Tíminn - 21.03.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.03.1942, Blaðsíða 3
21. blað TÍMIM, langardagiim 21. marz 1942 79 A IV IV A L JL ATmæll. Þann 12. febrúar s. 1. varð Jas- on Steinþórsson bóndi í Vorsa- bæ í Plóa sjötugur að aldri. Þann dag heimsóttu hann börn hans, sem heiman eru farin, svo svo og nokkrir sveit- ungar. Færðu þeir honum göngustaf gerðan af Ríkarði Jónssyni, en börn hans færðu honum málverk af Þjórsárdal eftir Eyjólf Eyfells. Menn skemmtu sér fram- undir næsta morgun með rabbi. áti, ræðum og söng. Fjöldi heillaskeyta bárust hon- um þennan dag. Um kvöldið lét Jason þess getið, að hann hefði ekki ætlað að gera neinn daga- mun, þótt hann ætti þetta af- mæli. En er honum var bent á, að hann myndi eiga gesta von. þótti honum það „góð tíðindi" og dagurinn einn af sínum mörgu hamingjustundum, sem hann hefði átt á lífsleiðinni. Ég vil nú biðja Tímann fyrir nokkur orð um Jason bónda á þessum tímamótum æfi hans. Jason er fæddur og uppalinn á Arnarhóli hér í sveit. Faðir hans, Steinþór Éiriíksson, bjó þar allan sinn búskap. Þau hjón vóru fátæk með þunga ómegð. svo að Jason vandist þegar við þröngan kost, sbr. endurminn- ingar hans í Tímanum 12. og 13. tbl. 1939. Þá lærði hann þegar í bernsku að meta hlutina að verðleikum. Lærði að meta hvers virði er, að hafa fæði og föt, og hvert á- hyggjuefni er að sjá fram í tímann, þegar lítið er að bíta og brenna. Þótti honum fljótt, sem þetta mætti fyrirbyggja með forsjálni og framsýni í vinnu og lifnað- arháttum. Mun skóli sá, er hann hafði í föðurgarði, hafa reynzt honum góður og nota- drjúgur, þó lítið væri um bók- legan fróðleik eða kennslu i þeim greinum. Það hefir sannazt í fyllsta lagi, sem Steingrímur Thor- steinsson segir: „Að þarflaust hygg ég þó, að leita lengst í álfum vort lán býr í oss sjálf- um, í vorum reit, ef vit er nóg“. Jason hefir ekki leitað lengst í álfur að gæfunni. Hann er hjá foreldrum sínum þar til hann fær sér konu hér úr sveitinni, eina efnilegustu bóndadóttur- ina, Helgu ívarsdóttur frá Vorsabæjarhjáleigu, sem var bæði gáfuð og góð kona, svo á orði var haft. Þegar í búskapar- byrjun ræður hann til sín þrjár vinnukonur, sem hann heldur hjá sér enn í dag, en þær heita: Iðni, Sparsemi og Reglusemi. Hinar gömlu og góðu dyggðir, sem engum þeim hafa brugðizt, sem borið hafa gæfu til að halda þeim i sinni þjónustu. En Jason í Vorsabæ mun vera einn með betri hús- bændum þessara dyggða. Góð- um hjúum þótti jafnan mikils um vert að vel gengi á heimil- inu, og að hagur húsbændanna blómgaðist. Þar sem svo er, eru stallsystur þeirra: Lukka og Farsæld, tíðir gestir, jafnvel til með að taka sér aðsetur, og svo má segja að hafi verið í Vorsa- bæ. Æfistarfið ber vitni um sí- fellda framför, efnalega og and- lega. Allt myndarlegt, sem bezt við hæfi umhverfisins og jarð- arinnar, allt með föstum línum, bar sem lesa má að hér eru blutirnir hirtir, hér eru hlut- irnir hver á sínum stað; hér er nóg til að bíta og brenna fyrir fénað og menn, hér er öllum látið líða