Tíminn - 04.12.1941, Blaðsíða 4
498
TÍMIM, fímmtndagiim 4. des. 1941
125. blað
Ingólfur Kristjánsson
frá Hausthúsum:
D a g m á 1
Fögur og heillandi æsku-
ljóð. — Þetta er sérkenni-
legasta ljóðabók haustsins.
Kaupið þessa bók.
Hún Iýsir upp skammdegið
FÆIST HJÁ BÓKSÖLUM
—------NÝJA BtO--------
Hús örlaganna
Amerísk mynd, gerð eftir
víðfrægri skáldsögu, „The
House of Seven Gables“,
eftir Nath. Hawthorne.
Aðalhlutv. leika:
GEORGE SANDERS,
NAN GREY,
VINCENT PRICE,
MARGARET LINDSAY.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Jólapóstarnír
eru að fara út um landið. Munið eftir vinum yðar utan
Reykjavíkur. Góð bók verður notadrýgsta jólagjöfin.
Kína, eftir frú Oddnýju Sen.
Vegir og vegleysur, eftir Þóri Bergsson.
Maria Antoinetta, eftir Zweig.
Þeir sem settu svip á bæinn, eftir Jón Helgason biskup.
Frá San Michele til Parísar, eftir A. Munthe.
Björn á Reyðarfelli, ljóðabálkur eftir Jón Magnússon skáld.
Saga EldeyjarHjalta, eftir Hagalín.
Saga Eiríks Magnússonar, eftir dr. Stefán Einarsson.
Virkir dagar, eftir Hagalín.
tíaga Skagstrendinga og Skagamanna, eftir Gísla Konráðsson.
Ljóðin hennar Guðfinnu frá Hömrum.
Ferðasaga Marco Polo.
Tómas Sæmundsson, æfisaga eftir Jón Helgason biskup.
Trúarlíf síra Jóns Magnússonar, eftir próf. Sig. Nordal.
Þjóðsagnir, eftir Odd á Eyrarbakka, Guðna Jónsson magister,
Theódór Arnbjarnarson og svo RAUÐSKINNA.
Bækurnar fást hjá öllnm bóksölnm.
Bókaverzlun
ísafoldarpreutsmiðju.
Bændnr
Seljum í heilum og hálfum tuiinum salt-
aða martu, mjög óclýrt'.
LAXINN h.f. .
Sími 4956.
Ódýru
kjélatauin
komiu aftur.
(liefj iiii - 10 ii n n
Aðalstræti.
Ailt til
jólahreingerninganna.
------GAMLA BÍÓ--------
Slunginn mál-
flutningsmaður
(SOCIETY LAWYER)
Aðalhlutv. leika:
Walter Pidgeon, Virginia
Bruce og Leo Carrillo.
Börn yngri en 12 ára fá
ekki aðgang.
Sýnd kl. 7 og 9.
Framhaldssýning
klukkan 3y2—6%:
Vojmin tala
Cowboymynd með GE-
ORGE O’BRIEN.
■----------------------.>
tR BÆNUM
Framsóknarskemmtun
var haldin í Oddfellowhúsinu í fyrra-
kvöld, 2. desember. Var hún vel sótt
og fór prýðilega fram. Pyrst var Fram-
sóknarvist spilu'ð, en síðan flutti
Bjarni Ásgeirsson alþingismaður ræðu
og Þorsteinn H. Hannesson frá Siglu-
firði söng nokkur lög. Síðan var dans-
að fram á nótt. Vigfús Guðmundsson
stjórnaði samkomunni.
