Tíminn - 17.02.1942, Blaðsíða 4
8
TtmXTV. þrigjndagmm 17. febr. 1942
2. blað
tn BÆNPM
Aðalfundur
Hins íslenzka náttúrufræðifélags,
var haldinn í fyrradag. Form. dr. Þor-
kell Þorkelsson skrifstofustjóri skýrði
frá störfum félagsins á síðasta ári.
Meðlimum í félaginu hafði fjölgað um
28 á árinu og eru þeir alls 190 að
tölu. Ríkisstyrkur til félagsins var auk-
inn að mun á árinu eða úr 3400 kr. i
8000 kr. Byrjað var á að lagfæra nátt-
úrugripasafnið. Kom í ljós að nokkur
hluti fugla og spendýrasafnsins var
orðin svo úr sér gengið, að nauðsyn
bar til að endurbæta það. Starfs-
mönnum við safnið var fjölgað að mvm
á árinu. Það merkiiegasta, sem safn-
inu áskotnaðist á árinu, voru líkön af
íslenzkum fiskitegundum, sem höfð
voru til sýnis á íslandsdeild heimssýn-
ingarinnar í New-York. Þessi líkön
hafa ekki enn verið sett upp til sýnis
í safninu vegna þess, að ekki er ennþá
lokið við ýmsar breytingar og lag-
færingar, sem verið er að gera í hús-
næði safnsins. Á þessu síðasta starfs-
ári réðist stjórn félagsins í að kaupa
tímaritið Náttúrufræðingurinn, sem
þeir Guðm. heitin Bárðarson og Ámi
Friðriksson stofnuðu og gáfu út um
langt skeið. Eigandi og útgefandi nú
síðast, var Guðjón Ó. Guðjónsson yf-
tímaritið Náttúrufræðinginn, sem
eftir eðlilegum útkomutíma, en síðan
félagið fór að sjá um útgáfu þess,
hefir það færst í eðlilegt horf á ný.
Á fundinum var rætt um húsbyggingu
fyrir náttúrugripasafnið. Á félagið
húsbyggingarsjóð, sem nemur 30.000
kr. í stjórn félagsins voru kosnir:
Finnur Guðmundsson, Jóhannes Ás-
kelsson, Ingólfur Dávíðsson, Geir
Gígja og Ól. Þórarinsson. Stjórnin
skiptir sjálf með sér verkum. Mikill
áhugi kom fram á fundinum fyrir auk-
inni starfsemi.
Slys.
Síðastl. föstudagskvöld vildi það slys
til út af Gróttu, að ameriskur tund-
urspillir sigldi á vélbátinn „Græði“ frá
Keflavík. Vélbáturinn sökk samstundis.
Einn maður, Lárus Maríusson, fórst.
Aðrir björguðust. Tveir skipverjar
komust strax um borð í tundurspill-
inn þegar áreksturinn varð. Skipstjór-
ínn og annar maður til fóru í sjóinn,
auk Lárusar heitins, en þeír björguðust
báðir. „Græðir" var 30 smál. Hann var
eign Steindórs Péturssonar í Keflavík.
Aldurhniginn maffur,
maður, sem ekki óskar nafns síns
getið á prenti, hefir nýlega ski'ifað
eftirfarandi: „Ég hefi lengi haft þann
sið, að athuga vetrarbrautina á haust-
in. í haust sá ég hana 23. okt. og las
ég þá þetta út úr henni: Snjólétt til
hátíða og svo úrkomukafli, sem stend-
ur óslitið þar til i janúar. Birtir þá upp
um þriggja vikna tíma, en þá verða
frost eða snjóalög. Eftir það verður
sem maður segir rosatið, bjart dag og
dag í einu. Vorið kalt fram eftir“.
Tíminn selur þetta ekki dýrara en
hann keypti.
Háskólafyrirlestrar.
