Tíminn - 16.04.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1942, Blaðsíða 2
122 TÍMIM, fimmtndagiim 16. apríl 1942 32. Mað ‘gíminn vegir Flmmtudug 16. apríl Eítir Gísla Magnússon, Eyhildarholtí Eru stjórnarskípti í vændum? Það virðist nú ljóst mál, að til stórra tíðinda muni koma áður en langt um líður. Stjórnarskrárnefnd neðri deildar hefir klofnað um kjör- dæmamálið. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðuflokks- ins og kommúnista í nefndinni hafa lýst yfir þvi, að þeir vilja knýja málið fram á þetssu þingi. Fulltrúar Framsóknarflokksins lýstu hins vegar yfir því, að þeir teldu óforsvaranlegt að stofna nú til harðyítugra deilna og tveggja Illvígra Alþingiskosn- inga með stuttu millibili, en það er óhjákvæmilegt, ef kjördæma- málinu verður haldið til streitu. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins lýstu yfir því til frekari á- réttingar, að Framsóknar- flokkurinn teldi það svo ófor- svaranlegt að ætla nú að efna til margra mánaða kosninga- baráttu, að hann myndi alls ekki taka þátt í stjórn landsins undir slíkum kringumstæðum. Menn geta vel gert sér í hug- arlund, hvernig stj órnarfarið verður, ef kjósa á tvisvar á þessu ári. Hvorki Sjálfstæðis- flokkurinn eða Alþýðuflokkur- inn mun fást til þess að taka ábyrga afstöðu 1 neinu mikils- verðu máli fyrr en síðari kosn- ingunum er lokið. Þeir munu eingöngu hugsa um yfirboð, sem eiga að afla þeim sem mests kjósendafylgis. Dýrtíðarmálið mun lenda í tómu káki og undandrætti. Það verður ekkert gert til að takmarka setuliðs- vinnuna. Framsóknarflokkur- inn hefir orðið næga reynslu fyrir því, hvernig það er að vinna með þessum flokkum, þegar þeir eru í kosningahug. Þessi kosningaglíma Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins mun valdá þjóðinni nægilegum erfiðleikum, þótt hún stæði ekki lengur en fram í júnímánuð, þegar reglulegar kosningar eiga að fara fram. En að láta hana standa til hausts, er bæði harm- leikur og skrípaleikur, sem Framsóknarflokkurinn vill ekki bera ábyrgð á undir neinum kringumstæðum. Framsóknarflokkurinn hefir haft það markmið, að reyna að efla samheldni þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum. Þess vegna beitti hann sér fyrlr mjmdun þjóðstjórnarinnar. Af sömu ástæðum hlýtur hann að beitast gegn því eftir fremsta megni, að stofnað verð til hinn- ar langvinnustu og harðvítug- ustu kosningabaráttu, sem hér hefir átt sér stað, þegar þjóðín þarf umfram allt frið og sam- heldni um málefni líðandi stundar. Menn kunna að segja, að það væri sök sér, þótt efnt væri til slíkra innanlandsstyrjaldar, ef viðunandi og varanleg lausn fengist á kjördæmamálinu. En því er vissulega ekki að heilsa. Allir flokkar þingsins hafa lýsí yfir þvi, að þeir telji hin- ar fyrirhuguðu breytingar, hlut- fallskosningar 1 tvímennings- kjördæmum og fjölgun þing- manna, enga fullnægjandi lausn. Þeir lýsa því markmiði sinu, að koma á frekari breyt- ingum við fyrstu hentugleika. Finnst mönnum, þegar málið er þannig í pottinn búið, rétt að láta það orsaka hina lang- vínnustu og hörðustu kosninga- baráttu, þegar þjóðin þarfnast samheldni? Finnst mönnum, að ekki væri skynsamlegra og þjóð- hollara af flokkunum að nota þennan tíma .til að reyna að finna einhverja sameiginlega, varanlega