Tíminn - 04.12.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON
ÚTGEFANDI:
PRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR :
EDDUHtJSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÍJSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hj.
Símar 3948 og 3720.
25. ár.
Rcykjavík, fimmtudagiim 4. des. 1941
125. blað
.Frjálsa leiðin* knýr fram hækkun
á útsöluverði miólkurinnar
Mjólkursamsalan heiir orðið að hækka
kaup ílestra starfsmanna sinna
Tarnar§tríð Finna
Frásögn Ryti forseta um {sambúð Rússa og
Finna eitir iriðarsamningana í marz 1940.
Attatíu ára afmæli
Hannesar Hafsteín
Ef íslenzkum stjórnmála-
mönnum entist æska og heilsa
jafn vel og stéttarbræðrum
þeirra í Englandi, mundi Hann-
es Hafstein ennþá vera á landi
þelrra, sem lifa og taka þátt í
afmælisfagnaði sínum í dag.
Saga hans er með allt öðrum
hætti. Þar er sagt frá dáðrik-
ari æsku, stuttu en glæsilegu
starfstímabili, og ótímabærum
dauða.
Hannes Hafstein virtist fædd-
ur undir hamingjustjörnu. Pað-
ir hans var amtmaður fyrir
norðan. Móðir hans var systir
Tryggva Gunnarssonar og gædd
mörgum þeim eiginleikum, sem
fremst mega prýða konu.
Sveinninn þótti þegar á barns-
aldri bera af sínum jafnöldrum
um góðar gáfur, fríðleika,
hreysti og dirfsku í mannraun-
um.
Hann var ungur settur til
náms og hafði snemma lokið
embættisprófi í lögum við há-
skólann í Kaupmannahöfn.
Magnús Stephensen landshöfð-
íngi gerði Hannes að trúnaðar-
manni sínum við landshöfð-
ingjadæmið og síðan að sýslu-
manni í ísafjarðarsýslu.
Laust eftir aldamótin fluttist
stjórn íslenzkra mála frá Kaup-
mannahöfn til Reykjavíkur.
Hannes Hafstein varð fyrsti
ráðherrann og stjórnaði málum
þjóðar sinnar með mikilli rausn
og skörungsskap frá 1904—1908.
Þá 'beið hann mikinn kosn-
ingaósigur, þann mesta, sem
hermt er frá í íslenzkum ann-
álum. Gæfusól Hannesar seig
þá í ægi. Hann bar aldrei sitt
bar eftir þennan atburð. Að
vísu tók hann um nokkur ár
allmikinn þátt í stjórnmálum,
en hann naut sín ekki sem fyr.
Síðasta ár æfinnar átti hann
við að búa þrálátt heilsuleysi.
Hann var raunverulega dáinn
allmörgum árum fyrir andlát
sitt.
Hannes Hafstein var gæddur
óvenjulega mörgum hæfileikum
til að vera foringi í lýðræðis-
landi. Hann var mikill vexti, í
einu fríður og karlmannlegur.
Hann var gott skáld, snjall
ræðumaður og fyrirmannlegur
en þó ljúfur í framkomu. Hann
kunni manna bezt að taka á
móti gestum á virðulegan en þó
ánægjulegan hátt. Hann var
skapmaður en þó stilltur vel,
hugsjónamaður en þó varfær-
inn í aðferðum. Fáir menn í
litlu landi þiggja svo marg-
þættar vöggugjafir.
Hin varanlega frægð Hann-
esar Hafstein hvílír á ljóðum
hans og hinum skammvinna
valdatíma. Hann byrjaði að
(Framh. á 4. síðu)
„Frjálsa leiðin“ hefir þeg-
ar haft þær afleiðingar, að
ekki virðist hjá því komizt
að hækka útsöluverð mjólk-
ur hér í bænum allverulega
frá því, sem nú er.
