Tíminn - 26.02.1942, Side 2
22
TtMIM, fimmtwdagiiw 26. fehr. 1942
6. blað
'gíminn
FUnmtudatf 2G. febr.
Þolinmæii stúdenta
Eftir Helga J. Halldórsson, stud. mag.
Merkíleg tíllaga í
bæjarstjórn R.víkur
Þegar fjárlög bæjarins fyrir
áriö 1940 voru til lokaafgreiðslu
á fundi bæjarstjórnar fyrir
nokkrum dögum, lagði fulltrúi
Framsóknarflokksins fram til-
lögu, sem er mjög eftirtektar-
verð fyrir kjósendur hér í bæn-
um.
Þessi tillaga og greinargerðin,
er henni fylgdi, var samin í
fulltrúaráði flokksins hér í
bænum. En aðalhöfundur henn-
ar var Jens Hólmgeirsson, efsti
maður á lista flokksins við
kosningar þær, sem fara í hönd.
Það má segja, að í þessari til-
lögu komi fram persónuleg
stefna Jens Hólmgeirssonar um
það mál, þar sem hann er ótví-
rætt forustumaður, auk þess
sem hann nýtur hér stuðnings
allra samflokksmanna sinna
um þetta mál.
í tillögunni var lagt til aö út-
svörin í Reykjavík yrðu nú í ár
hækkuð um 3 milj. kr., og það
fé lagt til hliðar í nokkurskon-
ar viðreisnarsjóð atvinnuveg-
anna í bænum. Því miður taldi
meirihluti bæjarstjórnar sér
ekki fært að samþykkja þessa
uppástungu. Henni var vísað til
bæjarráðs. Það getur verið sama
og dauöi. En vel getur þó leynst
líf með góðum hugmyndum í
þeirri virðulegu stofnun. Ný-
kosin bæjarstjóm gæti tekið sig
til og framkvæmt aukaniður-
jöfnun í vor eða haust, ef at-
vinna helzt í bænum með svip-
uðum hætti og nú.
Framsýni Jens Hólmgeirsson-
ar kemur fram í þessari ráða-
gerð. Honum er Ijóst, að bæjar-
búar hafa nú rýmri hendur en
nokkurntíma fyrr. Hér er mikið
um stórgróðamenn með mjög
fljóttekinn gróða. Hér eru þús-
undir manna, sem fá daglega
milli handa miklu meira laust
fé heldur en þeir hafa nokk-
urntíma fengið áður. Það er
vitanlegt, að margir af stóru og
litlu gróðamönnunum sýna nú
litla ráðdeild í meðferð fjár. Um
leið og kreppan byrjar, verða
hér þúsundir manna, sem ekki
eiga fyrir mat til næsta máls. ■
Þá koma þessir menn ti.l bæj-
arstjórnarinnar í Reykjavík og
heimta atvinnu og lifibrauð.
Annars bíður hungrið við dyrn-
ar. Ef ekki er safnað í korn-
hlöður í góðu árunum, þá verða
hinir ráðsettari bæjarbúar, um
leið og erfiðleikarnir byrja, að
bæta á sig þúsundum manna,
sem ekki hafa neitt til fram-
færis.
Hvort er nú eðlilegra fyrir
hina ráðdeildarsömu menn í
bænum, að styðja þessa fram-
sýnu sj álfbj argarviðleitni eða
hafna henni? Það er mikil ó-
eigingirni frá hálfu þeirra
manna, sem vita fyrirfram um
að þeim verður ætluð fram-
færslubyrðin, að hlífa hinum
mörgu ráðleysingjum, sem að-
eins hugsa um augnablikshags-
muni, frá að leggja nokkuð af
hinum léttfengna gróða í
framtíðarsjóð.
Jens Hólmgeirsson vill safna
fé á góðu árunum til að kaupa
lönd á heppilegum stöðum til
ræktunarafnota fyrir bæinn.