lausn? Framsóknarflokkurinn er ekki í vafa um, hvor leiðin af þessum tveimur er þjóðinni æskilegri. Hann mun þess vegna beita allri orku slnni til þess að knýja það fram, að síðari kost- urinn verði valinn. En verði friðar- og sam- komulagsleiðinni hafnað, taka I. Nú er margt talað um nauð- syn þess, að framleiðsla til sveita og sjávar dragist ekki saman. Og vitaskuld stendur þjóðin og fellur með framleiðsl- unni — framleiðslu matvæla úr skauti moldar og hafs. Þetta er svo augljóst mál hverjum skyn- bærum manni, að eigi þarf um að ræða. En nú er það svo, að fólkið firrist framleiðsluna æ meir. Það er staðreynd, sem horfast verður í augu við. Menn sjá og viðurkenna, margir a. m. k., hina miklu hættu, er þarna vofir yfir þjóðinni — og skeggræða orsakirnar. Og þar eru menn ekki á eitt sáttir. Má og vera, að orsakir sé æði marg- ar. Þó er sú vafalaust þyngst á metum, að konur jafnt sem karlar telja sér meiri von ríf- legs hlutar þessa heims gæða við ástundun annarra starfa en þeirra, er að framleiðslu lúta. En ef sá þáttur þjóðnytjastarfa, sem allt veltur á að gildastur sé, hangir saman á bláþráðum ein- þeir ábyrgðina, sem bann verknað vinna? Það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður úrslitum i þessum efnum. Hann getur valið ófrið- arleið Alþýðufl., sem þýðir aðgerðarleysi í dýrtíðarmálinu og verkafólksmálunum, vaxandi átök og yfirboð í stjómmála- baráttunni og enga varanlega lausn í kjördæmamálinu. Hann getur valið friðarleið Fram- sóknarflokksins, sem þýðir auknar aðgerðir i dýrtíðarmál- inu og verkafólksmálunum, mildari átök mili aðalflokk- anna og góða von um að sam- komulag náist um varanlega lausn stjórnarskrármálsins. Alþýðuflokkurinn hefir bund- ið sig svo fast við hina á- byrgðarlausu ófriðarleið, að hann getur ekki sagt skilið við hana að svo stöddu. Sjálfstæð- isflokkurinn hefir hins vegar ekki ráðið sig til fulls. Vafalaust býður Alþýðuflokkurinn honum mörg freistandi boð, ef hann vill koma með i hrunadansinn. Kannske finnast Sjálfstæðis- flokknum þau svo freistandi, að tilvinnandi sé að fórna þjóðar- hagsmununum vegna þeirra. Þjóðarhollusta, ábyrgðartilfinn- ing og drengskapur Sjálfstæð- isflokksforingjanna gengur þessa dagana undir próf, sem skiptir miklu fyrlr þjóðina. Þ. Þ. í Grindavík hefir um langt skeið verið einkennilegur for- ustumaður og oddviti um hin fjc'lþættustu málefní þeirra, sem heima eiga i þessu kaup- túni. Maðurinn heitir Einar Einarsson og verður sjötugur í dag. Einar Einarsson í Garðhúsum hefir verið sjó- maður í Grindavík, formaður, útgerðarmaður, kaupmaður, bóndi, forgöngumaður um hafnarmál, vegamál, byggingu samkomuhúss og læknisbústað- ar, svo að fátt eitt sé talið af verkum þessa athafnamanns. Einar Einarsson fæddist í Garðhúsum. Faðir hans var einn af hinum frægu sjóvíking- um á Suðurnesjum, djarfur og heppinn sjómaður, en í landi sveitarhöfðingi, hreppstjóri og sýslunefndarmaður Grindvík- inga. Hann ól son sinn upp við hörku, dugnað og mikla ráð- deild, og lét hann ganga í Flensborgarskólann og síðan koma heim aftur til að taka þátt í framleiðslu og sveitar- störfum, eftir þvl sem með þurfti. Þegar Einar hreppstjóri féll frá, erfði sonur hans helm- ilið, bátana, og þau mörgu störf fyrir sveitina, sem faðir hans hafði gegnt. Fyrir 44 árum gift- ist Einar jmgri Ólafíu Ás- björnsdóttir úr Njarðvíkum. Hafa þau staðið hlið vlð hlið um, verður einhvers staðar hætt við lykkjufalli. — Eftir því, sem fólki fækkar í sveitum, verða sæmilegir vegir óhjákvæmilegra skilyrði allrar landbúnaðarframleiðslu.