Áttatíu ára afmæli
(Framh. af 1. síðu)
yrkja á námsárum sínum og
var orðið merkisskáld, en ekki
höfuðskáld, þegar stjórnmálin
tóku tíma hans og orku. —
Stjórnarferill hans er sólríkur
en stormasamur kafli í sögu
þjóðarinnar. Hann safnaði um
sig, við störf í stjórnarráðinu,
völdum mönnum, svo að þar
hefir eigi vrið jafn vel að gert
síðan. Flokkur hans, Heima-
stjórnarflokkurinn, var sterkur
og vel samæfður. Hann beitti
sér fyrir að koma á almennri
fræðsluskyldu, lét reisa kenn-
araskólann, Landsbókabygging-
una yfir söfn landsins og tengdi
ísland við önnur lönd með sæ-
símalagningu. — Með stjórn
Hannesar Hafstein hefjast örar
nútímaframkvæmdir á íslandi.
J. J.
Á krossgötum
(Framh. af 1. síðu)
Fréttaritari blaðsins á ísafirði skýrir
svo frá: Undanfarið hefir afli verið
heldur tregur og gæftir stopular. Um
20 stórir þiljubátar stunda fiskveiðar
héðan. Til þessa hefir sauðfé ekki verið
tekið í hús, en nú virðist vera að
kólna í veðri.
»Þjóðhetjurnartf
(Framh. af 1. síðu)
reynst vandanum vaxinn. En
aganum innan hennar er vitan-
lega stofnað í hættu, ef blöð
bæjarins gera það að skyldu
sinni að ráðast á lögreglustjór-
ann, að órannsökuðu máli og
hefja þá menn til skýjanna,
sem hann telur ekki heppilega
til að starfa í lögreglunni. Með
því er beinlínis verið að skapa
agaleysi í lögreglunni og ýta
undir mótþróa gegn lögreglu-
stjóranum.
Þjóðhetjudýrkun blaðanna á
þessum þremur mönnum, sem
lögreglustjóri hefir ekki talið
heppilega til að vera i lögregl-
unni, er gott dæmi um það hlut-
verk, sem vissir menn hafa valið
sgr á þeim upplausnartímum,
sem nú eru. Þeir virðast jafnan
telja það skyldu sína að fylgja
þeim málstaðnum, sem er lík-
legastur til að auka upplausn-
ina og agaleysið, og kappsam-
astir virðast þeir vera, þegar
veigamestu stofnanir þjóðfé-
lagsins, eins og Alþingi og lög-
regluvaldið, eiga hlut að máli.
Og eitt venjulegasta úrræðið er
að gera þá menn, sem að uppi-
vöðslusemi og agaleysi standa,
að einskonar þjóðhetjum eða
píslarvættum, eftir því hvernig
ástæðurnar eru í það og það
skiptið.
Varnarsftríð Fínna
(Framh. af 1. síðu)
til varnar og hjálpa til að kveð-
inn verði niður sá óvinur, sem
lengst og mest hefir ógnað
oss. —
Sænska utanríkismálaráðu-
neytið birti í júlí í sumar
greinargerð um viðræður Svía
og Finna um stofnun hernað-
arbandalags. Kemur þar skýrt
fram, að Rússar hindruðu þetta
bandalag með þeirri forsendu,
að Finnland yrði þá háð Sví-
þjóð, og það gætu þeir ekki þol-
að! Ef þetta bandalag hefði |
verið stofnað myndu Finnar nú
vera hlutlausir eins og Svíar.
En eftir að þessi möguleiki var
ekki lengur fyrir hendi byrj-
uðu'Finnar að leitaæftir stuðn-
ingi Þjóðverja.
í „hvítri bók“, sem finnska
stjórnin gaf út í sumar um
sambúð Rússa og Finna er m.
a. skýrt frá því, að Molotoff
hafi sent finnska sendiherran-
um í Moskva svolátandi orð-
sendingu fyrir forsetakosning-
una síðastl. vetur: — Við vilj-
um ekki gefa leiðbeiningar um
kósninguna. En við fylgjumst
vel með henni. Ef Tanner, Kivi-
máki, Mannerheim eða Svin-
hufvud verða kosnir er það
okkur sönnun þess, að Finnar
ætla ekki að halda friðarsamn-
ingana. —
Hér eru Finnum raunverulega
gefin fyrirmæli um að kjósa
ekki þessa fjóra þekktustu
leiðtoga sína, því að þá munu
Rússar koma til skjalanna.
