Tíminn - 31.03.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.03.1942, Blaðsíða 3
26. blað Tí^im, þrlgjudagimi 31. marz 1942 99 A N N Á L L Minningarorð Frú Guðrún Friðriksdóttir, kona Jóns Hjartarsonar, Leifs- götu 13 í Reykjavík, andaðist í Landsspítalanum 16. þ. m. Hún var fædd að Breiðavaði í Engi- hlíðarhreppi 28. des. 1874. For- eldrar hennar voru Guðrún Benediktsdóttir og Friðrik Hj álmarsson. Ung að aldri fluttist Guðrún sál. í Vatnsdal og þar giptist hún Jóni Hjartarsyni árið 1908. Bjuggu þau í 17 ár þar í daln- um, lengst af að Saurbæ. Voru þau hjónin mjög samhent, hag- sýn og dugleg, og búnaðist þeim vel. Þau keyptu jörðina og bættu hana mikið að ræktun og byggingum. Byggðu þar m. a. vandað íbúðarhús. En árið 1925 urðu þau að bregða búi, vegna heilsubilunar, sem Jón átti við að stríða um skeið. Seldu þá jörð og bú og fluttust til Reykjavíkur. Þótt leið þeirra Jóns og Guð- rúnar lægi til Reykjavíkur, eins og margra annara á síðari árum, var hugur þeirra bundinn við sveitina og þau viðfangs- efni, sem þar bíða. Gafst þeim síðar tækifæri til að vinna enn meira að þeim verkefnum, sem þeim voru kærust, að rækta landið og reisa nýjar bygging- ar á rústum gamalla bæja. Þau keyptu jörðina Skeggjastaði í Mosfellssveit, og bjuggu þar í nokkur ár. Þar reistu þau íbúð- arhús og gerðu fleiri varanleg- ar umbætur á jörðinni. í ann- að sinn fluttust þau til Reykja- víkur, og hafa búið þar síðustu árin. .Frú Guðrún var ágæt hús- móðir, og heimili þeirra hjóna var mjög til fyrirmyndar. Bar þar allt vott um góða um- gengni, ráðdeild og reglusemi. Heimilislífið var ánægjulegt, bæði húsfreyjan og húsbónd- inn voru glöð í lund, gestrisin og skemmtileg í viðræðum, og til þeirra var gott að koma. Börn þeirra Jóns og Guðrún- Dánardægur. Guðbjartur Jóhannsson, bóndi að Deild á Álftanesi, andaðist 23. desember síðastliðinn. Hann var fæddur að Tungu í Örlygshöfn við Patreksfjörð, 11. nóvember 1875. Foreldrar hans voru Jóhann bóndi Jónsson og kona hans, Kristín Jónsdóttir, Móðir Guðbjarts missti heilsu, er yngsta barn þeirra hjóna var tveggja ára. Varð þá faðir- inn að bregða búi og tvístruð- ust börnin. Fáum árum síðar andaðist Jóhann. Guðbjartur fór fljótt að vinna fyrir sér. Var hann nokk- ur ár á myndarheimilinu Bæ á Rauðasandi, og átti þaðan margar góðar minningar. Þar kynntist hann unnustu sinni, Bergþóru Jónsdóttur, en hún lézt skömmu áður en gifting átti fram að fara'. Aðalstarf Guðbjarts framan af æfi var sjómennska. Hann var sjómaður á hverju ári frá fermingu fram til fertugs. Var hann framúrskarandi aflasæll, iðinn og starfssamur. Vann hann sér traust og vináttu fé- laga sinna. Nokkur ár bjó Guðbjartur á Geirseyri með systrum sínum, og studdi hann þær með ráðum og dáð. Yngstu systur sinni gekk hann í foreldra stað og styrkti hana til náms. Honum var á- nægja að því að styrkja hana til þeirrar fræðslu, sem hann hafði sjálfur þráð, en orðið að fara á mis við í æsku. Þegar Guðbjartur hætti sjó- mennsku, var hann um nokkur ár í Sandgerði, umsjónarmað- ur, fyrst hjá Matthíasi Þórðar- ar eru Hjörtur, skrifstofumaður hjá Eimskipafélaginu, Helga, einnig búsett i Reykjavík, og ein