir. — Skólinn var setur 10. októ- ber, segir Bjarni. Alls verða nemendur um 150 á Laugar- vatni í vetur, þar af 7 á íþrótta- kennaraskóla ríkisins, 13 stúlk- ur á húsmæðranámskeiði og 6— 8 piltar, sem stunda nám í smíðadeild kólans. í ráði er að halda 2—3 matreiðslunámskeið fyrir stúlkur í vetur. Stendur hvert þeirra yfir í tvo mánuði. — Hvað er að segja um starf- semina á vegum skólans síðast- liðið vor? — Eftir að skólanum lauk voru haldin tvö námskeið fyrir stúlkur. Stóðu þau yfir í 6 vik- ur hvort og voru á tímabilinu frá því síðast í apríl þangað til í júlí. Auk leiðbeininga í venju- legum hússtörfum fengu stúlk- urnar kennslu í matreiðslu og í íþróttum. Þrír unglingar, tveir úr Reykjavík og einn úr Hafn- arfirði, unu að garðyrkjunni sem nemendur. Þessir ungling- ar unnu svo alla algenga vinnu hjá skólabúinu í sumar og fram á haust. Það er vissulega virð- ingarvert, þegar unglingar úr bæjum gera tilraun til þess að kynnast vinnunni í sveitinni og því lífi, sem þar er lifað. — Var ekki gistihúsið rekið með öðrum hætti í sumar en það hefir verið rekið undan- farið? — Jú, að sumu leyti. Það var samið við nokkrar fjölskyldur úr Reykjavík um að konurnar fengju að dvelja á Laugarvatni í 4 mánuði með börn sín. En auk þess vár tekið á móti öðrum gestum. Þetta gafst ágætlega. Konurnar gættu barna sinna mjög vel og yfirleitt ríkti hin bezta regla á þessu stóra heim- ili. Aldrei kom í ljós nein óá- nægja frá hendi gestanna, þótt barnafjöldinn væri mikill í húsinu. — Hvað er að frétta af skóla- búinu á Laugarvatni? — Síðan skólinn tók við allri jörðinni hefir búið eingöngu verið rekið fyrir skólans hönd. Skólanefndin hefir hvatt mjög til ræktunar og látið vinna mikið að jarðrækt. Túnið mun nú vera 60—70 dagsláttur. Lok- ið er við að rækta allt umhverfi skólans, nema landssvæði það, sem sérstaklega er fyrirhugað að byggja hús og mannvirki á í framtíðinni. Auk þess á skól- inn vandað gróðurhús, sem er um 200 ferm að grunnmáli, snotra gróðrarstöð, all sæmileg gripahús og töluvert friðað skóglendi. Nemendur vinna að- allega að því að grisja og fegra þetta skógarland undir umsjá kennaranna. Töluvert hefir verið sett af nýjum trjáplönt- um í skóginn, en auk þess hafa nokkur tré verið gróðursett á afgirtri flöt sunnan við skóla- bygginguna. Sjálft skólabúið vex all ört. Sauðfjárstofninn nemur nú, þrátt fyrir fjárpestina, 150 kindum. En auk þess á búið á milli 30 og 40 kýr og ungviði og eina 10 hesta. Tvær af kúm bús- ins fengu 1. verðlaun, en all- margar 2. verðlaun á naut- gripasýningu fyrir skömmu síð- an. Meginhluti túnsins er vél- þessari grein er annars ekki sá, að útskýra verk skáldkonunn- ar. Einungis vildi ég drepa á, hver mér virðist meginkjarn- inn í öllum bókum hennar. Það er samúðin. Einstæðingar og olbogabörn mannfélagsins hafa eignazt trúan málsvara og vin, þar sem frú Elínborg Lárus- dóttir er, og þeim hefir hún helgað stærsta ritverk sitt til þessa dags. Frú Elínborg er fimmtug. Ég óska henni til hamingju með afmælisdaginn og öll störfin sín, unnin og óunnin. Heill hinni fimmtugu skáldkonu, húsfreyju og móður! Guðmundur Daníelsson. frá Guttormshaga. tækur. Engjaáveitur eru orðnar nokkrar, en eru samt á byrjun- arstigi. Allt rennsli frá skóla- húsinu er notað til áburðar. Skólabúið á nú