Tíminn - 13.02.1942, Qupperneq 2

Tíminn - 13.02.1942, Qupperneq 2
2 TÍMBVN, fttstndaginn 13. febr. 1942 1. blað «rrL».>ÉÉÉaiMiMM^HMWg| ‘gímtnn Föstudag 13. febrúar Bæja- og sveíta- stjómakosníngarnar Fyrir bæja- og sveitastjórn- arkosníngarnar, sem nýlega fóru fram, kvað við jafnt og þétt hjá andstæðingum Fram- sóknarf lokksins: Framsóknar- flokkurinn mun tapa, Fram- sóknarflokkurinn er • óvinur bæjanna, launafólksins, verka- mannanna. Kastið ekki atkvæði ykkar á óvin ykkar og hnign- andi flokk. Kjósið ekki Fram- sóknarflokkinn. Úrslitin urðu önnur en ætlazt var til með þessum geypiyrðum. Framsóknarflokkurinn hefir nær alls staðar unnið á og er eini flokkurinn, sem hefir bætt aðstöðu sína, svo verulegu nemi. Hafi andstæðingum Framsókn- arflokksins ekki verið það ijóst áður, ætti þeim að vera það ljóst nú, að hinn gamli rógur um Framsóknarflokkinn, sem óvin bæjafólksins, gagnar þeim ekki lengur. Bæjarmönnum verður það alltaf betur og betur ljóst, að framleiðslan er undirstaða allrar velmegunar og framfara. Þeir sjá jafnfrámt, að Fram- sóknarflokkurinn hugsar meira um framleiðsluna en aðrir flokkar og er eini flokkurinn, sem hefir unnið að því, að dýr- tíðin yrði stöðvuð, svo að hún yrði ekki óbærileg byrði á fram- leiðslunni, þegar verðlag út- flutningsvaranna lækkar aftur. Þeir sjá einnig, að smáútgerðin hefir beztan málsvara þar sem Framsóknarflokkurinn er. Al- þýðuflokkurinn og kommún- istar hafa verið meira en skeytingarlausir um hag út- gerðarinnar og forráðamenn Sjálfstæðisflokksins sjá yfir- leitt ekki aðra útgerð en tog- araútgerðina. Bæjarfólkinu er ennfremur orðið ljóst, að aukin ræktun við kaupstaði og kaup- tún er stórt hagsmunamál þess, en þar hefir Framsóknar- flokkurinn haft forustuna. Bæj- arfólkinu skilst það líka betur og betur, að kaupfélögin, sem Framsóknarmenn hafa treyst og eflt, tryggja þeim sann- gjarna og heilbrigða verzlun. Seinast, en ekki sízt, er það ó- hagganleg staðreynd, að í fræðslu- og menningarmálum hefir Framsóknarflokkurinn jafnan verið forustuflokkurinn. Rógurinn um Framsóknar- flokkinn sem óvin kaupstaða og kauptúna, er því genginn sér til húðar. Vöxtur Framsóknar- flokksins í bæjunum verður ekki stöðvaður. Nýir og nýir liðsmenn munu bætast þar í raðir flokksins, og aðstaða hans til að vinna fyrir kaupstaðina og kauptúnin batnar að sama skapi og fylgi hans vex þar. Kaupstaðirnir og kauptúnin þarfnast líka sannarlega nýrr- ar forustu og nýrra úrræða. Vandamál bæjarfólksins verða aldrei leyst af íhaldsmönnum einum, sem hafa hagsmuni fárra fjáraflamanna fyrir leið- arljós. Vandamál bæjarfólks- ins verða heldur ekki leyst af Alþýðuflokknum, sem nú virð- ist ekki sjá annað úrræði en að bændur verði einskonar þrælar kaupstaðanna og verði neyddir til að selja afurðirnar svo lágú verði, að þeir hafa stórum lak- ari kjör en aðrar stéttir. Vandamál kaupstaðanna og kauptúnanna verða aðeins leyst af flokki, sem vinnur fyrst og fremst að eflingu