Tíminn - 17.02.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.02.1942, Blaðsíða 2
6 TÍMrVTV. |>riðjutlagimi 17. fchr. 1942 2. Mað Setuliðsvíiman Eflir Jón Árnason framkvæmdastj. Storf Framsóknarm anna á Akureyrí eru lærdómsrík fyrír Reykvíkínga “gímirm Þriðjudag 17. febrúar Sfjórnarsamvmnan Með þjóðstjórn er átt við það fyrst og fremst, að hinir helztu stjórnmálaflokkar, sem starfa á lýðræðisgrundvelli, geri með sé vopnahlé í hinum stærri deilumálum og starfi að úrlausn aðkallandi þjóðmála í samein- ingu. Þetta skapar traustan grundvöll út á við og gerir slíkri ríkisstjórn auðveldara að gera nauðsynlegar aðgerðir innan lands til öryggis þjóðarheild- inni, þótt það kunni að brjóta í bág við sérhagsmuni einstakra stétta eða hagsmunahópa inn- an þjóðfélagsins. Dæmi um slíka ráðstöfun eru gengislögin 1939, sem Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkurinn sameinuðust um. Þegar Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokkurinn skárust úr leik um lausn dýrtíðarmálsins á síðasta Alþingi, var auðsætt, að þver- brestur var kominn í starf þjóð- stjórnarinnar. Þótt stjórnin héldi áfram með sömu ráðherr- um og áður, var samstarfinu að miklu leyti slitið í innanlands- málum. Blöðin tóku upp harð- snúnar flokkadeilur, enda stóðu kosningar um bæjar- og sveita- mál fyrir dyrum. í utanríkis- málum mun samstarfið lítt hafa breytzt og gat það réttlætt setu stjórnarinnar áfram. Og jafnvel nú — eftir „útdrátt" Stefáns Jóhanns starfa við- skiptanefndir áfram með full- trúum þriggja flokkanna, eins og ekkert hafi í skorizt. Það leið mánuður frá þing- lausnum áður en Sjálfstæðis- flokkurinn tók að átta sig á því, að sú leið í dýrtíðarmálunum, sem hann hafði glæpzt út á með Alþýðuflokknum, stefndi beint í opna vök, — áttaði sig á því, að viðvaranir Framsókn- arflokksins voru á rökum reist- ar. „Hin frjálsa leið“ reyndist svikamylla ein. Það er oft erfitt að snúa aft- ur, og þarf til þess meiri mann- dóm en að ana áfram í blindni. — En þetta gerðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, að mestu leyti í dýrtíðarmálinu. Nú er eftir að reyna á marga vegu, hve samtaka flokkur þeirra verður. En efalaust er hitt, að margir hinna óbreyttu liðsmanna Sj álfstæðtisflokksins stungu við fótum, er þeir eygðu vökina. Sumir þeirra hafa efa- laust kosið með Framsóknar- flokknum í kauptúnunum. Keflavík er þar nærtækt dæmi. — Og enn fleiri „Keflavíkur" mundi Sjálfstæðisflokkurinn hafa fengið, ef hann hefði ekki skipt um stefnu í dýrtíðarmál- inu áður en kosningar fóru fram. Núverandi stjórnarsamvinna er fyrst og fremst grundvölluð á lausn dýrtíðarmálanna — að svo miklu leyti, sem þeim verð- ur bjargað héðan af. Verður að harma það, að slík samvinna brast á haustþinginu, en tjáir lítt um að sakast, að svo stöddu. En vafalaust er það mál geymt, en ekki gleymt. Þá ber og að vænta þess, að samstarf og samkomulag geti orðið um réttláta skattalöggjöf á næsta Alþingi. Er þar næst hendi, að vitna i útvarpsræðu Ólafs Thors með gerðardóms- lögunum. Ræðin hefir verið prentuð, og stendur þar orðrétt: ,Sé arður atvinnurekenda óeðlilegur, hefir ríkið alltaf í hendi sér að taka þann skerf með sköttum, sem það telur sér nauðsynlegt til þess að sjá fyrir þörfum almenlnngs, m. a. þeim þörfum, að halda uppi atvinnurekstri, þegar örðugleikarnir hefjast að nýju. Og þaff á og mun ríkiff gera“. Það verður prófsteinn