Tíminn - 03.03.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.03.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAOUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTOEFANDl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÖRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÍJSI, Llndargötu 9 A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AVGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Slmi 233S. PRENTSMIÐJAN EDDA hj. Símar 3048 og 3730. 26. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 3. marz 1942 Viðfangsefni þjóðarinnar, sem krefjast bráðastrar úrlausnar 9. blað Leitað að þremur vélbátum „Bliki44 fórst í fyrra- dag. Mannbjörg varð. „Aldan“ strandaði við Grindavík I gær. Skip- verjar björgnðnst. Vélbáturinn eign Helga Benediktssonar útgerðarmanns i Vestmannaeyjum, fórst í fisk- róðri í fyrradag. Skipsverjar af „Blika“ björguðust allir í annan bát, sem flutti þá til V.estmanna- eyja. „Bliki“ var 22 smál. Á sunnudagsmorguninn var veður allsæmilegt í Eyjum og réru því flestir fiskibátarnir þaðan. En þegar kom fram á daginn, gerði afspyrnuveður með mikilli fannkyngi og stórsjó. Kom þá mikill leki að mótur- bátnum „Blika“ og sökk hann eftir skamma stund. En bátverj- um tókst að sigla „Bliku“ upp að öðrum bát og komust þeir um borð í hann við illan lelk. Var það vélbáturinn „Qissur hvíti.“ Um miðjan dag í gær vantaði enn þrjá báta frá Eyjum. Voru það „Þuríður formaður“, „Ald- an“ og „Ófeigur“. ,.Freyja“ var þá alveg nýkom- in, en hana vantaði í einn sólar- hring. í fyrrinótt hitti „Freyja“ „Ölduna“. Var hún þá mikið biluð. Dró „Freyja“ hana áleiðis til Vestmannaeyja, en hún slitn- aði aftan úr og hvarf út í sort- ann og rokið. Síðdegis í gær barst sú frétt frá Grindavik, að „Aldan“ hefði strandað þar,. en mannbjörg hefði orðið. Slysavarnafélag íslands hefir fengið allmörg skip til að leita hinna bátanna, en þeir voru ekki fundnir, þegar blaðið átti tal við skrifstofu félagsins kl. 10 í gærkvöldi. Vélbáturinn „Ægir“, sem fór í róður frá Keflavík á laugar- dagskvöldið, var ekki kominn fram um tíuleytið I gærkvöldi. Heyrðist til talstöðvar hans um hádegisleytið í gær. Var þá kominn leki að honum. Slysavarnafélag íslands hefir fengið skip til að leita að Ægi. Gistihúsíð „Þrasta- lundur" brann í íyrrínótt Gistihúsið Þrastalundur brann til kaldra kola á 9. tlmanum í fyrrakvöld. Brezka setuliðið hafði húsið á leigu og starfrækti þar hvíldarheimili fyrir her- menn. Um kl. 8,40 á sunnudagskvöld- ið veitti Árni Jónsson bóndi að Alviðru í Grafningi því athygli, að stórkostlegan reykjarmökk lagði upp af norðurálmu gisti- hússins. Var strax augljóst að þarna var um mikinn eldsvoða að ræða. Á Alviðru er land- slmastöð og brá Árni bóndi strax við, er eldsins varð vart, og náði tali af sýslumanninum í Árnes- sýslu, Páli Hallgrímssyni, og skýrði honum frá hvað væri að gerast. Páll gerði setuliðinu að Selfossi aðvart þegar í stað og var samstundis sendur liðsafli þaðan til þess að hjálpa til að ráða niðurlögum eldsins. Húsið brann til grunna á tæpum klukkutíma og sluppu íbúar þess allir lifandi út, en sumir nauðu- (Framh. á 4. slOu) Ályktun aðaliundar míðstjórnar Fram- sóknarílokksins 19.-26. i. m. Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var hér í Reykjavík dagana 19.—26. febrúar síðastl., var samþykkt þessi ályktun um verekefni þau, sem flokkurinn ætti að leggja á mest kapp að koma í framkvæmd á næstunni: „Um leið og; aðalfundur miðstjórnarinnar vísar til ályktana flokksþings Framsóknarmanna 1941 um stefnu flokksins í lands- málum, telur hann rétt að leggja áherzlu á, að nú verði sérstak- lega unnið að framgangi eftirfarandi mála: 1. Miðstjórnin lýsir yfir því, að hún lítur svo á, að Framsókn- arflokkurinn hafi af þjóðarnauðsyn tekið upp baráttuna gegn sívaxandi dýrtíð. Telur hún rétt, að haldið verði uppi sam- vinnu á þingi ög í ríkisstjórn við aðra lýðræðisflokka, ef þeir vilja í alvöru og með festu vinna að því, að sem beztur árangur náist í þeirri baráttu. 2. Skattalöggjöf landsins verði breytt á þá leið, að tryggja rík- inu og bæjar- og sveitafélögum sem mestan hluta hins ó- venjulega stríðsgróða, til að vinna gegn dýrtíðinni og tryggja framtíðina. 3. Lagður sé til hliðar sem mestur hluti hinna óvenjulegu tekna ríkisins, ,tii framkvæmda að styrjöldinni lokinni. Efcnnig verði komið á almennum skyldusparnaði, er tryggi einstakl- ingum nokkra sjóði til eigin notkunar, þegar að kreppir. 4. Hafizt sé handa um framkvæmd þeirra laga, er sett hafa verið um landnám ríkisins, og sú löggjöf aukin og endur- bætt, svo sem með þarf, til þess að sem mestur og skjótastur árangur náist í því, að fjölga býlum í sveitum landsins handa ungu fólki, er sveitirnar vilja byggja, en ekki á kost viðun- andi jarðnæðis. Verð eindregið að því stefnt, að koma sem mestum jöfnuði á kjör manna um híbýlakost og önnur þæg- indi, hvar sem þeir eru búsettir á landinu, hvort heldur í sveit eða kaupstað. — Til þess að greiða fyrir fjölgun býla, telur fundurinn m. a. nauðsynlegt, að ríkið tryggi sér land sem víðast, þar sem skilyrði eru góð um ræktun og sam- göngur. — Þá telur fundurinn nauðsynlegt, að löggjöf verði sett, er tryggi ríkinu forkaupsrétt að jarðhita og jarðhita- svæðum, þegar sala á sér stað, og að heimildir til kaupa á þeim eignum verði notaðar. 5. Haldið sé áfram viðleitni flokksins um að styrkja og auka samvinnu útvegsmanna um viðskiptamál þeirra, svo og end- urnýjun og aukningu skipaflotans og tryggingarmál út- gerðarinnar. Jafnframt séu hafnar- og lendingarbætur í veiðistöðvum styrktar svo sem verða má, enda séu lóðirnar almanna eign, eða það tryggt, að umbæturnar komi al- menningi að notum án óeðlilegrar verðhækkunar aðliggj- andi lóða og landa. Ennfremur sé að því unnið, að koma fé- iagsmálum útvegs- og fiskimanna í sem fullkomnast horf, með því að endurskipuleggja Fiskifélag íslands á svipaðan hátt og búnaðarfélagsskapinm 6. Hafinn sé undirbúningur að auknum iðnaði í sveitum og sjávarþorpum, þar sem heppileg skilyrði eru talin til slíkra framkvæmda. Jafnframt sé ungu fólki gefinn kostur á að búa sig undir þau störf, sem aukin iðja í Iandinu hefir í för með sér. 7. Fundurinn telur það brýna nauðsyn, að framleiðslugetu aðalatvinnuveganna sé haldið óskertri, þrátt fyrir styrjöld- ina, 'og beri því á allan hátt að vinna að því áfram, að tak- marka sem mest þann vinnukraft, sem gengur til erlendrar þjónustu. — Eins og nú standa sakir, munu atvinnuvegir landsmanna sjálfra hafa þörf fyrir allan þann vinnukraft, sem fyrir hendi er, enda munu þeir þurfa að sjá honum farborða, er aftur þrengir að og því aðeins um það færir, að þeir dragist ekki saman nú vegna skorts á vinnuafli. 