Tíminn - 16.04.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÖRARINSSON: FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 26. ár. ISeykjavík, fimmtadagiim 16. apríl 1942 RITST JÓRN ARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 32. hlað Sveitaheimilin geta ekki tekið þau fái aukið vinnnafi Það má ekkí þrengja kjör sveítakvenna meíra en orðið er í blöðum og útvarpi hafa undanfarið birzt tilkynn- ingar frá því opinbera, þar sem sveitirnar eru hvattar til að taka til sumardvalar börn og konur úr kaup- stöðum. Er réttilega bent á, að þetta sé hið mesta nauðsynjamál, þar sem hernaðaraðgerðir kunni að vera yfirvofandi og þessu fólki sé líka hollt að dvelja í sveit yfir sumartímann. „Aí mold ertu komínn“ Eftir Jónas Jónsson börn nema Jónas Jónsson; Verður framleiðslan lögð í rástir? Hér hafa ekki enn byrjað or- ustur í landi eða við landið. Á yfirborðinu sýnist hér vera gull og gróði. Samhliða því eru að- alatvinnuvegir landsmanna, landbúnaður og útvegur, að falla í rústir sökum skorts á mannafla. Sjúkrahúsin í Reykjavík og í nánd við bæinn verða að líkindum að hætta að taka á móti sjúklingum sökum vöntunar á starfsfólki. f öllum stríðslöndum er raeg- ináhcrzla lögð á matvælafram- leiðsluna, engu síður en her- gagna. Alveg sérstaklega er Englendingum lífsnauðsyn að framleiða í sínu landi sem mest matvæli handa þjóðinni. Hér er mikil vöntun á skipu- lagi í þessu efni. í Reykjavík eru um 70 knæpur, sem selja aðallega hermönnum ýmiskon- ar smárétti. Við þessa iðju starfa sennilega fram undir 500 stúlkur, margar barnungar, ný- komnar úr sveit eða smáþorp- um. Öll þessi sala er lítt þörf. Hermennirnir hafa gott fæði, og góðan aðbúnað. Þeim er eng- in nauðsyn að þessar knæpur séu til. Þær eru eingöngu gróða- fyrirtæki íslenzkra manna. En í þessar óþörfu knæpur bafa eigendurnir dregið mörg hundr- uð stúlkur, frá öðrum hollari og nauðsynlegri störfum. Eftirspurn xun vinnu Irarl- manna er hófleysislega mikil. Ráðningasmalar auglýsa í blöðum og útvarpi eftir fleiri og fleiri mönnum í vinnu. Jafn- framt er öllum vitað, að afköst vinnunnar hafa stórlega minnk- að. Hér á landi er nú sem stend- ur hærra kaup og tiltölulega lé- legri vinnubrögð heldur en vit- að er til að átt hafi sér stað hér á landi í tíð núlifandi manna. Gamlir verkstjórar segja, að hlédrægni við vinn- una sé svo mjikil, að nú þurfi marga menn til að léysa af hendi viðunanlegt eins manns verk. Sendiherra Breta og Banda- ríkjamanna hafa lagt allmikla áherzlu á að fá marga íslenzka karlmenn til að vinna fyrir setuliðið. Auk þess sækja ýms- ir íslendingar fast eftir þessari vinnu, því að kaupið er hátt, og vinnan talin fremur létt. Af- leiðingin er að verða auðsæ. Það liggur við landauðn í byggðum landsins fyrir fólksleysi við dagleg störf. Fiskframleiðslan minnkar. Sjúkrahúsin geta ekki sinnt sínu starfi. Sendiherrar Breta og Banda- ríkjamanna verða að gæta þess, að hér verður að komast á önn- ur skipan. Það er engin ástæða til fyrir íslendinga að eyðileggja matvælaframleiðsluna í land- inu. fslendingar þurfa á öllu sínu vinnuafli að halda. Við væntum, að stríðsgestir okkar skilji, að við viljum geta gert (Framh. á 4. síðu) Dánardægur Þ. Magnús Þorláksson, bóndi á Blikastöðum í Mosfellssveit, varð bráðkvaddur á .sunnudag- lnn var. Magnús á Blikastöðum var landskunnur maður og mjög merkur bóndi. En það er annað, sem hinar opinberu tilkynningar láta ó- rætt I þessum efnum. Það eru möguleikar sveitaheimilanna til að taka á móti þessu fólki. Sveitaheimilin skilja vissu- lega þá nauðsyn, að þau geri sitt ítrasta til að taka á móti þessu fólki. En góður vilji næg- ir ekki, þegar getuna vantar. Vegna þeirra aðstæðna, sem liernán^.