orðið allgóðan kost heyvinnuvéla. Ennfremur nokkuð af jarðræktarverkfær- um og áhöldum til garðræktar. Alls varð heyfengurinn um 1600 hestar í sumar. Uppskera garðávaxta nam 350 tunnum í haust, auk kálmetis og tómata. Sýki í matjurtagörg- um gerði töluverðan usla. Sér- staklega varð vart við stöngul- sýki. — Telur þú ekki nauðsynlegt að reka bú í sambáhdi við hér- aðsskólana? — Ég tel það með öllu óvið- unandi að reka skóla í sveit, sem einkum eru ætlaðir æsku sveitanna, án þess að ræktún umhverfisins sé meðal aðalverk- efna skólanna. Ég lít svo á, að hver héraðsskóli þurfi að eiga bújörð og að stefna beri að þvít að allur rekstur búanna á þeim jörðum fari fram á ábyrgð hlut- aðeigandi skóla. Æskilegt væri, að þessi skólabú yrðu sem snotrust og að þau gætu eignazt góð gripahús og fallegan og arð- saman búpening. Hins vegar þurfa þau ekki að vera mjög stór. Aðalatriðið er að fyr- irmyndarbragur sé á allri stjórn og rekstri þessara búa. Kennurum skólanna stendur það næst að hafa áhrif á þenn- an búrekstur, sem og allt ann- að, er viðkemur skólunum. Um- sjónarmenn slíkra búa sem þessara, þurfa að vera búfræð- ingar og taka þátt í kennslu, bæði óbeint með verkum sín- um og beinlínis með því að leið- beina nemendum í landbúnaði. Þetta gæti orðið fyrsta stigið. Næsta spor, hygg ég, að verði bein búfræðikennsla, sérstök landbúnaðardeild við einn eða fleiri skólanna. Hvert er álit þitt á héraðs- skólalögunum, sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðinn vet- ur? — Nú þegar er séð, að hér- aðsskólalögin nýju marka merkileg tímamót í sögu hér- aðsskólanna. Gildi þessara laga fyrir héraðsskólana í heild er með öllu ómetanlegt. Síðar gefst ef til vill tækifæri til þess að gera nánari grein fyrir þessu máli. — Hvað er að segja um fram- tíðarhorfur og fjárhag stofn- unarinnar? — í sambandi við fjárhaginn get ég sagt, að ég hefi heyrt endurskoðendur tjá skólanefnd- inni það, að þeir teldu rekstur- inn ganga mjög vel. Auk þess, sem skólinn hafi bætt og aukið fasteignir sínar fyrir atbeina skólabúsins, hafi sjálfur rekst- urinn, sum árin að minnsta kosti, gefið álitlegan hrelnan arð. Skólanefndin hefir unnið að velferðarmálum skólans með miklum samhug og dugnaði. Sjálfur á ég henni margt að þakka í samvinnunni. Hvort heldur hefir verið hið innra eða út á við í skólastarfinu, hefir aldrei fallið neinn skuggi á samstarf mitt og skólastjórnar- innar. Um framtíðarfyrirætlanir okk- ar viðvíkjandi skólanum, vil ég sem minnst segja. En ég veit, að skólanefndin á mörg og stór áhugamál í sambandi við Laug- arvatn. A. Ætla þeir beint . . . (Framh. af 2. síSu) þrásinnis og réttilega skýrt fyr- ir lesendum sínum þá gífurlegu hættu, sem ^ stafaði af sívax- andi dýrtíð. í sama streng hafa tekið margir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum. Síðari hluta sumars og í haust skýrir Mbl. réttilega frá því, að ríkis- stjórnin sé að undirbúa sókn í málinu og að þó að annar af Framsóknaráðherrunum vinni einkum að formi þess, þá sé engu síður lagt til efni í bygg- inguna frá Sjálfstæðismönn- um. Hafi málið verið rætt í miðstjórn flokksins, og verið þar vel tekið. Hér var sannarlega um mikið þjóðmál að ræða. Dýrtiðin hafði hækkað um 17 stig yfir sumarmánuðina og áframhald- andi hækkun sýnileg, án