Það má með miklum sannlndum segja, að góður vegur sé bóndanum eigi síður ómissandi en bátur- inn er sjómanninum. Einkum á þetta þó við um framleiðslu mjólkur. Mjólkin verður ekki flutt á vinnslu- eða sölustað með öðrum farkosti en bifreið. Og bílar renna ekki þar sem klyfjahestar krækja. En einmitt mjólkurframleiðslan verður að aukast verulega alls staðar þar, sem skilyrði eru til þess frá náttúrunnar hendi — og helzt af sem mestri skyndingu. Ber þar fleira en eitt til. Fjárpest- arnar ýta á eftir þeirri kröfu. Og þjóðina vantar viðbit. Hún býr við feitmetishungur. Og það er sorglegt tímanna tákn, að við íslendingar skulum þurfa að kaupa smjör frá annarri heímsálfu, — við, sem búum í því landi, þar sem smjör gæti dropið af hverju strái, ef fleiri fengist hendurnar til að hlú að stráunum. II. Ekki væri það sanngjarnt, að bregða forráðamönnum þjóðar- innar um skilningsleysi á nauð- syn vega. Ótrúlega mikið hefir verið aðhafzt i þeim efnum tvo hina síðustu tugi ára. Og þó er ekki trútt um, að sumum finn- ist nokkuð á skorta fullan skilning forustumanna þessara mála á því, hvílíkt höfuðskil- yrði það er allri landbúnaðar- framleiðslu, að hafa greiðan veg að sölustað. Fjallvegir milli fjórðunga og sýslna eru góðir og nauðsynlegir — og þó sér- staklega skemmtilegir. En sem liðir í framleiðslukerfi landsins hafa þeir — með nokkrum und- antekningum þó — stórum minni þýðingu en sýsluvegir og hreppa og aðrir þeir, er innan héraða liggja. En nú er það rík- ið eitt, sem nokkur veruleg fjár- ráð hefir til framkvæmda í vegagerðum, en hvorki sýslufé- lög né sveita. Er því sízt að furða, þótt fast sé sótt á um fjölgun þjóðvega. Vill þá oft eins og gengur, kenna nokkurr- ar togstreitu, enda stundum, vant að vita, hvar þörfin er brýnust. m. Þingmenn okkar Skagfirðinga hafa borið fram á Alþingi því, er nú situr, frumvarp til laga um breytingu á vegalögunum, þess efnis, að Goðdalavegur og í langri lífsbaráttu, og þótt mjög jafnt á komið með þeim um at- gervi og skörungsskap. Þau áttu tíu börn. Lifa sjö uppkomin og öll vel að manni, en þrjú dóu í æsku. Tveir af tengdasonum Einars í Garðhúsum hafa verið skipstjórar á íslenzkum gufu- skipum, sem gengið hafa til Suðurlanda. Einar í Garðhúsum er fæddur og uppalinn á sjáv- arbakkanum, og lætur sér við koma flest það, sem snertir út- gerð og sjómennsku. Einar í Garðhúsum og Olafía kona hans höfðu mikið um sig. Heimili þeirra hefir jafnan ver- ið ' mannmargt, húsakynnin JÓIVAS JÓIVSSOIV? Einar Einarsson í Garðhúsum Hegranesvegur (Mlðvegur) í Skagafj arðarsýslu verði gerðir að þjóðvegum. Sams konar frumv. báru þeir fram á þing- inu í fyrra, en það náði þá ekki fram að ganga. Vegir þessir eru báðir sýslu- vegir. Goðdalavegur er beint framhald af Skagfirðingabraut hjá Varmahlíð, og liggur, að kalla, eftir endilöngum Lýt- ingsstaðahreppi. Er það fjöl- byggð sveit, kringum 60 býli og bæjaröð margsett á köflum. SkilyrÖI til framleiðslu eru mikil og landkostir góðir en langt til aðdrátta. Frá Goðdölum til