Tíminn - 29.11.1941, Side 3

Tíminn - 29.11.1941, Side 3
123. blað TÍMHVN, langardaglnn 29. nóv. 1941 "K i r k j a n Útvarpsmessur Útvarpið er dásamlegt tæki. Það flytur orð og hljómlist til fjarlægra staða. Ef stungið væri upp á því að svifta almenning útvarpsmessunum, mundu há- værar raddir mótmæla því, og við prestarnir mundum kalla það ofsókn eða árás á kirkjuna Við lítum svo á, að með útvarp- inu berist boðskapur kirkjunn- ar til fjölda manns, sem annars færi messunnar algerlega á mis. Hefi ég þar m. a. í huga rúm- liggjandi sjúklinga, gamalmenni og einangrað fólk. Það er dá- samlegt þakkarefni, að vísindin hafa þarna opnað orði guðs eina leið enn inn í vitund mannsins. En þrátt fyrir þetta, sem hér hefir verið sagt, er því ekki að neita, að notkun útvarpsins ’í þágu kirkjunnar þarf athugun- ar við. Er ekki örgrannt um, að sumir óttist um, að þetta nýja vopn ætli að snúast í höndum kirkjunnar, og verða henni sjálfri til tjóns. Vonandi er sá ótti ástæðuminni en margir vilja vera láta. En þrátt fyrir það er ekki nema rétt að reyna að gera sér grein fyrir því, hvaða rök eru þar fyrir hendi. Það, sem fundið er að, er í sem fæst- um orðum þetta: 1. Útvarpið dregur menn frá safnaðarguðþj ónustunni, eink- um til sveita. 2. Útvarpið dregur úr tilfinn- ingu fólksins fyrir helgi mess- unnar. Ég hefi fyrir mitt leyti stund- um haft tilhneigingu til þess að ætla, að þeir, sem sitja heima vegna útvarpsins, gerðu það fremur sér til afsökunar en af því að þeir tímdu ekki að sjá af útvarpsmessunni við það að fara til sinnar eigin kirkju. Auðvitað má ég samt ekki vera svo illgjarn, að ætla öllum slík- ar hvatir. Ég vil gera ráð fyrir að meiri hlutinn hugsi sem svo: „Úr því ég á um tvær messur að velja, aðra nokkrar bæjar- leiðir i burtu, hina hérna í baðstofunni, þá tek ég þann kostinn, sem er fyrirhafnar- minni fyrir líkamann og krefst styttri tíma.“ Þetta er mann- legur og skiljanlegur hugsunar- háttur. En mér er spurn: Hvað kemur það oft fyrir, að þú þurfir að missa af útvarps- messu vegna kirkjuferðar? Er messað á sóknarkirkju þinni nema svo sem þriðja eða fjórða hvern sunnudag? Er það þá ekki furðu hjákátlegt að geta ekki látið sóknarkirkjuna sitja í fyrirrúmi einn helgan dag af þrem eða fjórum? Það er í fám orðum sagt svo hlægilegt, ef engar aðrar orsakir eru fyrir hendi, að ég vil helzt komast hjá að hafa fleiri orð um þá hlið málsins. En það er til önn- ur hlið, sem vert er fyrir hvern og einn að athuga. Veitir ekki messan í kirkjunni eitthvað, sem útvarpið skortir? Hvað er um samfundi við vini og sveit- unga? Oft hefir samverustund við söng og bænagerð fært fólkið nær hvert öðru, gert það auðugt af samúð og velvild hvert í annars garð og þannig orðið undirstaða heilbrig:ðara andlegs lífs í sveitinni. Ég þekki íslenzkan bónda, sem telur það eina af mestu gæfu- st,undum lífs síns, er hann yfir- bugaður af áhyggjum opnaði dyr litlu sóknarkirkjunnar sinn- ar og fann streyma á móti sér ylinn í sálmasöng sveitunga sinna. — Og getur það ekki líka gert nokkurn mun, hver prest- urinn er? Hugsaðu þér fagran sunnudag. Þú situr heima og hlustar á ræðu einhvers f j arlægs prests. En á kirkjustaðnum