Tíminn - 31.03.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.03.1942, Blaðsíða 1
KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. 26. úr. ! RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: ! EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. | Símar 2353 og 4373. í AFGREIÐSLA, INNHEIMTA | OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. j Sími 2323. ( PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. £ Símar 3948 og 3720. Rcykjavík, þriðjudaginu 31. marz 1942 26. blað Skattafrumvörp frá stjórnar- flokkunnm lögð fram á Alþingi Skatfa- og útsvarsirádráttunnn afnuminn, en tekjuskattsstiginn lækkaður sem því svarar Stríðsgroðaskatturinn stórum hækkaður. Tckjuskattur og stríðsgróðaskattur samtals 90% af skattskyldum tekjum yfir 200 þús. kr. Dr. Helgi Péturss sjötugur Dr. phil. Helgi Péturss er skagfirzkur að ætt, en fæddur í Reykjavík 31. dag marzmán- aðar 1872, og er því sjötugur í dag. Hann lagði stund á jarðfræði- nám við háskólann í Kaup- mannahöfn, lauk þar prófi og á- vann sér litlu síðar doktors- nafnbót fyrir ritgerð um jarð- fræði íslands. í ritgerð þessari sýnir hann fram á með glöggum dæmum, að fleiri en ein í^öld hafi geng- ið yfir landið, en milli þeirra hafi verið hlýindatímabil svo miki ð, að gróðurfari landsins svipaði til þess, sem nú gerist í mið- og sunnanverðri Evrópu. Þá vöktu skýringar hans á myndun móbergsins ekki síður athygli. Margir erlendir fræði- menn af ýmsum þjóðum höfðu áður glímt við þá gátu, án þess að geta ráðið hana. Helgi Pét- urss sýndi fram á, að móbergið væri ísaldarmyndun í sambandi við eldgos. Flestir jarðfræðingar féllust þegar á þessa skýringu Helga og rannsóknir þær, sem síðan hafa gerðar verið, hafa lagt til ný gögn og nýjar sannanir til styrktar henni. Helgi Péturss hefir skrifað fjölda greina í erlend jarð- fræðitímarit, auk þátta um ís- lenzka jarðfræði í erlendar handbækur og alfræðiorðabæk- ur. Má því fullyrða, að rannsókn- ir hans og ritverk um jarðfræði muni verða sígild og nafn hans þekkt meðal jarðfræðinga um allan hinn menntaða heim. Að loknu háskólaprófi tókst Helgi ferð á hendur til Græn- lands ásamt Finni prófessor Jónssyni, til að rannsaka hin forníslenzku byggðalög þar í landi. Rituðu þeir bók um för- ina, sem kom út í Bókasafni Alþýðu á Akureyri. Auk þess ritaði Helgi um jarðfræði Græn- lands í Meddelelser om Grön- land. Á síðari árum hefir Helgi Péturss að miklu leyti iagt jarðfræðina á hilluna og snúið sér að rannsóknum á eðli draumá og hinum hinztu rök- um tilverunnar. Um þær rannsóknir fjalla hinar síðari bækur hans: Ný- all, Ennýall og Framnýall. Auk þess hefir hann ritað fjölda greina um samskonar efni í er- lend tímarit og íslenzk. Helgi Péturss er stórlærður maður og fjölfróður. Hann er manna málhagastur og eru rit- gerðir hans, smáar sem stórar, jafnan stílprúðar, svo að af ber. Allir Reykvíkingar þekkja Á fundi neðri deildar Alþing- is í gær, var lagt fram frum- varp til laga um breytingar á tekjuskattslögunum, og annað frumvarp um stríðsgróðaskatt. Bæði þessi frumvörp eru flutt af þingmönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins I fjár- hagsnefnd neðri deildar, sam- kvæmt ósk ríkisstjórnarinnar. í greinargerð, sem fylgir frumvörpunum, er tekið fram, að flutningsmenn áskilja sér rétt til að flytja tillögur um