á þegn- skap Sjálfstæðisflokksins, er á þing kemur, hvort hann fylgir formanni sínum í þessu máli. Löggjafarvaldið má ekki fremja sama glapræðið nú, og það gerði i fyrra stríðinu, að láta stríðsgróðann leika lausu í höndum einstakra manna og félaga. Stríðsgróði er óréttmæt- ur gróði. Hann er meira að segja Undanfarna mánuði hefir verið unnið að því að stöðva dýrtíðina. Sú stöðvun er í því fólgin, að koma í veg fyrir það, að kaupgjald og verðlag nauð- synjavara hækki, úr því sem komið er. Þá sögu þarf ekki að rekja, hún er öllum almenningi kunn. Gerðardómur sá, sem stofnaður var með bráðabirgða- lögum 8. janúar, hefir vald til þess að synja um hækkun á grunnkaupi og ákveða við hvaða verði megi selja nauðsynjavör- ur. Þess er að vænta, að ráð- stöfun þessi nái tilætluðum árangri, en ég held, að ríkis- stjórninni hafi þó sést mjög yfir i sambandi við afgreiðslu þessa máls. Það er hætt við, að gerðar dómsráðstöfunin verði nokkuð svipuð því, ef bera ætti vatn í hripum, sé ekki samtímis gerð ráðstöfun, sem hindri það, að herstjórnir Breta og Banda- ríkjamanna hér á landi geti ráðið til sín, því nær takmarka- laust, alla þá verkamenn, sem þær þarfnast. Á meðan svo er, er alveg þýðingarlaust að segja íslenzkum atvinnurekendum, að siðspillandi, fram yfir það að greiða gamlar skuldir og koma atvinnurekstri á réttan kjöl. Ríkið, þjóðfélagið, á í raun réttri stríðsgróðann. Þess vegna á það að taka hann til varð- veizlu nú og geyma hann til mögru áranna eða verja honum til viðnáms gegn fylgifiskum þeirra: verðhruni og atvinnu- leysi. Megingrundvöllur núverandi samstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins, er iausn dýrtíðarmálanna. Sambúð flokkanna að öðru leyti mætti Iíkja við „vopnað- an frið“. Með því er átt við, að báðir flokkarnir eru búnir til varnar, ef á þá er ráðizt að ósekju, og til sóknar, ef gerðir samningar eru rofnir eða hvik- að frá þeirri stefnu, sem sam- komulag hefir orðið um. Alþýðuflokkurinn hefir skor- izt úr leik. Sem lýðræðisflokkur hefir hann nú lagt á tæpasta vaðið, þar sem hringiða kom- múnistanna gín við honum í hverju fótmáli. Að undanförnu hefir hann notað málgagn sitt hispurslaust til að æsa tii mót- þróa gegn landslögum, engu síð- ur en kommúnistar. Alþýðu- flokkurinn hefir áður Játið ginna sig of tæpt. Hann missti þá marga liðsmenn fram af fossbrúninni. Hann virðist ekki hafa lært mikið af reynslunni. -f Höfundur þessarar grein- ar er flestum hérlendum mönnum fróffari um minka- rækt. f eftirfarandi grein bendir hann á ýms athygl- isverff atriði. Meffal annars álítur hann aff bæta þurfi minkastofninn meff inn- flutningi úrvalsdýra frá Ameríku, þar sem minka- ræktin er komin á hæst stig, því aff þessi atvinnu- grein myndi gefa miklu meiri tekjur, ef stofninn yrffi bættur. Minkar voru fyrst fluttir til landsins á árunum 1931 og 1932 og er aðal minkastofn landsins kominn út af þeim, þó að tals- vert af honum sé nú orðinn nokkuð kynbættur með mink- um, sem síðar hafa komið í smásendingum frá útlöndum. Allir minkar, sem fluttir hafa verið inn, eru frá Noregi og Sví- þjóð, eftir því, sem ég bezt veit, nema ein smásending, sem komin er beint frá Kanada. Minkaræktin hefir náð tals- verðri útbreiðslu og stöðugt verið vaxandi fram að þessu, en vera má að hún gangi eitt- hvað saman í vetur vegna þeir þurfi ekki eða megi ekki hækka grunnkaup til verka- manna, ef