bíð- ur sóknarpresturinn þinn eftir þér. Hann hefir búið sig undir og lagt í það mikla vinnu fyr- irfram, að gefa þér á þessum sunnudegi eitthvað af því bezta, sem hann á þennan dag. Þenn- an dag ber þér skylda til að taka hann fram yfir aðra presta. Ekki í gustukaskyni. — Ekki af því, að hann hefir ef til vill ferðast langan veg til móts við þig — heldur af því, að þegar þú þarft prests við, er það hann, en ekki einhver fjarlægur útvarpsprestur, sem kemur til þín. Hann uppfræðir börnin þín. Hann kemur inn á heimili þitt, ef dauðinn hefir kallað ástvin þinn. Það er hann, sem þú sennilega leitar til í leynum, — oftast í leynum — ef eitthvað það kemur fyrir þig á lífsleiðinni, að þú finnir að- kallandi nauðsyn á viðkynningu við kristinn trúmann. Auk þess er það hann, sem sérstaklega hefir verið falið að vinna að menningarmálum í sveitinni þinni, og ef hann einangrast frá fólkinu, getur engin útvarps- messa bætt upp það tjón. Þá kem ég að hinu atriðinu, sem ég nefndi. Það er satt, að víðast hvar, þar sem „opnað er fyrir“ messur í útvarpinu, er lítið um það hugsað að skapa skilyrði til hljóðrar helgi- um leikhússjóðinn með ræn- ingjasvip. Framsóknarstjórn fór þá með völd I landinu. Hún sá, að hverju fór, sjóðnum yrði rænt og margir áratugir myndu líða þar til þjóðleikhús yrði reist á íslandi. Mikil tregða var hjá valdamönnum í höfuðstaðn- um gegn leikhúsbyggingunni. Þeir báru ófriðarhug til Fram- sóknarmanna fyrir þann þátt, sem þeir áttu í lausn þessa merkilega menningarmáls. Ó- vildin í bænum kom m. a. fram í því, að ekki var unnt að fá lóð undir húsið á þeim stöðum, sem bezt voru til þess fallnir. En Framsóknarmenn létu það ekki aftra sér. Þeir tóku undir hús- ið það land, sem Alþingi hafði heimilað í þessu skyni með lög- um 1923. Þeir festu allan leik- hússjóðinn í byggingunni, og höfðu komið henni undir þak, þegar flokkurinn fór frá völd- um vorið 1932. IV. Valdamenn Reykjavíkur lögðu á þessum tíma óvild á leikhús- bygginguna. Með öllum sínum góða vilja gat Indriði Einars- son ekki mýkt hin grimmdar- fullu hjörtu þeirra. Ekki liðu nema fáir dagar frá því, að stjórn þinna dreifðu byggða var felld af stóli þar til andstæðingar þjóðleikhúshug- myndarinnar voru búnir að gera lagabreytingu í því skyni að fá tekjur leikhússjóðsins í almennan eyðslueyri. Þannig liðu átta ár. Stærsta og fegursta bygging, sem þjóðin hafði reist, stóð auð og tóm. Tekjur hennar voru notaðar til annarlegra þarfa. Leiklistin býr, eins og fyr, við hin verstu skilyrði. Féð, sem lagt var í bygginguna mun að vísu tryggt fyrir hinn upp- runalega tilgang, en það var vaxtalaust eða meira en það. Eftir átta ára bið hafði Al- þingi vaknað til meðvitundar um sekt þeirra, sem höfðu ætl- að að launmyrða þjóðleikhús- bygginguna og byrjað að veita fé til framhaldsaðgerða. En þá byrjaði nýr raunaþáttur í sögu leikhússins. Aðkomumenn lögðu hönd á bygginguna til annar- legra þarfa. Þegar Reykjavík lá mest á að hafa leikhúsið sem menningartæki í baráttu fyrir tilveru sinni, var forráðamönn- Um hennar bent á hið fyrra kæruleysi. og að þeim mætti á sama standa, hvað yrði um þann gimstein, sem þeir hefðu sjálfir borið á öskuhaug