Tíminn - 29.11.1941, Síða 4

Tíminn - 29.11.1941, Síða 4
490 TtMIMN, langardaginn 29. n6v. 1941 123. blað Sextugasta leiksýning (Framh. af 3. síðu) Haraldur Björnsson er Skag- firðingur,' alinn upp í sveit, systursonur Stefáns skólameist- ara og Sigurðar prests í Vigur. Hann stundaði nám á Akureyri, tók kennarapróf, og var um stund verzlunarmaður á Akur- eyri. En þetta nám og þessi störf fullnægðu ekki þrá hans. Hann tók þátt i leikstarfsemi á Akureyri og fanst hann þar eygja lífsstarf sitt. Haraldur var þá vel fullorðinn maður, giftur og átti ánægjulegt heim- ili á Akureyri. Hann ákvað að gera meginbreytingu í störfum og lífsstefnu. Felldi niður at- vinnu sína- og framavon á Ak- ureyri, flutti búferlum með sitt heimafólk til Kaupmannahafn- ar, gekk þar í fjögur ár í leik- skóla, án nokkurs styrks eða uppörvunar heiman frá íslandl. Að því búnu flutti hann heim til Reykjavíkur, laust fyrir Al- þingishátíðina. Menn voru þá stórhuga og bjartsýnir. Harald- ur Björnsson var framarlega í sveit hinna vondjörfu manna. Hann sneri sér strax að leik- list og hefir stundað hana síð- an með óbilandi elju og ráð- snilld. Öll þessi ár hefir hann verið óþreytandi starfsmaður í hinum vanrækta víngarði leik- listarinnar. Á veturna kennir hann 6—8 stundir á dag, og tekur stundum þátt í tveim leiksýningum sama daginn. Hann hefir óbilandi heilsu og lífsfjör. Hvorki mótgangur eða þreyta hafa enn megnað að buga fjör hans og þrek. Haraldi Björnssyni var í fyrstu ekki tekið vel í Reykja- vík. Hann var aðkomumaður. Hann var skólagenginn í leik- list. Til voru þeir menn, sem fannst hugsanlegt, að hann skygði á annað fólk, ef honum yrði veitt full viðurkenning. Hann var fyrst og fremst hinn ágæti leikstjóri með prýðilega hæfileika til að inna af hendi einstök en ekki mjög fjölbreytt hlutverk. Hann varð árum saman fyrir ranglátum og ó- mildum dómum. Óvildarmenn hans settu til höfuðs honum flugumann, sem hafði skrökvað þvi upp á sjálfan sig, að hann hefði unnið sér doktorstign í Þýzkalandi, og unnið fleiri því lík hreystiverk. Haraldur Björnsson lofaði slikum mönn- um að fjölyrða um leiklist hans og leikforustu, en lét verkin tala. Hann hopaði hvergi, tók ný og ný verkefni til meðferð- ar. og að lokum var svo komið, að flestar af leiksýningum hans vöktu óblandna ánægju áhorf- enda, bæði í Reykjavík og víða út um land. Hann mun alls hafa stýrt fimm eða sex söngleikjum, sem hafa farið sigurför um land allt. Með þessu er ekki sagt, að óvild og reipdráttur í leik- listarmálefnum Reykjavíkur hafi verið honum að skapi. Hann fékk ekkl ráðið við strauminn. En sigur hans er í því fólginn að hafa ekki hörf- að undan þótt á móti blési. Hann hefir flestum öðrum fremur svarað í verki, að leik- list er hjartfólgin og nauðsyn- leg öllum þörra íslendinga. Bar- átta hans og margra annarra dugandi leikenda hér á landi hefir átt sinn þátt í því, að nú þorir enginn málsmetandi mað- ur í Reykjavík lengur að and- æfa því, að þjóðleikhúsið í Reykjavík verði fullgert, bæði sem leikskóli fyrir allt landið og menningarmiðstöð fyrir höfuðstaðinn. Þeir, sem fylgst hafa með þró- un leikmenntarinnar í Reykja- vík á undangengnum árum hafa hlotið að veita þvi eftir- tekt, að meiri samhugur er sýnilegur meðal leikenda í bæn- um, heldur en áður var. Hefir þessi þjóðstjórnarbragur í leik- listinni aldrei