verkamennirnir geta farið til setuliðsins og unnið þar fyrir hærra kaupi. Að nafninu til er það svo, að setuliðið greiðir sama kaup- táxta og gildir hjá íslenzkum atvinnurekendum. En í fram- kvæmdinni er þetta öðruvísi. Verkamenn, sem vinna hjá setu- liðinu, geta fengið nóga eftir- vinnu og sunnudagavinnu með þeim kauptaxta, sem gildir um slíka vinnu. Með núverandi taxtakaupi getur verkamaður, sem vinnur hjá setuliðinu, bor- ið úr býtum kr. 255,00 á viku, en sá verkamaður, sem affeins vinnur virka daga og hefir enga eftirvinnu fær ekki nema kr. 159,00 á viku. Það er þessi falska kauphækkun, sem gerir það' að verkum, að erfitt er fyrir ís- lenzka atvinnurekendur að keppa við setuliðið um verka- fólk. Ég hefi heyrt sagt, að verka- menn þeir, sem unnið hafa hjá setuliðinu undanfarið, hafi ver- ið um 2600 talsins. En mér er nær að halda, að enginn viti með vissu hina réttu tölu. Þá hefi ég og heyrt, að ríkisstjórn- in hafi samið svo um við her- stjórnina, að fækka skyldi um 800 menn í setuliðsvinnunni i byrjun þessa mánaðar. Engar skýrslur né áætlanir liggja fyrir um það, hve margt fólk muni hafa óbeina atvinnu hjá setuliðinu, en víst er um það, að þetta fólk skiptir þús- undum. Veitingastofur hafa þotið upp unnvörpum. Smá- vinnustofur, sem framleiða ýmsan varning handa setulið- inu, hafa einnig verið stofnaðar, og fjöldi fólks stundar þvotta fyrir setuliðið. Þá stunda mjög margir bílstjórar akstur fyrir setuliðið, og svo mætti lengi telja. Eftir því, sem tímar líða, kem- ur það æ betur í ljós, hvílíkur voði atvinnuvegum landsmanna er þúinn af þessum ástæð- um. Áður en erlendur her settist að í landinu, urðu landsmenn að bjargast við það, sem landið gat þeim í té látið, og þó hér væri nokkurt atvinnuleysi öðru- hvoru og afkoma manna ekki ætíð sem bezt, þá verður þó ekki annað sagt, en að fólki hafi lið- ið hér sæmilega og ótrúlega mikið hafi verið gert, til þess að auka lífsþægindi og öryggi almennings síðasta aldarfjórð- unginn, þó ekki sé iengra talið. Þegar hið erlenda herlið hverf- ur af landi burt, þá verða lands- menn aftur að bjargast við gæði hækkandi verðs á minkafóðri. í aðalfundarskýrslu Loðdýra- ræktarfélags íslands frá í ár er gerð grein fyrir, að félagið hafi selt til útlanda af framleiðslu ársins 1940 1837 minkaskinn fyrir að meðalverði kr. 38.97 án frádráttar á kostnaði og verð- u það, ef reiknað er í amerísk- um peningum, um 6 dollara hvert skinn. En alls virðist framleiðsla ársins 1940 hafa verið rúm 4 þús. minkaskinn, og er ástæða til að ætla, að söluverð þeirra erlendis hafi ekki farið yfir 6l/2 til 7 dollara hvert skinn að meðaltali. Að vísu telja Hagtíðindi verðið hærra, en þar mun byggt á á- ætlunarverði útflytjenda, þeg- ar skinnin voru send, og er því ekki hægt að miða við þær töl- ur hér. Að hægt er að láta minkarækt gefa arð með þessu lága verði, sýnir, að landið er vel fallið til minkaræktar og minkaskinn gætu verið veigamikill þáttur í útflutningsvörum landsins, ef rétt er farið að. Það verð á minkaskinnum, sem nú gildir, er mjög lágt. Til þess að bæta úr því í framtíð- inni, eru ýmsar leiðir. Væru að- eins ræktaðir beztu stofnarnir, sem til eru í iandinu, mundu landsins. En ef því fer lengi fram, sem nú horfir, er hætt við, að þeir, sem gengið hafa á mála hjá hinu erlenda her- liði, verði ekki mjög fúsir til að hverfa aftur til sinnar fyrri iðju á sjó og í sveitum landsins. Vari