vel, ekki færst meira í fang en vel verður við ráðið. Það er ekkert brask eða „speku- leringar" um gróða af þessu eða hinu, engin knífni í viðskiptum á nokkurn hátt, síður en svo. Allt borgað, sem borga ber, og vel það. Allt ber vott um ráð- deild og búvit í fullu samræmi við umhverfið. Húsakynni og mannvirki með myndarbrag. Þétt sett í landið af fénaði um sumartímann. Allt girt sundur og notað svo sem hægt er. En mesta mannvirkið er samt veg- urinn heim að bænum utan af Gaulverjabæjarvegi, 3 kílómetr- ar að lengd. Vegur þessi er mjög myndarlegt verk, mest- allur púkkaður, unninn af 4 bændum, sem að honum búa. Hafði Jason þar alla forgöngu og framkvæmd. Þó að allmikill opinber styrkur fengist til veg- arins, þegar til kom, þá var allt í óvissu með það, er Jason hóf verkið. Sannast þar sem oftar, að hálfnað er verk þá hafið er; og vegurinn komst á nokkrum árum. Er hann hin allra bezta búbót,. sem Vorsabærinn og þessar jarðir gátu fengið, en fast sótti Jason verkið með köflum, ivo að hann stóð stund- um við annan mann að moka upp í veginn Mannvirki þetta mun minna á dugnað og framkvæmd Jasonar langt fram í ókominn tíma. Svo sem vænta má hefir Ja- son gegnt mörgum störfum fyr- ir sveit sina. Úttektarmaður og sáttamaður hefir hann verið alla tíð. Hefir verið lengi í hreppsnefnd og skattanefnd frá þvi þau lög voru sett o. m. fl. Við þessi störf er hann sami, gætni og hollráði drengskapar- maðurinn, eins og í sínum eig- in málefnum. Það mætti margt fleira segja um þennan merka mann, en ég sleppi því; ætla aðeins að geta þriggja atriða, sem öll lýsa manninum, hvert á sinn hátt, handlægni, hygg- indum og innræti. Það fyrsta er, að svo sem kunnugt er, stendur bærinn Arnarhóll við gamla þjóðveginn, sem lá nið- ur Flóann, Ásaveginn, sem kall- aður var. Allt þar til að nýju bifreiðavegirnir komu um þess- ar sveitir var öll umferð upp- sveitamanna til kaupstaðar meðfram túninu á Arnarhóli. Eitt af því, sem ég man sérstak- lega eftir frá því að ég var ung- lingur og fór Ásaveginn niður á Bakka og heyrði þá marga tala um, var nýbyggður bæjarhúsaveggur á Arnarhóli. Hann blasti við vegfarendum og var listaverk til að sjá, og stakk í stúf við bæjarhúsin, sem voru fornleg og fremur lágreist. Og veggurinn var listaverk í raun og veru, því að hann stend- ur lítið haggaður enn í dag, eft- ir full 50 ár. Þennan vegg gerði Jason, þá unglingur, ásamt bræðrum sínum. Þetta var vit- anlega ekkert stórvirki, en það sýndi verklægni og handlag í bezta lagi, enda hefir Jason marga veggí hlaðið síðan, bæði á heyhlöðum og öðrum húsum. Annað er það, að Jason hefir jafnan átt fallegan, vel fram- genginn fénað og alltaf nóg hey, aldrei orðið heytæpur eða nokkuð líkt þvi. Heyfyrningar hans hafa verið minni seinni árin, síðan slægjan var vissari og mannafli meiri, en fyrri bú- skaparár sín mun hann hafa fyrnt að jafnaði V4 til y3 ár- lega. Fyrir það gat hann alltaf haldið sama búinu, hvernig sem lét í ári; varð aldrei fyrir af- urðatapi sökum fóðurskorts. Ár- ið 1914 var sérstaklega