Hann vill byrja á að búa þessi
lönd undir fulla notkun. Hann
vill láta safna fé til þess, að
bærinn og bæjarbúar geti kom-
ið sér upp hentugum skipastól,
þegár stríðinu lýkur.
Ef Framsóknarmenn fá kosna
tvo fulltrúa í bæjarstjórn
Reykjavíkur 15. marz, er það
glögg bending um vilja hugs-
andi manna í bænum, um
hvert þeir vilja stefna í at-
vinnumálum Reykjavíkur.
Framsóknarmenn bera ekki
fram nú fremur en endranær
skrum eða gyllingar. Þeir eru
elzti og æfðasti umbótaflokkur
í landinu. Reykjavík þarf vax-
andi áhrif þvílíkra manna.
J. J.
Listi Framsohnar-
flokhsins er fí-listi.
Þegar Bretar hertóku ísland,
fyrir tæpum tveimur árum, var
öllum ljóst, að þeir áttu mikið
starf fyrir höndum, ef þeir áttu
að geta komið sér sæmilega
fyrir. Það kom því engum á ó-
vart, þótt þeir teldu óhjá-
kvæmilegt að taka nokkrar op-
inberar og einkabyggingar í
sínar hendur. Þetta olli íbúum
þessara bygginga að sjálfsögðu
miklum óþægindum, en þessi
óþægindi voru umborin í trausti
þess, að hér væri aðeins um
bráðabirgða ráðstöfun að ræða.
Bretar gáfu og við komu sína
hingað skýlaus loforð um að
trufla sem minnst daglegt líf
landsmanna.
Meginmarkmið Breta í þeirri
styrjöld, sem nú stendur yfir,
er að vernda rétt og hagsmuni
smáþjóðanna. Það er göfugt
markmið, sem er sæmandi vold-
ugri og fornri menningarþjóð.
Við íslendingar höfðum því
fyllstu ástæðu til að treysta
þeim loforðum, sem umboðs-
menn þessarar þjóðar gáfu
okkur, enda þótt þau væri gef-
in fámennri vopnlausri þjóð á
norðurhjara heims.
Það eru því mikil vonbrigði
fyrir okkur, hve seint gengur að
losa þær byggingar, sem í upp-
hafi voru teknar. Að vísu hefir
sumum verið skilað aftur, en
margar, allt of margar, eru
ennþá í höndum setuliðsins.
Meðal þeirra bygginga, sem
fastast er haldið, eru hús ým-
issa menntastofnana, svo sem
hús Menntaskólans, sem er elzta
menntasetur landsins, og Garð-
ur, eina stúdentaheimili þessa
lands. Garður var tekinn rétt
eftir komu fyrstu herflokkanna.
Garðsstjórn mótmælti, en það
var að vettugi virt. Bretar
fluttu þangað.áður en stúdentar
þeir, er voru að lesa undir próf,
höfðu lokið því. Þeir urðu því
að búa í nábýli við erlendan
her, meðan þeir luku prófum.
Síðan hefir Garðsstjórn stað-
ið í sífelldum samningaumleit-
unum um endurheimt Gárðs,
ýmist beint við yfirstjórn setu-
liðsins eða fyrir millgöngu
brezka sendiherrans. Þessu
samningsþófi hefir verið haldið
áfram vegna þess, að Bretar
hafa alltaf öðru hverju gefið
loforð um að fara af Garði. Það
hefði veriö frekleg móðgun við
Breta, að efast um að þeir
héldu loforð, gefin smáþjóð, þar
sem meginstyrkur þeirra í
þessari styrjöld, sem nú stend-
ur yfir, byggist á því, að þeir
Eitt frumskilyrði þess, að
hægt sé að lifa menningar- og
athafnalífi á hverjum stað, er
að hafa möguleika til afnota af
landi. Mannahíbýlin þurfa
land til að standa á. Atvinnu-
lífið þarf land til umráða, fyr-
ir vinnustöðvar, verksmiðjur,
hafnarmannvirki, iðjuver o. s.
frv. Jörðin, moldin, er næring-
arlind lífsins. í henni felast
möguleikar til þess að afla
fæðu, klæða og alls konar hrá-
efna, sem síðan má ummynda
til fullnægingar mannlegum
þörfum. í henni blundar óleyst
orka í margs konar ástandi, sem
hagnýta má til viðhalds mann-
legu lífi. Ekkert menningarlíf
getur átt sér stað án nauðsyn-
legra afnota af landi.