Sauðárkróks eru hartnær 60 km. — Sauðfé er aðal-bústofn bænda. Um framleiðslu mjólkur umfram heimilisþarfir, er ekki að ræða, svo að teljandi sé, — og getur ekki orðið, eins og saklr standa, vegna vegleysis. Nú sjá Lýtingar hilla* undir mæðiveikina og afleiðingar hennar:meiri eða minni eyðingu bústofnsins. Er því rík nauðsyn á, að þessi blómlega byggð fái vígbúizt svo gegn þeirri vábeyðu, að eigi horfi til eyðingar, þótt hún geysist yfir. Verður það helzt með þeim hætti gert, að bæta svo vegarsambandið við Sauðárkrók, að bændur geti framleitt og flutt mjólk til Mjólkursamlags Skagfirðinga. Lýtingsstaðahreppur hefir engan bílveg. Að vísu má kom- ast á bifreið fram undir Mæli- fell, ef ekki tálmar aur eða snjór. En þar fyrir framan er um 20 km. langur kafli, að Goð- dölum, sem oftast er ófær með öllu. Mega það allir sanngjarnir menn sjá, hvílíka örðugleika slíkt torleiði hlýtur að skapa svo stórri sveit. — Hegranesvegur (Miðvegur) liggur af þjóðveginum (Hofs- ósvegi) hjá Garði fram Hegra- nes að Eyhildarholti. Vegar- lengdin er ca. 12 km. Fyrir ein- um tug ára var þarna enginn vegur til. En síðan hafa Hegra- nesbúar þótt fámennir sé, lagt fram mikið fé, meira en 1000 kr. ár hvert, að meðaltali, til þess að gera þenna veg, — gegn jafnmiklu framlagi úr sýslú- sjóði. Enn er þó vegurinn eigi bílfær um vetur, ef verulega snjóar, né heldur um tíma vór og haust, vegna aurbleytu á ruddum melum. í Hegranesi eru 17 býli. Framleiðsla er allmikil. Skil- yrði til ræktunar náega óþrjót- andi, og engj aheyskapur víða ágætur. Hefir því sveitin geysi- mikla möguleika til framleiðslu, miðað við býlafjölda, ef kostur væri þess að nýta þá til nokk- urrar hlítar. Nú er mæðiveikin tekin að herja í Hegranesi. Hefir henn- ar orðið vart á 11 bæjum. Hafa sumir bændur þegar misst full- mikil og góð, fjöldi barna og barnabarna, starfsfólks og gesta. Einar varð tiltölulega snemma með efnuðustu mönnum í sýsl- unni, af búskap, útgerð og verzl- un. En hann lét ekki vaxandi efni verða að svæfandi værð- arvoðum. Hann var sístarfandi, og vildi láta aðra starfa. Skáld og listamenn komu til Einars í Garðhúsum og dvöldu þar stundum langdvölum. Má sjá þess merki í nokkru af bók- menntum síðustu ára, að Einar í Garðhúsum hefir haft opið hús fyrir ýmsa farfugla úr heimi íslenzkrar listar. Menn hafa stundum leitast við að finna í þessum skáldskap bókmennta- vinarsvipmót Einars Einars- sonar, en þess hefir aldrei verið leitað nema þar, sem fyr- ir voru miklir höfðingjar, bæði að því er snertir þrek og fram- kvæmdir. Þegar Einar í Garðhúsum var ungur maður í föðurgarði, var talin tveggja daga ferð til Reykjavíkur, og lá mikið af leiðinni yfir illfær og sundur- tætt hraun, sem bæði var tor- farið og hættulegt, ef út af bar um stefnuna í hríðarveðrum. Eftir að Björn Kristjánsson var orðinn þingmaður fyrir Gull- bringusýslu, tók hann að beita sér fyrir því að landið legði ak- færan veg milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. En þó að sá veg- ur væri að vísu mikil úrbót fjrr- ir Grindavík, þá var úfið apal- hraun þvert yfir Reykjanes, frá Stapa til Grindavíkur. Þá kom Einar í Garðhúsum með það snjallræði, að Grindvikingar an þriðjung fjárstofnslns. Er þó eigi langt um liðið, síðan er veikin kom þar fyrst. Er bænd- um ríkt