kjördóttir, Margrét, skrif- stofustúlka hjá S. í. S. Áður en Guðrún giftist, eignaðist hún eina dóttur. Er það frú Anna, kona Friðriks Lúðvígz, kaup- manns í Reykjavík. Jarðarför Guðrúnar sál. fór fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík 25. þ. m. Sk. G. syni og síðan Lofti Loftssyni. En frá Sandgerði flutti hann að Bjarnastöðum á Álftanesi og síðan að Deild. Þar bjó hann til dauðadags. Fyrstu búskaparár sín á Álfta- nesi bjó Guðbjartur með systr- um sínum. Ó1 hann þar upp nafna sinn og frænda. Einnig voru fleiri unglingar hjá hon- um, lengri eða skemmri tíma. Stefán bóndi Jónsson á Ey- vindarstöðum lýsir veru Guð- bjarts á Álftanesi þannig: „Þegar Guðbj artur sálugi flutti að Bjarnastöðum á Álftanesi og byrjaði búskap á hálfri jörðinni, var hann orðinn mjög slitinn maður, eftir langt og erfitt starf á sjó og landi. Hugði hann sig geta haft hæg- ara með því að búa á lítilli á- búð. Hann treysti sér ekki til að vinna áfram sömu störf hjá Lofti í Sandgerði, þó .að Loftur legði að honum að vera hjá sér. Það sýndi sig fljótt, að Guð- bjartur var ekki síðri bóndi en sjómaður. Ágæt umgengni og hirðusemi um jörð og hús bar þess merki, hver snyrtimaður hann var. Og ekki var síðri um- hyggja hans og aðbúð hans við húsdýrin. Hún var svo sem bezt getur verið. Eftir sjö ára búskap í Bjarna- stöðum, fluttist hann að Deild í sama hreppi og keypti þá jörð, íbúðarhúsalausa. Strax um vorið og sumarið byggði hann íbúðarhús gott, og smíð- aði það að mestu sjálfur, því segja mátti um hann, að hann gæti allt, sem hann tók sér fyrir hendur, og færist það svo vel úr hendi sem faglærður væri í hverju starfi. Áburðar- hús og geymsluhús byggði hann síðar. Stækkaði hann einnig hlöðuna, þegar jörðin fór að gefa meira af sér. Þegar á fyrstu búskaparárum sínum á Deild byrjaði hann að bæta túnið, sem var bæði stórgrýtt og þýft. Mikið af grjótinu var svo stórt, að ekki var það viðráðan- legt með steingálga, heldur varð að sprengja það, svo að hægt væri að flytja það á sleða. Öðruvísi var það ekki meðfærilegt. Grjótið flutti hann til sjávar, til þess að varna sjávargangi á túnið. Var allt með hyggindum gert og ráðdeild. Hann var að miklu leyti búinn að slétta tún- ið, þegar hann féll frá. Eftir að Landþurrkunarfélag Álftnesinga lét gera affalls- skurð og flóðgátt gegnum sjávarkampinn, en það var 1935, by.rjaði Guðbjartur á því að láta skurða mýrina og jafnframt að rækta hana. Er þar nú fallegt tún, sem áður var sundurgraf- ið mýrarfen. Þegar Guðbjartur kom að Deild, var hægt að hafa þar tvær kýr og einn hest. Nú gæti túnið fóðrað fimm kýr, ef ekki þyrfti að beita það. Og síðustu urt fé til hinna veglegustu kirkjubygginga í stærstu kaup- stöðum landsins. Hér er stefnt í rétta átt, vegna þess að veg- legt guðshús er ekki einkamál þeirrar sóknar eingöngu, sem reisir það, heldur jafnframt menningarmál, sem alla þjóð- ina varðar. En ef styrkja á fjöl- mennustu söfnuðina, þá, sem beztu hafa aðstöðuna og mesta getu til að koma sér upp mynd- arlegu guðshúsi, hví á þá ekki að styðja hina fámennustu og fátækustu söfnuðina til slíkra bygginga? Það mundi áreiðan- lega verða mikil lyftistöng því nauðsynjamáli að koma upp veglegum