Dr. Einar Ól. Sveinsson flytur um
þessar mundir fyrirlestra um Njálu og
það tímabil sem hún fjallar um. Fyr-
irlestramir fara fram á sunnudögum
í 1. kennslustofu háskólans. Þá flytur
sr. Sigurbjörn Einarsson 6 fyrirlestra
um trúarbragðasögu. Fyrsti fyririest-
urinn er í dag (þriðjudag) kl. 2 e. h.
i B. kennslustofu háskólans. Fram-
hald fyrirlestranna verður næstu
þriðjudaga á sama stað og tíma. Öll-
um heimil aðgangur.
Nýjar vörubifreiðar.
Bifreiðaeinkasala ríkisins hefir fyrir
skömmu fest kaup á 400 vörubifreið-
um í Ameriku. Um 100 af þessum bif-
reiðum era komnar hingað til lands-
ins og er verið að úthluta þeim þessa
dagana. Álíka margar bifreiðar eru á
leiðinni að vestan, en þriðja og síð-
asta sendingin kemur seinna. Forstjóri
Bifreiðaeinkasölunnar er sem stendur
í Bandaríkjunum. Vinnur hann meðal
annars að því að tryggja heimflutning
þeirra bifreiða, sem búið er að fá lof-
orð fyrir. Jafnframt mun hann freista
Tílkynníng.
Undirrituð hefi opnað sauma-
stofu og verzlun með drengja-
fatnað undir nafninu
N o n ii i
Drengjafataverzlun Vesturg. 12
Afgreiði pantanir utan af landi
gegn eftirkröfu.
Sígríður Pétursdóttír
Ránargötu 21.
(Áður klæðskeri í Spörtu).
Smásöluverð á eldspýtum
Útsöluverð á eldspýtum má eigi vera hærra en hér segir: Vul-
ean eldspýtur (í 10 stokka búntum)
Búntið kr. 1.25. — Stokkurinn 13 aura.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra
vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
IJtYegum
-----GAMLA BÍÓ----
GEORGE
GETIIR ALIT
(LET GEORGE DO IT)
Gamanmynd með hin-
um vinsæla skopleikara og
gamanvísnasöngvara:
GEORGE FORMBY.
Sýnd kl. 7 og 9.
Framhaldssýning
kl. 3%—6Y2:
Nótt örlagaima.
Amerísk sakamálamynd.
— Börn fá ekki aðgang. —
r—nýja Bíó —...
RADDIR
VORSINS
(SPRING PARADE)
Hrífandi fögur músik-
mynd, sem gerist í Vínar-
borg og nágrenni hennar
á keisaratímunum.
Aðalhlutverkið leikur og
syngur:
DEANNA DURBIN.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
(Lægra verð kl. 5.)
Á s. 1. hausti tapaðist frá
Reykjavík, vindóttur hestur,
mark tvírifað í sneitt aftan
hægra.
Þeir, sem kynnu að hafa orð-
ið hests þessa varir, eru vin-
samlega beðnir að gera undir-
rituðum aðvart.
irá Bandaríkjunum hráeini til
smjörlíltis- og sápuiramleiðslu.
Austurstræti 10. Simi 5667.
Tilkynning
frá Gjaldeyris- eg mnflutnmgsnefod.
Jón Hallvarðsson,
Framnesveg 22 B, Reykjavík.
Sími 1042.
íasteiiiiiskaltiir-Dríttarvexlir
Með tilvísun til tilkynningar viðskiptamálaráðu-
neytisins, dags. 4. þ. m., um kaup á hampi, gúmmí-
vörum, járni, stáli og öðrum málmum frá Banda-
Fasteignagjöld til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið
1942, húsaskatt, lóðarskatt, vatnsskatt og lóð-
arleigu, er féllu í gjalddaga 2. janúar þ. á.,
verður að greiða til bæjargjaldkera fyrir 3. marz.
Að öðrum kosti falla dráttarvextir á gjöldin.
BorgaTstJérinn.