Síðan ljóst varð, að lögfest-
ingaleiðin yrði ekki farin að
þessu sinni, hafa borizt kaup-
kröfur úr ýmsum áttum, og
eiga atvinnurekndur erfitt að
standa gegn þeim, sökum Breta-
vinnunnar. En það var eitt
grundvallaratriði lögfestingar-
leiðarinnar, að samið yrði við
Breta um að þeir takmörkuðu
eftirspurn sína eftir ísl. vinnu-
afli. Tók viðskiptamálaráðherra
þetta skýrt fram, þegar hann
fylgdi dýrtíðarfrv. úr hlaði, og
einnig flutti Framsóknarflokk-
urinn þingsályktunartillögu um
þetta efni. Flokkurinn hefir
reynt að hraða þessu máli í rík-
isstjórninni, en mætt þar hálf-
velgju hinna flokkanna.
Afleiðingarnar af þessu hvort
tveggja hafa orðið þær, að
verulegar hækkanir hafa átt
sér stað. Bílstjórar hafa fengið
verulega hækkun og ýmsir iðn-
rekendur hafa hækkað kaup
hjá starfsfólki sínu. Mjólkur-
samsalan gat því ekki komizt
hjá því að hækka kaup hlið-
stæðra starfsmanna sinna, bíl-
stjóra og mjólkursölustúlkna.
Hefir þetta starfsfólk því ný-
lega fengið talsverða kaupupp-
bót. Sömuleiðis hefir líka hækk-
að kaup bílstjóranna, sem ann-
ast mjólkurflutningana til bæj-
arins.
Þetta hefir eðlilega þær af-
leiðingar, að kostnaðurinn við
mjólkursöluna eykst verulega.
Að Laugarvatni var að venju efnt
til samkomu að kvöldi hins 1. desem-
ber. Var hún ákaflega fjölsótt. Komu
þangað til dæmis um 90 bifreiðar þetta
kvöld, margar þeirra stórar. Alls er tal-
ið,að 900—1000 manns hafi verið á sam-
komunni og hefir sjaldan eða aldrei
slíkur mannfjöldi verið þar saman-
kominn. Var þar því þröng mikil, þótt
húsakynni séu stór og rúmgóð að
Laugarvatni. Veður var gott um kvöld-
ið og nóttina, og gat því fólkið einnig
verið úti við að vild. Bjarni Bjarna-
son skólastjóri setti samkomuna með
stuttri ræðu, en síðan héldu tveir
nemendur úr skólanum ræður. Skóla-
kór, við stjórn söngkennarans, Þórðar
Ki'istleifssonar, söng nokkur lög við
ágætan orðstír, og piltar og stúlkur
sýndu leikfimi við stjórn Björns Jak-
obssonar íþróttakennara. Hefir söng-
kennsla ávallt verið með ágætum áð
Laugarvatni, og kom árangur þess í
ljós þetta kvöld sem jafnan á hátíðum
og útvarpskvöldum skólans. Það vakti
athygli þeirra, er vissu, að meðal
stúlknanna, sem sýndu leikfimi, voru
mjög margar úr yngri deild skólans.
Var imdravert hversu mikla leikni og
samstillingu þær höfðu öðlazt, svo
skamman tíma, sem þær hafa haft til
þjálfunar. Að fimleikasýningunni lok-
inni hófst dans í salarkynnum skól-
ans, og var þar dansað til morguns,
þótt ærið væri þröngt á þingi. Veit-
ingar voru í matsal skólans. Samkom-
an fór að öllu leyti vel fram og
Vísitalan hefir einnig hækk-
að síðan mjólkurverðið var
seinast ákveðið. Hækkar það
dýrtíðaruppbæturnar, sem
mjólkursamsalan þarf að greiða.
Ekkert réttlæti mælir með því
að láta þennan aukna kostnað
við mj ólkursöluna bitna á
bændum með því að lækka
verðið, sem þeir fá fyrir mjólk-
ina. Eiga þeir nógu örðugt með
að halda starfsfólk, þótt þetta
verð sé ekki lækkað. Hjá því
verður því ekki komizt, að
hækka söluverð mjólkurinnar.