í sömu bók er upplýst, að
Tanner, forseti Alþýðusam-
bands samvinnumanna, hafi
orðið að láta af ráðherrastörf-
um eftir friðarsamningana,
sökum kröfu Rússa. Annar sam-
vinnuleiðtogi, Rangell, sem nú
er forsætisráðherra, hefir líka
verið ofsóttur af Rússum. Virð-
ist samvinnuhreyfingin hafa
verið Rússum mikill þyrnir í
augum, enda hefir hún átt einn
virkasta þáttinn í endurreisn
og sjálfstæði Finnlands.
Þegar þessar staðreyndir allar
eru athugaðar getur engum
dulizt, að Rússar hafa jafnan
haft undirokun Finna í huga.
Hjálpin, sem vesturveldin veittu
Finnum, stöðvaði fyrirætlun
Rússa 1940, en öll verk þeirra
síðan bentu til, að þeir voru
ekki af baki dottnir. Þeir réð-
ust líka á Finna að fyrra bragði
í sumar. Finnar eiga því i
varnarstyrjöld og Bandamenn
verða að dæma aðstöðu þeirra
samkvæmt því.
Janír óftftast . . .
(Framh. af 1. slðu)
Reventlow sendiherra Dana í
London hefir tilkynnt dönsku
stjórninni, að eftir þátttöku
Dana í andkommúnistiskasátt-
málanum geti hann ekki leng-
ur tekið á móti fyrirskipunum
frá henni. Sendiherrann mun
þó gegna störfum sínum áfram
sem umsjónarmaður frjálsra
Dana í Bretlandi og hefir brezka
stjórnin viðurkennt þessa af-
stöðu hans.
Tvö sysftkini
(Framh. af 2. siðu)
með börn þeirra sjö, og voru
þau flest að jafnaði á heimili
hennar. Árið 1900 giftist hún
í annað sinn, eftirlifandi manni
sínum, Haraldi Bjarnasyni, dótt
ursyni séra Þorkels Eyjólfsson-
ar á Bórg, og bjó með honum á
Álftanesi til dauðadags. Varð
þeim tveggja barna auðið og
dó annað, sonur þeirra, er Jón
hét, á unga aldri. Einnig misti
Marta Níels, son sinn af fyrra
hjónabandi, þá uppkominn og
hinn efnilegasta mann.
Börn hennar af fyrra hjóna-
bandi eru á lífi þau Ólöf, kona
Jóhanns Ármanns Jónassona*
úrsmiðs í Reykjavík, Sigríður
heima á Álftanesi ógift, Soffía,
kona Ara Thorlacius endur-
skoðanda í Reykjavík, Oddný
Halla, ógift í Reykjavík, Oddur,
skrifstofustjóri hjá Mjólkurfé-
lagi Reykjavíkur og Svava, gift
Helga Ásgeirssyni frá Knarrar-
nesi, nú 1 Reykjavík. Dóttir
hennar af síðara hjónabandi er
Hulda Sólborg, gift Jónasi
Böðvarssyni 1. stýrimanni á
skipinu „Goðafossi“. Meðal
margra barna, sem að langdvöl-
um voru á heimili Mörtu og
þeirra hjóna, var fóstursonur
þeirra, Guðmundur Stefánsson,
er dó fyrir nokkrum árum, þá
nýbyrjaður búskap á Álftanesi.
Marta lézt að heimili sínu 13.
nóv. s. 1. og var jarðsungin að
Álftanesi 22. nóv., að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Með Mörtu á Álftanesi er
horfin af sjónarsviðinu ein
af hinum merkustu húsfreyjum
þessa lands.