guðshúsum í sóknum landsins, ef söfnuðirnir mættu eiga von á fjárframlagi frá því opinbera í hlutfalli við þeirra eigin fórnlr og framlög. Jafn- framt væri þá og sjálfsagt, að gera það að skilyrði fyrir slík- um styrk, að hin fyrirhugaða kirkja yrði byggð úr varanlegu efni, og stíll hennar allur og gerð þannig, að hún yrði söfn- uðinum og þjóðinni til sóma. Loks vil ég minnast fám orð- um á skreytingu kirknanna. Þar brestur afarmikið á. Kirkj- urnar margar eru furðu kulda- legar og óvistlegar innan. En svo hefir ekki alltaf verið. Sú var tiðin, að margar kirkjurn- ar áttu hina skrautlegustu og ágætustu muni, jafnvel hrein- ar gersemar. Þessir munir voru teknir af kirkjunum . Margir hafa eyðilagzt með öllu. Aðrir eru geymdir á söfnum bæði hér- lendis og erlendis. Kirkjurnar eiga að fá aftur sína fornu gripi, eða að minnsta kosti vandaða eftirlíking þeirra. Hefir sú krafa nú þegar verið sett fram á Alþingi, að því er snertir kirkjuna á Hólum í Hjaltadal. Fjöldamörg hin fegurstu og ódauðlegustu listaverk verald- arinnar, bæði l línum, litum og tónum, eru trúarlegs uppruna og kirkju og kristindómi ná- tengd og bundin. Þaðan hafa snillingarnir fengið sínar stór- fenglegustu hugmyndir. Við íslendingar eigum nú fjölda á- gætra listamanna. En listhneigð þeirra hefir ekki beinzt, eins og skyldi, inn á þessi svið. Hvers vegna? Getur ekki orsökin að einhverju leyti legið í því, að listamenn okkar, sem hér um bil undantekningarlaust eru fá- tækir menn, verða að miða verk sín að verulegu leyti við það, sem hægt er að selja, svo að þeir geti dregið fram lífið. En fyrir kirkjulega list hefir ekki verið mikill markaður á þessu landi hin síðustu ár. Menntamálaráð hefir árlega nokkurt fé til um- ráða til þess að verja til kaupa á listaverkum fyrir ríkið. Mundi ekki menntamálaráð vinna þjóð og kirkju þarft verk með því, að ákveða að verja fram- vegis einhverjum hluta af þessu fé til kaupa á kirkjulegum lista- verkum og hvetja þannig lista- mennina til þess að freista að leggja meira inn á þessar braut- ir 1 list sinni. Og mundi bað ekki einnig verða listamönnun- um sjálfum til góðs? Á hið trúarlega svið hafa snillingar horfinna tíða sótt efni og inni- hald sinna ágætustu verka. Því skyldu menn ekki enn í dag geta fundið þar nýja end- urnæring hinnar skapandi listar Ég hefi nú bent á fjögur at- riði, sem öll eru spor að hinu eina og sanna markmiði: 1. Stofnun félagslegra sam- taka í hverri sókn til þess að vinna að því að gera kirkjuna að veglegasta húsi sóknarinn- ar. 2. Hækkun kirkjugjaldsins, sem nú er með öllu ófullnægj- andi til að standast hin árlegu gjöld. 3. Framlag úr ríkissjóði til bygginga nýrra og veglegra kirkna í sóknum landsins, er miðist við fórnir og framlög sóknarmanna sjálfra til þess- ara framkvæmda. 