verið meiri en nú í vetur. Er helzt svo að sjá, sem nú muni allir kunnustu og beztu leikendur bæjarins koma á leiksviðið í vetur og í hlut- verkum, sem hæfa gáfum þeirra. Mér þykir þetta gleðilegur fyrirboði. Ég vildi mega spá í þau spil á þann hátt, að nú muni draugar afbrýðissemi og sundrungar hverfa úr heimi ís- lenzkrar leikmenntar og að ó- sýnileg máttarvöld muni vera komin á þá skoðun að nú sé fullt skarð í vör Skíða. Hin míkla synd þeirra, sem drógu gráhött vanþekkingarinnar yfir þjóðleikhúsbygginguna 1932 muni nú vera fyrirgefin, og að þeir menn, sem verið hafa verkfæri í höndum refsinorn- anna, muni taka upp betri háttu. Mætti þá svo fara, að á hinum grænu Iðavöllum ókom- inna ára mætist aðskildir elsk- endur: Hið fagra en innantóma þjóðleikhús, og hinir húslausu, ágætu leikendur. J. J. tJtvarpsmessnr (Framh. af 3. síðu) eisi — og því síður vottur um tilfinningu fyrir helgi athafn- arinnar. Mundi þá sjálfsagt öðru hvoru hafa verið hætt, messunni eða spilamennskunni. Menn þyrftu almennt að fara eins að, þegar um útvarpið er að ræða — annaðhvort að skrúfa heiðariega fyrir eða leggja sig fram við að útiloka alla ókyrrð. En jafnvel þó að öllu sé sem bezt hagað, vantar samt víða mikið á það, að menn finni helgiblæ útvarpsmessunnar. Getur það auðvitað verið undir mörgu komið, en eitt atriði vil ég biðja lesandann að íhuga. Útvarpsmessan er ekki messa heldur einskonar bergmál frá messu. Sá sem hlustar, þarf að geta gert sér í huganum myndir af athöfninni sjálfi, ijósum og táknum, öllu þessu, sem gert er fyrir augað. Og auk þess þarf hann að geta fundið helgiblæ þessara mynda og tákna, og á þann hátt lifað það, sem fram er að fara í kirkjunni, sem út- varpað er frá. Þetta getur sá einn til fulls, sem á helgar minningar frá þátttöku í guðs- þjónustu í kirkju, þar sem hann sjálfur hefir verið einn af söfn- Eftírburðarsólt (Framh. af 1. siðu) Við nánari athugun hefir þessi aðferð Alþingis nokkuð til. síns máls í framkvæmdinni, svo sem viðskiptamálaráðherra hefir bent á í samtali við Tím- ann, því að ráðherrar „frjálsu leiðarinnar" fara með næstum öll dýrtíðarmálin. Verðlagseft- irlitið framkvæmir viðskipta- málaráðherra, en þeir þættir dýrtíðarmálsins, sem tilheyra landbúnaðarráðuneytinu, eru í höndum sérstakra nefnda, sam- kvæmt lögum frá Alþingi. Endurfæðingu þjóðstjórnar- innar lauk á síðasta þingi. Sú eftirburðarsótt, sem virðist hafa gripið Sjálfstæðismenn, ef marka má Mbl., er sjálfsagt ó- þægileg, en verður ekki við hjálpað. Yfirlýsingar og skil- yrðin, sem forsætisráðherra setti meirahluta Alþingis voru gerð á þingi, og sá tími er lið- inn. Þeim varð ekki svarað á öðrum vettvangi. Vonandi er að ráðherrum „frjálsu leiðarinn- ar‘‘ reynist ekki byrðin allt of þung. En hvernig sem fer, verð- ur ábyrgð þeirra ekki umflúin. Við þá hefir verið sagt: „Ber þú sjálfur fjanda þinn,“ og þeir hafa gengizt undir það á réttum vettvangi. Sæmra væri þeim nú að gera þetta með nokkurri karlmennsku og reyna að skila Alþingi sem sæmileg- ustum árangri af þeirri stefnu, sem þeir fengu samþykkta og sögðu þjóðinni, að þeir*tryðu á, en byrja nú að kveina og segja, að aðrir eigi að bera með sér byrðar, sem þeir sjálfir hafa lagt á sig. Héðan af er það þýð- ingarlaust og næsta ókarl- mannlegt. Á víðavangi. (Framh. af 1. slðu) verk hans og stutt hann að þvi. Ef þessi