þetta ástand í nokkur ár enn, er alveg bersýnilegt, að höfuð- atvinnuvegir vorir, landbúnað- ur og sjávarútvegur, dragast stórlega saman. Mér vitanlega hefir engin rannsókn farið fram á því, hversu ástatt er um verkafólk við landbúnað og sjávarútveg. Það vita þó allir, sem einhver kynni hafa af atvinnulífinu, að mjög mikill skortur var á verka- fólki við landbúnaðinn allt síð- astliðið ár, og í vetur hefir þrengt svo að, að þess eru dæmi, að menn hafa orðið að farga af búum sínum, vegna þess að þeir hafa ekki getað fengið fólk tii þess að hirða búpeninginn. Á fjölda sveitaheimila, sem áður hafa haft eitthvað af verka- fóiki, verða húsbændurnir og húsfreyjurnar að sinna verkum ein. Einkaniega hafa sveitirnar og smáþorpin tæmst af kven- fólki, sem fengið hefir atvinnu í hinum mörgu vinnustofum, veitingastofum o. þ. h., sem þot- ið hafa upp í skjóli setuliðsins. Sjávarútvegurinn hefir stað- izt þessa samkeppni lengur, en nú virðist allt vera að fara á sömu leið fyrir smábátaútveg- inum eins og landbúnaðinum. Engar skýrslur eru þó til um þetta, en hins vegar berast á- reiðanlegar fregnir úr einstök- um verstöðvum. Við Faxaflóa er búizt við að fáir smábátar (trillubátar) verði gerðir út í vetur. Úr Grindavík gengu 30 bátar í fyrravetur, en talið að fáir eða engir vei’ði gerðir út í vetur. í Þorlákshöfn hefir ver- ið talsverð útgerð undanfarna vetur, en engir bátar verða gerðir þaðan út í vetur. Hér í Reykjavík er ástandið líka þannig, að fiskiskip geta alls eklci athafnað sig á höfninni. Takist þeim bátum, sem gerðir eru út héðan, ekki að selja fisk sinn nýjan í fisktökuskip, telja útgerðarmenn hér, með öllu úti- lokað að þeir geti komið fiskin- um í salt, vegna þess að ekki er hægt að athafna sig á höfninni, þar sem hún er stöðugt full af erlendum og íslenzkum vöru- flutningaskipum og auk þess ómögulegt að fá fólk til að vinna við saltfiskinn. Af sömu ástæð- um geta togararnir hér í Reykjavík, heldur ekki veitt í salt. Ég hefi spurzt fyrir um á- standið hjá frystihúsum kaup- félaganna, sem frysta fisk. Er víða skortur á verkafólki, en þó talið, að einna mest brögð séu að því við Eyjafjörð. Nokkur brögð munu að því, að útgerðarmenn hafi leigt fiskibáta sína til vöruflutninga minkaskinnin hækka um allt að 50%. Þessir stofnar hafa þó ekki náð útbreiðslu sem skyldi og stafar það af því,að þeir hafa verið seldir fyrir hærra verð en gamli stofninn. Undanfarið hefir dýrunum víðast verið lóg- að áður en hárin voru fullvax- in og fellir það verðið nokkuð. Sömuieiðis er vafasamt, að ein- hæft fiskfóður sé fullnægjandi til að ná bezta árangri hvað feldinn snertir. Nú standa yfir í Noregi tilraunir með fiskfóðr- un á minkum. Þeim er ekki iok- ið enn, en það, sem af er, bendir til, að fiskur sé ágætt fóður, bæði hvað snertir vöxt á ung- viði og framleiðslu á fyrsta flokks feldi, enda er þá bætt við smávegis af efnum, sem vís- indin halda fram að þurfi til fullkominnar næringar. Það, sem auk annars háir mjög minkaræktinni, er van- þekking minkaeigenda. í Norð- ur-Ameríku, þar sem minka- ræktin er komin á hæst stig í heiminum, eru ýms blöð og bækur til að flytja framieið- endum upplýsingar um nýjustu framleiðsluaðferðir, að þvl er snertir kynbætur, fóðrun og hirðingu, einnig markaðsfrétt- ir og margt fleira. Hér á landi er hins vegar ekkert teljandi birt á prenti um minkarækt og er þó loðdýraræktin vandasam- asta