breytingar á einstökum atrið- um þeirra, eða fylgja breyting- artillcgum, sem fram kunna að koma. Aðalbreytingin á tekjuskatts- lögunum, sem þetta frumvarp felur í sér, er sú, að tekjuskatt- ur og útsvar skuli ekki dragast frá tekjum gjaldenda áður en skattur er á þær lagður. Þetta er sú breyting, sem Framsókn- arflokkurinn hefir lagt aðal- áherzlu á að koma fram. Með því að nema „frádráttarregl- una“ úr lögum, er tryggð stór- kostleg hækkun á skattatekjum ríkisins árið 1942. Vegna þessarar breytingar, að hætt er að draga greidda skatta og útsvör frá tekjum, áður en skattur er á þær lagð- ur, hefir almenni tekjuskatt- stiginn verið lækkaður. Kemst hann nú hæst í 22% af skatt- skyldum tekjum, í stað 40% í núgildandi lögum. Hins vegar er stríðsgróðaskatturinn hækk- aður mjög mikið. Er hann nú 68% af skattskyldum tekjum yfir 200 þús. kr., en var áður, samkvæmt lögum frá þinginu í fyrra, 35% á hæstu tekjunum. Samanlagðir tekjuskattur og stríðsgróðaskattur eru því, sam- kvæmt frumvarpinu, 90% af skattskyldum tekjum, sem eru umfram 200 þús. kr., en óheim- ilt er að leggja tekjuútsvör á þann hluta af hreinum tekjum gjaldenda, sem er umfram 200 þús. krónur. Stríðsgróðaskattur- inn á að skiptast milli ríkisins, sveitarfélaga og sýslufélaga. Ríkið fær 50% af skattinum, bæjar- og sveitarfélög, þar sem skatturinn er á lagður, 45% en önnur bæjarfélög og sýsluíélög 5%. Áður fengu bæjar- og sveitarfélögin 40% af stríðs- gróðaskattinum, en sýslufélög- in 6%. Um aðalbreytinguna, sem hér Helga Péturss í sjón. Þótt hann hafi nú fyllt hinn sjöunda tug ævi sinnar og sé grár fyrir hær- um, er hann teinréttur og létt- ur á fæti. Flesta eða alla daga mun hann fara í Sundlaug- arnar, hvernig sem viðrar. Sjaldan notar hann strætis- vagna, heldur hleypur við fót báðar leiðir. Næstu daga mun koma út af- mælisrit tileinkað dr. Helga. Skrifa í það ýmsir þjóðkunnir menn, auk afmælisbarnsins sjálfs, en útgefandi er Guðjón Ó. Guðjónsson prentari. J. Ey. er lagt til að gerð verði á skatta- lögunum, að afnema skatta- frádráttinn, segir m. a. svo í greinargerð frumvarpsins: „Þá skal bent á það, að ein- mitt nú er þannig ástatt í þjóð- félaginu, að sérstök ástæða er til að gera þessa breytingu á skattalögunum. Árið 1940 voru tekjur margra einstaklinga og félaga mjög háar, sérstaklega hinna stærri atvinnufyrirtækja. Af því leiddi það, að skattgreiðsl- urnar voru háar árið 1941. Verði skattalögunum ekki breytt, koma þessar háu skattgreiðslur til frádráttar tekjum ársins 1941, áður en skattur er á þær lagður, og mundi það valda stór- kostlegri rýrnun á skattatekjum ríkisins árið 1942 og fella und- an skatti mikinn hluta af stríðs- gróðanum 1941. Er hér tekið dæmi, sem sýnir, hver áhrif sú skattalagabreyting, sem hér eru gerðar tillögur um, muni hafa á skattgreiðslu tekjuhárra fyr- irtækja á þessu ári. Tekið er t. d. útgerðarhlutafélag, sem hef- ur 200 þús. kr. innborgað hluta- fé og hafði í hreinar tekjur ár- ið 1940 kr. 600000.00. Félagið dregur frá tekjunum 5% af hlutafénu, kr. 10000.00, en legg- ur eftirstöðvar teknanna, 590 þús. kr., í varasjóð, og er helm- ingur þeirra upphæðar undan- þeginn skatti. Skattskyldar tekj- ur félagsins eru því 295 þús. kr., og skattgreiðslur þess árið 1941 sem hér segir: Tekjuskattur .... kr. 112980,00 Stríðsgróðask.....— 59250,00 Útsvar ca.........