8. Flokkurinn beiti sér fyrir því, að hafnar verði nú þegar at- huganir og rannsóknir til undirbúnings framkvæmdum, sem í verði ráðizt þegar efni og vinnuafl verður fyrir hendi, og áætlanir gerðar um þessar framkvæmdir. — f þessu sambandi vill miðstjórnin sérstaklega benda á rafmagn handa sveitum og kauptúnum, ræktun og landnám í sveit og við sjó, byggingar vega og brúargerðir, símalagningar, hafn- arbætur og iðnaðarframkvæmdir, þar sem fyrst og fremst yrði unnið úr innlendum hráefnum.“ Kosníngafrestiinm Aðalfundurlnn samþykkti svohljóðandi tillögu um frestun kosninga til Alþingis: „Stjórnarflokkarnir komu sér saman um það á Alþingi svo að segja einróma, að fresta almennum kosningum til Alþingis síð astliðið vor. Skömmu síðar reis djúptækur ágreiningur milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um það, hvernig bæri að skilja og framkvæma samkomulag þetta um kosningafrest- unina. Hafa þessir flokkar síðan krafizt kosninga sitt á hvað. Frestun almennra kosninga til Alþingis er að áliti Fram- sóknarflokksins því aðeins réttmæt og framkvæmanleg, að til staðar sé, auk alveg sérstakrar knýjandi nauðsynjar á frestun- inni, svo að segja einróma samþykki allra aðalflokka þingsins Eins og þessum málum er nú komið, telur Framsóknarflokk- urinn alveg óumflýjanlegt, að almennar Alþingiskosningar fari fram á vori komanda.“ Allmargar fleiri tillögur voru samþykktar á fundinum, og verður þeirra getið siðar. Hin nýja sölubúð Kron í Keflavík. „Yið byggjum aldrei nógu stórt“ Kron Iieflr relst í Keflavík eitt fullkomnasta verzlunarhús landsins. í fyrradag bauð Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis tið- indamönnum blaða og útvarps að vera viðstöddum vígslu nýs verzlunarhúss í Keflavík. Auk þess var stjórn félagsins. ásamt mörgum gestum, viðstödd. Hið nýja verzlunarhús Kron í Keflavík mun að öllu saman- lögðu, vera eitt bezta og full- komnasta verzlunarhús landsins. Húsið stendur á hornlóð Hafn- argötu og Lækjargötu, og er 320 fermetra að flatarmáli. Það er einlyft með kjallara undir nokkrum hluta og byggt í þrem álmum. Búðin sjálf er ca. 150 fermetrar og snýr að Lækjargötu og Hafnargötu. Beint inn af inn- gangi. búðarinnar er glervöru- og búsáhaldadeild, skófatnaðar- deild, vefnaðarvörudeild og bóka- og ritfangadeild. Til vinstri handar eru matvöru- kjöt- mjólkur- og brauðadeild- ir. — í sambandi við mjólkur- og brauðadeildina verður rekinn mjólkurbar, og er það fullkomin nýjung í starfsemi félagsins. í beinu sambandi við búðina eru vigtunarherbergi, geymslur fyr- ir matvörur, fóðurvörur og bygg- ingarvörur. Auk þess eru í verzl- unarhúsinu skrifst. og snyrtiher- bergi fyrlr afgreiðslufólk. í stóru porti, sem fylgir húsinu, er kola- geymsla og bilskúr. Öllum vörum búðarinnar er fyrirkomið með einkar hag- felldum hætti. Það vekur meðal annars athygli, að þær vörur, sem mest eru keyptar, eru sam- eínaðar á aðgengilegustu stöð- um búðarinnar. Búðarborðin eru öll færanleg og byggð með tilliti til þess, að hægt sé að skipa