Tíminn - 26.02.1942, Qupperneq 3

Tíminn - 26.02.1942, Qupperneq 3
6. blað TÍMIM, fimmtuclagiim 26. fehr. 1943 23 ANNÁLL Dánarmiimmg. „Um héraðsbrest ei getur, þótt hrökkvi sprek í tvennt, er hríðarbylur geisar, það liggur gleymt og fennt. Og eins er lítill tregi og engin sorg á ferðum, þó ekkja falli í valinn með sjötíu ár á herðum.“ Þessi vísa úrt kvæði Guð- mundar Priðjónssonar: „Ekkj- an við ána“, kom mér í hug, er ég frétti lát Ástríðar Stefáns- dóttur að Björk í Grímsnesi. Hún lézt 15. nóv. síðastliðinn, þá nýlega 92 ára gömul. Að sjálfsögðu þykja það ekk:’ stór tíðindi þótt g a m a 1 menni kveðji heiminn jafnvel þó a t á herðum þessa gama 1 mennis hvíli nær því heil öld.Yfirleitt taka menn varla eftir slíkum smá munum nú, þegar öllu virðist snúið niður, sem upp vissi áð- ur, þegar líf einstaklinga og heilla þjóða, hangir á bláþræði og vá er svo að segja fyrir hvers manns dyrum. En hugsum okk- ur aðeins að örlítilli íhygli væri beint að þeirri staðreynd, að 92 ára gömul kona bandar til okk- ar hendinni í kveðjuskyni og sofnar sínum síðasta væra svefni með lífsreynslu og minn- ingar kynslóða, sem gengnar eru götur aliar. Hugsum okkur, hve' margt grefst í jörðu með margfróðri og minnugri gamalli konu. Hugsum okkur allan þann ara- grúa stórfenglegra atburða, sem gerzt hafa síðan 1849 í sögu okkar eigin þjóðar, en það ár var Ástríður heit. fædd. Það má segja, að hún hafi fæðzt um það bil, er fyrst bjarmaði fyrir degi frelsisins á íslandi, eftir margra alda kúgun. Þeim nýja degi hlutu að fylgja góðar dísir, sem stóðu vörð við vöggur óskabarnanna, svo finnst mér a. m. k. að hlotið hafi að vera, þar sem Ástríður var. Mörg eru sporin, margir atburðirnir, sem gerast á 92 árum, atburðir sig- urs og framfara smáþjóðarinn- ar íslenzku, en það eru líka at- burðir hins gagnstæða, atburð- ir sorga og vonbrigða. Líf þjóð- ar er líf einstaklingsins, sam- ofið og ósérstætt. Saga gömlu konunnar, sem hér hefir kvatt, er saga þús- undanna af íslenzkum konum, sem óbættar liggja hjá garði, og minningin ein svífur endrum og eins að litlu grasigrónu leiði. Þessari stefnu í landa- og lóðamálum þéttbýlisins er nú almennt að aukast fylgi hjá flestum öðrum en þeim, er sjálfir eiga lönd og lóðir og hafa þess vegna eiginhagsmuna að gæta um verðhækkun þeirra. Flestar framsýnar og hugsandi hreppsnefndir og bæjarstjórn- ir, leggja því kapp á það, að kauptúnin og bæirnir eignist það land, sem þeir standa á, og til viðbótar nægilega mikið af næsta nágrenni. Hvernig er ástatt um þessi mál hér í Reykjavík? Reykjavíkurbær á tiltölulega lítið af því landi er hann stendur á. Utan við bæinn er eign hans í löndum einnig fremur lítil, eða sennilega alls eitthvað á annað þúsund ha. að flatarmáli. Það mun nærri lagi, að bæjarsjóður eigi sem næst þriðju hverja lóð í bænum sjálfum. En þegar þess er gætt, að mestur hluti þeirra lóða, er bæjarsjóður á, eru í útjöðrum bæjarins, og því tiltölulega verðlitlar, er það Ijóst, að meg- inverðmæti lóðanna í bænum eru i einkaeign. Láta mun nærri, að um 80% af lóðaverð- mætinu — og þar miðað við síðasta fasteignamat. — sé í eigu einstakra manna. Þessar lóðir ganga kaupum og sölum eins og eðlilegt er. Þær eru því ofurseldar braski og verðhækk- un til böls og vaxandi dýrtíð- ar fyrir bæjarbúa í nútíð og framtíð, a. m. k. á meðan ekki er komið í veg fyrir lóðabraskið. Bæjarstjórn Reykjavíkur