ð hefir skapað, hefir fjölda fólks leitað úr sveitunum og gengið í þjónustu setuliðs- ins á einn eða annan hátt. Þetta nær enn frekar til kvenna én karla. Veitingaknæpur, ýms iðnaður, þvottur og fleira, sem leiðir af hérvist setuliðsins, hefir margfaldað eftirspurn- ina eftir starfsorku kvenfólks- ins á þessum stöðum. Aukinn velmegun ýmsra borgarbúa hef- ir líka skapað meiri eftirspurn eftir vinnukonum. Allt þetta leiðir til þess, að straumur yngra kvenfólksins til bæjanna hefir aldrei verið meiri en nú. Afleiðingin af þessu er sú, að húsmæðurnar á sveitaheimilum mega nú heita einar við heim- ilisstörfin. Vafasamt er, hvort nokkur stétt þjóðfélagsins er meira hlaðin störfum en sveita- konurnar. Reynslan hefir oft- ast orðið sú,_að dvalargestir úr kaupstöðum, eins og börn og giftar konur, hafa drjúgum aukið störf húsmæðranna. Eins og nú háttar er þó vissulega ekki á störf þeirra bætandi, þar sem margar þeirra hafa misst þá aðstoð, er þær höfðu áður. Vegna þessara ástæðna hljóta sveitirnar að taka á móti miklu færra af slíkum sumargestum en áður, nema gerðar verða sér- Stjórnarskrárnefndin, sem neðri deild kaus til að athuga stjórnarskrárfrv. Alþýðuflokks- ins og aðrar tillögur til stórn- arskrárbreytingar, er fram kynnu að koma, er klofin um það, hvernig mál þessi skuli af- greidd. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins hafa lýst sig andvíga öllum breytingum á stjórnarskránni á þessum tímum, þar sem það myndi leiða til tveggja alþingis- kosninga og harðvítugra deilna á hinum viðsjárverðustu tím- um, þegar þjóðin þarfnast sam- starfs og friðar. Jafnframt lýstu þeir sig andvíga hinu fram- komna frumvarpi, þar sem það stefndi til þess eins að auka þá galla, sem nú eru á kosninga- fyrirkomulaginu. Hins vegar töldu þeir flokkinn fúsan til að hefja samvinnu við hina flokk- ana í þeim tilgangi að reyna að finna sameiginlega, varanlega stakar ráðstafanir til að bæta aðstöðu þeirra í þessum efnum. Það er talið, að í sveitum þurfi venjulega um 2000 konur í heyskaparvinnu, auk þeirra kvenna, sem þar eru venjulega fyrir. Nú er kvenfólk, sem er fyrir í sveitunum, með fæsta móti, og má á þessu bezt marka, hvert stefnir, ef ekki verður stöðvuð hin mikla óbeina eftir- spurn setuliðsins eftir starfs- orku kvenfólksins. Þetta gefur gleggst til kynna, að okkur stafa ekki minni vand- kvæði af hinni óbeinu eftir- spurn setuliðsins eftir starfs- orku kvenfólksins en hinni beinu eftirspurn þess eftir karl- mönnum. Það er okkur ekki síð- ur áríðandi mál, að setuliðin annist sjálf veitingar og þvott í sína þágu en að vinna karla hjá setuliðinu sé takmörkuð. Þetta er mál, sem ríkisvaldið má ekki láta afskiptalaust. Það er meira en óverjandi fram- koma, að ætla að láta sveitirn- ar taka á móti liðléttingum, sem tefja fyrir, um hábjarg- ræðistímann, og lofa útlending- um að rýja þær vinnuaflinu á sama tíma. Þess má líka geta í þessu sam- bandi, að reynt var í fyrra að fá sveitaheimilin til að taka á móti börnum fyrir alltof lága meðgjöf. Sveitaheimilin eiga að gætá hagsmuna