þeim á mismunandi vegu eftir því, sem kröfur tímans kunna að heimta. Teikningar allar að húsinu önnuðust Halldór Jónsson húsa- Uppvöðslusemí ame- rískra hermanna Árdegis á sunnudaginn stöðv- uðu amerískir hermenn 1 Mos- fellssveit i stóra fólksbifreið, er var í áætlunarferð milli Reykja- víkur og Reykja. Ráku þeir fólk- ið, er í bifreiðinni var, inn í her- mannaskýli og höfðu það þar í haldi í margar klukkustundir. Var því loks sleppt eftir mikla vafninga og langdregna rann- sókn, að því er blaðið hefir frétt. Sama dag bar það og til að Reykjum í Mosfellssveit, að amerískir hermenn skutu að manni, er var á gangi við gróðr- arhús þar efra. Tóku þeir hann síðan höndum og yfirheyrðu, en létu hann að því búnu lausan eftir nokkurt þóf. Fulltrúi sýslu- mannsins í Gullbringu- og Kjós- arsýslu var uppi í Mosfellssveit í gær að rannsaka málavexti. Þeirri rannsókn er eigi lokið og hefir ekkert verið látið uppi um orsakir þessara atburða. meistari og Sigurður Thorodd- sen verkfræðingur. Byggingar- meistari hússins var Þórður Jas- onarson. Búðarborð voru smíðuð af Friðriki Þorsteinssyni. Keflavíkurdeild Kron tók strax til starfa 1937, þegar Kron var stofnað. Hefir starfsemi hennar stöðugt eflzt og aukizt, en þó aldrei eins og á síðastl. ári. Þá fjölgaðl félagsmönnum úr 143 í 231 og salan ókst úr 200 þús. kr. í 382 þús. kr. Með bygg- ingu verzlunarhússins hefir starfsaðstaða Keflavíkurdeildar- innar verið stórum bætt og mun það vafalaust reynast rétt, sem félagsmálafulltrúi Kron sagði við blaðam. Tímans i fyrradag: ViS byggjum al.drei nógu stórt. Svo ör hefir vöxtur Kron verið hingað til, að húsnæði, sem reyndist því nóg 1 fyrstu, hefir verið orðið of lítið eftir stuttan tíma. Sú mun og verða reyndin við hið nýja verzlunarhús þess í Keflavík. Deildarstjórl Keflavíkurdeild- ar Kron, er Ragnar Guðleifsson, en í stjórn deildarinnar eru þeir Guðni Guðleifsson, Guðni Magn ússon og Valdimar Guðjónsson. Erlendar Sréttir Japanlr hafa sett lið á land á þremur stöðum á Java. Á föstudaginn geisaði mikil sjó orusta við Java. Höfðu Bandamenn orðið varir við stóra flota Japana, sem nálg- uðust eyjuna, og voru í þeim hátt á annað hundrað skip Herskip Bandamanna, aðallega beitiskip og tundurspillar, lögðu strax til orustu, studd flugvélum. Eftir harða orustu virðast þau hafa orðið að hörfa og munu Japanir hafa notið þess, að þelr höfðu meiri skipakost. Japanir telja, að Bandamenn hafi í þessari við- ureign misst eitt beitiskip og tvo tundurspilla, en Banda- menn telja, að Japanir hafi misst tvö beitiskip, annað stórt, og þrjá tundurspilla. Auk þess telja þeir sig hafa sökkt tugum herflutningaskipa og nemi manntjón Japana tugþús undum. Á laugardaginn tókst Japönum að setja herlið á land á þremur stöðum, eins og áður segir, auk mikilla hergagna, m. a. skriðdreka. Hafa þeir sótt talsvert fram. Sókn þeirra bein- ist bæði til höfuðborgarinnar Batavíu og flotahafnarinnar Surabaya. Bæði brezkar og ameriskar hersveitlr berjast með Hollendingum. Framkoma ameríska flughersins er mjög rómuð 1 sjóorustunni við Java og er talið, að hann einn hafi sökkt um 20 skipum. Hinn innikróaði her Þjóðverja í Staraya Rússa hefir enga hjálp fengið. Rússar segjast óðum þrengja hringinn. Þeir tilkynna sókn á öllum vígstöðvunum Þjóðverjar láta mikið af sókn Rússa á Krimskaga. Ýmsir telja (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi REYKVÍKINGAR! Verum viðbúnir að mæta verðhruni og atvinnuleysi eftir ófriðinn. Greiðum skuldir bæj- arsjóðs, — Treystum atvinnu- vegina. Kjósum B-listann. „AÐ VERMA SITT HRÆ VIÐ ANNARRA ELD.