hef- ir verið frámunalega fyrir- Konum, óeigingjörnum og fórn- fúsum, konum, sem unnu sitt mikla starf í yfirlætisleysi og trúartrausti, án allra óska um viðurkenningu, þar sem síðasta handtakið, jafnt hinu fyrsta, var gert fyrir aðra. Ég ætla mér ekki þá dul, að ég geti í örstuttri blaðagrein sagt sögu gömlu konunnar á Björk, svo ókunnugur sé nokkru nær. Ég ætla aðeins að geta þess ívafs í skaphöfn hennar, sem mér fannst ætíð mest áberandi og sýndist ganga sem rauður þráður gegnum alla hennar breytni, allt hennar líf. Það var kærleikurinn. Kærleikur, sem birtist ríkri samúð til allra þeirra, sem á einhvern hátt stóðu höllum fæti í lífsbarátt- unni. Sú kærleikslund hennar birt- ist ef til vill hvergi betur en í sívakandi umhyggju og ástúð fyrir málleysingjunum. Meiri dýravini en hún var, hefi ég ekki kynnzt. Þögul þakklát augu, dillandi- skott, vinalegt nugg, voru launin. Það var eng- inn hávaði, í kumri hestsins, engar ofboðslegar upphrópanir í lágu bauli kýrinnar, engin undrun eða hræðsla í svip kind- arinnar, heldur eftirvænting, malandi köttur i kjöltu hús- freyjunnar og vinalegt trýni seppa við hlið kisu. Allt voru þetta geislar, sem lýstu leið fá- tækrar alþýðukonu -og yljuðu henni þegar kuldanepjan næddi um lágreistan bæ hennar. „Æ, flugan má vera í friði! Hvað hefir hún gert þér?“ Þannig bað hún griða og miskunnar öllu þvl veika og smáa. Ég var barn, þegar ég kynnt- ist fyrst þessari góðu konu. Ég minnist þess enn, hve hrifinn ég varð í fyrsta inn, er ég kom heim í bæ hennar. Var það þó ekki af því, að þar væri hátt til lofts eða vítt til veggja. En þar var ylur í tilliti, sem gerði mér hlýtt um hjartaræturnar þá og gerir enn að tuttugu árum liðn- um. Feiminn og vahdræðalegur hafði ég kva‘tt dyra, en fór upp- litsdjarfur og barnslega glaður. Ég minnist þess enn, hve konan, sem kom til dyra, hafði yndis- lega blá og bliðleg augu. Man hve vinalega hún klappaði grá- írótta hundinum, sem fylgdi mér. Ég gleymi því heldur ekki með hve mikilli varfærni hún spurði mig um pabba og mömmu, sem ég var svo fjærri. Frá þeirri stund þótti mér vænt um litlu yfirlætislausu konuna á Björk. Síðar vissi ég miklu meira um- hana. Hún var gift Guðmundi Þorleifssyni, mesta ágætismanni. Hann dó árið 1937. Hún átti tvö börn á lífi, Friðsemd og Gísla. Það kom líka í þeirra hlut að létta byrð- hyggjulaus og léttúðug í þess- um málum. Hún hefir ekki ein- ungis látið ýms tækifæri úr greipum sér ganga — og mörg þeirra sennilega mjög góð — til þess að eignast lóðir í bæn- um og land í grennd við hann. Hún hefir einnig selt talsvert af þeim lóðum, er bærinn átti, og þannig óbeinlínis ýtt undir lóöabrask og verðhækkun. Það eru aðeins örfá ár síðan, að á- góði af lóðasölu var tilfærður teknamegin á bæjarreikning- um Reykjavíkur, og það eigi ó- veruleg upphæð. En hvort þess- ar lóðasölur verða ábatasamar fyrir bæjarbúa almennt, þegar fram líða stundir, það er víst meira en vafasamt. Stefna bæjarstjórnarinnar á undanfcrnum árum er orsök þess, að megnið af verðmestu lóðunum í bænum er nú í einkaeign, og hljóta því að ganga kaupum og sölum enn um hríð. Margar þeirra eru, eða verða vafalaust, herfang braskara og fasteignasala og fara síhækkandi í verði. Þetta mun þó eiga eftir að koma enn átakanlegar í ljós, ef bærinn stækkar meira. En jafnvel nú, eru sumar lóðirnar, einkum í miðbænum, komnar í afarverð. Þess munu