sinna í þeim efnum. Ef um fátæk börn er að ræða, þá ættu hlutaðeigandi bæjarsjóðir að taka þátt í dvalarkostnaði þeirra, en það á elcki að láta sveitirnar taka á sig óeðlileg útgjöld vegna greiðvikni þeirra í þessum efn- um. lausn á þessu máli, og yrði henni hrundið strax í fram- kvæmd, þegar þjóðin byggi ekki við jafn örðuga aðstöðu og nú. Einn fulltrúi Framsóknar- flokksins, Bergur Jónsson, gaf þá yfirlýsingu af hálfu flokks- ins, að hann teldi það svo ó- forsvaranlegt að vera að hringla með stjórnarfyrirkomulag þjóðarinnar á þessum tímum og skapa þannig óþarfar deilur og umrót, að hann myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn undir slíkum kringumstæðum. Þeir flokkar, sem að slíkum vinnu- brögðum stæðu, yrðu þá að bera ábyrgð á stjórnarfarinu. Fulltrúar hinna flokkanna lýstu sig allir samþykka því, að stjórnarskránni yrði breytt á þessu þingi. Þeir lýstu sig jafn- framt fylgjandi frumvarpi Al- þýðuflokksins, nema Gísli Sveinsson, sem ekki hefir látið í ljós neina afstöðu til þess. Fyrir einni öld bjó bóndi, að nafni Erlendur, norður við Blöndu. Hann var nafnkenndur fyrir lægni sína við að fá let- ingja og úrgangslýð til að vinna hjá sér, betur en hjá öðrum. Þegar sérstakir húðarletingj ar voru við slátt í Tungunesi, sagði bóndi við þá: „Þið slóguð mikið í gær, en ég veit, að þið munuð slá meira á morgun.“ Framsóknarmenn hafa stund- um tekið við vandræðamönn- um eins og Erlendur í Tungu- nesi. í flokksstarfi, þar sem flestir vinna af alúð, er hægt að gera tilraunir í sömu átt og frægt er um Erlend í Tungunesi. Framsóknarmenn hafa haft Sigurð Jónasson um nokkra stund í Tunguness-uppeldi. — Hann kom til okkar sem alls- laus, pólitískur flóttamaður úr herbúðum Héðins Valdimars- sonar. Um leið og hann flæmd- ist burtu úr Alþýðuflokknum, birti blað flokksins af honum ósmekklega skopmynd, með til- heyrandi ósmekklegu lesmáli. Okkur Framsóknarmönnum fannst rétt að sannprófa það, hvort hægt væri með lagi að láta Sigurð Jónasson gera mannfélagsgagn. Hann var gæddur nokkrum kostum. Vafa- málið var það eitt, hvort gall- arnir væru svo yfirgnæfandi, að þeir margskyggðu á kostina. Honum voru fengin viðfangs- efni, m. a. að vera varamaður minn í bæjarstjórn Reykjavík- ur. Þar tók hann að leggja lag sitt við kommúnista, sér til »EKKI SÍÐAR EN NÆSTA SUMAR« Man Mbl. ekki, pegar pað kallaði þin^menn* ina „gerfípingmenn“ ? Mbl. reynir að neita því í gærmorgun, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi rofið samkomu- lagið um kosningafrestunina og þannig orðið valdur þess, að Al- þýðuflokkurinn byrjaði að heimta kosningar. Blaðið býr í staðinn til þá sögu, að forsætisráðherra hafi riftað grundvelli kosninga- frestunar, þegar hann baðst lausnar síðastl. haust. Það er bezt að afsanna þetta með tilvitnunum í blaðið sjálft Þann 17. sept. 1941, eða nær tveim mánuðum áður en for- sætisráðherra baðst lausnar, skrifar Sigurður Kristjánsson alþm. grein í Mbl., sem hét: „Alþingiskosningar næsta sum- ar“. Þar er því eindregið haldið fram, að almennar kosningar eigi að fara fram „ekki síðar en næsta sumar.“ Mbl. skrifaði oft um þessar mundir á svipaða leið og reyndi jafnframt að ögra Alþýðu- flokknum með kosningafrest- uninni. Þann 20. sept. 1941 seg- ir t. d. í ritstjórnargrein Mbl.: „Sósíalistar gripu hins vegar kosningafrestunina eins og sökkvandi maður bjarghring, og í skjóli hennar sitja hú sex gerfiþingmenn úr hópi hálfsál- aðs flokks þeirra á Alþingi.