framleiðsl- unnar til sjávar og sveita og vill skipta arði hennar réttlátlega milli þeirra, sem að henni starfa. í slóð vaxandi fram- leiðslu koma bætt lífskjör og aukin menning. Þess vegna mun fólkið við sjóinn — eins og fólkið í sveitinni hefir þegar gert — skipa sér undir merki Framsóknarflokksins og gera hann að stærsta flokki lands- ins. Sigurinn í kosningunum 25. þ. m. er einn áfanginn að því marki. Framsóknarílokkurínn jók íylgi sitt, Al- þýðuílokkurinn og kommúnistar stóðu í stað, Sjálístæðisilokkurion tapaði Sunnudag 25. janúar fóru fram bæjarstjórnarkosningar í öllum kaupstöðunum, nema Reykjavík, og hreppsnefndarkosn- ingar í öllum stærri kauptúnum landsins. Athyglisverðustu niðurstöðurnar í kosningunum voru þessar: Framsóknarflokkurinn hefir alls staðar aukið fylgi sitt í kaupstöðunum, þar sem hann hafði menn í kjöri, nema á Akra- nesi. Þar tapar hann lítilsháttar. Á Akureyri bætir flokkurinn við sig um 100 atkv. og einum fulltrúa, á Siglufirði 33 atkv. og einum fulltrúa, í Vestmannaeyjum 54 atkv. og á Seyðisfirði og Norðfirði eykur hann heldur atkvæðatölu sína. í kauptúnunum hefir þó Framsóknarflokkurinn yfirleitt bætt aðstöðu sína meira en í kaupstöðunum. þrjá fulltrúa. Alþýðufl. og kommúnistar hafa nú misst meirihlutann í bæjarstjórninni, þar sem Framsóknarfl. hefir unnið frá þeim einn fullrúann. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tap- að 65 atkv. og misst einn full- trúa til óháðra, sem fengu at- kvæði bæði frá íhaldinu og samfylkingunni. Framsóknarfl. er eini stj órnmálaf lokkurinn, sem hefir aukið fylgi sitt á Siglufirði. Alþýðuflokkurinn hefir náð sæmilegum úrslitum á ísafirði og í Hafnarfirði. Á Akureyri hefir fylgi flokksins heldur aukizt, en annars staðar hefir hann yfirleitt staðið í stað eða tapað. Kommúnistar hafa hvergi unnið neitt á, en víðast tekizt að halda svipuðu fyigi og seinast. Þar sem líklegt má telja, að flokknum hafi áskotnazt eitthvert Iausafylgi, af því að hann hefir verið einn í stjórnarandstöðu seinustu árin, virðist þessi niðurstaða ótvírætt benda til, að hinu raunverulega flokksfylgi hafi hrakað. Sjálfstæðisflokkurinn hefir yfirleitt tapað. í Vestmanna- eyjum missir hann 90 atkv., í Hafnarfirði um 180 atkv., á ísafirði 192 atkv. og tvo fulltrúa, á Siglufirði 55 atkv. og einn fulltrúa, á Akureyri 334 atkv. og tvo fulltrúa, á Seyðisfirði 69 atkv. og tvo fulltrúa og í Neskaupstað 36 atkv. Alls tapar því Sjálfstæðis- flokkurinn um 960 atkv. á þessum stöðum, en vinnur hins vegar 52 atkv. á Akranesi. Flokkurinn tapar því rúmum 900 atkv. í kaupstöðunum. í kauptúnunum eru úrslit sízt hagstæðari Sjálf- stæðisflokknum. Það fylgi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir misst, hefir að ein- hverju leyti horfið til hinna flokkanna og að einhverju leyti til óháðra lista. Tvær athyglisverðustu niðurstöður kosninganna eru vaxandi fylgi Framsóknarflokksins og tap Sjálfstæðisflokksins. Fylgisaukning Framsóknarflokksins