Verður hún og heimili henn-
ar ógleymanlegt þeim, er því
kynntust, fyrir rausn og frá-
bæran myndarbrag. En það, sem
þó var mest um vert, var and-
rúmsloftið, hlýjan og alúðin,
sem hún skapaði um sig, svo að
þar fannst öllum gott að koma
og gott að vera. Þeir, sem hjálp-
ar þörfnuðust, áttu þar alltaf
hauk í horni, og heimilið hélt
alltaf áfram að vera ein aðal
miðstöð sveitarinnar, þótt það
liggi á öðrum enda hennar og
samgönguleiðir breyttust nokk-
n'iu.í'WHjin
I 11 'l'M l 'Fl
M.s. Esja
austur um land til Siglufjarðar
í byrjun næstu viku. Vörumót-
taka á morgun á Reyðarfjörð og
hafnir þar fyrir norðan og fyrir
hádegi á laugardag á hafnir
sunnan Reyðarfjarðar. Pantaðir
farseðlar óskast sóttir fyrir há-
degi á laugardag.
uð á síðari árum. Þangað áttu
menn einatt erindi, enda verða
slík heimili jafnan „í þjóð-
braut“, hvar sem þau liggja. Oft
undraðist maður hve mikið
Álftaneshúsið rúmaði, ekki
stærra en það sýndist að utan.
En þegar inn var komið, fundu
•gestir aldrei til þrengsla, hversu
margt- manna sem var, því að
hjartarúmið var nægilegt og
húsið lagaði sig eftir því. Og
hins munu gestir ekki heldur
hafa orðið varir, að Jáfnaði,
þótt húsfreyja og heimafólk
hafi ekki alltaf átt næðissama
nótt, þegar margt var nætur-
gesta. Slíkt kom upp í vana og
varð eins og að sjálfsögðum
hlut, til að fullkomna gestrisn-
ina.
Það er eins og forsjónin hafi
frá upphafi ætlað Mörtu mikið
verkefni í lífinu og búið hana
undir það. — Hún fær að erfð-
um frá foreldrum sínum ágæta
hæfileika líkamlega og andlega,
og uppeldi hennar við marg-
þætt heimilisstörf í strangri
iðju og reglusemi, með bókelsk-
um og frjálshuga foreldrum
urðu hehni farsælt veganesti.
Hún var fríð sýnum og tíguleg
á unga aldri og með árunum
mótaði hlýja og göfgi hjarta-
lagsins meir og meir svip hinn-
ar lífsreyndu og þó lífsglöðu
húsmóður. Hún var gáfuð kona
og létt í viöræðum og skemmti-
leg. Það er táknrænt fyrir hana,
að hún hét báðum nöfnum
hinar alkunnu en ólíku systra,
sem um getur í heilagri ritingu
— vegna þess, hve hún sam-
einaði lyndiseinkunn beggja.
Líf hennar og starf var þannig,
að hún hlaut að hafa marg-
vísleg umsvif og umhyggju —r
og var vel til þess fallin. En ég
hefi fáum kynnzt er síður en
hún hefði sætt sig við að lifa
á einu saman brauði. Hin and-
legu hugðarefni voru henni
engu minni lífsnauðsyn. Hún
var fróðleiksþyrst og hafði yndi
af skáldskap og bókmenntum.
En hennar mestu áhugamál
voru hin svonefndu eilífðarmál.
Hún var trúuð kona en frjáls-
lynd mjög og víðsýn í þeim efn-
um sem öðrum. Hún las allt sem
hún náði í af ritum þeim, sem
henni fannst að einhverju leyti
varpa Ijósi yfir þær torráðnu
gátur, hvað hinumegin býr, og
allt, sem að þeim efnum laut,
var hennar ljúfasta umræðu-
efni. Marta komst ekki hjá því
að reyna sorgir og andstreymi
fremur en flestir þeir, er verð-
ur langra lífdaga auðið. Hún
varð fyrir þeirri raun, sem öll-
um konum verða þungbærast-
ar, að misssa ástríkan eigin-
mann á bezta skeiði lífsins, frá
öllum börnum þeirra í æsku.
Hún varð einnig að sjá að
baki tveim efnilegum sonum og
fóstursyni, sem hún unni mjög.