þess að séð yrði, hvenær bólan springi. Hér var um að ræða fjárhagsvanda, sem steðjaði að allri þjóðinni, en sýnilegt var að hinn fjölmenni hópur stór- atvinnurekenda í Sjálfstæðis- flokksins var í einna mestri hættu. Ummæli Mbl. fyr og Síðar sýndu ljóslega, að for- ráðmönnum Sjálfstæðisflokks- ins var þetta fullkomlega ljóst. En skyndilega verður stór breyt- ing í málinu. Kommúnistar tóku að æsast gegn væntanlegum að- gerðum í dýrtíðarmálinu. Hlíf í Hafnarfirði rís á móti og birtir mótrnæli sín í Vísi og blaði kommúnista. Stefán Jóhann mótmælir aðgerðunum í ríkis- stjórninni. Félag Sjálfstæðis- verkamanna í Reykjavík, „Óð- inn“, mótmælir. Upp úr öllu þessu fargani tekur þingflokk- ur og miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins þá ákvörðun að rísa gegn frv. um að stöðva kaupið, vöruverðið og dýrtíðina á há- marki haustkauptíðarinnar. Tveir af þingmönnum Sjálf- stæðismanna í neðri deild sátu hjá þegar dýrtíðarfrumvarpið var fellt. Margir fleiri, sennilega langflestir af leiðtogum flokks- ins, voru fylgjandi frv., í aðalat- riðum. En þeir gátu ekki fylgt því sökum þess, að hin óábyrgu öfl i flokknum höfðu tekið aðra aðstöðu, eins og sannir læri- sveinar Héðins Valdimarssonar. Samhengið í málinu er ljóst. Það varð, og það verður að rísa gegn ófreskju dýrtíðarinnar. Það varð ekki gert nema með verðfestingu kaupgjalds og af- urða. Allur þorri þjóðarinnar var samdóma um að þetta ætti að gera. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn voru marg- faldlega nógu sterkir til að hefja þessa nauðsynlegu bar- áttu fyrir fjármálasjálfstæði þjóðarinnar. En til þess þurftu flokkarnir að standa saman. Á móti risu kommúnistar, sem eru og eiga að vera ábyrgðarlausir. Flokksbrot Héðins Valdimars- sonar fer sömu leið. Flokkur Stefáns Jóhanns telur sig ekki nógu sterkan til að standast yfirboð Einars og Héðins á at- kvæðamarkaðnum. Og þegar kemur til fylgismanna Sjálf- stæðismanna i hinum óábyrgu félögum verkamanna, þá segja þeir sömu sögu. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn byrji að stöðva dýr- tíðina með því að lögbinda kaup og afurðir í 10 mánuði, þá muni þeir missa fylgi sitt yfir til Einars, Héðins eða Stef- áns Jóhanns. Niðurstaðan er svo sú, að Sjálfstæðisflokkur- inn gengur beint út í vökina á eftir hinum óábyrgu uppboðs- höldurum verklýðsmálanna. X. Þegar Sveinn Ólafsson í Firði ltom til Reykjavíkur i vetur sem leið, frétti hann um þá nýstár- legu breytingu, sem orðið hefði á Sjálfstæðisflokknum um leið og hann gerðist verklýðsflokk- ur í ofanálag á sínar mörgu eldri skyldur. Þá sagði Sveinn í Firði: „Þetta er ,,gymnastik“, sem aldrei getur lánast“. Hinn vitri og lifsreyndi bændahöfð- ingi sá hér fyrir óorðna hluti, í ljósi langrar lífsreynslu. Nú er þessi spásögn komin fram. Hin óábyrgu og ósamstæðu öfl i verkamannadeildum Sjálfstæð- isflokksins hafa fengið óeðlilegt og óafsakanlegt vald í flokkn- um. Ekki á þann hátt, að þessi verkamannafélög hafi unnið sér og sinni stétt eitthvað til gagns, heldur þvert á móti. Þau hafa snúið ól dýrtíðarinnar fastar að hálsi islenzkra fátæklinga heldur en nokkurntima fyrr. Hér er um að ræða sigur, sem er með þeim undarlega hætti, að hann skaðar alla en gagnar engum. XI. Það varð íslandi til ógæfu um stund, að merkir