Ef tafarlaust hefði verið fall-
izt á tillögur Framsóknarflokks-
ins um lögfestingu og samn-
inga við Breta, myndi ekki hafa
komið til þessara hækkana,
hvorki á kaupi eða afurðaverði.
En þetta eru ekki síðustu hækk-
anirnar, sem verða afleiðing
„frjálsu leiðarinnar."
Danir ó'tast aukna
íhlutun Þjóðverja
Danmörk hefir gerzt aðili að
andkommúnistiska sáttmálan-
um. Fór Scavenius utanríkis-
málaráðherra til Berlínar til
að undirrita yfirlýsingu þessa
efnis. í tilefni af þessu kom til
magnaðra óeirða í Kaupmanna-
höfn síðastl. þriðjudag og tals-
vert- hefir borið á óeirðum síð-
an. Margt manna hefir verið
handtekið. Virðast Danir ótt-
ast að Þjóðverjar ætli að fara
að þröngva þeim meira en hing-
að til og sé undirritun sáttmál-
ans eitt merki þess. Talið er að
danska stjórnin hafi fallizt
undirritunina vegna mjög á-
kveðinna hótana Þjóðverja.
(Framh. á 4. síðu)
ánægjulega, og vln mun vart nokkur
maður hafa haft um hönd, þrátt fyrir
allt fjölmennið, er svo víða var að
komið.
t t t
Svohljóðandi skeyti barst í gær frá
fréttaritara blaðsins á Patreksfirði:
Þeir alvarlegu atburðir gerðust hér í
nótt á fjölsóttri skemmtun í sam-
komuhúsinu, að til óeirða kom á
milli íslendinga og erlendra manna,
sem eru á flutningaskipi, sem liggur á
höfninni. Útlendingarnir óðu uppi
með illindum óg beittu hnifum í bar-
daganum. í þessari viðureign særðust
tveir íslendingar, annar mjög hættu-
lega.
t t t
Fréttaritari blaðsins á Akranesi
skrifar: Eins og áður var getið um i
Tímanum er verið að gera vatnsveitu
hér um þessar mundir. Lokið er við að
steypa aðalvatnsgeyminn, sem stendur
uppi undir Akrafjalli um 5 km. frá
kaupstaðnum. Fyrirhugað er að leiða
vatnið úr þessum geymi í trépipum
niður aö Akranesi og er búið að grafa
skurðinn, og meiriiilutinn af pípunum
kominn til Akraness. Pípurnar eru
smíðaðar í Reykjavík. Innanbæjar
verður vatnið leitt í asbest-sements-
pípum. Þessar pípur eru Englandi. Er
nokkur hluti þeirra kominn, en þó
vantar hnérör og millistykki og stöðv-
ast vinna við vatnsveituna um ófyi-ir-
sjáanlegan tíma af þeim orsökum. Þá
er jafnframt í ráði að leggja skólp-
Rússar hafa farið þess á leit
við Breta, að þeir segðu Finn-
um stríð á hendur. Enn hafa
Bretar ekki orðið við þessum til-
mælum, enda væri það ekki í
samræmi við fyrri afstöðu
þeirra til málefna Finna og
Rússa. Finnska stjórnin hefir
líka lýst yfir því, að hún æski
góðrar samvinnu við Breta og
treysti þeim til að skilja af-
stöðu smáþjóðar, sem stuðlar
að því að hnekkja ógnarvaldi,
er hefir beitt hana kúgun og
grimmd öldum saman.
Til frekari skilningsauka á
afstöðu Finna þykir rétt að
geta hér nokkurra merkilegra
heimilda um sambúð Finna og
Rússa frá því fyrri styrjöldinni
lauk og seinni styrjöldin hófst.