er ekki sízt athyglisverð fyir það, að andstæðingarnir hafa reynt að rægja hann í kaup- stöðum og kauptúnunum sem óvin bæjamanna og misnotuðu nú seinast dýrtíðarmálið til að sverta hann í augum launa- fólks og verkamanna. Þessi svívirðilega árás hefir ekki náð til- ætluðum árangri og tiltrú manna á forustu Framsóknarfiokks- ins hefir haldið áfram að vaxa. Tap Sjálfstæðisflokksins er auðskilið. Flokkurinn hefir látizt vera „flokkur allra stétta“. Þetta gat heppnazt um skeið meðan flokkurinn var í stjórnarandstöðu og ábyrgðarlaus, enda hefir hann náð óeðlilega miklu fylgi undanfarin ár, t. d. hjá verka- mönnum. En til lengdar getur flokknum ekki lánazt þessi blekk- ing, og þá hverfa þeir eðlilega frá honum, sem finna, að þeir hafa Akureyri: Framsóknarfl, fékk 802 atkv. og fjóra fulltrúa, Alþýðufl. 272 atkv. og einn fulltrúa, Sjálf- stæðisflokkurinn 564 atkv. og tvo fulltrúa, kommúnistar 608 atkvæði og þrjá fulltrúa, óháðir (nazistar) 348 atkv. og einn mann kosinn. Árið 1938 fékk Framsóknarfl. 708 atkv. og þrjá fulltrúa. Al- þýðufl. 230 atkv. og einn fulltr. og Sjálfstæðisfl. 898 atkv. og fjóra fulltrúa. Kommúnistar 566 atkv. og þrjá fulltrúa. Framsóknarmenn hafa því unnið mjög glæsilegan sigur, þar sem þeir hafa bætt við sig um 94 akv. og einum bæjar- I fulltrúa. Alþýðuflokkurinn og kommúnistar hafa lítillega aukið fylgi sitt, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefir goldið mikið afhroð, tapað tveimur bæjar- fulltrúum og 334 atkvæðum. í- skyggilegt verður að telja hið mikla fylgi nazistalistans. Seyðisfjörður: Framsóknarfl. fékk 73 atkv. og einn fulltrúa, Alþýðuflokk- urinn 119 atkv. og þrjá full- trúa, Sjálfstæðisflokkurinn 111 atkv. og tvo fulltrúa, kommún- istar 59 atkv. og einn fulltrúa, óháðir 79 atkv. og tvo fulltrúa. Árið 1938 fékk Framsóknarfl. 71 atkv. og einn fulltrúa, Al- þýðufl. 175 atkv. og þrjá full- trúa, Sjálfstæðisflokkurinn 180 atkv. og fjóra fulltrúá, kom- múnistar 62 atkv. og einn full- trúa. verið blekktir. Hér fer á eftir yfirlit um kosningaúrslitin á hverjum stað og er jafnframt greint frá úrslitum bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inganna 1938: Kaupstaðirnir: Vestmannaeyjar: Framsóknarflokkurinn fékk 249 atkv. og einn fulltrúa, Al- þýðuflokkurinn 200 atkv. og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokk- urinn 839 atkv. og fimm full- trúa og kommúnistar 463 atkv. og tvo fulltrúa kosna. Árið 1938 fékk Framsóknar- flokkurinn 195 atkv. og einn fuiltrúa, samfylking Alþýðu- flokksins og kommúnista 655 atkv. og þrjá fulltrúa, Sjálf- stæðisflokkurinn 866 atkv. og fimm fulltrúa og nazistar 62 atkv. Nazistar hafa nú kosið með Sjálfstæðisfl. og hefir hann því raunverulega tapað 90 atkv. Alþýðuflokkurinn og kommúnistar hafa nær staðið í stað, en Framsóknarfl. hefir bætt við sig 54 atkv. Er hann því eini vaxandi flokkurinn í Vestmannaeyj um. Hafnarfjörður: Alþýðufl. fékk 987 atkv. og 5 f ulltrúa, Sj álf stæðisf