Tíminn - 31.12.1941, Síða 2
\ ukablað
TllirVX. migvikadagfim 31. des. 1941
Ankablað
með nokkrar nýjungar, sem les-
endum ætti að falla vel í geð.
En það er ekki nóg. Allir, sem
kirkjunni unna, ættu að styðja
málgagn hennar sem bezt, bæði
með því að skrifa í það og út-
breiða það.
Jakob Jónsson.
Náttúrufræðingurinn 3.—
4 h. 11. árg. Útgef.: Hið
íslenzka náttúrufræðafé-
lag. Ritstjóri Árni Frið-
riksson.
Guðmundur heitinn Bárðar-
son og Árni Friðriksson hófu
útgáfu þessa rits upp á eigin
spýtur. Stöan Guðmundur féll
frá hefir Árni jafnan verið rit-
stjóri o_g lengst af útgefandi
ritsins. í því hefir smám sam-
an verið birt flest það, sem auk-
ið hefir verið við þekkingu á
náttúru landsins síðasta áratug-
inn. Enda þótt frágangur hafi
oft borið vott um vanefni, er
Náttúrufræðingurinn í röð
hinna merkustu tímarita, sem
út hafa komið hér á landi.
Þetta síðasta hefti er snoturt
að frágangi og margar merki-
legar ritgerðir í því. Má þar
helzt til nefna Beitusmokkinn
eftir ritstjórann, Frá fsafjarð-
ardjúpi, eftir Steindór Stein-
dórsson og Kleifarvatn, eftir
Pálma Hannesson.
Öll lestrarfélög ættu að halda
Náttúrufræðinginn og svo allir
þeir, sem hafa gaman af nátt-
úrufræði. J. Ey.
Skinfaxi, tímarit U. M.
F. í„ 2. h. 32. árg. Ritstj.
Eiríkur J. Eiríksson,
prestur og kennari að
Núpi í Dýrafirði.
Þetta er mjög snoturt hefti,
bæði að efni og frágangi. Það
hefst á ritgerð eftir Jóhann
Frímann: Snorri í Reykholti.
Um eitt skeið var Skinfaxi
aflvaki í íslenzku þjóð^fi, sem
Iangdrægt mætti líkja við Fjölni
á sinni tíð. Þá var ritstjóri Jón-
as Jónsson, en hann var þá lítt
eða ekki farinn að gefa sig við
opinberum stjórnmálum. Þá
börðust ungmennafélagar fyrir
eldheitum áhugamálum, t. d.
fánanum, og voru hvergi
hræddir, þótt móti blési. Ennþá
eru Ungmennafélögin merki-
legur og drengilegur þáttur í
þjóðlífinu, en varla eins í far-
arbroddi vegna þess, að önnur
og fleiri samtök starfa nú við
hlið þeirra að sömu áhugamál-
um, svo sem íþróttafélög og
bindindisfélög.
Ungmennafélögin leggja fulla
stund á að vera óháð öllum
stjórnmálaflokkum og er það
vitanlega rétt. Þetta má þó ekki
ganga svo langt, að þau þori
ekki að gera mun á hvítu og
svörtu. Það er t. d. erfitt að
sjá, hvernig þeir menn geta átt
samleið með ungmennafélög-
um, sem aðhyllast öfga- og
ofbeldisstefnur, en dæmi munu
til að slíkir menn hafi jafnvel
verið og séu í formannssæti.
Og dekri félögin við slíka menn,
en afneiti þeim, sem mest hafa
unnið að stefnumálum félag-
anna, þá hlýtur mörgum að
koma í hug hið fornkveðna, að
eigi beri skepnunni að rísa upp
gegn skapara sínum. Það ligg-
ur við að manni detti í hug
vanmáttarkennd í því sam-
bandi.
Núverandi ritstjóri og sam-
bandsstjóri er maður elnarður
og drengilegur, enda mun starf
og vegur U. M. F. í. vera vax-
andi undir stjórn hans. J. Ey.
Guðmundur G. Hagalín:
Barningsmenn. Útg.: Sjó-
mannadagsráð ísfirðinga.