í huga að reyna að mæta þessari óáran með auk- inni framleiðslu mjólkur, enda þegar farnir, sumir að fjölga nautgripum til nokkurra muna. En þá brestur það á, að vegur- inn sé þvílíkur, sem hann þyrfti að vera, svo að öruggt væri um flutninga árið um kring. Og bændur hafa, sem vonlegt er, eigi bolmagn til meiri fjárframlaga en svo, að rétt hrökkv til viðhalds vegin- um, eins og hann er — að við- bættu því fé, er sýslusjóður get- ur látið af hendi rakna. Ný- byggingar eða endurbætur eru þeim ofvaxnar með öllu. Ég ætla, að eigi verði um það deilt, að þær byrðar, er Hegra- nesbúar hafa af frjálsum vilja á sig lagt til þess að bæta úr hinni brýnu vegarþörf sinni, sanni það betur en orð fá gert, hversu rík þessi þörf hefir ver- ið. Getur naumast talizt ósann- gjarnt að ætlast til þess, að hið háa Alþingi meti það að nokkru, hversu myndarlega hér var af stað farið af hreppsbúum, og sýni þð í verki með því að sam- þykkja frumvarp það, er að framan greinir. IV. Hundruðum þúsunda króna af opinberu fé er nú árlega var- ið til þess að gera fjallvegu á langleiðum. Vist er það gleði- legt, að þetta skuli vera hægt. Það myndi illa þykja sitja á mér, að hafa á móti ríflegum fjárframlögum til vegagerðar á Vatnsskarði eða Öxnadalsheiði. Ég mun og eigi heldur gera það. Hitt er svo annað mál, að eigi blandast mér hugur um, að hyggilegra væri, þjóðhagslega séð, að veita nú nokkrum þús- undum króna minna til þessara nauðsynlegu vega, og verja þeim þúsundum til enn þá nauðsyn- legri vega, — innanhéraðsvega, er standa í beinu sambandi við framleiðslu jþeirra verðmæta, er þjóðin þarfnast hvað mest. 29. marz 1942. Gísli Magnússon. Kjósendaþroski „Úrslit kosnlnganna sanna enn á ný, að kjósendur Sjálf- stæöisflokksins eru þroskuðustu kjósendur landsins. Þeir láta ekki blekkjast, en líta á málin frá sjónarmiði heildarinnar fyrst og fremst.“ Þessi ummæli, er birtust í ritstjórnargrein í ísafold 18. marz s. 1., eru ályktarorð rit- stjórnarinnar um úrslit bæjar- stjórnarkosninganna í Reykja- vík. Og þau eru ekki óskemmti- (Framh. á 3. síSu) skyldu leggja fram hálfan hlut af hverjum bát í sjóð til að gera þennan veg. Síðan lagði sýslan og landið fé á móti. Hér var að verki hinn hagsýni sjálf- bjargarmaður. í stað þess að heimta allt af öðrum, lagði hann til, að samsveitungar hans sýndu trúna í verkinu, og legðu fyrstu hönd á plóginn. Grindvíkingum varð vel til um stuðning í þessu efni, því að framganga þeirra þótti bæði djörf og bera vott um glögg- skyggni. Eftir stutta stund var kominn akvegur til Grindavík- ur. Þá komu bifreiðar til lands- ins, og sama leiðin til Rvíkur, sem stundum tók tvo daga, var nú farin á einni stund. En Einar í Garðhúsum hafði ekki aðeins átt þátt í að leysa vegamál Grindvíkinga. Hann hafði fundið hagnýta aðferð til úrbóta í öðrum vandamálum kauptúnsins. Lending er I þrem vörum í Grindavík, og var aðstaða öll hin erfiðasta fyrir bátana. Höfðu sjómenn frá ómuna tíð orðið að bera aflann á baki sér úr fjörunni og upp á malarkambinn. Auk þess voru bátarnir í stöðugri hættu í hinni grýttu lendingu. Hér þurfti með myndarlegra úrræða. Grindvíkingar hafa nú byggt þrjár vandaðar stein- bryggjur og skjólgarða móti brimi við sumar þeirra. Einar 1 Garðhúsum hafði forustuna í þessu máli og beitti sömu