slæmt hér sunnan lands, og flest- um bændum hrakaði í afkomu. Þá gaf hann gömul hey og fann ekki til harðærisins. Sama var og eftir rosasumarið 1920; það gerði honum ekki mikið' til. Hann setti á lömb eins og vant var. Þá má nú e. t. v. segja, að þetta gerir margir og sé sjálf- sagður hlutur að hafa nóg hey, en það eru ekki margir, sem sumri sent út sína erindreka til þess að efla og glæða trúar- og kirkjulegan áhuga meðal safn- aðanna og kveikja nýtt iíf í kulnandi glæðum. Hún þarf að fá aðstöðu til að hefja skipu- legt starf til andlegrar vakning- ar I landinu í gegn um hið voldugasta menningartæki nú- tímans, útvarpið. En allt þetta kostar nokkurt fé. Og þar kem- ur enn til kasta löggjafarvalds- ins. Annað hvort með því að lcgleiða almennan kirkjuskatt, er kæmi að einhverju leyti 1 stað prestsgjaldsins, sem nú er loks afnumið með lögum, en mætti vera mun lægra en það var, eða, að kirkjunni yrði veitt árleg upphæð í þessu skyni á fjárlögum. Og þyrfti hvort- tveggja þetta, ef vel væri. Nú ganga ragnarök yfir heimsbyggðina. Öll veröld leik- ur á reiðiskjálfi. Stærri vá og ægilegri hörmungar eru fyrlr hvers manns dyrum en nokkru sinni fyrr. Enginn veit, hvort eða hvenær léttir til og hinni nýju- jörð skjóti upp úr kafi og kólgu. En ef sú jörð á að verða iðja- græn og betri bústaður börn- um sínum í framtiðinni, þá verður menning fólksins sjálfs einnig að taka stórfelldum breytingum. Orsök hins mikla hruns og stóru hörmunga, sem nú dynja yfir, liggur að mínu viti fyrst og fremst í þessu, að menningin hefir margfaldað getu og vald mannsins, en um hitt hefir ekki verið jafnframt hirt, sem þó var höfuðatriði, að góðleikur hans og siðrænn þroski efldist í réttu hlutfalli við valdið. Þessvegna er nú þeim reginöflum, sem maður- inn ræður yfir, beitt til eyði- leggingar og ófarnaðar. Hlutverk framtíðarinnar hlýt- ur því að verða þetta, að koma á auknu jafnvægi milli þess valds, sem vélamenningin hefir fengið mönnunum í hendur annarsvegar og siðþroska þeirra, góðleiks og trúar hins vegar. Og þá er ekki hægt að ganga fram hjá kirkjunni. Hin and- lega og siðræna þróun er og verður henni nátengt og bund- ið. Fleiri og fleiri raddir hinna mætustu og ágætustu manna víðsvegar um heim heyrast nú í þá átt, að það sé kristindóm- urinn, sem einn sé þess nú megnugur að bjarga þessari sárum flakandi veröld. Þaðan vænta nú æ fleiri og fleirl björgunar og líknar. En hvað gerir hin íslenzka þjóð? Skilningurinn á gildi kirkjunnar og hinu mikla hlut- verki hennar í nútíð og fram- tíð, er áreiðanlega að aukast. Afstaða löggjafarvaldsins 1 landinu til kirkjunnar er allt önnur nú, en hún var fyrir fá- um árum. En hér þarf stærri og skjótari átök til eflingar kirkjunni, einmitt vegna þess, að mál hennar hafa verið van- rækt um mörg ár, og áhrif henn- ar verið rýrð meira en hollt var og rétt. Það, sem mér virðist einna mest aðkallandi nú, að hafizt verði handa um, er i stuttu máli þetta: 1. Að kjör prestanna verði bætt þannig, að þau þurfi ekki að hamla því, að gáfuðustu