lokkurinn 785 atkv. og 4 fulltrúa, óháðir og kommúnistar 129 atkv. og engan mann kosinn. Árið 1938 fékk samfylking Alþýðufl. og kommúnista 984 atkv. og 5 fulltrúa, Sjálfstæð- isflokkurinn 969 atkv. og 4 full- trúa. Alþýðuflokkurinn hefir því raunverulega unnið á, þar sem hann fær ekki kommún- istafylgið nú, en Sjálfstæðis- menn hafa tapað rúmlega 180 atkv. Akranes: Famsóknarflokkur'lnn fékk 115 atkv. og einn fulltrúa, Al- þýðuflokkurinn 312 atkv. og 3 fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn 405 atkv. og 5 fulltrúa. Árið 1938 fékk Framsóknar- flokkurinn 145 atkv. og einn fulltrúa, Alþýðuflokkurinn 277 atkv. og þrjá fulltrúa, Sjálf- stæðisflokkurinn 353 atkv. og fimm fulltrúa. Framsóknar- flokkurinn hefir tapað þarna nokkrum atkvæðum. ísafjörður: Alþýðufl.^ fékk 714 atkv. og fimm fulitrúa, Sjálfstæðisfl. 378 atkv. og tvo fulltrúa, óháð- ir 257 og tvo fulltrúa. Árið 1938 fékk samfylking Al- þýðufl. og kommúnista 725 atkv. og fimm fulltrúa, Sjálfstæðisfl. 570 atkv. og fjóra fulltrúa. Efsti maðurinn á lista óháðra nú var fyrv. Alþýðuflokksmaður og annar maður yfirlýstur kom- múnisti. Óháða listanum var því einkum ætlað að draga frá Alþýðuflokknum. Úrslitin hafa því orðið Alþýðufl. hagstæð, en gengið á móti Sjálfstæðisfl., sem tapar 192 atkv. og tveimur bæj arf ulltrúum. Siglufjörður: Framsóknarfl. fékk 286 atkv. og tvo fulltrúa, samfylking Al- þýðuflokksins og kommúnista 698 atkv. og fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisfl. 331 atkv. og tvo fulltrúa, óháðir 157 atkv. og einn fulltrúa. Árið 1938 fékk Framsóknarfl. 253 atkv. og einn fulltrúa, .sam- fylking Alþýðufl. og kommún- ista 672 atkv. og fimm full- trúa. Sjálfstæðisfl. 386 atkv. og I kosningunum nú hafa Framsóknarmenn fullkomlega haldið sínu, þar sem kosninga- þátttaka er nú minni en 1938, kommúnistar hafa aðeins tapað og jafnaðarmenn og íhaldið hafa tapað miklu. En óvíst er hvorir hafa tapað meira til ó- háðra. Tap Sjálfstæðisfl. er þó tilfinnanlegra, þar sem hann missir tvo bæjarfuiltrúa, en Al- þýðuflokkurinn heldur sínum. Neskaupstaður: Framsóknarfl. fékk 87 atkv. og einn fulltr., Alþýðufl. 152 atkv. og þrjá fulltr. Sjálfstæð- isflokkurinn 105 atkv. og tvo fulltrúa, kommúnistar 178 atkv. og þrjá fulltrúa. Árið 1938 fékk Framsóknarfl. 84 atkv. og einn fulltrúa, sam- fylking Alþýðuflokksins og kommúnista 331 atkv. og sex f ulltrúa, Sj álfstæðisf lokkurinn 141 atkv. og tvo fulltrúa. Framsóknarflokkurinn hefir því meira en haldið sínu fylgi, þegar tillit er tekið til minni þátttöku, kommúnistar og Al- þýðuflokkurinn hafa alveg stað- ið í járnum, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefir tapað 36 at- kvæðum. Kauptúiiiii: Keflavík: Framsóknarfl. og AlJjýðufl. 286 atkv. og tvo fulltrúa, Sjálf- stæðisfl. 199 atkv. og tvo fulltr. og óháðir 130 atkv. og einn fulltrúa. Árið 1938 fengu Framsóknar- flokkurinn og Alþýðufl. 