að- ferð og í vegarmállnu. Af hverj- um bát var tekinn ákveðinn hlutur til þessara framkvæmda. Eru bryggjur þessar myndarleg Kveðið á sjó (Um borB á Esju). Sigurður bóndi á Amarvatni fór heimleiðis héðan með Esju í byrjun þessa mánaðar. Voru veður þá stór og iUt í sjó fyrir Norðurlandi. Þá orti Sig- urður kvæði það, sem hér fer á eftir, sér til dægrastyttingar og hugarhægð- ar. Ættu fleiri að reyna, hvort drótt- kvæð ljóðagerð reynist ekki hin ramm- asta vöm, sem völ er á gegn sjóveiki. NjarSar um hauffur heröír Hrœsvelgur vœngja slaginn. Rangahind þó renndi ráslétt fyr’ Horn á morgni. Hrönn á Homstranda grunnum hvítfyssandi brýtur. Veðrum œstum austan ósmáum veltir sjóum. Bryddir Blóðughadda bjartan fald, og galdur gelur, að Grýmis sölum ginnandi rekka svinna. Köld og flá reynist fíeyjum fjöllynd cegis völva. Hlœgir mig skeið fyrir Skaga skriður; — seið ei hlýðir. Rastir kleyfar klýfur kjölar unnar svölu. Dyljast hraðboð heljar hér á hvikum veri. — Tundur-feikna fjandi fítons krapti skaptur? Djöfull, dulinn hafi, djúp þér botnlaust hlotnlst. Stefnum að storð til hafnar. Stýrimann of hvel hranna í landvar veit ég vernda vigg um rasta hryggi. Kraptur guðlegrar giftu gildum fylgi að hildi. Garpur vinni snerru snarpa snjall um hafsbyggð allal SIGURÐUR JÓNSSON. Vafasöm þjóðrækní Alþingismonnum barst nýlega furðulegt plagg. Það var skýrsla frá Landsbankanum um rekstr- arniðurstöður bankans á sið- astliðnu ári. En aðeins þeir þingmenn, sem eru mjög færir í enskri tungu, gátu haft skýrsl- unnar not, því að hún var á ensku. — Slíkt fordæmi hefði vissulega sómt einhverjum aðila betur en þjóðbankanum. * * * Það mun áreiðanlega særa metnað margra þjóðhollra manna að sjá nöfn þekktra ís- lenzkra sögustaða á ýmsum Bretaknæpum hér í bænum. T. d. heitir ein Fróðá. Rekstur slíkra veitingastaða er nógu ó- skemmtileg og lítið þjóðleg iðja þótt ekki sé jafnframt misboð- ið nöfnum, sem tengdar eru við merkilegar ,sögulegar minn- ingar. mannvirki. í Járngerðarstaða- hverfinu framan við búð og fiskhús Einars í Garðhúsum geta margar bifreiðar starfað samtímis að afgreiðslu. Hefir mjög skift um vinnubrögð vegna útvegsins í Grindavík, síðan þar voru gerðar þessar lendíngarbætur og Grindavík komst í vegarsamband við Keflavík og Hafnarfjörð. Þegar lokið var bryggjugerð- inni í Grindavík, tók Einar Einarsson að beita sér fyrir að gera fullkomna bátahöfn í lóni, sem er við aðallendinguna. Hefir ósinn úr lóninu verið dýpkaður svo mjög, að stórir bátar fara þar út og inn með flæði. Sýnist einsætt, að þar verði, með frekari umbótum. gerð tiltölulega örugg höfn fyrir alla báta i kauptúninu. Einar Einarsson í Garðhúsum er í hærra lagi, þrekinn og karlmannlegur. Hann er sívak- andi um hugðarmál sín og sí- starfandi að öllu því, er hann vill hrinda í framkvæmd. Hann er fæddur til að vera leið- togi, og hefir orðið forsvars- maður sambyggðarmanna sinna nálega á öllum sviðum. Grinda- vík mun lengi bera vitni um þann fremdarmann, sem í und- angenginn mannsaldur hefir jafnan verið í fylkingarbrjósti, þegar mest hefir reynt á. J. J. Tilkynniff afgT. blaffsins tafar- laust, ef vanskil verffa á blaffinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess aff bæta úr þvi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.