Fyrst verða rakin aðalatriðin
í ræðu Ryti forseta, er hann
tilkynnti, að styrjöldin milli
Rússa og Finna væri hafin:
— Eftir að hafa notið friðar
í rúma 19 mánuði hefir land
vort á ný orðið fyrir árásum
rússnesks flughers og landhers.
Vér höfðum ætlað okkur að
vera hlutlausir, en þessar árás-
ir neyða okkur til að grípa til
vopnanna á ný.
Friðarsamningurinn 13. marz
1940 sýndi oss glögglega fyrir-
ætlan Rússa. Landamærin voru
sett þannig, að Vér vorum svipt-
ir náttúrlegum varnarskilyrð-
um. Með samningunum tryggðu
Rússar sér hina ákjósanlegustu
aðstöðu til nýrrar árásar. Við-
búnaður þeirra á Hangöskag-
anum sýndi líka, að þeir voru
ekki fyrst og fremst að búast
þar um til að verja Leningrad
gegn flotaárás, en í þeim til-
gangi þóttust þeir þurfa Hangö-
skagann, — heldur voru þeir að
undirbúa sókn á landi. Krafa
þeirra um járnbraut yfir Mið-
Finnland til Svíþjóðar hafði
eingöngu hernaðarlegan til-
gang. Með því að ráða yfir
henni gátu þeir tvískipt Finn-
landi og nálgast Svíþjóð á stutt-
um tíma.
Rússar sögðu, að með friðar-
samningunum væri öllum ósk-
rennur í sömu skurði og vatnsleiðslu-
pípurnar liggja í innanbæjar. Tölu-
vert hefir verið unnið að gatnagerð
undanfarið, og byggingu íþróttahússins
er að verða lokið. Er talið líklegt, að
það taki til starfa um- árainót,
t t t
Fréttaritari Tímans í Vestmanna-
eyjum hefir skýrt blaðinu frá því, að
Þorvaldur Guðjónsson skipstjóri,
þekktur aflamaöur í Vestm.eyjum og
kunnur maður úr Grænlandsför Gottu,
hafi fest kaup á línuveiðaskipinu
„Málmey". Átti það áður Óskar Hall-
dórsson. „Málmey“ er 74 smálestir að
stærð. Bætist þar álitlegt skip við
skipastól Vestmannaeyinga. Er mikill
hugur í Eyjamönnum, að verja fé því,
er þeim berst nú í hendur, umfram
það er gerist í venjulegu árferði, til
þess að auka og efla atvinnurekstur í
bæ sínum, fjölga atvinnutækjunum og,
bæta þau og búa í haginn fyrir fram-
tíðina.
t t t
Fréttaritari biaðsins í Kópaskeri
skýrði blaðinu svo frá 1 símtali í
gær: í morgun fór bifreið héðan vest-
ur yfir Reykjaheiði og önnur kom að
vestan hingað i sýsluna um sama leyti.
Mun það vera einsdæmi, að heiðin sé
fær bifreiðum á þessum tíma ársins.
Sauðfé gengur sjálfala að mestu leyti.
Á einstaka heimilum er farið að taka
lömb í hús. í morgun gránaði í fjöll,
en nú er aftur komið þurrviðri.
(Framh. á 4. síðu)
um þeirra fullnægt. En skömmu
síðar fóru þeir að skipta sér af
utanríkismálum Finnlands og
hótuðu öllu illu, ef Finnland og
Sviþjóð gengu í hernaðarbanda-
lag. Finnar féllu því frá þeirri
hugmynd. í fyrrahaust heimt-
uðu þeir afvopnun Álandseyja,
enda þótt hún væri heimil
samkv. friðarsamningunum.
Finnar urðu einnig við þessari
ósk. Jafnframt gerðu þeir stöð-
ugt nýjar og nýjar kröfur í fjár-
hagslegum efnum. Þeir heimt-
uðu, að við endurgreiddum bú-
pening, húsmuni og vélar, sem
íbúar hinna hernumdu héraða
fluttu brott með sér. Meira að
segja, heimtuðu þeir vélar end-
urgreiddar, sem höfðu verið
fluttar af þessum slóðum mörg-
um árum áður en styrjöldin
hófst. Við reyndum eftir megni
að fullnægja þessum kröfum
Rússa, þótt fjárhagur okkar
þyldi illa auknar byrðar.