4. Menntamálaráð verji ár- lega nokkru fé til stuðnings og eflingar kirkjulegrar listar. Skoðanir kunna að verða skiptar um þessi atriði. Ein- hverjir kynnu að geta bent á aðrar og heppilegri leiðir, og þá er vel. En um takmarkið sjálft ættu allir, sem kirkju og krist- indómi unna, að vera sammála: Kirkjan á aff verffa virffuleg- asta og veglegasta húsið í hverri einustu sókn þessa lands. árin hafði hann fimm kýr og einn hest. Þessar miklu umbætur, sem taldar hafa verið, kostuðu mikla vinnu og hagsýni, og það varð að nota þessi rúmlega 16 ár, sem hann bjó á Deild, til að koma þessu í framkvæmd, því að efni voru lítil og tekjurnar framan af sérlega takmarkaðar. En með sparsemi, hagsýni og löng- um vinnudögum má koma miklu til leiðar. . Guðbjartur var hlédrægur og vildi ekki taka að sér opinber störf, þó að hann væri vel fær um það, vegna góðra gáfna og líka þess, hvað hann var vel að sér. Guðbjartur heitinn var á- gætur húsbóndi, nærgætinn og umhyggjusamur. Hann var og prúðmenni ið mesta, vinfastur og frændrækinn, ágætur ná- granni, er öllum gerði greiða, sem hann gat.“ Blessuð sé minning hans. G. H. Slysið áHálogalandi Samband tsl. samvinnufélaqa. Muniff aff skipta viff kaupfélögin. Þá fáiff þér góffar vörur og náiff hagfelldum kaupum. Tilkynning fil Haíníírðínga. Þar sem allir húseigendur hafa nú fengiff tvo poka fulla af sandi, sem nota á til aff slökkva í eldsprengjum, munu eftirlits- menn loftvarnanefndar fara í húsin og gæta aff því, hvort sand- urinn og tilskilin tæki eru á réttum staff, og einnig munu þeir leiffbeina bæjarbúum í aff nota sandinn áréttan hátt. Pokarnir skilist tómir aftur, þar sem ekki er þeirra þörf. Fólk er alvarlega áminnt um aff fara eftir fyrirmælum loftvarna- nefndar og leiffbeiningum eftirlitsmanna, svo aff allir séu sem bezt viffbúnir, ef hættu ber aff höndum. Skýrsla Bonesteels ylirhershöfdingja Síðastliðinn þriðjudag bauð Ch. Bonesteel yfirhershöfðingi Banldaríkjahersins á íslandi blaðamönnum til miðdegisverð- ar. Yfirhershöfðinginn ræddi við blaðamennina um dvöl Bandaríkj ahersins hér á landi og þau vandamál, sem sköpuð- ust í sambandi við hana. Jafn- framt afhenti yfirhershöfðing- inn blaðamönnunum skrifaða greinargerð um hið hörmulega slys, er Gunnar Einarsson var skotinn til bana af amerískum varðmanni við „Camp Háloga- land“, og er hún á þessa leið: „Ameríska herstjórnin óskar að ííilkynna eftirfarandi við- víkjandi banaskotinu í Camp Halogaland: Laugardaginn 14. marz kl. 22.55 sá varðmaður við hliðið á Camp Hálogaland, að íslenzk bifreið nálgaðist hliðið. Sam- kvæmt fyrirskipunum um, hversu honum bæri að haga sér er svo stendur á, kallaði hann til yfirboðara síns, Corporals, er var í varðmannaskýli þar rétt hjá, að íslenzk bifreið nálgaðist. Brá hann þegar við og fór til varðmannsins. Bif- reiðin var stöðvuð. Tveir karl- menn sátu í framsæti og voru þeir beðnir að sýna vegabréf sín, en hvorugur gerði það. Er Corporalinn hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að mennirnir hefðu eigi vegabréf, skipaði hann varðmanni þeim, sem hlut átti að máli, að leyfa þeim eigi inngöngu. Gaf varðmaðurinn bilstjóranum bendingu um að aka á brott, og corporalinn gekk nokkur skref áleiðis að varð- skýlinu. Samt sem áður ók bif- reiðin af stað áleiðis inn í her- búðirnar. Varðmaðurinn hróp- aði til mannanna að nema stað- ar, þrisvar á ensku og einu (Framh. á 4. síðu) LOFTVARNANEFND HAFNARFJARÐAR. NIGLIMGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Ný bók eftir Delgu Sigurðardóttur Heimilísalmanak í bókinni er sagt, hvað á aff