“ Hvernig gat Sjálfstæðisflokk- urinn betur rofið kosninga- frestunina en með því að láta einn þingmanninn, sem hafði verið henni samþykkur, heimta kosningar, láta aðalblað sitt nota kosningafrestunina til á- rásar á einn stjórnarflokkinn og kalla þingmennina „gerfi- þingmenn"? Til viðbótar svikunum í Norð- ur-ísafjarðarsýslu, var þessi framkoma Sjálfstæðisflokksins nægileg til að rjúfa friðinn um kosningafrestunina. fjár og spillingaráhrifa. Sein- ast neyddist ég til að banna honum að koma í bæjarstjórn- ina. Víðast fór starf hans á sömu leið. Helzt var einhver manndómsvottur i þátttöku hans við að stofna Eddu, prent- smiðju samvinnumanna. Marg- ir helztu samvinnumenn lögðu þar hönd að verki. Sigurður Kristinsson forstjóri útvegaði lóð undir húsið, Jón Árnason f ramkvæmdast j óri réði kaup- um á Acta-prentsmiðju. — Fjölmargir aðrir ágætir sam- vinnumenn unnu að því að koma upp prentsmiðjunni, og það var sammæli þeirra, að gera ekki ráð fyrir að fá nema bankavexti af fé því, er þeir lögðu fram. En Sigurður Jónasson hafði aðrar hugsjónir um málið. Þeg- ar seðlavíman gekk yfir landið, varð of lítill prentsmiðjukost- ur í bænum. Þá var í bili hægt að láta prentsmiðjur græða. Sigurður Jónasson fór nú að hafa stórar ráðagerðir um að koma Edduprentsmiðju í hend- ur keppinauta eða jafnvel ó- vina Framsóknarmanna, og græða sjálfur stórfé um leið. Hann ýtti undir tilboð um hlutabréfakaup. Eitt sinn til- kynnti hann samverkamönnum sínum í Eddu, að einn af vold- ugustu prentsmiðjustjórum höfuðstaðarins byði sér 300 kr. fyrir hverjar 100 krónur 1 hluta- bréfum. Sigurður dró ekki dul á, að þetta tilboð kveikti í innstu fylgsnum sálar hans. Hann var eins og Gyðingurinn landlausi, sem ekki er bundinn við neitt, nema hækkunarvon á hlutabréfum. Sigurður Krist- insson, og nánustu samstarfs- menn hans, neituðu að styðja þetta fjárbrall. Þá kemst Sig- urður í snertingu við braskara, sem er peningakistill kommún- ista, og talinn líklegur til að „yfirfæra" gjafir velviljaðra vina til þeirrar samkundu. Hér fann Sigurður fjáraflamann sér að skapi. Þar þóttist hann fá enn hærri 'tilboð í hluti sína. Tilgangurinn var að gera Eddu- prentsmiðju að höfuðvirki bolsévika í áróðri þeirra móti sjálfstæðri menningu og sjálf- stæði þjóðarinnar. Nú var samvinnumönnum nóg boðið. Munurinn á hugarfari manns, sem mótaðist af ólækn- andi fésýki, og stefnu þeirra var svo mikill, að allt samstarf var óhugsanlegt. Niðurstaðan varð sú, að samvinnumenn keyptu hlutabréf hans í Eddu með verði sem var að vísu ekki lögbannað, fremur en vondar hugrenning- ar, en þó allt annað heldur en Sigurði Kristinssyni eða hans félagsbræðrum hefði nokkurn- tíma dottið í hug að nefna fyrir hlutareign sína í Eddufélaginu. Öllum Framsóknarmönnum var nú ljóst, að öll samstarfs- bönd milli þeirra og þessa fé- gráðuga manns voru brostin. Eins og niðursetningar Erlends í Tungunesi gátu eftir eðli málsins ekki verið þar nema takmarkaðan tíma sér til menn- ingarbóta, þannig hlaut Sigurð- ur Jónasson að verða pólitísk- ur strandmaður í annað sinn, vegna þess að hann gat ekki leyst af hendi viðunanlegt dagsverk í skiprúminu. Einum eða tveim dögum eftir að hann hafði verið hreinsaður út úr Eddu, kom hann á fund mið- stjórnar Framsóknarmanna, með fulltrúaráði flokksins