Fyrirætlanir Rússa komu og
berlega í ljós, þegar Molotoff
krafðist þess í Berlínarför sinni
í nóvember í fyrra, að Þjóð-
verjar létu Rússa fá frjálsar
hendur í Finnlandi.
Rússar stórjuku undirróður
sinn í Finnlandi eftir friðar-
samningana. Njósnir þeirra
voru víðtækar og starfsmenn
rússneska utanríkismálaráðu-
neytisins í Finnlandi voru ó-
spart notaðir í þeim efnum.
Þessir starfsmenn voru líka
talsvert á þriðja hundrað, er
styrjöldin hófst og var stöðugt
verið að fjölga þeim. „Finnsk-
rússneska félagið“ var stöðugt
eflt til meiri áhrifa, en neitað
var samvinnu við finnska
menntamálaráðuneytið um
finnsk-rússnesk menningarmál.
Leynistarfsemi finnskra kom-
múnista var studd á allan
mögulegan hátt.
Vér Fipnar höfum í einu og
öllu haldið friðarsamningana
og raunar gengið miklu lengra
til samkomulags. En þegar
reynslan sýnir okkur, að Rúss-
ar stefna að því í hvívetna, að
undiroka finnsku þjóðina í
stað þess að halda samningana
og byrja á ný styrjöld gegn
henni á landi og úr lofti, þá
getum vér ekki lengur setið
hjá, heldur verðum að snúast
(Framh. á 4. síðu)
Erlendar fréttir
Þýzki herinn í Libyu hefir
aftur náð Sidi Rezegh á vald
sitt og rofið þannig sambandið,
sem aðalher Breta hafði náð við
setuliðið í Tobruk. Þýzk-ítalski
herinn hefir landamærabæina
Sollum og Sidi Omar enn á valdi
sínu og einnig Bardia. Hlé virð-
ist nú á orustum. Bretar telja
sér sigur vísan á þessum slóðum
og segja, að missi Sidi Rezegh
muni aðeins tefja fyrir sigri
þeirra í nokkra daga. — Þjóð-
verjar segjast vera búnir að
eyðileggja 800 skriðdreka fyrir
Bretum í Libyu síðan sókn
þeirra hófst.
Flótti Þjóðverja frá Rostov
heldur áfram og hefir undan-
farið verið barizt í Taganrog,
65 km. frá Rostov, en talið er
víst, að Þjóðverjar verði að
hörfa til Mariupol. Þjóðverjar
hafa misst mikið af hergögnum
á undanhaldinu. Á Moskvavíg-
stöðvunum heldur sókn Þjóð-
verja enn áfram, en gengur
mjög hægt. — Rússar skýra frá
miklu hergagnatjóni Þjóðverja
þar. — Rússar hafa yfirgefið
Hangöskagann á Finnlandi.
Roosevelt hefir fyrirskipað,
að Tyrkir skuli fá hjálp samkv.
láns- og leigulögunum, því að
varnir þeirra séu mikilsverðar
fyrir Bandamenn.
A víðavangi
ÚTÚRSNÚNINGUR MBL.
