Tíminn - 18.04.1942, Blaðsíða 3
33. blaSS
TÍMINIV, laugardaginn 18. april 1943
127
A N W A L JL
Dánard ægnr.
Sesselja Gísladóttir húsfreyja
í Norðurfirði lézt 30. okt. f. á.
Hún var fædd í Norðurfirði í
Strandasýslu 24. sept. 1875.
Foreldrar hennar voru þau Gísli
bóndi í Norðurfirði, sonur Gísla
þess, er Gíslabali er viðkennd-
ur, og konu hans Vilborgu Jóris-
dóttur Helgasonar frá Ingólfs-
firði. Ekki veit ég með vissu,
hvort Gísli hinn eldri bjó nokk-
urntíma á Gíslabala eða hvort
hann hlaut nafn eftir honum
sökum þess, að hann heyjaði
þar jafnan fyrir kindum sínum
meðan hann enn var vinnu-
maður í Kjörvogi. En hvað sem
um þetta er, íluttist Gísli þessi
til Norðurfjarðar, reisti þar bú
og bjó til æfiloka. Þar fæddist
Gísli sonur hans, faðir Sesselju,
sem tók við búi eftir föður sinn,
lifði þar og starfaði til dauða-
dags og hafði þá sjö um sjö-
tugt. Sesselja dóttir hans ólst
upp í foreldrahúsum og giftist
þar árið 1896 eða 21 árs að aldri,
eftirlifandi manni sínum, Val-
geiri Jónssyni. Bjuggu þau hjón
í hálfu þriðja stafgólfi hinnar
gömlu Norðurfjarðarbaðstofu í
27 ár. Undir sömu súð lá Sess-
elja sínar 18 sængurlegur á 21
ári. Þeirri manneskju var ekki
fisjað saman. Þarna fæddi hún
sín börn og hirti og má nærri
geta, að oft hafi þar verið í
nokkru að snúast fyrir eina
manneskju. Hvergi er þess get-
ið, að Sesselja hafi kven-
mannshjálp haft sín fyrstu bú-
skapar ár. Húsbóndinn hafði
vissulega nóg á sinni könnu við
að stunda sjóinn og draga í bú-
ið fyrir alla sína blessuðu
munna. En með dæmafáu þreki
og ráðdeild komu þau hjón sín-
um stóra barnahóp upp og til
manns. Fjögur misstu þau ung
en eitt uppkomið. Eru ellefu bú-
sett í sinni fæðingarsveit, en
tvö annarsstaðar, en þó í sömu
sýslu.
Hvernig skyldi annars ýmsum
hinna ungu nútimamæðra hafa
farið úr höndum hlutverk sem
þetta, þegar sagt er, að eitt til
tvö börn ætli aö gera þær sum-
ar hverjar gráhærðar innan við
þrítugt. Hér kann þó tíðarand-
inn að ráða nokkru. En sá tíð-
arandi er ekki heilbrigður, sem
mælir uppi í fólki leti og fram-
taksleysi og þá mun skammt til
úrkynjunar, þegar fólk hættir
jafnvel að nenna að eiga og ala
upp börn. En sem betur fer
bryddir varla á því enn í vorri
sveit, þótt meðaltal fæðinga
hafi þó líklega lækkað nokkuð
frá því sem áður var. Og það,
sem gerir æfiferil þessa roskna,
ar og þýðir móðir. Hér vitan-
lega móðir jörð. — Fleira nenni
ég ekki að telja, þótt af nógu sé
enn að taka.
Hið óbundna mál í bókinni
er ekki síður mengað villum, en
hið rímaða. Skulu nokkur dæmi
til tínd.
Á bls. 47 er nefndur Þorlákur
á Blálandi, sonur Björns hins
halta og lærða á Valabjörgum.
Björn sá var víst vlðs fjarri því
að vera lærður maður. En harð-
ur var hann og Gísli Konráðs-
son, dóttursonur hans, kallar
hann halta og harða bæði í æfi-
sögu sinni og Skagstrendinga-
sögu.