Sjálfstæðis- menn misskildu svo hina póli- tísku sögu síðasta mannsald- urs, að þeir hugðu, að sam- vinnumenn hefðu búið Alþýðu- flokkinn til eins og nokkurskon- ar tréhest til að flytja gegnum borgarmúra sjálfstæðisstefn- unnar. Þetta er gersamlega rangt. í nútímalífi frjálsra þjóða er verkamannaflokkur jafneðlilegur og sjálfsagður eins og íhaldsflokkur eða miðflokk- ur. Allar þessar flokksmyndan- (Framh. á 4. síðu) Skinnaverkstniðjan IÐUNN íWMfcMWfcWfcWfcWfcifcifcWttWfcifcMWfcWfcMrtfcWfcifcWMfcifcMMfcMrtfcfcWfcwmfcWfcifcMMfc framleiðlr fjölmargar tegundir af skóm á karla, konur og börn. — Vinnnr ennfremur úr húðnm, skinn- uin og gærnm margskonar leðurvörnr, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan Iðnnn, er búin nýjustn og full- komnnstu tækjum, og hefir á að skipa hóp af fag- lærðnm mönnum, sem þeg'ar hafa sýnt, að þeir ern færir um að keppa við útlenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARV0RUR fást hjá kaupfélögum um allt land og mörgum kaupmönnum. Idunnarvörur eru smekklegar, haidgóðar, ódýrar \otið IBiIINAR vörur • VINNIÐ 0TULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS • 260 Victor Hugo: — Ungi maður! tók erkidjákninn til orða. — Aðalsmaður Filipus de Com-nes að nafni, var viðstaddur síðustu inn- reið konungsins. Á söðul sinn hafði hann látið letra kjörorð, sem ég vil ráða þér til að leggja þér ríkt á minni, sem sé: Ævi non laborat, non mandu- cet.*) Stúdentinn stóð stundarkorn hljóður kyrr i sömu sporum. Hann bar hönd að eyra og horfði niður fyrir sig skömm- ustulegur á svip. Skyndilega sneri hann sér aftur að erkidjáknanum svifaskjót- ur sem bláigða væri. — Á ég að taka þessi ummæli þín þannig, bróðir sæll, að þú neitir mér um örfáa skildinga til þess að kaupa mér brauð fyrir? mælti Jóhann. — Ævi non labroat, non manducet! svaraði hinn miskunnarlausi erki- djákni. — Jóhann huldi andlitið í höndum sér eins og kona, er grætur, og gaf frá sér óskiljanlegt óhljóð. — Hvað á þetta að þýða? spurði erki- djákninn undrandi yfir þessari háðung. — Hvað þetta á að þýða, spurði Jó- hann og hvessti sjónir á erkidjáknann. — Þetta er gríska og á að birta hugar- kvalir mínar. *) Sá, sem ei nennir að vinna, á ekki heldur mat að fá. Esmeralda 257 reiðist yfir nokkrum kj aftshöggum, sem ég hefi rétt nokkrum blygðunarlausum þrælum í opinberri og heiðarlegri bar- áttu, qvibusdam mormosetis? Þú getur séð, að maður kann þó dálítið í latín- unni. En þessi ísmeygilegu fagurmæli höfðu ekki hin venjulegu áhrif á hinn stranga bróður að þessu sinni. Cerberus vildi ekki bíta í hunangskökuna. Engin svipbreyting varð greind á andliti erki- djáknans. — Hvers óskar þú annars? spurði hann þurrlega. — Jæja, þá er bezt að ganga hreint að verki, mælti Jóhann dirfskufullur. — Ég er í peningavandræðum. Erkidjákninn varð föðurlegur á svip við þessa blygðunarlausu játningu Jóhanns. — Þú veizt, Jóhann minn, hóf hann máls — að tekjur okkar af Tirechappe nema með vöxtum og öllu öðru ekki hárri fjárhæð, enda þótt hún sé nú helmingi hærri en á dögum Paclets- bræðranna. — En ég verð að fá peninga, mælti Jóhann kuldalega. — Þú veizt, hélt eldri bróðirinn áfram máli sínu, — að ég á að greiða tvö silfur- mörk af þessari fjárhæð. Þeim hefir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.