En skýin dró aftur frá sólinni.
Hún eignaðist annan ágætan
lífsförunaut og hin mörgu börn
hennar og barnabörn um-
kringdu hana löngum sem fjöl-
menn hirð og veittu lífi henn-
ar fyllingu og unað. Sveitungar
ar hennar og samferðamenn í
lífinu virtu hana og unnu henni.
Hygg ég því, að birtan hafi ver-
ið yfirgnæfandi á lífsbraut
hennar og í huga hennar sjálfr-
ar. Og þannig mun ætíð verða
bjart um minningu hennar í
ÞtSUXDIR VITA
að æfilöng gæfa fylgir hringum
frá
SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4.
KAUPI GULU
langhæsta verði
SIGURÞÓR,
Hafnarstr. 4.
hugum allra, er henni kynntust
— og því bjartara, sem kynnin
voru lengri og nánari.
Bjarni Ásgeirsson.
294 Victor Hugo:
— Fyrirlíta þig? svaraði liðsforinginn
reifur. Hvers vegna ætti ég að fyrirlíta
þig?
— Af því að ég er með þér.
— Þá skiljum við ekki hvort annað.
Ég ætti fremur að hata þig en fyrir-
líta.
— Hata mig? sagði hún dauðskelkuð.
Hvað hefi ég gert?
— Þú komst svo seint.
— Ég geng aldrei á loforð mín, svar-
aði hún. Verndargripurinn minn verð-
ur þá ónýtur og ég finn foreldra mína
aldrei. Ég þarf hvorki föður né móður.
Um leið og hún sagði þetta leit hún
í gleði sinni stórum og ástúðlegum aug-
um á liðsforingjann.
— Djöfullinn eigi það, ég skil þig,
svaraði Föbus.
Esmeralda þagði stundarkorn og stór
tár runnu niður kinnarnar. Svo and-
varpaði hún og mælti:
— Ég elska þig, herra.
Föbus fór allur hjá sér i návist þess-
arar siðlátu, dásamlegu meyjar.En þessi
orð vöktu þó metnað hans.
— Þú elskar mig, sagði hann himin-
lifandi og faðmaði hana að sér. Þessa
færis hafði hann lengi biðið.
Presturinn horfði á þetta og mund-
aði í hendi sér sveðju, er hann hafði
falið innan klæða.
Esmeralda 295
— Föbus, hélt Tatarastúlkan áfram
og losaði tak liðsforingjans með hægð.
Þú ert svo góður og göfuglyndur og
fallegur. Þú bjargaðir mér, vesalings
umrenningi. Síðan hefir mig ávallt
dreymt um liðsforingjann, sem bjarg-
aði lífi mínu. Mig dreymdi um þig, Fö-
bus, áður en ég vissi, hver þú varst.
Sá, sem mig dreymdi um, var með sverð
eins og þú, karlmannlegan svip eins og
þú og var í fallegum fötum eins og þú.
Föbus: Það er fallegt nafn. Mér þykir
innilega vænt um nafnið þitt og innilega
vænt um sverðið þitt. Dragðu sverðið
þitt úr slíðrum, svo að ég fái að sjá
það.
— Þú ert barn, sagði liðsforinginn og
brosti við og dró sverð sitt úr slíðrum.
Tatarastúlkan horfði lengi á blað og
meðalkafla sverðsins og las með ástúð-
legri forvitni áletrunina á hjöltunum.
Svo kyssti hún sverðið og sagði:
— Mér þykir vænt um þig, liðsfor-
ingi!
Föbus hagnýtti sér óðar tækifærið og
kyssti stúlkuna á hvítan hálsinn. Hún
stokkroðnaði við.
Presturinn gnísti tönnum í myrkr-
inu.
— Föbus, hóf Tatarastúlkan máls að
> nýju. Lofaðu mér að tala við þig. Farðu
;’lút að hinu þilinu, svo að ég sjái, hve