Á bls. 59 er sagt, að Erlendur
á Holtastöðum hafi róið á sex-
æringi, er hann hafði fengið á
Ströndinni. Bátinn fékk Er-
lendur á Ströndum eins og síð-
ar sést í þessum kafla. Á næstu
bls. (60) segir, að Erlendur var
í hættu af að hrökkva útbyrðis
„eða sagast til skaða á hand-
leggjum". Hættan var ekki
fólgin í því fyrir Erlend, að
hann mundi sagast, heldur tog-
ast.
55. kap, bls. 84 byrjar svo:
ísaak Jakob Bonnesen hét
stríðskanselleri, er átti konu I
Höfða. Af því sem á eftir fer,
sézt, að eitthvað er bogið við
það, að Bonnesen ætti konu þar
i Höfða. Hitt er annað mál, að
hann fékk konu þar, tók hana
gifta frá manni sínum, Schram
kaupmanni. Enda ritaði Gísli:
Er út kom í Höfða.
Á bls. 97 (efst) stendur:
Sýslumaður bauð þá Jóni að
gegna hreppstjóraverkum og
fátæka fólks blátt áfram glæsi-
legan, mitt í slitlausu striti og
baráttu, er sá óbuganlegi mann-
dómur að verða aldrei hjálpar-
þurfi sveitar né almennings á
nokkurn hátt.
Æfisaga manneskju, sem í
sama afskekkta firðinúm fæð-
ist, lifir og deyr, hygg ég að
sumum þyki lítt í frásögur fær-
andi. Sú saga geti varla haft
neitt það að geyma, sem ung-
um nútíma manneskjum varði
nokkurn skapaðan hlut um.
Þetta má telja einn hinn mesta
misskilning. Því er að minni
hyggju þvert á móti svo farið,
að í henni þykist ég sjá atriði,
sem skiptir svo miklu máli að
það svo að segja getur varðað
lífi eða dauða þessarar þjóðar.
Æfisaga Sesselju í Norður-
firði er saga hinnar hreinrækt-
uðu, íslenzku átthagatryggðar.
í henni birtist, á óvenju skýran
hátt rótfesta og styrkur ís-
lenzkrar alþýðu, sem hvergi
hrærist í umhleypingum hverf-
ulla tíma. Við fjörðinn hennar
standa blágrýtisfjöll til beggja
handa, traust og óbifanleg.
Eitthvað af þeirra eðli átti sú
sál, sem nú er horfin. Og hver
er nauðsyn þjóðar vorrar í dag?
Auðvitað er það margt, en það
fer nokkuð eftir atvikum, hvað
er mest aðkallandi í það og það
sinnið. Stundum er það frjáls-
lyndi, stundum róttækni, en
ætli flestir geti ekki fallizt á,
að í dag sé það festa, sem einna
mest ríður á. Festa, sem kemur
fram í tryggð við sína jörð, sína
móðurmold, þjóðhollustu og
stolti, sem ekki telur það
heiðri sínum samboðið að leika
tveim skjöldum og vera bæði
þar og hér.
Nú, þegar svo margt virðist
stefna út og suður með þjóð
vorri og á land vort berast sár,
ef svo mætti að orði komast,
þar sem búendur og börn þeirra
hafa rifnað upp með rótum og
flækst inn í annarlegt umhverfi
malbiks og steinlagðra stétta,
þar sem það kann varla fótum
sínum forráð, þá er það heilsu-
bót að minnast sögu Sesselju í
Norðurfirði. Sú kona átti það
þrek, rótfestu og lífskraft sem
einkennt hefir hinar sterkustu
mæður þessa lands og sem hafa
átt drýgstan þátt í að viðhalda
þess styrka stofni. Er vissulega
illt í efni ef slíkum mæðrum
fækkar að mun. Að vísu hefir
lífsþráður margra þeirra brostið
fyrr en hægt væri að segja
þær gamlar orðnar. Svo var um
Sesselju. Hún var ekki gömul
til þess að gera. En hér var
kona, sem ekki hafði dregið af
sér um dagana. Á lífskraft
hennar var reynt meðan mátti.