gleymskunnar. Það er sárt til þess að vita, að kaldhæðni örlaganna skyldi leika höfuðstaðarbúa svo grá- lega. Einmitt á þeirri stund, sem þeir gátu og jafnvel vildu bæta fyrir afbrot fyrri ára, og einmitt þegar bænum lá mest á vegna þúsunda unglinga, sem hvergi áttu athvarf um heil- brigða félagslega gleði, þá féll yfir borgarbúa hinn þungi á- fellisdómur. Valdamenn bæjar- ins höfðu ekki skilið sinn vitj- unartíma, og leiddu hegninguna yfir sig og það fólk, sem falið var forsjá þeirra. V. Það er erfitt að spá um for- 489 Mjólkursamsalan tilkynnir: 1. desember næstkomandi opnum vér mjólkur- og brauðabúð á Ásvallagötu 1 hér í bænum. Frá og með sama degi neyðumst vér hins vegar til að leggja niður mjólkurbúðina á Hverfisgötu 42, fyrir þá sök, að oss hefir verið sagt upp húsnæðinu, en annað húsnæði reynst ófáanlegt í þess stað. Þeir viðskiptavinir vorir, sem við þessa búð skipta, eru vinsamlegast beðnir að beina viðskiptum sínum, eftir þann tíma, til mjólkurbúðanna á Hverfisgötu 59 og Bergstaðastræti 4. KJörikrá til bæjarstjórnarkosmngar í Reykjavík, sem fram á ad fara 25. janúar 1942, liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofum bæjaríns, Aust- urstræti 16, frá 28. þ. m. til 27. desember n. k. að báð- um dögum meðtöldum, kl. 10—12 f. h. o g kl. 1—5 e. h. (á laugardögum þó aðeíns kl. 10 -12 f. h. Kærur yfir kjörskránní séu komnar tii borgarstjóra eigi síðar en 5. janúar 1942. Borgarstjórínn í Reykjavík 25. nóvember 1941 Bjarni Benediktsson. stundar. Dyrabjöllur og síma | stendur. Ekki alls fyrir löngu A ð v i s ii voru vörurnar trygðar, en það er ekki nóg. Greiða þarf vinnulaun og ýmsan kostnað, þótt verzl- unin, eða verksmiðjan sé brunnin í rústir. En hygginn kaupsýslumaður, eða iðjuhöldur tryggir sig einnig gegn þessari hættu með rekstursstöðvunar- tryggingu. Spyrjist fyrir hjá oss um hvað rekstursstöðvunar- trygging kostar. iii Sjóvátryqqi aq Islands ræður enginn við. Það getur- líka verið erfitt að komast hjá bollaglamri, umgangi og ýmsu þess háttar á mörgum heimil- um. En margt er þó fólkinu sjálfrátt, svo sem það að skrafa saman, meðan á messunni lög þjóðleikhússins. Ef til vill verður því skilað innan skamms frá leyfislausum og óviðkunn- anlegum afnotum. Ef til vill á það eftir að verða fórn styrjald- arinnar, ef eldregn fellur á bæinn. En hver sem saga þessa húss kann að verða, þá verður minning þess ekki máð úr hugum dugandi manna á ís- landi. Menn munu minnast þess, að þjóðin hafði reist leik- menntinni hið fegursta must- eri, sem byggt hefir verið á ís- landi. Aðdáun á leiklist mun lifa í hugum fólksins, og ef hið fyrsta musteri er hrunið og jafnað við jörð, þá mun lista- þrá landsmanna knýja fram annað hof, engu óveglegra hinu fyrra. Þýðing hinnar glæsilegu en óvirtu þjóðleikhúsbygging- ar er í því fólgin að leiklistin hefir fengið þar fyrirheit um viðurkenningu, sem ekki er hægt að komast hjá að efna. VI. Nú víkur sögunni að hinum vinsæla söngleik; sem búið er að sýna 60 sinnum í Reykjavik og víða utan bæjarins, án þess að nokkuð dragi úr aðsókn á- horfenda. Þegar dæma skal um minni sigra, þá eiga margir rétt á viðurkenningu. En sízt af öllu má þó gleyma