“ Árni frá Múla gefur í skyn í Vísi á laugardaginn, að Sogs- virkjunin sé árangur af bar- áttu Sjálfstæðisflokksins. Vegna þessa tilefnis þykir rétt að minna á eftirfarandl: Árið 1928 bauð þýzkt firma lán til að virkja Sogið íyrir milligöngu Sigurðar Jónasson- ar, Bæjarstjórnarmelrihlutinn hafnaði boðinu. Árið 1930 bauðst sænskt firma til að vinna verkið. Enn hafnaði bæjarstjórnin tilboðinu. Þann 23. febr. 1933 felldu Sjálfstæðisfulltrúarnir i bæjar- stjórn eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórnin telur beztu og sjálfsögðustu leið til þess að bæta úr raforkuþörf bæjarins, að bærinn sjálfur eða ríkið virki og reki roforkustöð við Sogið.“ Öll þessi ár vann Sigurður Jónasson kappsamlega að mál- inu og fékk liðveizlu ýmsra Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna. Meðal þeirra var Hjalti Jónsson. En aðalmenn Sjálfstæðisflokksins héldu á- fram að vera á móti virkjun- inni og töldú nóg að auka Ell- iðaárstöðina. Smámsaman snerust fleiri og fleiri Sjálfstæðismenn á band Hjalta Jónssonar. Það réði úr- slitum að lokum, að Hjalti ætl- aði að kjósa Sigurð Jónasson fyrir borgarstjóra, ef Sjálfstæð- isflokkurinn vildi ekki fallast á Sogsvirkjunina. Er þessu ræki- lega lýst í æfisögu Hjalta. Þannig er sagan af baráttu Sjálfstæðisflokksins í Sogsmál- inu. Stöðugt a ndóf á árunum 1928—33. Þá varð hann að snúa við blaðinu, þvi annars hefðl hann misst borgarstj órann í Reykjavík og verkið verið unn- ið af öðrum. Slík er venjulega saga aftur- haldsins |í öllum umbótamál- um. Langvinn mótstaða, en síðan. er reynt að eigna sér um- bæturnar, þegar sigurinn er unninn. HIN HEILAGA EINFELDNI? Rétt fyrir helgina skrifar einn af frambjóðendum Sjálfstæðis- manna, Sigurður Sigurðsson skipstjóri, grein í Morgunblað- ið undir fyrirsögninni: „Aukin útgerð i höndum Sjálfstæðis- manna skapar hagsæld almenn- ings í bænum." — Samkvæmt þessu ætti bæjarfélagið að vinna gegn því að nokkur mað- ur ráði yfir fleytu, ef hann fylg- ir ekki Sj álfstæðisflokknum að málum, því að slík útgerð skap- ar ekki hagsæld. Ef fullyrðing Sigurðar skip- stjóra er tekin bókstaflega, virðist það eitt geta vakað fyrir honum, að enginn flokkur nema Sj álfstæðisflokkurinn eigi rétt á sér. — í Þýzkalandi á aðeins einn stjórnmálaflokkur rétt á sér og sama máli gildir í Rúss- landi. Hvort er það heldur einræðis- hneigð eða heilög einfeldnin, sem stýrir penna þessa vænt- anlega bæjarfulltrúa? ALÞÝÐUBLAÐIÐ LÆTUR DÓLGSLEGA. Alþýðublaðið fárast yfir þvl, að fjárve'itingarnefnd Alþing- is hefir skorað á ríkisstjórnina að leggja fram nokkurt fé til þess að halda útsöluverði á er- lendum áburði óbreyttu frá því, sem var í fyrravor, — en inn- kaupsverðið hefir hækkað til stórra muna. Einn fulltrúi jafn- aðarmanna i nefndinni krafð- ist þess á móti, að landbúnað- arvörur væru lækkaðar í verði (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.