Þar sem afnot af landi eru
eitt frumskilyrði fyrir fullnæg-
ingu mannlegra þarfa, er auð-
sætt, að miklu máli skiptir fyr-
ir líf fólksins og efnahagslega
afkomu, að það eigi nægilega
greiðan aðgang að landinu, og
ekki þurfi að borga óeðlilega
háar fjárhæðir fyrir not þess.
Því minna,sem notin af landinu
kosta, þess meira getur fólkið
á hverjum stað haft afgangs
af tekjum sínum, til þess að
fullnægja öðrum lífsþörfum.
Þörfin fyrir landið ræður að
öllum jafnaði verðgildi þess.
bregðist ekki trausti smáþjóð-
anna.
Samhliða því, sem Garðs-
stjórn hefir á samningsgrund-
velli reynt að losa Garð, hefir
hún reynt að leysa úr mestu
húsnæðisvandræðum stúdenta.
Haustið 1940 tókst þetta sæmi-
lega, þannig, að flestum þeim,
er aðstoðar leituðu, var hægt að
útvega húsnæði. Síðastliðið
haust var hins vegar annað
uppi á teningnum. Af 70—80
umsækjendum var aðeins hægt
að qtvega fjórum herbergi. Þá
kom tilboð frá Bretum um að
byggja svefnskála á stærð við
venjulega hermannaskála. í
hverjum skála, ósundurþiljuð-
um, áttu að sofa 10—14 stúd-
entar. Allan kostnað við þessar
byggingar átti Garðsstjórn svo
að endurgreiða. Þessu smánar-
boði var vitanlega hafnað. Nú
voru góð ráð dýr. í háskóla-
kjallaranum hafði Rauði kross
íslands bráðabirgða hjálpar-
stöð, sem jafnframt var eina
almenningsloftvarnarbyrgið á
þessum slóðum. Það varð úr, að
Rauði krossinn flutti öll sín
tæki og áhöld í eitt herbergi á
öðrum stað í kjallaranum, en
Garðsstjórn tök fyrrverandi
híbýli Rauða krossins á leigu.
Þarna er híbýlaskipun þannig,
að fremst eru tvö stór herbergi,
inn af þeim eru svo 5 minni og
þar af 3 gluggalaus. Eitt þeirra
er svo lítið, að aðeins er hægt
að koma fyrir mjóum legubekk,
þannig, að hægt sé að ganga
meðfram honum öðrum megin. í
þessu herbergi er einn en í hin-
um tveir til fjórir. Herbergi
þessi og klefar voru upphaflega
ætluð til líkgeymslu og líkkrufn-
ings, og komi lík, sem þarf að
kryfja, verða núverandi íbúar
að víkja fyrirvaralaust. í
stærstu herbergjunum tveimur,
sem eru fremst, búa 8—10.
Eins og áður er getið, eru
minni herbergin inn af þeim, og
verða því þeir, sem þar búa, að
ganga í gegnum þau stærri.
Hver og einn getur því ímynd-
að sér, hversu mikið næði er
þar til lesturs. Nú er svo komið,
að hver fermetri er notaður í
þessari stóru háskólabyggingu,
enda eru allir bekkir Mennta-
skólans þar, svo og Mötuneyti
stútenta. Híbýli þess eru svo
þröng, að borða verður fram á
gangi og auk þess varð að fá
eldhús umsjónármanns hússins
til afnota.