mörg dæmi, að með- alstór húslóð kostar tugi þús- unda króna. Og til munu vera nokkrar lóðasölur, þar sem lóðarverðið er talið í hundruð- um þúsunda króna. Það er einfalt mál og auð- skilið, að hús, sem byggt er á lóð, sem kostar tugi þúsunda króna, krefur hárrar leigu. Auk ar hinnar ágætustu móður, að loknum óvenju löngum og björt- um æfidegi. Nú er hún farin. En við, sem Dekktum hana bezt, vitum, að pað var vitur og góð kona, sem Dar kvaddi. Blessuð sé minning hennar. Helgi Vigfússon. hússverðsins sjálfs, verður húsaleigan að ávaxta það fjár- magn, sem greitt hefir verið fyrir lóðina. Þetta hlýtur að hækka leiguna mjög verulega. Fólkið, sem í húsinu býr, hvaða stétt, sem það tilheyrir, og hvers konar atvinnu, sem það stundar, verður því að hafa hærri laun en ella, til þe.ss að geta í við- bót við eðlileg útgjöld sín, greitt hina háu leigu fyrir hús- grunninn, eða að öðrum kosti að neita sér um líísþarfir fyrir tilsvarandi upphæð. Sé húsið notað til iðnaðar eða verzlun- ar, verða vörurnar, &em þar eru framleiddar eða seldar, hverju nafni, sem þær nefnast, að renta hina dýru lóð, auk húss- verðsins sjálfs og annarra eðli- legra útgjalda, er þær verða að bera. Hið óeðlilega háa lóða- verð hefir þannig veruleg áhrif til hækkunar á allt kaupgjald og vöruverð í bænum. Það legst sem skattur á bæjarbúa | og skapar þungbæra og vax- andi dýrtíð fyrir allan almenn- ing. Þetta ástand hefir einnig ör- lagaríka þýðingu fyrir allt landið. Hér í Reykjavík eru flestar menntastofnanir lands- ins. Þúsundir námsmanna utan af landi, sem þær sækja, verða einnig að leggja fram sinn skerf til þess að renta hinar dýru lóðir. Vegna þess að Reykjavík er verzlunar- og við- skiptamiðstöð alls landsins, verður mikið af vörum þeim, er landsmenn utan Reykjavíkur kaupa, að taka þátt í að bera uppi hij háa lóðarverð. Starfs- menn ríkis og ríkisstofnana, sem hér eru búsettir, verða að hafa hærri laun en ella, vegna þeirrar dýrtíðar, sem orsakast af hinu óeðlilega háa lóðaverði. Og þannig má lengi rekja og telja. Lóðaverðið í Reykjavík er því ekki einungis böl Reykja- víkur einnar, heldur og alls landsins. Engin tök eru á því, nema með mjög náinni athugun, að gera sér grein fyrir, hve margar miljónir króna Reykvíkingar og landsmenn allir verða að renta, vegna hins óeðlilega háa lóðaverðs í bænum. En áreið- anlega mundi slík rannsókn verða lærdómsrík og eftirtekt- arverð. Ef bæjarstjórn Reykjavíkur hefði verið fyrii-hyggjusöm og hugsandi um hag almennings og framtfð bæjarins, þá hefði hún áreiðanlega notað hvert tækifæri til þess að eignast sem mest af lóðunum í bænum og auk þess nægilega mikið af landinu i nágrenni hans. Það er hart fyrir Reykvíkinga að geta óvíða stigið frjálsum fæti, nema með sérstöku leyfi, þegar. út fyrir bæjarlandið kemur. Fjöldi Reykvíkinga óskar þess og þráir það,að búa utan við bæ- inn, ýmist að vorinu eða sumr- inu, eða eiga þar alfarið heima og hafa jafnframt ofurlítinn blett til ræktunar. Þar er ódýr- ara að lifa, heilsusamlegri uppeldisskilyrði fyrir börnin og möguleikar á að fullnægja að töluverðu leyti þörf heimilisins um mjólk og garðmeti. Með vel skipulögðum samgöngum þarf fjarlægðin við bæinn ékki veru- lega að torvelda heimilisfeðr- unum nauðsynlega atvinnu- sókn þangað. Ekkert virðist því til fyrirstöðu, að í nágrenni við bæinn geti risið upp smá- býlahverfi, líkt og víða eru í nálægð