húsdýraræktin. Þetta or- sakar það, að minkaeigendur eru útilokaðir frá því að fylgjast með í samkeppninni á heims- Innan skamms fara fram bæj - arstjórnarkosningar í Reykja- vík, sem nauðsynlegt þótti að fresta, sökum prentaraverk- falisins. Hjá andstæðingum Framsóknarflokksins í Reykja- vík kveður nú við sami söngur- inn og úti á landi fyrir bæjar- og sveitastjórnarkosningarnar þar:Framsóknarflokkurinn mun tapa. Framsóknarflokkurinn er andstæðingur Reykjavíkur, Framsóknarflokkurinn vill kúga launastéttinar og verkalýðinn. Kjósið ekki deyjandi flokk, kjósið ekki kúgara ykkar. Fyrir alla muni, kjósið ekki Fram- sóknarflokkinn. Á fundi, sem Sjálfstæðis- menn héldu nýlega í Gamla Bíó, hrópaði foringi þeirra, Ól- afur Thors: Framsóknarflokk- urinn fær ekki einu sinni brot úr bæjarfulltrúa í Reykjavík. Stefán Jóhann og Brynjólfur Bjarnason hafa tekið dyggi- lega undir þennan söng með Sj álfstæðisflokksf ormanninum. En hrópyrði fyrir kosningar eru annað en kosningaúrslitin. Það hafa andstæðingar Fram- sóknarflokksins fengið að reyna í kaupstöðunum og kauptúnun- um víðsvegar um landið. Reykvíkingum ætti ekki að vera það síður ljóst en öðrum bæjarmönnum, að afkoma þeirra hvílir á framleiðslunni. Ef framleiðslan stöðvast, kem- ur fyrst atvinnuleysið, síðan opinberar neyðarráðstafanir, gengisfall o. s. frv. Þess vegna er það nú mesta velferðarmál Reykvíkinga, eins og annarra landsmanna, að komið sé í veg fyrir sívaxandi dýrtíð, sem fyrr en seinna myndi orsaka stöðv- un framleiðslunnar. Reykvíkingar þurfa jafn- framt að hafa aðra mynd í huga. Þúsundir Reykvíkinga vinna nú við hernaðarfram- kvæmdir. Skipastóll Reykvík- inga minnkar og flest skipin eru orðin gömul og úrelt og verða því óhæf til rekstrar, þegar verð útflutningsvaranna lækkar. Hver verður afkoma fyrir setuliðið. Þó er þetta ekki í stórum stíl og flestir útgerðar- menn munu hafa hug á því að halda bátum sínum til fisk- veiða, ef þess er nokkur kostur. Afurðir sjávarútvegsins hafa verið í mjög háu verði og allir, sem við sjávarútveg hafa unnið, síðan stríðið byrjaði, hafa borið mikið úr býtum fyrir vinnu sína, (Framh. á 3. síSu) markaðinum, en hindrar þó ekki, að minkarækt geti þrif- izt hér með því að fóðrið sé ó- dýrara en annars staðar. Fyrir ófriðinn var silfurrefa- ræktin komin á hátind fram- leiðslunnar þannig, að framboð var orðið meira en eftirspurn, miðað við það verð, sem borgaði sig að framleiða fyrir miðlungs dýr og lakari. Þessu hagaði ekki þannig til með minkaræktina. Eftirspurn- in var og er enn meiri en fram- boðið. Á friðartímum mun framleiðslan því halda áfram að aukast og þar með framboð- ið á heimsmarkaðinum, unz að því kemur, að ekki verður leng- ur hægt að framleiða léleg skinn með kostnaðarverði. Ég óttast því nokkuð, að fram- leiðsla lélegra minkaskinna á íslandi muni ekki eiga örugga framtíð. Þegar litið er til Ameríku, þar sem minkaræktin er komin lengst, má sjá til dæmis, að eitt minkabú selur 2000 minkaskinn framleidd haustið 1940 fyrir að meðaltali 19.50 dollara hvert. Ýms önnur minkabú hafa selt betri hlutann af skinnum sín- um hærra verði og eitt hefir selt 900 skinn fyrir 32.50 doll- ara meðalverð og mun það bezta salan á venjulegum minkaskinnum. Ég miða hér ekki við minka-afbrigði, sem Ameríkumenn eru nú að byrja að framleiða, því þau koma ekki þessari blaðagrein beinlínis við. Þó vil ég láta þess getið