225 at- kvæði og tvo fulltrúa. Munaði minnstu nú, að þeir fengju þriðja manninn á listanum kosinn og hefði Framsóknarfl. þá átt tvo fulltrúa í hrepps- nefndinni. Þessir flokkar hafa því bætt við sig um 60 atkv., Sjálfstæðisfl. fékk 1938 349 at- kvæði og þrjá fulltrúa. Hann hefir því tapað 150 atkv. og einum fulltrúa. Á óháða list- anum voru menn úr öllum flokkum og mun hann því ekki hafa tekið hlutfallslega meira frá Sjálfstæðisfl. en öðrum flokkum. Sjálfstæðisfl. hefir því beðið mikinn ósigur í Kefia- vík, sem var eitt sinn sterkasta vígi hans. Borgarnes: Framsóknarflokkurinn 124 atkvæði og þrjá fulltrúa, Sjálf- stæðisfl. 150 atkv. og þrjá full- trúa, kommúnistar 43 atkv. og einn fullrúa. Árið 1938 fékk sameiginlegur listi Framsóknar-, Alþýðu- flokksins og kommúnista 145 atkv. og Sjálfstæðisfl. 144 atkv. Kosningaúrslitin nú bera órækt merki um traust og vaxandi fylgi Framsóknarfl. Fylgi Sjálfstæðisfl. hefir hins vegar heldur hrakað, þegar miðað er við aukna þátttöku i kosning- unum. Hellissandur: Framsóknarfl. fékk 27 atkv. og einn fulltrúa, Alþýðufl. og óháðir 73 atkv. og þrjá fulltrúa, Sjálfstæðifl. 47 akv. og einn fulltrúa, óháðir 22 atkv. Árið 1938 fékk sameiginlegur listi Framsóknarfl. og Alþýðu- flokksins 51 atkv. og sinn full- trúann hvor flokkur. Aðstaða Framsóknarmanna er því ó- breytt. Sjálfstæðisfl. fékk þá 57 atkv. og þrjá fulltrúa. Hefir hann því tapað tveim fulltrú- um. Ólafsvík: Framsóknarfl. og Alþýðufl. 103 atkv. og þrjá fulltrúa, (tvo Framsóknarmenn og einn Al- þýðufl.m.), Sjálfstæðisfl. 69 atkv. og tvo fulltrúa. Árið 1938 var samkomulag milli flokkanna um skipun hreppsnefndarinnar og voru í henni einn Framóknarmaður, tveir Alþýðuflokksmenn og tveir íhaldsmenn. Framsóknar- menn hafa því bætt við sig ein- um fulltrúa. Stykkishólmur: Framsóknarfl. fékk 71 atkv. og tvo fulltrúa, Alþýðufl. 55 at- kvæði og einn fulltrúa, Sjálf- stæðisflokkurinn 152 atkv. og fjóra fulltrúa, óháðir 33 atkv. Árið 1938 fengu Framsóknar- og Alþýðufl. 131 atkv. og þrjá fulltrúa (einn Framsóknarm. og tvo Alþýðuflm.), en Sjálf- stæðisfl. 161 atkv. og fjóra full- trúa. Framsóknarfl. hefir því unnið fulltrúa frá Alþýðufl. Patreksf jörður: Framsóknarfl, fékk 104 atkv. og tvo fulltrúa, Alþýðufl. 92 atkv. og einn fulltrúa, Sjálf- stæðisfl. 148 atkv. og tvo full- trúa. Árið 1938 fékk Framsóknarfl. 62 atkv. og einn fulltrúa, Al- þýðufl. 136 atkv. og tvo fulltrúa, Sjálfstæðisfl. 128 atkv. og tvo fulltrúa. Framsóknarflokkurinn hefir því bætt við sig 42 at- kvæðum og einum fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn hefir unnið 20 atkv. en Alþýðufl. tap- að 46 atkv. og einum fulltrúa. Bíldudalur: Framsóknarfl. og Alþýðufl. fengu 98 atkv. og sinn fulltrú- ann hvor flokkur, Sjálfstæðisfl. 106 atkv. og þrjá fulltrúa. Árið 1938 fengu Framsóknar- flokkurinn og Alþýðufl. aðeins einn mann kosinn, en Sjálf- stæðisflokkurinn fjóra. Fylgis- tap Sjálfstæðisfl. er þvi mikið. Flateyri: Framsóknarfl. og Alþýðufl. fengu 1,19 atkv. og þrjá full- trúa (einn Framsóknarmann og tvo Alþýðuflm.), Sjálfstæðis- flokkurinn 93 atkv. og tvo full- trúa. Árið 1938 fékk Alþýðufl. 