foringjanum, sem undirbjó sóknina. Samræmdi margþætt öfl og ber höfuðá- byrgð á þeim úrslitum, sem. fengizt hafa. Hér er það leik- stjórinn, Haraldur Björnsson,. sem á mikinn þátt i þeirri vakn- ingu og viðreisn, sem leiklistin hefir hlotið hér á landi hin síð- ustu ár. (Framh. á 4. síðu> var fólk að hlýða útvarpsmessu um borð í strandferðaskipi. Nokkrir menn, sem þó vilja láta telja sig af betri endanum, kunnu ekki mannasiði betur en svo, að þeir spiluðu á spil með sköllum og háreysti í sama saln- um og útvarpið var. Þetta sagði mér maður, sem viðstaddur var og vildi njóta útvarpsins. Ef samskonar háttailag hefði verið í frammi haft við húslestur, hvað þá messu, er hætt við, að það hefði ekki verið talin kurt- (Fxamh. á 4. síðu) Dráttarvextir af útsrörnm. Þeir útsvarsgjaldendur í Reykjavík, sem hafa ekki greitt útsvör sín að fullu fyrir 3. desember næstkomandi, verða að greiða dráttarvexti af þeim. Þetta nær þó ekki til þeirra einstaklinga, sem hafa greitt upp í útsvör sín með hluta af launum samkvæmt lögum nr. 23, 12. febrúar 1940. Bae j arg j aldkerinn. 292 Victor Hugo: Esmeralda 289 Áttunda bók. I. KAFLI. Oft er í holti heyrandi nær. Lesandinn hefir sjálfsagt rennt grun i það, að hér var ekki annar draugur á ferli en sjálfur erkidjákninn. Claude Frollo þreifaði fyrir sér i myrkrastofu þeirri, sem liðsforinginn hafði lokað hann inni í. Þar var hvorki að finna glugga né vindauga, og vegna þaksins gat maður vart staðið uppréttur þar inni. Claude tyllti sér þess vegna á hækjur sínar. Hann verkjaði í höfuðið. Á gófinu fann hann rúðubrot, sem hann þrýsti að enninu til að kæla sig. Hvað var erkidjáknanum efst í huga þessa stund? Það veit guð einn og erkidjákninn sjálfur. Stundarfjórðungur leið, en Claude Frollo fannst það vera heil öld.. En allt í einu heyrði hann braka í stigaþrepunum. Einhver kom upp stig- ann. Hurð var hrundið upp, og birta flæddi nú gegnum rifu á þilinu, sem aðskildi kytru þá, er erkidjákninn var í, og stofuna fyrir framan. Hann þrýsti andlitinu að rifunni og gægðist fram fyrir. Sú gamla með kattarsmettið stóð á gólfinu með ljós í hendinni. Föbus kom Skyndilega varð Föbus vandræðalegur á svip. — Dauði og djöfull! Ég gleymi því, að ég á ekki skilding til þess að greiða gömlu pútnastýrunni með, og nornin krefst fyrirframgreiðslu. Hún lánar mér ekki eyrir. — Hér eru peningar! Föbus skynjaði, að köld hönd ókunna mannsins lagði pening í hönd síria. Hann gat ekki látið vera að veita þeim móttöku. — Þér eruð óneitanlega drenglyridur maður! varð honum að orði. — Ég læt yður hafa þessa peninga með einu skilyrði! mælti maðurinn. — Sannið mér, að ég hafi haft á röngu að standa, og að þér hafið sagt sannleik- ann. Leyfið mér að leynast í einhverri kránni, svo að ég geti sannfærzt um, hvort þetta er sami kvenmaður og þér nefnduð. — Jæja, við skulum þá fara að kom- ast af stað. Ég veit raunar ekki, nema þér séuð djöfullinn sjálfur i mennskri mynd, en við skulum eigi að síður vera góðvinir i kvöld. Á morgun skal ég svo borga yður að fullu bæði með pening- um og korða. Þeir héldu af stað. Eftir skamma stund gaf straumniðurinn þeim til

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.