kynlega staðhæfing er sönn, lítur út fyrir, að Nordal sé sjálfur óánægður með sína Fornritaútgáfu og dragi því sízt úr því, að harðsnúinn fjárafla- maður hefji útgáfu fornrita með allt öðru sniði undir stjórn H. K. Laxness. — Alþýða manna mun hafa vænst þess, að Forn- ritaútgáfan gæfi fornritin út í þeim búningi, sem þeim og ís- lenzkum lesendum hæfir bezt. En sé það nú skoðun Nordals, að æskilegt sé að gefa þau jafn- framt út með öðru sniði, væri honum skyldast að beita sér fyrir því, að Fornritaútgáfan eða önnur menningarstofnun annaðist það. Flestir munu kunna því llla, að kommúnistar breyti þeim eftir sínu höfði og fjáraflaklær geri þau sér að fé- þúfu. — Alþingi, sem er nýlok- ið, bar góðu heilli gæfu til að bregða fæti fyrir slíkan ósóma. uðinum. Þannig verður kirkju- rækni beint skilyrði fyrir því, að útvarpsmessan komi að full- um notum. Það ber því allt að sama brunni, að safnaðarguðs- þjónustan sjáif verður alltaf þýðingarmest, þó að útvarps- messan hafi einnig sitt hlut- verk. Jakob Jónsson. 290 Victor Hugo: kynna, að þeir væru staddir á St. Mlkel- brúnni. — Ég ætla fyrst að fara með yður lnn á krána, mælti Föbus. — Síðan sæki ég meyjuna, sem bíður mín við Petit Cha- telet. Förunautur hans svaraði þessu engu. Hann hafði ekki mælt orð af vörum á leiðinni til brúarinnar. Föbus staðnæmdist við lágar dyr, sem ljósbjarma lagði út um. — Hver er þar! var hrópað inni fyrir. — Fjandinn og allir árar hans! anz- aði liðsforinginn. Dyrunum var lokið upp. Hinir ný- komnu menn sáu aldurhnigna konu og fornfálegan lampa. Aldurhnigna konan var bogin í baki, tötrum klædd, hrukk- ótt og hrum. Varir hennar voru þunnar og fölar. Umhverfis munn hennar uxu löng, hvít hár, sem urðu þess völd, að í útliti minnti hún helzt á kött. Hreysið að innanverðu var engu síður hrörlegt en eigandi þess. Þar gat að líta ieirveggi, svarta bjálka, köngul- lóarvefi í öllum hornum, og í öskustónni lá óhreinn og tötralegur drengur. Þeg- ar Föbus sté inn í krá þessa, braut sam- ferðamaður hans yfirhafnarkragann upp, þannig að ekki sást í andlit hans. Liðsforinginn, sem hélt áfram að for- mæla eins og heiðingi væri, hraðaði sér Esmeralda 291 að sýna gömlu konunni silfurpeninginn, sem hann hafði eignazt með svo ó- væntum hætti. — Herbergi! hrópaði hann. Þegar gamla konan sá peninglnn, varð hún hln lotningarfyllsta í framkomu sinni við liðsforingjann. Hún ávarpaði hann sem tignarmaður væri, og hrað- aði sér að fela peninginn niðri í drag- kistu. Þegar hún sneri sér frá, læddist drengurinn úr öskustónni og gekk að dragkistunni. Hann lauk upp skúffunni, þar sem peningurinn var geymdur og stakk honum á sig. í hans stað lét hann fölnað blað, sem hann hafði rifið af grein, er legið hafði milli brennikubb- anna. Gamla konan benti gestunum tveim að fylgja sér eftir. Hún hóf för upp stig- ann, og þegar hún var komin upp i efsta þíepið, lagði hún lampann á kistu eina. Föbus, sem virtist þekkja húsið næsta vel, lauk upp dyrum, sem lágu að myrkri herbergiskytru. — Gerið svo vel og gangið inn fjrrir, kæri vinur! mælti hann við förunaut sinn. Skugginn varð við boði hans og heyrði dyrunum síðan lokað aftur. Fö- bus læsir þeim og fylgist síðan niður með gömlu konunni. Ljósið var horfið. Tónlistarfélagið og Leikfélag Rcykjavíkur NITOUCHE Sýning á morgun kl. 2,30 Aðgöngumiðasala hefst kl. 3 í dag. Leikfél. Reykjavíkur Á FLÓTTA eftir Robert Ardrey -----GAMLA BÍÓ --- Maðurinn frá Dákota WALLACE BEERY, DOLORES DEL RIO, JOHN HOWARD. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd ki. 7 og 9. Framhaldssýning klukkan 3Vz—6Y2: Hræðilegur draumur Sakamálamynd með PETER LORRE. -----^^nYja BÍÓ ,—, GRÍSEA ÆFINTÝRIÐ (The Boys from Syracuse). Amerísk skopmynd með fjörugum söngvum. Aðalhlutverkin leika: ALLAN JONES, ROSEMARY LANE, JOE PEUNER. Sýnd kl. 5. 7 og 9. (Lægra verð kl. 5.) Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. IBezta þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall MÖRTU MARÍU NÍELSDÓTTUR, Álftanesi. VANDAMENN. »Lagarfoss« fer væntanlega vestur og norð- ur eftir miðja næstu viku. Þeir, sem ætla að senda vörur með skipinu, tilkynni oss það í síð- asta lagi fyrir þriðjudagskvöld 3. desember. Viðkomustaðir: ísafjörður, Siglufjörður og Ak- ureyri. Fornsögurnar .. . Ritgerðasafn Jónasar Jónssonar Áskrifendur, sem ekki hafa enn fengið VORDAGA og FEG- ITRÐ LÍFSINS, vitji þeirra sem fyrst til umboðsmanna, annars verða þær seldar öðrum. Áskriftarverð bókanna verður hækkað 10. des. 1941. Aðalumboð í Reykjavík: Tíminn, Lindargötu 9 A. Sími 2353. Akureyri: Árni Bjarnarson frá Mógili. Beztu bókakaup ársíns. (Framh. af 2. siðu) efnis við atkvæðageiðslu klukk- an að ganga tvö um nóttina. Mun þjóðin ekki þurfa að horfa á þá sorgar sjón að kommún- istar dragi fornbókmenntir þjóðarinnar til sín niður í svað- ið. J. J. Aðstoðarlæknisstaðan við Vífilsstaðaliælið er laus til umsóknar. Umsóknir sendist til Stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Arn- arhváli, fyrir 31. des. n. k. Svar . . . (Framh. af 2. siðu) engu leyti réttminni en aðrar, og getur það engu breytt í þvi efni, þótt einhverjir kunni að vera þar á anriarri skoðun, enda ætla ég að þeir muni fáir vera. Frú Sigríður segir, að ég hafi slegið því föstu, að hún færi með öfgar, eftir að ég hafi feng- ið að vita, að afgreiðslustúlk- urnar vissu sig ekki sekar um það, sem hún hafði haldið fram í grein sinni. Ekki er þetta rétt ályktað hjá frúnni. Hins vegar er það rétt, að ég viðhafði orðið öfgar. En hvort mun ekki fleirum en mér hafa komið það orð í hug, af þeim, sem lesið hafa grein frú- arinnar, þar sem m. a. eigi varð annað séð, en fullyrt væri, að nálega helmingur af allri þeirri mjólk, sem seld er í mjólfcur- búðum samsölunnar sé skólp. Frú Sigríði hlýtur að vera það ljóst, að fyrir slíkum staðhæf- ingum verður að færa fleiri rök en hún hefir gert, eigi þær ekki að teljast öfgar eða þó öllu heldur staðlausar fullyrðingar. Halldór Eiríksson. Anglýsið í Tímannm! 26. nóv. 1941. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Frá stúdentaráði. 1. desemberskemmtun í hátíðasal Háskólans kl. 3y2 e. h. DAGSKRÁ: Ávarp, prófessor dr. Ágúst H. Bjarnason. Einsöngur, Þorsteinn H. Hannesson. Ræða, prófessor Guðmundur Thoroddsen. Einleikur á flygel, Guðríður Guðmundsd. Upplestur, Lárus Pálsson leikari. Kórsöngur, Stúdentakórinn, stjórnandi Hallgrímur Helgason tónskáld. Aðgöngumiðar seldir í dag og til hádegis á mánu- dag í Bókaverzlun ísafoldar. tÚTBREIÐIÐ TÍMANN + V'V'V'V'WW'V'V'W'W'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'W'V'W'V'V'' HELGI PÉTURSSs FRAM^ÝALL — merkasta bók ársins. Fæst hjá bóksölum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.