úr Reykjavík. Hann rakti þar raunir sínar og fékk viðeigandi huggunarorð. Að lokum stóð formaður fulltrúaráðsins upp og bað samkomuna, að skrifa ekki framkomu þessa manns á reikning fulltrúaráðsins, því að þar væri ekki um að ræða nokk- (Framh. á 4. síðu) Á víðavatxgi ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÆR KAST. Alþýðublaðið er frægt fyrir köstin, sem það fær öðru hverju, þótt ekki séu þau eins tíð upp á síðkastið og áður var, þegar Finnbogi Rútux var rfitstjórá. Þá fékk blaðið reglubundin köst annan hvern dag. Hver klaus- an rak aðra með risavöxnum fyrirsögnum af stórfelldum hneykslismálum, sem blaðið þóttist ætla að fletta ofan af. Mörgu varð blaðið að kingja með leiðréttingum næsta dag og sjaldan kom það fyrir, að sama stórmálið' væri nefnt nema einu sinni í blaðinu. Alþýða manna þreyttist brátt á risafyrirsögnum blaðsins og hætti að taka nokkurt mark á þeim. Og innan stundar þreyttist blaðstjórnin og flokkurinn á Rúti og lét hann hverfa hægt og blíðlega frá ritstjórn blaðs- ins. Vita nú fáir, hvað hann að- hefst eða muni vera niður kom- inn. RÚTUR RUMSKAST. í gær virðist svo sem Rútur þessi sé farinn að ganga aftur í dálkum Alþýðublaðsins. Er það nú upplýst, að hann eigi sæti í útvarpsráði. Það sem virðist hafa vakið h’inn fyrrverandi ritstjóra af dauðamókinu, er tillaga út- varpsráðs til ráðuneytisins um ráðunaut til aðstoðar í kirkju- legum málum. Virðist Rútur hafa hlaupið beint i Alþýðubl. með þessa fundarfrétt, áður en hugsanlegt var, að tími hefði unnizt til að afgreiða hana til ráðuneyffisins. Til smekkbætis skrökvar hann til um laun ráðu- nautsins og segir þau 1800 í stað 1000 kr. „FRAMSÓKNARKLERKUR". Þá telur Alþýðublaðið þessa. ráðstöfun fáránlega fyrir þá sök, að séra Sveinn Víkingur, sem útvarpsráð hefir augastað á til þessa starfs, muni vera ,,Framsóknarklerkur“. Hitt skiptir engu, þótt maðurinn hafi á sér almenningsorð fyrir gáfur, ræðumennsku og andlega víðsýni. BISKUPSRITARI. í þessu sambandi má geta þess, að biskup landsins mun hafa kjörið Svein til þess að gegna störfum sem biskupsrit- ari i skrifstofu sinni. Eins og kunnugt er flytur rík- isútvarpið mikið af messum og allmikið af erindum um kirkju- leg mál. Eitt sinn þótti því rétt og heppilegt, að kirkjan ætti sérstakan fulltrúa í útvarps- ráði. Síðar var því breytt. Síðan hafa mál þessi þó orðið um- fangsmeiri, ekki sízt eftir að prestum var fjölgað til muna í bænum. Þá eru það allalmenn- ar óskir, að fleiri prestum gef- ist færi á að láta til sín heyra í útvarpinu en þeim, sem búsett- ir eru i Reykjavík. Allt þetta gerir það æskilegt, að nokkru meiri forsjá og vinna verði lögð fram til um- sjónar og undirbúnings þessara mála fyrir útvarpsins hönd en unnt er, eins og sakir standa, Það virðist því ekki óheppi- lega gert af útvarpsráði, þegar vel hæfur maður velst til starfs- ins sem biskupsritari, að tryggja sér aðstoð hans í kirkjulegum efnum fyrir mjög sanngjarna þóknun. Minna mætti Alþýðublaðið á það að lokum, að sú var tíðin, að hinn fyrrverandi Framsókn- arklerkur, Ásgeir Ásgeirsson, gegndi eitt sinn störfum sem biskupsritari. Nú hefir Alþýðuflokkurinn gert hann að andlegum ráðu- naut sínum i kjördæmamál- (Framh. á 4. síðu) Stjórnarskráraeíndin klofín Mynda Sjálfstæðísfl. og Alpýðufl. ríkísstjórn til að afgreiða kjördæmamálið ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.