— 100000,00 Samtals kr. 272230,00 Sé gert ráð fyrir, að þetta félag hafi aftur 600 þús. kr. ágóða árið 1941, áður en skattar og útsvar er greitt, og leggi 1 vara- sjóð 315 þús. kr.. sem eftir verð- ur af gróðanum, þegar búið er að greiða útsvar og skatta og 5% af hlutafénu, ætti félagið að greiða í skatta árið 1942 eftir núgildandi skattalögum (Skatt- skyldar tekjur þá kr. 160250,00): Tekjuskatt......... kr. 59080,00 Stríðsgróðask.....— 14812,50 Samtals kr. 73892,50 Ef hins vegar þetta frumvarp verður samþykkt, ásamt frum- varpi til laga um stríðsgróða- skatt, sem er lagt fyrir Alþingi samhliða þessu frv., og skattar reiknaðir samkvæmt þeim árið 1942, mundu skattskyldar tekj- ur félagsins verða kr. 393300,00 og skattarnir verða sem hér segir: Tekjuskattur .... kr. 83476,00 Stríðsgróðask......— 172044,00 Samtals kr. 255520,00 Þetta dæmi ætti að nægja til að sýna það, að þessi tvö skatta- frumvörp miða að því að auka skatta af háum tekjum á árinu 1942.“ Víðtækari samanburöur á Afstaða Indverja í stríðinu Með hverri viku sem líður teygja Japanir sig lengra og lengra vestur á bóginn, bæði á sjó og landi. Er þess vegna um þessar mundir margt rætt og ritað um Indland og þá hættu, sem að 3ví steðjar. í „Norsk Tidend“, blaði, sem Norðmenn gefa út í Lundúnum, birtist nýlega grein um þetta mál. Er hún í samtalsformi. í megin greinum er hún á þessa leið: — Eru Indverjar hlynntir Bandamönnum? — Indverjar eru eindregnir fylgismenn Bandamanna í pessari styrjöld. Þeirra á með- al er enga njósnara né svikara að finna. Löngu áður en stríð- skattgreiðslum félaga og ein- staklinga eftir þessum frum- vörpum og gildandi lögum, verður gerður hér í blaðinu innan skamms. Sú breýting er gerð á vara- sjóðshlunnindum félaga, að i stað þess að þau höfðu áður skattfrjálsan helmjinginn af þeim upphæðum, er þau lögðu í varasjóð, fá almenn hlutafé- lög nú skattfrjálst varasjóðstil- lag, er nemur y5 af hreinum tekjum þeirra, áður en skattar og útsvar er frá þeim dregið, en útgerðarfélög og samvinnu- félög fá skattfrjálst varasjóðs- tillag, sem nemur y3 af tekjun- um. Útgerðarfélögin eiga að leggja helminginn af varasjóðs- tillaginu í nýbyggingarsjóð. — Einstakir útgerðarmenn geta fengið skattfrjálst nýbygging- arsjóðstillag, sem nemur y5 af útgerðartekjum þeirra. Eins og áður er getið, hafa flutningsmenn áskilið sér rétt til að flytja breytingartillögur við einstakar greinar frum- varpanna. Framsóknarmenn munu flytja nokkrar breyting- artillögur, þ. á m. um skatt á gróða af fasteigna- og lausa- fjársölu og um að sérstakur dómari verði skipaður til þess að rannsaka skattaframtöl, eft- ir því sem þurfa þykir. Úr Borgarfirði eystra var Tímanum skrifað: — Hér hefir verið árgæzka að undanförnu og afli góður síðastliðið ir. Þrír hreyfilbátar voru smiðaðir hér i fyrra; smíðaði Sigurður Jónsson á Sólbakka einn, en Sigurður Sve.nsson tvo. Gengu héðan tíu bátar út í sumar. t t t 18. september reri Vigfús Helgason formaður með tvo háseta, Guðna Árnason og Helga Jónsson, á „Súl- unni“. Héldu þeir út og suður um Gletting, sem kallað er. Er þeir voru nýbúnir að renna færi í sjó, kom einn beirra auga á eitthvert ferlíki í nokk- urri fjarlægð. Athuga þeir þetta nú og reyn'st það vera nýdauður hnúfu- bakur. Hafði hann drepist á sprengi- dufli. Höfðu þeir ekki annað til að festa