Þeir húsnæðislausir stúdent-
ar, sem ekki voru svo ham-
Þess vegna hækka lönd og lóð-
ir oftast í verði, þar sem fólk-
inu fjölgar, og byggðin þéttist.
Að öllum jafnaði skapar sam-
félagið meginorsökina að verð-
hækkun landsins. Það eru hin-
ar samfélagslegu framkvæmd-
ir, svo sem samgöngubætur á
sjó eða landi, hafnargerðir,
margháttaður atvinnurekstur
og ýmsar þjóðfélagslegar uip-
bætur, sem tíðast orsaka þétt-
býlið, og gefa þá jafnframt
landinu aukið verðgildi. Það
virðist því rökrétt að álykta, að
samfélagið eigi- að njóta þeirr-
ar verðhækkunar, sem fyrir þess
aðgerðir hafa skapazt, en ekki
einstakir menn, sem fyrir rás
viðburðanna eða eigin klókindi
eru svo heppnir að hafa eign-
arráð yfir hinu verðhækkandi
landi.
Opinber eign á löndum og
lóðum í kaupstöðum og kaup-
túnum, er að margra manna á-
liti, eina örugga ráðið til þess
að koma í veg fyrir óhæfilega
verðhækkun og lóðabrask, sem
alltaf bólar á, þegar þéttbýlið
eykst, ef landið er einkaeign,
og getur lagst eins og þung
mara á allt atvinnulíf á staðn-
um og orsakað þar dýrtíð og fá-
tækt meðal almennings um æ-
varandi framtíð. Þetta virðist
vera eina leiðin til þess að
á þrotum
ingjusamir að fá inni í kjallar-
anum, urðu að troða sér inn hjá
ættingjum og vinum. Sumir búa
í útjöðrum bæjarins, t. d. inni
í Sogamýri, suður í Sker'jafirði,
úti á Seltjarnarnesi eða suður
í Fossvogi. Dæmi eru og þess, að
stúdent hefir tekið leigt her-
bergi suður i Hafnarfirði og
stundar nám sitt þaðan.
Garður gerði meira en að
fullnægja lestrar- og svefnþörf
stúdenta. Hann var miðstöð fé-
lagslífsins. Þar er leikfimissal-
ur, og þar er samkomusalur,
þar sem stúdentar komu saman
til funda og annarra skemmt-
ana. Nú eru stúdentar dreifðir
út um allt og því mjög örðugt
að ná þeim saman og eiga enda
ekki í annað hús að venda en í
hin þröngu húsakynni háskóla-
kjallarans.
Á hausti komanda má búast
við, að við bætist 80—-100 nýir
stúdentar. Meiri hluti þeirra er
utanbæjarmenn, og mjög fáir
þeirra munu fara til erlendra
háskóla. Það er því ljóst, að
húsnæðisþörf stúdenta verður
meiri í haust en nokkru sinni
áður. Það er því krafa okkar
stúdentá, knúin fram af nauð-
syn, að Bretar sleppi Garði nú
þegar. Lengsti frestur, sem við
getum gefið þeim, er meðan þeir
koma sér upp samsvarandi húsi.
Það ætti ekki að taka langan
tíma, ef þeir byrja strax. Það
hefir sýnt sig, að hús af svip-
aðri stærð geta þeir byggt á
mjög skömmum tíma.
Winston Churchill, forsætis-
ráðherfa Breta, lét svo ummælt,
þegar hann heimsótti ísland
síðastliðið sumar, að það væri
vilji Breta, að menningarsam-
band tækist og treystist milli
Breta og íslendinga. Ummæli
þessa merka manns eru i furðu
miklu ósamræmi við gerðir um-
boðsmanna hans hér á landi.
Það er varla líklegt, að menn-
ingarsamband treystist milli
landanna, rneðan setulið hinnar
voldugri þjóðar hrekur elztu
menntastofnun þeirrar smá-
þjóðar, sem það er komið til að
Vernda, burt úr sínum fornu
heimkynnum. Virðir jafnframt
að vettugi réttmætar kröfur
stúdenta og hrekur þá burt af
heimili sínu.