og fjölhæfustu menn veljist til þessara ábyrgðarmiklu starfa og að prestaefnunum verði tryggð- ir þeir beztu kennslukraftar sem völ eru á. 2. Að, á meðan við ekki íáum sérstakan kirkjumálaráðherra, er hafi sérþekking á málefnum kirkjunnar, verði vald biskups- ins aukið verulega frá því, sem nú er, og lögð undir hann ýms þeirra mála, er nú heyra undir kirkjumálaráðuneytið, enda hefði þá biskupinn sérstakan skrifstofustjóra eða fulltrúa. Jafnframt sé þá og komið á betra og heilsteyptara skipu- lagi á alla stjórn kirkjunnar. 3. Að komið verði á almenn- um kirkjuskatti, og kirkjunni sé jafnframt ætluð rífleg fjár- hæð á fjárlögium til útgáfu- starfsemi og andlegrar vakn- ingar meðal þjóðarinnar bæði í gegn um útvarp og með ferða- lögum til þess að efla áhuga safnaðanna um gjörvallt landið. Fjallagrös fást í heildsölu hjá Sambandi ísl. síimviimufélaga Kopar, aluminium og fleÍTÍ málmar keyptir i LANDSSMIÐJUNNI. hafa verið jafnvel byrgir alla sína búskapartið eins og Jason. Samskonar fyrirhyggju gætir í hvívetna í búrekstrinum. Það þriðja er minna áberandi, en er þó nokkuð sérstakt, svo að framhjá því vil ég ekki ganga, þegar þessa manns er minnst. En það er sá háttur hans, að sýna þeim nágrönnum eða sveitungum, sem verða fyr- ir missi ástvina sinna eða lenda í þrengingu á einhvern hátt, hug sinn með því að vikja að þeim myndarlegri pen- ingagjöf. Það kannske gera nú fleiri, en ég hygg, að þetta hafi Jason gert oftar og ríflegar en aðrir hér, og meir en menn gruna. Hvort hann lætur nafn síns getið, veit ég ekki, en hitt veit ég, að slíkt kemur í góða þörf við þau tæki- færi. Því þarf ekki að lýsa. Þar getur hver farið í sinn eigin barm. Ég hefi þá minnst lítillega á helztu heimilishætti í Vorsabæ. Þess má geta til viðbótar, að jörðin er fremur lítil. Slægjur og landkostir rétt eins og ger- ist og sízt betri. Engin hlunn- indi eru þarna á nokkurn hátt, en bóndinn hefir verið nú um mörg ár langbezti gjaldandi þessa hrepps. Jason er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Helgu ívarsdóttur, missti hann eftir 13 ára sam- búð frá 5 ungum börnum. En fékk nokkru síðar Kristínar Helgadóttur frá Súluholti, sem er húsfreyja og búkona I fremstu röð, og hefir reynzt honum og börnum hans hin á- I gætasta. Þau eiga '3 börn sem lifa, svo alls á Jason 8 börn uppkomin, en þrjú missti hann ung. En svona er þetta, hann hefir aldrei verið talinn ó- magamaður. Afkoman var svo góð og traust, að slíkir smámun- ir, sem að ala upp 8 börn, „var ekki mikið fyrir hann Jason“. Jason er ennþá beinn i baki, léttur í hreyfingum og gengur að allri vinnu sem ungur væri. Lífsgleði og ánægja móta líf hans og útlit. Á 70 ára afmæliskvöldið sitt ■ þakkaði hann guði fyrir alla j handleiðslu á sér gegnum lífið.1 Hann kvaðst gjarnan vilja lifa upp aftur líf sitt ,og hann ætl- aði ekki frá Vorsabæ, nei, hann vildi þá vera þar áfram. Hann bjóst við, að víðar væri gott að vera, en honum hafði liðið vel þar, og hann hafði átt þar svo margar ánægjustundir, sem hann vildi