í hvalinn en færin og reyndu þannig að draga hann til lands. En er vinda tók af vestri, urðu þeir að skilja hvalinn eftir. Komu þeir á land í Glett- nganesi og sendu mann norður til þess að fá annan bát. Fór Vigfús síðan aftur á sjó með annan mann til þess að vita um hvalinn. Var þá kom- ið vestan rok. Voru þeir hjá hvalnum -ílla nóttina. Hinn báturinn kom á vettvang og drógu þeir þá hvalinn 1 land og voru komnir í höfn í Glett- inganesi 24 klukkustundum eftir að hann fannst. Var hann skorinn þar og fluttur til Borgarfjarðar. Segja þeir, er hvalinn skáru, að eigi hafi þeir bragðað ljúffengari feiti en innanfeit- ina í hvalnum, nema smjör. Hval- ið skall á, höfðu Indverjar and- úð á fasistaríkjunum. Fyrir fáum árum var Javaharlai Ne- hru, sem nú er leiðtogi Ind- verja, staddur I Rómaborg. Hann sýndi Mussolini þá lítils- virðingu að láta viðhafnarvagn hans bíða sín í klukkustund og neita síðan að koma á fund einræðisherrans. Indverjar hafa aldrei aðhyllzt einræðisríkin né getizt að aðgerðum þeirra. Bæði Indverjar og Kínverjar trúa á þingræðið. En þeir eiga mál á hendur Bretum. Indland var leitt í stríðið, án þess að leitað væri um það ráða hjá Indverjum sjáifum og yfirráð hergagnaiðjunnar eru ekki í þeirra höndum. — Er Indverjum ljós hættan, sem þeim stafar af einræðis- ríkjunum? — Allir menntaðir menn í Indlandi sjá hættuna, sem staf- ar af Japönum. Sérstaklega drógst hugur manna að því. eftir heimsókn Chiang Kai Sheks. Enginn hefir sannfært indversku þjóðina jafn vel um það, hvað gerast kann af þeirra hálfu, sem hann. Brottflutning- ur fólks úr borgunum, sem far- ið hefir fram síðustu vikur, sýnir hve vel menn eru á verði. Þjóðþingið indverska er önnum kafið við að skipuleggja loft- varnirnar í samráði við Mú- hameðstrúarmenn. Það er í fyrsta skipti, sem Hindúar og Múhameðstrúarmenn starfa saman af fúsum vilja. — Er veruleg hergagnafram- leiðsla í Indlandi? — Já, mikil. Þar eru stærstu iðjuverin, sem framleiða her- gögn handa Bretum í Asíulönd- um. í Tata í Jamstridpur er t. d. stórkostleg stáliðjuver. — Hvaða þátt getur Indland átt í þvi, að stuðla að sigri Bandamanna? — í indverska hernum er nú meira en miljón manna. Fjórði hluti þessa hers er nú víðsveg- ar utan lands, allt frá Libyu til kínversku landamæranna, frá Nýju Gineu til Kákasus. Á hverjum mánuði bjóða 50 þús- skurðurinum var lokið eftir viku. Unnu fjórir menn að honum, nema fyrsta daginn voru þrettán við starfann, en hvalurinn var 45 álna langur. t t t Hinn 15.—17 febrúar s. 1. var haldinn aðalfundur Ungmennasambands Norð- ur-Þingeyjarsýslu að Laxárdal í Þistil- firði. Mættir voru á fundinum 16 full- trúar frá 6 félögum. S. 1. ár hafði sam- bandið meðal annars haft á sínum veg- um í félagi við Ungmennasamband ís- lands, íþróttakennara í 3 mánuði og gengzt fyrir veglegri héraðssamkomu og íþróttamóti í Ásbyrgi s. 1. vor. Þess- ar ályktanir voru meðal annars gerð- ar á fundinum: „Fundurinn óskar þess eindregið, að stjórn U. N. Þ. hafi á vegum sínum íþróttakennara á næsta starfsári sambandsins og leiti eftir samvinnu við barna- og unglingaskóla sýslunnar, um almenna þátttöku og kostnað af kennslunni. Vill fundurinn sérstaklega benda á nauðsyn þess, að kenndar verða vetraríþróttir eftir þvl, sem ástæður leyfa". 