Garði var komið upp með
sameiginlegum átökum allra
landsmanna. Herbergin á Garði
minna á þetta. Þau bera nöfn
ýmissa merkisstaða í öllum sýsl-
um landsins. Það er tákn þess,
að sérhver sýsla hefir lagt fram
sinn skerf. í háskólakjallaran-
um er mynd í útlegð. Hún er ef
seyðfirzkum heiðurshjónum.
hamla á m,óti óeðlilegri verð-
hækkun á löndum og lóðum í
þéttbýlinu og tryggja það, að
verðhækkunin komi samfélag-
inu til nota, beinlínis eða ó-
beinlínis. Þess vegna er þaö nú
almennt orðin viðurkennd meg-
innauðsyn fyrir kauptún oð
kaupstaði, að eiga eða hafa
tryggan, • skilyrðslausan um-
ráðarétt yfir því landi, er þeir
standa á og í grennd við þá ligg-
ur. í þessu felst — ef rétt er á
málunum haldið — mikil trygg-
ing gegn óeðlilegri verðhækkun
lands og lóða, og um leið gegn
vaxandi dýrtíð á hverjum stað.
Próf. Guðmundur Hannes-
son, sem manna mest hefir
hugsað og ritað um skipulag
bæja og kauptúna, og í því efni
að ýmsu leyti verið á undan
sinni samtíð, hefir oftsinnis
bent á það með skýrum rökum,
hver nauðsyn sé á því, til þess
að tryggja heilbrigðan vöxt og
farsæla þróun bæjanna í nútíð
og framtíð, að þeir eigi land
sitt sjálfir.
Ég get ekki stillt mig um að
taka hér upp nokkuð af um-
mælum próf. G. Hannessonar
um þetta mál, úr hinni merku
bók hans: Um skipulag bæja,
er kom út árið 1916:
Á bls. 37 ræðir höf. um þörf-
ina á landi fyrir bæina og seg-
ir þar m. a. svo:
.... „Sú mun oftast verða
raunin á, að fleiri þurfa á landi
að halda til ræktunar og ann-
arra afnota, en líkindi voru til,
svo jafnvel ríflegt bæjarland
reynist of lítið,' áður en langir
tímar líða, svo framarlega sem
Bæjarmál Reykjavíknr
Lóðir og lönd
lifíir Jens Hólmgeirsson.
Kosníngin í niðurföínunar-
neínd Reykjavíkur
Blöð kommúnista og Alþýðu-
flokksins hafa undrast stórlega
að Framsóknarmenn skuli fá
kosinn einn mann í niðurjöfn-
unarnefnd í bænum, með sam-
komulagi við Sjálfstæðismenn.
Þessar ásakanir bera hvorki
vott um góða gr'eind, né gott
innræti þeirra, sem að þeim
standa.
Um mörg undanfarin ár hefir
skattstjórinn í Reykjavík verið
sjálfkjörinn formaður niður-
jöfnunarnefndar. Vegna aðstöðu
í stjórnmálum landsins hefir
viljað svo til að þessi maður
hefir verið úr flokki Framsókn-
armanna.
Sjálfstæðismönnum kom því
illa, að þeir höfðu ekki meiri-
hlutaaðstöðu í niðurjöfnunar-
nefnd, þó að þeir hefðu sterkan
meirihluta í stjórn bæjarins.
Þetta var líka undantekning.
Hvergi annarsstaðar á landinu
fór meiri hluti bæjarstjórnar á
mis við að hafa meirihlutaráð í
niður j öfnunarnefnd.
Þetta skipulag voru söguleg-
ar leifar frá þeim tíma, þegar
tveir stærstu flokkar landsins
börðust um flest mál, með sömu
hörku og hrautir hermenn beita
í sókn og vörrx um skotgrafir.