Alpingishúsid
(Framh. aj 1. siðu)
ur búinn húsgögnum og notað-
ur sem setu- og kaffistofa fyrir
þingmenn. Þá hefir móttöku-
herbergjum rikisstjóra á neðstu
hæðinni verið breytt, og
sumir stærstu þingflokkarnir
fengið aukið húsnæði til funda-
halda á neðstu hæð hússins. Til
þess að loka ekki almenning frá
áheyrendapöllunum, var gerð
ný uppganga að þeim bakdyra-
megin. Liggur sá stigi einnig að
skrifstofu þingsins.
Frá forsetaborði neðri deild-
ar voru lagðar rafmagnshring-
ingar í fundaherbergin og í
setustofu þingmanna. Raun-
verulega er vald deildarforset-
ans aukið að mun með þessum
hringingarútbúnaði, því að með
honum getur hann gert þing-
mönnum ómögulegt að haldast
annarsstaðar við í húsinu en í
þingsölunum eða yfirleitt þar
sem þeir eiga að vera við störf
sín.
Það eru forsetar Alþingis,
er hafa umsjón með Alþingis-
húsinu, er hafa ákveðið þess-
ar breytingar.
þess að fá keypt nýjar fólksbifreiðar,
en fyrir skömmu var útflutningur
þeirra bannaður frá Bandaríkjunum,
svo að engu er hægt að spá um það
hvort nokkrar nýjar fólksbifreiðar fást
keyptar til landsins að þessu sinni.
Um innflutning nýrra viðtækja
Blaðið hefir fengið þær upplýsing-
ar, að þau séu algerlega ófáanleg í
Englandi og miklir örðugleikar séu á
að fá þau keypt í Ameríku. Flest tæki,
sem smíðuð eru fyrir amerískar stöðv-
ar, hafa ekkert langbylgjusvæði og eru
því ónothæf án þess að þeim sé breytt,
fyrir íslenzku útvarpsstöðina.
Umferðaslys.
í gær varð kona fyrir bifreið á Berg-
staðastræti og meiddist töluvert á fæti.
Hún heitir Þórdís Björnsdóttir, til
heimilis á Bergstaðastræti 10 c.
Styrjöldin í Rússlandi
(Framh. af 1. síðu)
araðferð, sem gafst Þjóðverjum
bezt siðastliðið sumar. Á svæð-
inu frá Leningrad til Kharkov
eru Rússar búnir að rjúfa fimm
slíkar geilar í víglínu Þjóðverja
og hafa sumstaðar sótt mjög
langt fram. Á einum stað eiga
þeir aðeins 100 km. ófarna til
landamæra Póllands. Þessi
sóknaraðferð getur reynZt Þjóð-
verjum hættuleg.
Enn verður þó ekki sagt, að
sókn Rússa hafi haft neina úr-
siitaþýðingu, þótt hún hafi bætt
verulega varnaraðstöðu þeirra,
aukið sigurtrú þeirra og lamað
sjálfstraust og sigurvissu Þjóð-
verja. Þjóðverjar geta nú hugg-
að sig við það, að aðeins er einn
mánuður eftir af vetrinum,
versti tíminn er búinn og þrátt
fyrir lakari útbúnað hafa þeir
ekki hörfað meira en raun ber
vitni. Þegar allt kemur til alls
er það kannske glæsilegasti sig-
ur Þjóðverja. Innan skamms
mun veðráttan leyfa þeim að
hefja vorsókn sína, en Stokk-
hólmsfregnir segja, að Þjóðverj-
ar telji sig geta hafið hana í
byrjun apríl.
Það, sem gerzt hefir í vetur
og kemur til með að ráða úrslit-
um Rússlandsstyrjaldarinnar,
verður ekki sókn Rússa, þótt
hún hafi verulega þýðingu. Það,
sem úrslitunum mun ráða, er
undirbúningurinn á bak við víg-
stöðvarnar, framleiðsla her-
gagna og þjálfun nýs herliðs.
Tveir reyndustu hershöfðingjar
Rússa hafa unnið að þjálfun
nýs, fjölmenns herliðs í allan
vetur og dag og nótt hefir verið
unnið í hergagnaverksmiðjum
Rússlands. Þá hafa Rússum
borizt mikil vopn og flugvélar
frá Bretum. En Þjóðverjar hafa
heldur ekki legið á liði sínu.