2. „Þá vill fundur- inn óska þess, að hægt verði að undir- búa fimleikasýningu fyrir væntanlegt héraðsmót n. k. sumar og jafnframt ýmiskonar útiíþróttir". Þá skoraði fundurinn á sambandsdeildirnar að gangast fyrir sundnámskeiðum á kom- andi sumri, enda styðji sambandið þá viðleitni eftir föngum. Þá ákvað fund- urinn, að sambandið styrkti eftir föng- um væntanlegar sundlaugarbyggingar á Þórshöfn og í Kelduhverfi. Svolát- (Framh. á 4. siðu) A víðavangi ÁSGEIR SKRÍÐUR ÚR HÍÐINU. Sumir halda því fram, að framliðnar sálir eigi oft erfitt með að átta sig á því að þær séu komnar úr hérvistinni og neiti allra bragða til að vekja á sér eftirtekt.----- Síðan Ásgeir kom í Alþýðu- flokkinn og fékk feita banka- stjórastöðu, hefir verið dauða- hljótt um hann sem von er. — Nú er hann að reyna að vekja á sér eftirtekt með því að ger- ast málpípa fyrir hinn versta óskapnað, sem fram hefir verið borinn á Alþingi. Síðast í gær gerði Ásgeir bandalag við kommúnista við kosningu nefndar í kjördæma- rpálið Sigldi hann inn í nefndina fullum seglum — með Einar Olgeirsson sem doríu í eftir- dragi. HVERNIG ÞEKKIR DROTT- INN SÍNA? Hvernig þekkir drottinn sína? Sumir myndagerðarmenn halda því fram, að núverandi menntamálaráð viti ekki skil góðs og ills í málaralist — af því að enginn málari sé í ráðinu né í ráðum með því. Gott og vel. Látum svo vera. En hvernig stendur á því að Jón Þorleifsson trúir þá Sigurði Einarssyni til að annast um út- gáfu af myndasafni sínu og skrifa við það skýringar? Ekki er hann málari, þótt hann sé vel að sér i mörgum fornum dyggðum. Hvernig stendur á því að Guð- laugur Rósinkranz var fær um að gefa út myndir og skýringar af verkum Ásmundar Sveins- sonar? Ekki er Guðlaugur mynd- höggvari, þótt margt sé honum til lista lagt. Og einu sinni þótti Guðmundi Finnbogasyni takast vel útgáfa á verkum Einars Jónssonar, þótt Guðm. væri jafn lítill mynd- höggvari þá og hann er nú. und manna sig fram til her- bjónustu. í liðsforingjaskólunum sitja Tndverjar og Bretar hlið við hlið. Á ári hverju hljóta 2000 Indverjar liðsforingjamenntun. 40000 Indverjar eru í sigling- um. — Hvernig er indverski her- inn búinn? — Fyrir stríðið varði brezka stjórnin 50 miljónum sterlings- punda til þess að koma hermál- unum í nútímahorf og búa her- inn vopnum. Þeir, sem þekkja Indverja, undrast leikni þeirra í að fara með hin nýju vopn. — Hvernig er líklegt, að á- rásum á Indland verði háttað? — Hartley hershöfðingi komst svo að orði að gera mætti ráð fyrir að ráðizt yrði á Indland bæði úr lofti og af sjó. Missi Bandamenn yfirráðin á Ind- landshafi, vofir mikil hætta yfir. Erlendar fréttir Tillögur Stafford Cripps og brezku stjórnarinnar í Ind- landsmálunum hafa verið gerð- ar. heyrinkunnar. Er lagt til, að Tndland fái sjálfstjórnarrétt- indi eins og Kanada, Suður- Áfríka, Ástralía og Nýja-S.iá- land og geti, hvenær sem það bykir henta, sagt sig úr lögum við brezka heimsveldið. Indverska ríkið á að vera bandaríki á svipaðan hátt og suðurafríkanska ríkjasam- bandið. En ekkert ríki eða fylki vrði þvingað til þátttöku í ríkjasambandinu, heldur verði beim í sjálfsvald sett, hvort þau vilji vera aðili að því. Her- afli Breta í Indlandi skal kvadd- ur brott, þegar hin nýja stjórn- skipun er ráðin. -A_ K^OSSO-OTTJAÆ Úr Borgarfirði eystra. — Hvalsaga. — U. M. F. — N.-Þingeyjarsýslu. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.