En eftir að Framsóknarmenn og
Sjálfstæðismenn fóru að sjá, að
riki þeirra beggja voru fastgró-
in og vel grundvölluð, þá fóru
menn úr báðum þessum flokk-
um að vinna saman um ýmis
mál, og reyna að leysa þau til
gagns og sóma landi og þjóð,
þó að varanleg andstaða væri
milli flokkanna um mörg
stefnumál.
Sjálfstæðismenn bentu á, að
í þessu efni væru þeir beittir
órétti. Þeir töldu rétt, að breyta
lögunum um niðurjöfnunar-
nefnd þannig, að allir nefndar-
Fyrir neðan myndina er letrað:
Hina höfðinglegu gjöf þessa
herbergis þakkar Bæjarstjórn
Seyðisfjarðar.
íslenzka þjóðin mun aldrei
láta viðgangast, að gjafir henn-
ar til menntamanna sinna séu
frá þeim téknar. Óánægja
hennar mun magnast með degi
hverjum og aldrei linna fyrr en
það misrétti er leiðrétt. Garð-
ur er minnismerki sjálfstæðis
þjóðarinnar. Hann er tákn þess,
hverju fátæk og fámenn þjóð
fær áorkað, þegar hún stendur
saman. Þess vegna verður ís^
lenzka þjóðin ekki ánægð fyrr
en stúdentar búa aftur á því
heimili, sem hún hefir gefið
þeim.
menn yrðu kosnir af bæjar-
stjórn og ríkisstjórnin hætti að
hafa vald til að skipa formann-
inn.
Framsóknarmenn tóku lík-
lega í þetta mál og var borið
fram frumvarp þess efnis á
haustþinginu, en dagaði þá
uppi. En þar sem fullt sam-
komulag var um málið milli
núverandi stjórnarflokka, gaf
Jakob Möller út bráðabirgðalög
um þetta efni skömmu eftir
nýár.
Framsóknarmenn höfðu að
vísu gengið inn á þær röksemd-
ir Sjálfstæðismanna, að meiri-
hluti bæjarstjórnar ætti að
kjósa meirihluta niðurjöfnun-
arnefndar. En Framsóknarmenn
sáu enga ástæðu til annars, en
að þeir hefðu fulltrúa í nefnd-
inni. Þeir sáu enga ástæðu til
að efla veldi kommúnista eða
Alþýðuflolcksmanna í niðurjöfn-
unarnefnd á kostnað Framsókn-
armanna.
Samkomulag náðist síðan
milli manna úr núverandi
stjórnarflokkum um að Fram-
sóknarmenn skyldu hjálpa
Sjálfstæðismönnum til að fá
þá aðstöðu í niðurjöfnunar-
nefnd, sem þeim ber, eftir nú-
verandi styrk þeirra í bæjar-
stjórn, en S j álfstæðismenn
skyldu á sama hátt greiða götu
þess, að Framsóknarmenn
fengju kosinn einn fulltrúa í
nefndina. Nú er þessi breyting
komin í verk. Sjálfsæðismenn
hafa þrjá fulltrúa, Framsóknar-
menn einn og Alþýðuflokkurinn
einn. Hér hefir verið komið á
endurbættu skipulagi og réttur
allra lýðræðisflokkanna tryggð-
ur eins og atvik lágu til.