Þeir hafa alla framleiðsluvél
Evrópu til afnota. Það er þessi
framleiðslukeppni, sem mun
ráða úrslitunum í sumar.
Ýmsar getgátur eru um hina
væntanlegu vorsókn Þjóðverja.
Að flestra dómi mun hún bein-
ast gegn Kákasus. Næsta stór-
sókn Þjóðverja verður því senni-
lega I Suður-Rússlandi. í slíkri
sókn skiptir það miklu fyrir
Þjóðverja að ná Krimskagan-
um, því að falli Sebastopol,
hafa Þjóðverjar orðið yfirráðin
á Svartahafi og geta flutt lið
sjóleiðina til Kákasus eftir vild.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
á landi hefir Alþýðuflokknum
þótt betra að vera með íhald-
inu en Framsóknarmönnum. Á
Skagaströnd höfðu Sjálfstæðis-
menn og Alþýðuflokkurinn
kosningabandalag á móti Fram-
sóknarflokknum og á Patreks-
firði kaus fulltrúi Alþfl. íhalds-
mann til að vera oddvita.
ríkjunum fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar, er hér
með vakin athygli viðkomandi innflytjenda á því, að
umsóknir um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir
vörum þessum fyrir 12 mánuði, þurfa að vera komn-
ar tii nefndarinnar fyrir 21. þ. m.
Umsóknunum skulu fylgja upplýsingar um birgðir af
þessum vörum og um það hve mikið umsækjandi
hefir þegar pantað af þeim og gerir ráð fjrrir að fá
afgreitt eftir venjulegum viðskiptaieiðum.
Reykjavík, 14. febr. 1942.
Gjaldeyrís-
og ínnílutningsneind.
miGLmGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Fyrlrmæli
330 Victor Hugo:
með Frúarkirkjuna. í dómkirkjunni var
önnur kirkja byggS undir yfirborði jarð-
ar. Hún var lág undir loft, myrk og dul-
arfull. Hún lá dimm og dauðahljóð
undir aðalkirkjunni, sem var uppljóm-
uð ljósadýrð og endurómaði af klukkna-
hljómi og hljóðfæraleik nótt og dag.
Stundum voru þessi afhýsi grafreitir.
í höllum og köstulum voru þau einnig
oft fangeisi, stundum fangelsi og graf-
reitir í senn. Afhýsi þessi hvíldu sjald-
an á styrkum meginstoðum. Þau voru
iens konar rætur, er lágu sem víðast
og mynduðu vistaverur, ganga og tröpp-
ur.
í Bastillunni St. Antonine, í dóm-
höllinni og í Louvre voru afhýsi þessi
notuð sem fangelsi. Þegar menn hafði
hent sú óhamingja að gista klefa þeirra,
höfðu þeir hinir sömu jafnframt kvatt
hinn bjarta dag og hið hreina lífsloft
— með öðrum orðum lífið sjálft. Enginn
yfirgaf slikan fangaklefa, nema til þess
eins að leggja leið sína til gálgans eða
bálsins. — Stundum var mönnum einn-
ig búið það hlutskipti að verða grafnir
þar lifandi um aldur og æfi. Það nefndi
réttvísin — að menn hyrfu.
Fanginn varð þess brátt var, að stein-
veggir og böðlar mynduðu múr milli
hans og mannlegs samfélags. Fangelsið
allt, hin feiknalega Bastilla, var i raun
Esmeralda 331
og veru ekkert annað en geypistór lás,
sem lokaði fangann frá hinum lífræna
heimi.
í einum af neðanjarðarklefum þess-
um, sem Lúðvík helgi hafði látið grafa
undir ia Tournelle, var Esmeralda lukt
inni, því að óttazt var að hún myndi
freista flótta. Dómhöllin, hin mikla
risasmið, lá yfir höfði hennar. Þarna
varð hún að eiga dvöl einmana í myrkr-
inu eins og lifandi grafin.