Mbl. getur nú ekki varið
flokk sinn í dýrtíðarmálinu
öðru vísi en með útúrsnúning-
um. — Blaðið segir t. d., að við-
skiptamálaráðherra hafi sagt í
grein sinni í Tímanum í fyrra-
dag, að ekki væri hægt að halda
dýrtíðinni niðri með lögfestingu
kaupgjaldsins eins.og séu þessi
ummæli ráðherans sönnun þess,
að ekki hefði verið hægt að
halda dýrtíðinni niðri með dýr-
tíðarfrv. Þessi útúrsnúningur
Mbl. byggist á því, að það slepp-
ir öðru aðalatriði frv., verðlags-
festingunni. — Mbl. segir, að
Framsóknarflokkurinn hafi
sannað, að fleiri leiðir væru til
en lögfestingarleiðin, með því
að setja það skilyrði, að heim-
ildir dýrtíðarlaganna yrðu not-
aðar til að halda dýrtíðinni í
skefjum til næsta þings. Þessi
útúrsnúningur byggist á því, að
það er sitthvað, að halda dýr-
tíðinni þannig niðri í 2—3
mánuði eða til langframa og
eftir að kaupgjaldið hefir hækk-
að. — Mbl. segir, að Ólafur
Thors hafi ekki horfið frá fyrri
stefnu sinni vegna tilmæla
vissra stétta, heldur hafi hann
aðeins leitað álits þessara
stétta. í þingræðu, eftir Ólaf,
sem Mbl. hefir birt, er skýrt
tekið fram, að hann hafi horfið
frá lögfestingarleiðinni, sem
hann var fylgjandi, vegna til-
mæla frá verkalýðsfélögum
Sj álfstæðisf lokksins.
BLAÐIÐ „SEM FÆSTIR HLUT-
IR ERU HÖFÐINGLEGA
GEFNIR.“
Mbl. segir um Hannes Haf-
stein í stórri fyrirsögn í morg-
un: Foringinn, sem flestir hlutir
voru höfðinglega gefnir. Það
mun óefað hægt að segja um
blaðið, sem býr til slíka fyrir-
sögn, að því séu fæstir hlutir
höfðinglega gefnir.
Seinustu
,,þjódheíjornar“
í dag birtir Mbl. mynd af
Hannesi Hafstein á aðalsíðu
blaðsins. í gær birti það á sömu
síðu á talsvert meira áberandi
stað myndir af þremur lög-
regluþjónum. Virðist blaðið
þannig álykta, að þeir séu engu
minni þjóðhetjur en Hafstein.
Hvað er það, sem hefir gert
þessa lögregluþj óna að eins-
konar þjóðhetjum í augum Mbl.
og annara Reykjavíkurblaða,
sem birt hafa myndir þeirra?
Ástæðan er sú, að lögreglu-
stjóri hefir vikið þessum mönn-
um frá störfum, einum fyrir-
varalaust, en tveimur með sex
mánaða fyrirvara, en annar
þeirra hefir aðeins verið til
reynslu. — Lögregluþjónarnir
tveir, sem höfðu veitingu fyrir
störfum sínum, hafa ákveðið
að höfða mál og fæst þá úr því
skorið, hverjar eru uppsagnar-
ástæður lögreglustjóra.
En Mbl„ Visir og Alþýðubl.
eru ekki að biða eftir því, að
þetta mál verði þannig upplýst,
þau dæma fyrirfram að brott-
vikning lögregluþjónanna hafi
verið óréttmæt og áfellast lög-
reglustjóra. Lögregluþjónarnir
eru sýknir, lögreglustjórinn
sekur.
Þessi blöð hafa áður áfellzt
lögregluna fyrir óreglu og aga-
leysi. Meginþorri lögreglunnar
hefir að vísu verið saklaus í
þessum efnum, en til hafa verið
slæmar undantekningar þar eins
og annars staðar. Núverandi
lögreglustjóri hefir gert sitt til
að reyna að bæta úr þessum á-
göllum. Það hefir líka aldrei
verið meiri þörf en nú fyrir
góða lögreglu og góðan aga í
lögreglunni. Óhætt mun líka að
segja, að lögreglan hafi yfirleitt
(Framh. á 4. siðu)
A KROSSGÖTTJM
Fjölsótt hátíð á Laugarvatni — Óeirðir á Patreksfirði. — Vatnsveitan á
Akranesi, — Skipastóll Vestmannaeyinga eykst. — Reykjaheiði bílfær. —
Frá ísafirði.