til fróð- Reykvfíkinga, þegar hernaðar- vinnan hættir og mestur hluti veiðiflotans stöðvast? Hv'er verða þá atvinnu-úrræði Reyk- víkinga? Þessari spurningu verða Reykvíkingar að svara áður en þeir ganga að kjörborðinu næst. Eru Sjálfstæðismenn líklegir til að koma með þau atvinnu- úrræði, sem þá duga? Sívaxandi fátækraframfæri og arðlaus atvinnubótavinna, sem þróað- ist undir stjórn þeirra seinustu kreppuárin, svara þeirri spurn- ingu neitandi. Er Alþýðuflokkurinn líklegur til að koma með úrræðin? Hann virðist nú ekki sjá annað úr- ræði til að bæta hag Reykvík- inga en að landbúnaðarafurð- irnar séu seldar svo lágu verði, að bændur flosni upp og flytji til bæjanna. Það þýddi fleiri at- vinnuleysingja i Reykjavík, þegar kreppan kemur, og þarf því ekki að ræða meira um úr- ræði Alþýðuflokksins. Um kommúnista er óþarft að ræða. Þeir vilja knýja fram al- gert hrun í þeirri von, að öng- þveitið og örvinglunin geti hafið þá upp í byltingarstólana. En Framsóknarmenn? Hvað myndu þeir gera? Fordæmið á Akureyri svarar því. Undir forustu spekúlant- anna fór útgerðin þar hnign- andi. Þeir sáu engin úrræði. Samvinnumenn hófust þá handa um víðtæka iðnaðar- starfsemi, sem veitir nú hundr- uðum manna atvinnu. Síðasta dæmið um athafnir íhalds- manna og samvinnumanna á Akureyri er þetta: íhaldsmenn selja skip sín í burtu, án þess að kaupa ný í staðinn. Sam- vinnumenn hafa hafizt handa um stórfelldar skipasmíðar, sem bæði veita margt manna atvinnu og endurnýja skipa- stólinn. Framsóknarmenn myndi ekki fremur skorta úrræði í Reykja- vík en á Akureyri, ef þeir hefðu aðstöðu til að koma þeim fram. Það er undir Reykvíkingum komið, hvort Framsóknarflokk- urinn fær bolmagn til að gera sömu verk í Reykjavík og hann hefir gert á Akureyri. Fram- sóknarmenn geta ekki kennt Reykvíkingum betra ráð, ef þeir vilja kynna sér vinnubrögð Framsóknarflokksins en að benda þeim á Akureyri. Þar hafa Framsóknarmenn haft atstöðu til að vinna að bæjarmálunum. Þar tala verk Framsóknar- manna. leiks, að tvær kápur voru búnar til úr slíkum skinnum í haust og var önnur úr 39 skinnum og boðin út fyrir 39 þúsund doll- ara eða rúmlega einn fjórða hluta úr miljón króna í okkar verðlágu mynt. Miðað við friðartíma, er framleiðslukostnaður Ameríku- manna á minkaskinnum mikið hærri en hann er hér á landi. Þeir verða því að hafa fram- leiðslu, sem gefur hærra verð. Þar sem útlit er fyrir, að fari að rýmkast um með amerískan gjaldeyri fyrir ísland, vil ég beina því til hlutaðeigenda að taka til athugunar hvort ekki væri tímabært að keyptur yrði í Ameríku álitlegur stofn góðra minka og fluttur til landsins á vegum ríkisstjórnarinnar. Síð- an yrðu seld út af honum und- aneldisdýr með hóflegu verði. Náttúrlega koma mörg aukaat- riði til greina, svo að þetta megi fara vel úr hendi og hirði ég ekki um að lengja mál mitt með því að fara út í þau hér. En eins og ég hefi tekið fram áður og vonandi gert sæmilega Ijóst, þá geta minkaskinn verið veigamikill hluti í útflutnings- framleiðslunni, en ég er hins vegar hræddur um, að sú braut, sem nú er farin í minkarækt- inni, tryggi ekki örugga fram- tíð fyrir hana og að svo geti farið þegar tímar líða, að lítið verði úr talsverðu af þeim miklu verðmætum, sem komin eru í þessa atvinnugrein, ef ekki verður breytt um stefnu. Kristinn P. Briem, Sauðárkróki: Mlnkar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.