gjarnan finna aftur og lifa upp að nýju. í landsmálum fylgir hann Framsóknarflokknum. Er þar heill og óskiptur, eins og í hverju því, er hann leggur að hug eða hönd. Ég vil enda þessar línur með því, að þakka þér, Jason, fyrir mína hönd og allra sveitunga þinna og vina fyrir langt og ágætt starf, fyrir tryggð við byggð þína og bú. Þú hefir ver- ið okkur, samverkamönnum þínum, styrkur i starfi, bæði andlega og fjárhagslega. Þú (Framh. á 4. slðu) o——n — o —n —— n—n —n—.0-. , — n — n ■. n —-.„ — o —n Samband ísl. satnvinnufélatja. Gefið fóðursalt og fóðurkrít, ef þess gerist þörf að áliti kunnáttumanna. ÍSIGMM GAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. hinar pekktu tvegum Srá Ameríku ,ZEFH¥RATOR« ikilYÍndnr CdíILTlJM^IUS^ Aðalstræti 16 — Simi 2484. Ik. Jk. Jk. A. Jk. Jk. Jk. Jk. Jk. Jk Jk. Jk. Jk. Jk. Jk. Jk Jk. Jk Jk Jk Jk Jk Jk*. J +ÚTBREIÐIÐTÍMANNf 400 Victor Hugo: við það, að skipið kennir grunns, og svo missti hún meðvitund. Litlu síðar rankaði hún við sér. Hún sá, að hún var í Frúarkirkjunni og mundi þá líka eftir því, að hún hafði verið hrifin úr böðulshcndum, að Föbus var enn á lífi, þótt hann elskaði hana ekki lengur. En þetta olli henni sárum þjáningum, og mitt í sálarkvölum sín- um sneri hún sér að Kvasimodo, er stóð hjá henni, og stundi: — Hvers vegna bjargaðirðu mér? Hann horfði á hana með þjáningar- svip, eins og hann væri að reyna að grufla upp merkingu þessara orða. Hún endurtók spurninguna. Þá leit hann á hana með hryggð í augunum og hrað- aði sér síðan brott. Hún varð steinhissa. Að andartaki kom hann aftur með lítinn böggul, sem hann fleygði að fót- um hennar. Það var fatnaður, sem ein- hver hugsunarsöm og góðhjörtuð kona hafði lagt á kirkjuþrepin handa henni. Þá varð henni litið á sjálfa sig. Iíún roðnaði af blygðun. Og nú færðist fjör í hana að nýju. Kvasimodo skynjaði hugsanir hennar og tilfinningar því hann brá ferlegum hc-ndunum fyrir augun og haltraði út með þungum og virðulegum rykkjum. Esmeralda 897 i lifandi lífi. Hann heyrði gerla skrjáf- ið í hvítum kyrtli hennar, en fannst tunglið helzt skína í gegnum hana. Þegar hún var horfin, forðaði hann sér niður stigann. Svartamyrkur var, því að dautt var á lampanum. Á leið sinni niður heyrði hann greinilega, að einhver hló illkvitnislega og hvíslaði 1 eyra hans: „Og andi leið framhjá mér, og vind- gustur straukst framhjá andliti mínu, hárin risu á líkama minum.“ n. KAFLI Griðastaður. Á miðöldunum var einhver griða- staður til í hverjum bæ. Þar voru frið- helgir þeir, er þangað komust. Svo var þetta og í Frakklandi fram á daga Lúð- viks XII. Þessir griðastaðir, sem sekir menn og dómfelldir áttu, mitt í harðn- eskju viðurlaga mikilla hegningará- kvæða og miskunnarlausra dómstóla, voru eins og grænar vinjar í eyðimörk þess réttarfars, er menn höfðu sett með- bræðrum sínum. Slíkir griðastaðir voru hallir konungann^, dvalarstaðir kon- ungssona og þó fyrst og fremst kirkj- unnar. Hver, sem i griðaskjól komst, var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.