borffa hvern dag ársins. Þar eru nýjustu leiffbeiningar um bakstur úr heilhveiti án eggja, kaflar um tækifærisveizlur o g hátíffamat, borffsiffi, hreingerning á heimilum, hreinsun á fötum og blettum í fötum, og ýmsar leiff- beiningar, sem hverri húsmóffur mega aff gagni koma. — Auk frk. Helgu Sigurffardóttur rita í bókina: Dr. Gunnl. Claessen um „umgengni utanhúss“, frú Kristín Ólafsdóttir, læknir, um „Mat- arræffi barnshafandi kvenna“, Jón Oddgeir Jónsson: „Forðist slysin í heimahúsum“, Guffm. Jónsson, kennara á Hvanneyri: „Reikningsfærsla húsmóffurinnar“. Þá er og í bókinni tafla, eftir Ingimar Sigurffsson í Fagrahvammi, sem sýnir hvenær og hvernig á aff sá hverri grænmetistegund, svo aff sem beztur árangur náist. Þetta er bók allra íslenzkra húsmæðra. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðjn. 410 Victor Hugo: eftir annað renndi hann auga upp í turninn. Esmeralda var enn grafkyrr. Loks kom sveinn, er leysti hestinn og fór brott með hann. Allur dagurinn leið, en Kvasimodo beið og beið. Esmeralda hímdi upp á þakinu, og sjálfsagt hefir Föbus legið á hnjánum fyrir framan Fleur de Lys. Loks leið að nóttu. Innan stundar var komið svarta myrkur, því að tungl- skinslaust var. Kvasimodo beið átekta. Lengi gat hann greint Esmeröldu hvít- klædda uppi á turninum. En að síðustu rann hún inn í myrkrið. Kvasimodo starði á uppljómaða gluggann í húsi Gondelaurier. Smám- saman var einnig kveikt ljós í öðrum húsum við torgið. Hann beið þolinmóð- ur, og loks fóru þeir kvöldsvæfustu að slökkva ljósin í húsum sínum. En ekki bólaði á liðsforingjanum, þótt komin væri hánótt. Götur og torg voru mann- laus. Kvasimodo var einn síns liðs þarna í náttmyrkrinu. Enn logaði ljós í híbýlum Gondelaur- ier, enda mátti gerla sjá, að fólk dans- aði af kappi, þarna bak við litaðar rúð- urnar. En hann var heyrnardaufur og heyrði lítið af hljóðfæraslættinum þar inni né glaumnum. Að áliðinni nóttu tóku gestirnir að tínast brott. Kvasimodo duldist i Esmeralda 413 halda, að hann skynjaði söng hennar með augunum. Dag einn kom hann til hennar, mjög æstur í skapi og ferlegur ásýndum. — Hlustaðu á, sagði hann af ákefð. Ég vil segja þér dálítið. Honum var erfitt um málið. Hún kinkaði kolli. Hann stundi og andvarpaði, hrærði varirnar, eins og hann væri að reyna að mynda hljóð, og góndi á hana. Svo skók hann höfuðið, brá hendinni fyrir andlitið og staulaðist burt. Stúlkan stóð ein eftir og horfði forviða á hann. Meðal ófreskjanna, er meitlaðar voru á veggina, var ein, sem hann lagði sér- stakt ástríki við. Á hana rýndi hann margskiptis með sömu vinsemd og aðr- ir horfa á góðan og kæran bróður. Tat- arastúlkan heyrði hann jafnvel segja við þessa ófreskju: — Hví er ég ekki úr steini eins og þú? Morgun einn stóð Esmeralda úti á þakbrúninni og horfði niður á torgið og út yfir húsþökin. Kvasimodo var á vakki fyrir aftan hana. Auðséð var, að hann leitaðist við að hlífa stúlkunni við því að þurfa að horfa á sig. Allt í einu tók Esmeralda að titra og skjálfa, tár runnu úr augum hennar, en þó leiftruðu þau eigi að síður af gleði. Hún fleygði sér niður á þakbrúnina, breiddi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.