Ef þeir, sem séð hefðu hana stíga dans
og leika við hvern sinn fingur 1
skini sólarinnar, hefðu litið hana aug-
um í hinni óvistlegu dýflissu, myndi
þeim hafa hrosið hugur við slíkri sjón.
Hún var köld sem nóttin — köld sem
dauðinn. Ekkert mannlegt hljóð barst
henni að eyrum. Ljós augna hennar
virtist slokknað. Hún sat í hnipri í
hlekkjum á nokkrum hálmstráum mitt
í vatninu, sem rann niður hina röku
múrveggi. Vatn og brauð var fæða henn-
ar. Hún lét ekki hið minnsta á sér bæra
— virtist jafnvel ekki draga andann.
Svo mjög var hún þjökuð orðin, að hún
var jafnvel hætt að skynja þjáningar
sínar.
Tvær myndir svifu henni þó jafnan
fyrir hugarsjónum, önnur hugþekk og
fögur, hin ógnarleg og afskræmd. Ann-
ars vegar sá hún Föbus, sólina, stræti
Erlcndar fréttir.
(Framh. af 1. síðu)
urskeytum. Bretar misstu um 40
flugvélar í árásunum, en Þjóð-
verjar um tuttugu. Það hefir
vakið gremju í Bretlandi, að
þýzku skipin skyldu komast
heim, enda verður þýzki flotinn
nú öflugri til árása eftir að
hann hefir sameinazt.
til fjáreigenda í Gullbringn- og Kjósarsýslu,
Reykjavík, Hafnarfirði og Árnessýslu vestan
Ölfusár, Sogs og Þingvallavatns.
1. grein.
Vegna þess að garnaveiki hefir orðið vart í Reykjavík, er bann-
að að flytja sauðfé til dvalar eða hýsingar á milli heimila eða
búa á öllu svæðinu sunnan Hvalfjarðar, vestan Ölfusár, Sogs og
Þingvallavatns unz öðruvísi verður ákveðið.
Bretar sendu 10 þús. flugvél-
ar og 3000 skriðdreka úr landi
á síðastl. ári samkv. upplýsing-
um Beaverbrooks lávarðar.
Japanir hafa tekið Palem-
bang, helztu olíuvinnslu-
borgina á Sumatra. en þar eru
auðugustu olíulindirnar í Aust-
ur-Asíu.
Amerískur her er nýkominn
til Nýja Sjálands og Java.
Amerískur floti gerði nýlega
árás á Gilberts- og Marshalls-
eyjarnar, þar sem Japanir hafa
herstöðvar, og eyðilögðu þar
m. a. 100 þús. smál. skipastól,
þar af fimm herskip, 38 flug-
vélar og fjóra flugvelli.
Þjóðverjar vinna nú öflug-
lega að því að styrkja varnir
sínar í Noregi. Einkum hafa
þeir mikinn viðbúnað í Narvik.
2. grein.
Bannað er að flytja nokkra kind burt af eða inn á svæðið
sem um ræðir í 1. grein.
3. grein.
Vegna hættu á útbreiðslu garnaveikinnar frá sýktu fé úi
Reykjavík og af Seltjarnarnesi, eru allir þeir fjáreigendur, seir:
flutt hafa til sín fé úr Reykjavík og Seltjarnarneshreppi undan-
farin þrjú ár beðnir að senda undirrituðum eða hreppstjóra sveit-
ar sinnar skýrslu um slíka fjárflutninga.
Taka þarf fram hve margt fé hefir verið flutt, frá hverjum
og á hvaða ári.
Gildir þetta jafnt, hvort sem um er að ræða fóðrafé, kaupafé
eða fé, sem flutt hefir verið búferlum.
Fyrirmæli þessi gilda einníg um geitfé á ofangreindu svæði.
Reykjavík, 13. febrúar 1942.
í umboði Sauðfjársjúkdómanefndar
HaHdór Pálsson.