Furðulegt má það heita, að
Alþýðublaðið skuli deila á Sjálf-
stæðismenn fyrir að unna Fram-
sóknarmönnum réttlætis í þessu
máli. Hefir Alþýðublaðið gleymt
því, að Framsóknarflokkurinn
hefir um nokkur ár verið
mannasættir í landinu, og orðið
mikið ágengt. Man Alþýðublað-
ið að Framsóknarmenn buðu
Sjálfstæðismönnum að fá þrjá
forseta á þingi, af níu, og sátu
hjá við atkvæðagreiðslu til að
þessi réttláta bót yrði fram-
kvæmd? Man Alþýðublaðið að
flokksmenn þess á þingi, nema
Jón Baldvinsson, vildu þá halda
kverkataki á andstæðingum sín-
um og ámæltu Framsóknar-
mönnum fyrir óhæfilega mildi
við andstæðinga? En að síðustu
ætti Alþýðublaðið að muna, að
Framsóknarmenn á þingi sýndu
(Framh. á 3. síðu)
bærinn tekur nokkrum fram-
förum. Þetta út af fyrir sig er
nægileg ástæða til þess, að bær-
inn kaupi ekki aðeins þá jörð,
sem hann er byggður úr, held-
ur jafnvel 3—4 næstu jarðirn-
ar, ef nokkur líkindi eru til, að
hann þurfi á þeim að halda.
Leiðir þetta venjulega til þess,
að landið verður betur notað og
betur ræktað en fyrr, er svo
margir menn, og oft efnaðir, fá
það til afnota. Hefir reynslan
sýnt þetta ótvírætt á Akureyri,
í Reykjavík og víðar. Við þetta
bætist sú mikilvæga ástæða,
að land umhverfis bæi hækkar
undantekningarlaust gífurlega
í verði,*) að minnsta kosti, ef
það er einstakra manna eign, og
bærinn hins vegar vex og
blómgast."
Þá lýsir höfundur afleiðing-
um braskstefnunnar í jarð-
eigna- og lóðamálum bæjanna
og segir að lokum svo á bls. 43:
„Vér höfum nú talið nokkur
helztu vandkvæðin, sem fylgja
verðhækkun lands í bæjum, og
þéttbýlinu, sem hún hefir í för
með sér. Að nokkru leyti eru
þau~ innifalin í því, að ógrynni
fjár, sem í raun réttri er al-
menningseign, lendir í vasa
einstakra manna, en hins veg-
ar legst stopull stundargróði
þeirra sem þungur, ævarandi
skattur á alla bæjarbúa, skapar
þungbæra dýrtíð fyrir allan
almenning og rænir hann
nauðsynlegustu lífsskilyrðum,
svo að bæjunum hættir til að
verða eins konar tælandi gildr-
*) Leturbreyting próf. G. H.
ur, sem re^na kynslóðirnar lífi,
heilsu og siðferðisþreki, þrátt
fyrir álla menninguna á yfir-
borðinu. í smáþorpunum gætir
þessa lítt, en óðara en bærinn
nær verulegum vexti og við-
gangi, koma allar þessar hættur
í ljós, ef ekki er séð við þeim í
tíma.“
Þá bendir höf. á ýmsar leiðir,
sem hafa verið reyndar erlendis,
til þess að koma í veg fyrir böl
það, er af verðhækkuninni leið-
ir, og segir að endingu svo á
bls. 45:
„Allar slíkar endurbótatil-
raunir mæta að sjálfsögðu á-
kafri mótspyrnu frá öllum þeim
fjölda manna, sem græða á
verðhækkun eða lóðasölu. En
jafnvel óvilhallir fræðimenn
eru ekki á eitt mál sáttir, hvað
hentast sé í þessu efni. Tvennt
virðist þó mega fullyrða: 1) að
hyggilegt sé fyrir hvert þorp,
sem nokkur líkindi eru til að
taki nokkrum þroska, að kaupa
sem mest af bæjarstæðinu, ef
þess er nokkur kostur, en auk
þess mjög ríflega landareign
umhverfis bæinn. 2) að leigja
eða selja ekki skilyrðislaust
dýrmætustu spildurnar*), sér-
staklega hafnarspilduna og
verzlunarsvæðið, sem hækka
geypilega í verði, ef bærinn
vex.“
Rúmsins vegna verður hér
ekki birt meira af hugleiðing-
um próf. G. H. um þetta mál,
enda eru þau orð hans, er hér
hafa verið tekin upp, þung á
metunum.
*) Leturbreyting próf. G. H.