við bæi erlendis. Ef þessi smábýlahverfi eru vel skipulögð, getur orðið ólíkt vist- legra og hollara' að búa þar, heldur en í bænum sjálfum, að því ógleymdu, að fólkið, sem þar væri búsett, gæti átt þess kost að framleiða úr moldinni verulegan hluta lífsþarfa sinna, og hefði því skilyrði til betri efnalegrar afkomu. Eng- inn vafi er á því, að það er fjöldi fólks í bænum, sem óskar eftir þessum möguleikum til heimilismyndunar, og það ein- mitt fólk úr láglaunastéttun- (Framh. á 4. síSu) Kosningin í niður- jöSnunarnefnd (Framh. af 2. síðu) flokki þeirra, sem nú er í stjórn- arandstöðu, sömu sanngirni og Sjálfstæðismönnum áður fyr. Framsóknarmenn kusu þrjá for- seta úr flokki Alþýðublaðsins, því að annars gátu þeir ekki náð kosningu. Sömuleiðis kusu Framsóknarmenn þingmenn Al- þýðuflokksins í nefndir eins og áður, þó að blað flokksins sé barmafullt af ósannindum á degi hverjum um athafnir Framsóknarmanna. Framsóknarmenn hafa komið á núverandi flokkaskipun hér á landi, nema því flokksbroti, sem búið er til fyrir útlen't fé. En Framsóknarmenn létu sér ekki nægja að koma á glöggri og eðlilegri flokkaskipun. Þegar fylling tímans var komin beittu þeir sé fyrir nokkurri sáttagerð milli flokkanna. Nú er að kom- ast föst skipun á hið pólitíska samstarf í landinu. Hér er tveir sterkir, fullmyndaðir og ábyrgir flokkar, sem fara saman með stjórn landsins. Auk þess er Al- þýðuflokkurinn, sem er í end- urskipulagningu. Alþýðuflokk- urinn er eins og sómapiltur, sem hefir hneigð til drykkjuskapar. i Flokkur Stefáns Jóhanns er oft tímum saman eins og ánægju- legt ungmenni. En þess á milli fer hann „á túr“, og verður að takast „úr umferð“. Kommún- istar eru alltaf freistarinn. Kjósendahungrið er eitrunin í leiðtogum Alþýðuflokksins. — Veiklun flokksins kemur fram í hneigð til ábyrgðarleysis. Þessi veiklun Alþýðuflokksins leiddi til þingrofsins, þriggja mánaða víxilsins, samfylkingar Héðins og kommúnista, og nú að síðustu til bandalags Alþfl. við kommúnista út af vörnum gegn dýrtíðinni. Heimskuhjal Alþýðublaðsins út af því að Framsóknarmenn eiga fulltrúa í niðurjöfnunarnefnd, sýnir tvennt. Leiðtogar Aiþýðuflokks- ins skilja ekki hina langsýnu og þjóðbætandi starfsemi Fram- sóknarfl., og í öðru lagi gleyma þeir, að Framsóknarmenn eru nýlega búnir á Alþingi að veita flokki þeirra þann stuðning, sem þeir vilja ekki leyfa Fram- sóknarmönnum að njóta í bæj- arstjórn Reykjavíkur. J. J. Borgf irðingar! Að tilhlutun Búnaðarsambands Borgarfjarðar, verður næsta sumar starfrækt á Hvanneyri tamningarstöð fyrir dráttarhesta. — Hestarnir verða tamdir 25. april ofe 1. júlí, 10 í hvort sinn. Þeim fyrri verður skilað 1. júl, hinum síðari 15. sept. Hestarnir séu á aldrinum 5—9 vetra; þeir sem teknir verða 25. apríl þurfa að hafa haft eldisfóður að minnsta kosti 6 vikur áður en þeir eru sendir. Þóknun fyrir tamninguna er 50 kr. á fyrra tímabilinu og 40 kr. á því síöara fyrir hvern hest, er Búnaðarsam- bandið greiðir að einum þriðja. Ef hestar reynast ónot- hæfir, verður þeim skilað aftur, og greiðist á'þá hálft gjald. * Allar nánari upplýsingar gefur: Skólastjórinn á Hvanneyri. I §IGLIIGAR Imilli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum. 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. T ilkynning til dúfnaeigenda í Reykjavík. í samráði við borgarstjórann i Reykjavík og með tilvísun til 59. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, hefir verið ákveðið, að allir dúfnaeigendur hér í bænum mæti hér á lögreglustöðinni og gefi upplýsingar um vörzlur dúfna sinna fyrir 15. marz n. k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. febrúar 1942, AGNAR KOFOED-HMm tSíinimx fæst í lausasölu á þessum stöð- um í Seykjavík: Ávaxtabúðinni, Týsgötu 8 Bókabúð Eimreiðarinnar, Aðalstræti Hjá Fiippusi Vigfússyni, Kolasundi „Fjólu“, Vesturgötu Hafnarstræti 16 Hótel Borg „Matstofan“, Laugaveg 45 Hjá Ólafi R. Ólafssyni, Vesturgötu 16 Söluturninum. Ert þú kaupandi Dva ar? Tímaritið Dvöl kemur út fjórum sinnum á ári, hvert hefti að minnsta kosti 80 lesmálssíður. Dvöl flytur úr- vals sögur í góðri þýðingu, ferðasögur, greinar um margvísleg efni, ljóð og íslenzkar sögur, bókmennta- pistla og margt fleira. Margir þekktir menntamenn og og sum beztu skáld og rithöfundar þjóðarinnar hafa heitið ritinu stuðningi sínum í framtíðinni. Gerizt þegar kaupendur DVALAR. Hún kostar aðeins 10 kr. á ári. TtMARITIH DVÖL. | Sími 2353. Pósthólf 1044. Lindargötu 9 A. Reykjavík. 348 Victor Hugo: Presturinn skreið til hennar á hnján- um. — Ég grátbið þig, hrópaði hann — að hrinda mér ekki frá þér, ef hjarta bær- ist í brjósti þínu. — Ó, ég elska þig! Ég er ógæfunni ofurseldur! — Þegar þú nefndir ógæfuna, finnst mér sem ég sé níst í hjartað. — Miskunn! Miskunn! Sértu frá hel- víti komin, fylgi ég þér fúslega þangað. Helvíti, sem þú gistir, myndi' verða mér sælustaður. Mér myndi ekki þykja meira um vert að líta drottin augum en þig. Ó, talaðu í guðanna bænum! Þú lætur orð mín sem vind um eyru þjóta! Ó, að þú vildir bænheyra mig! Hamingja okkar myndi verða óumræðileg. Við myndum flýja á braut. Við myndum leita uppi stað, þar sem sólin er skærari, trén grænni og himininn fagurblárri. Sálir okkar myndu renna saman og við myndum teyga af hinum ótæmanlega bikar ástarinnar. Hún greip fram í fyrir honum með hæðnislegum kuldahlátri. — Lítið á, faðir! Það hefir blætt und- an neglum yðar! Presturinn leit skelfdur og undrandi á hönd sína. — Jú, satt er það! mælti hann að lokum rólegri röddu. — Þú mátt móðga mig, hæða og fyrirlíta — barn, ef þú Esmeralda 345 um þær mundir, er þú varzt jafnan gripin ótta, ef leiðir okkar lágu saman. Þá var ég enn mjög á báðum áttum. Mér stóð sem sé ógn af ráðum mínum og ætlunum. Ég hugði, að ég gæti látið málið niður falla, ef mér kynni að snú- ast hugur. En sérhver illur ásetningur verður jafnan að illvirki. Ég taldi mig almáttugan, en örlögin reyndust mér þó máttugri. Það eru örlögin, sem hafa gert mig að leiksoppi sínum og varpaði þér í glötun. Hlustaðu á orð mín. Ég hefi sehn lokið máli mínu. Dag nokkurn, er sólin skein enn í heiði, bar svo við, að ókunnum manni var gengið framhjá mér. Hann hló, nefndi nafn þitt og var glaður í bragði. Ég veitti honum eftirför. Þér er full- kunnugt, hvað á' eftir fór. Hann þagnaði. — Ó, Föbus minn! var hið eina, er Esmeralda fékk mælt. — Nefndu ekki þetta nafn! hrópaði presturinn og þreif í arm hennar. — Nefndu ekki nafn hans í eyru mér! Þetta er nafn hans, sem hefir varpað okkur öllum í glötun. Við höfum öll bor- izt að glötunarbarmi í dularleik örlag- anna. Þú þjáist, eða er ekki svo? Þú líður kuldá. Nóttin blindar þig. Þú ert innilukt í óvistlegu og óhugnanlegu fangelsi. Ef til vill hefir sál þín þó ljós

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.