390 bls. 8vo. Verð í kápu
kr.
Þetta eru sögur og þættir um
sjómenn og sæfarir. Höfundur-
inn er alinn upp á skútuöldinni
á Vestfjörðum. Sjálfur hefir
hann verið skútukarl, þekkir
skúturnar og skútukarlana af
eigin reynd. Hann kann að
sigla nauðbeitt, Ijúfara og lið-
ugt, ef í það fer og hann „gef-
ur“ skútunni segl eftir því, sem
hún þolir, þekkir allt á þilfari
og reiða eins og rúmið sitt. Á
milli bregður hann sér ofan í
hásetaklefann og spjallar við
karlana um sæfarir og mann-
lega náttúru, eins og gengur og
gerist.
Enda þótt flest, sem í þessari
bók er, hafi áður verið prentað,
fer vel á því, að hafa það í einu
safni. Það fer varla hjá því, að
sögur og frásagnir Hagalíns um
sæfarir og sægarpa verði sí-
gildur þáttur í íslenzkum bók-
menntum þessarar aldar. J. Ey.
K O T i 9
S J A F IV A R
Stangasápu
Hreinlætisvörur
frá SJÖFN
mæla með sér sjálfar —
Þær munu spara yð-
ur mikið ómak við
hreingerningarnar
O P A L
RÆSTIDUFT
Allt frá Sjofn
4ÚTBREIÐIÐ TÍ M ANN ♦
r
Oskum öllum samvinnumönnum og
öðrum viðskiptavinum gleðilegs nýárs
og þökkum samstarfið á liðna árinu
Samband ísL samvinnufélaéa.
GLEÐILFGT \tÁR!
Niðursuðuverhsmiðja S. t. F.
GLEÐILEGS AÝAííS!
óskum vér öllum viðskiptavinum vorum.
V erhsmiðjjuútsalan
Gefjun — Iðunit,
Aðalstrasti.
GLEÐILEGT IVÝAU!
Ruftíehjaverhsmiðjjan h.f.
GLEÐILEGT NÝAlI!
Prentsmiðjan Edda H.F.
GLEÐILEGT AÝ\R!
-1 H I =<;!»!!
I ?! I I.Tl Shipaútfierð ríhisins
þökk fyrir viðskiptin á árinu
sem er að líða.
GLEÐILEGT NÝAR!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Kexverhsmlðjan Frón h.f,
GLEÐILEGT IVÝAlI!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
\erzlun O. EUinffsen h.f.
GLEÐILEGT IVÝAR!
Þökkum viðskiptin á iiðna árinu.
Smjörlíhisfferðin Asffarður h.f.
GLEÐILEGT IVÝAR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Litír & Lökk
í
GLEHILEGT IVÝÁR!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
EMarverhsmiðjan Gefjun.
GLEÐILEGT IVÝAR!
Þökk fyrir liðna árið.
Sláturfélaff Suðurlands.
Óshum öllum viðshiptavinum
FARSÆLS IVÝARS!
Jón Loftsson, byffffingurefnaverzlun,
Vihurfélaffið h.f.
GLEÐILEGT IVÝAlI!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Bræðurnir Ormsson.
(Eiríhur Ormsson).
GLEÐILEGT IVÝ ÍR!
1 *fl \ og þökk fyrir viðskiptin á árinu,
sem er að líða.
Eimshipafjelaff tslands.
- ——
Nýársdag 1. jan. 1942.
Heiðruðu viðskiptavinirZ
Um leið og vér þökkum fyrir góðar viðtökur og viðskipti á
hinu liðna ári og óskum yður farsældar á hinu nýja, leyfum
vér oss að tilkynna, aö heildverzluninni Jóh. Karlsson & Co.,
sími 1707, pósthólf 434, hefir verið veitt söluumboð fyrir allar
framleiðsluvörur vorar frá og með 1. janúar 1942, og eru skrif-
stofur hennar í sambandi við skrifstofur vorar og á sama stað
og áður.
Vlrðingarfyllst.
pr. pr. VERKSMIÐJAN MAGNI H.F.
Jóh. Karlsson.