135 atkv. og þrjá fulltrúa, en Sjálf- stæðisflokkurinn 120 atkv. og tvo fulltrúa. Framsóknarmenn áttu áður engan mann í hrepps- nefndinni, en eiga nú odda- manninn. Bæja- og sveita- st j ó rnarlulltr úar F r amsóknar 11. kjörnir 25. fi. m. BÆ J ARFULLTRÚ AR: Akranes: Þórhallur Sæmundsson lög- reglustjóri. Sigiufjörður: Jón Jónsson skólastjóri og Andrés Hafliðason kaupmaður. Akureyri: J akob Frímannsson kfstj., Árni Jóhannsson gjaldkeri, Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri og Brynjólfur Sveinsson kennari. Seyðisfjörður: Hjálmar Vilhjálmsson bæjar- fógeti. N eskaupstaður: Níels Ingvarsson framkvstj., Vestmannaey jar: Sveinn Guðmundsson forstj. HREPPSNEFNDARFULL- TRÚAR: Keflavík: Danival Danivalsson kaupm. Borgarnes: Hervald Björnsson skólastj., Þórður Pálmason kfstj , og Friðrik Þorvaldsson hafnar- vörður. Hellissandur: Hannes Péturson skólastj. Ólafsvík: Jónas Þorvaldsson skólastj. og Víglundur Jónsson útgerð- armaður. Stykkishólmur: Sig. Steinþórsson kfstj. og Magnús Sigurðsson verzlunarm. Patreksfjörður: Árni G. Þorsteinsson póstaf- gréiðslum. og Baldur Guð- mundsson kfsj. Bíldudalur: Loftur Jónsson kfstj. Fiateyri: Hjörtur Hjartar kfstj. Suðureyri: Sturla Jónsson útgerðarm. Bolungarvík: Þórður Hjaltason bóndi. Hólmavík: Þorbergur Jónsson kfstj., Páll Gíslason bóndi Víðidalsá, Björn Björnsson verzlm., Ormur Sam- úelsson og Gunnar Guðmunds- son skipstj. Hvammstangi: Gústaf Halldórsson bóndi. Skagaströnd: Kristinn Sigurðsson bóndi og Andrés Guðjónsson verzl.m. Sauðárkrókur: Friðrik Hansen kennari og Guðm. Sveinsson verzlunarm. Ólafsf jörffur: Jón Sigurðsson búfræðingur. Húsavík: Karl Kristjánsson oddviti og Þórhallur Sigtryggsson kfstj. Eskifjörður: Bened. Guttormsson banka- stjóri. Stokkseyri: Sigurgrimur Jónsson bóndl. Eyrarbakki: Teitur Eyjólfsson forsjóri. Suffureyri: Framsóknarfl. og Alþýðufl. fengu 117 atkv. og þrjá full- trúa, einn Framsóknarmann og tvo Alþýðuflm.), Sjálfstæðisfl. 72 atkv. og tvo fulltrúa. Árið 1938 fékk Framsóknarfl. 58 atkv. og einn fulltrúa, Al- býðufl. 68 atkv. og tvo fulltrúa, Sjálfstæðisfl. 66 atkv. og tvo fulltrúa. Bolungarvík: Framsóknar- og Sjálfstæðls- flokkurinn 146 atkv. og fimm fulltrúa, einn Framsóknarmann og fjóra Sjálfstæðismenn, Al- þýðufl. 65 atkv. og tvo fulltrúa. Árið 1938 fékk Framsóknarfl. og Alþýðufl. 159 atkv. og þrjá fulltrúa (einn Framsóknarm. og tvo Alþýðuflokksm.). Sjálf- stæðisfl. 180 atkv. og fjóra full- trúa. Hvammstangi: Framsóknarfl. og Alþýðufl. 73 atkv. og sinn manninn hvor flokkur, Sjálfstæðisfl. 24 atkv. og engan fulltrúa, Kommún- istar 25 atkv. og einn fulltrúa. Árið 1938 fengu Framsóknar- flokkurinn og Alþýðufl. 70 atkv. og tvo fulltrúa (einn Fram- sóknarm. og elnn Alþýðuflm.), Sjálfstæðisfl. 28 atkv. og einn (Framh. á 3. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.