Um fjölda ára var heilsa henn-
ar tæp, en það lét hún lítt á sig
fá. Áratug eftir áratug stóð
hlýddi hann þá, þremur eða
fjórum sinnum. Bauð Blöndal
Guðmundi að hlýðnast og neit-
aði hann o. s. frv. Af þessu verð-
ur ekki annað séð en sýslumað-
ur hafi átt í stímabraki við Jón,
að halda honum við hrepps-
stjórnina, og að Jón hafi að vísu
hlýðnast þrem eða fjórum sinn-
um, en síðan ekki söguna meir.
Nú er víst, að Jón var hrepp-
stjóri í þrjú ár eða lengur og
sýndi sýslumanni aldrei mót-
þróa,- Það var Guðmundur, sem
þverskallaðist en ekki Jón. Hér
eru greinamerki rangt sett, og
af því stafar villan. Svo ritaði
Gísli: Sýslumaður bauð þá Jóni
að gegna hreppstj óraverkum og
hlýddi hann. Þremur eða fjór-
um sinnum bauð Blöndal Guð-
mundi að hlýðnast o. s. frv.
Um Sigurð Árnason á Kjalar-
landi segir í lok 96. kap. bls.
142: Hafði hann mjög auðgazt
með kvonfangi slnu en bar síð-
an á þýfsku hans. Hér hefir
orðið aldrei fallið niður úr byrj-
un síðari setningar og má kalla
að það geri nokkurn mun.
Bls. 173. „Var það jólanótt,
að Baldvin vildi smíða í smiðju.
Það bannaði Björn og kvaðst
ekki smáffa það smíði. Hér segir
Gísli: Þiggja það smíði.
Það er gáta, sem ég get ekki
ráðið, hvers vegna útgefandi lét
prenta söguna eftir svo lélegu
handriti, sem raun gefur vitni,
fyrst hann fór að kosta út-
gáfu hennar á annað borð.
Frumrit höfundar er í Lands-
bókasafni og eftir því var sjáf-
sagt að fara. Hafi þess ekki
verið kostur, vegna brottflutn-
Brezka mciiniiigarstofniinlii
(THE BBITISH COUNCEL)
hefir ákveðið að veita þremur íslenzkum kandídötum styrk til
framhaldsnáms við enska háskóla á komanda háskóla-ári.
Styrkurinn nemur £350 til hvers styrkþega. Eyðublöð undir
umsóknir fást hjá brezku sendisveitinni í Þórshamri, Reykja-
vík. Umsóknir sendist fyrir 1. maí n. k. til annars hvors
okkar undirritaðra, sem úthluta styrknum, samkvæmt sam-
komulagi brezkra og íslenzkra stjórnarvalda.
Pálmi Sannesson.
Cyril Jackson.
Brezka meimingarstoíiiimm
(THE BRITISH COCNCH)
býður fjóra styrkí handa mönnum, sem vilja leggja stund á
verzlunar- eða iðnaðarnám í Bretlandi. Önnur fög geta einn-
ig komið til greina við styrkveitingarnar. Styrkurinn nemur
£100 til hvers styrkþega, og er veittur til náms á komanda
háskólaári. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá brezku sendi-
sveitinni í Þórshamri, Reykjavík. Umsóknir sendist til min
fyrir 1. mal n. k.
Cyril Jackson
Fulltrúi British Councils á íslandi.
Fyrir tilstilli Britisli Council
geta nokkrir læknakandidatar fengið stöðu við brezk sjúkra-
hús, og fá frítt fæði, húsnæði, og auk þess £10 I laun á mán-
uði. Nánari upplýsingar um stöður þessar má fá hjá land-
lækni.
hún við hlið síns eljusama eig-
inmanns í hinni látlausu við
leitni að sjá sér og sínum far-
borða og standa í skilum við
hvern og einn. Og þetta tókst.
Hennar hnýttu hendur eru því
vel að hvíldinni komnar.
Þegar Sesselja fann, að heils-
an var að bresta, fór hún suð-
ur til að leita sér lækninga. En
þegar það kom i ljós, að von-
laust þótti um nokkra verulega
bót, þá lagðist hún ekki á fjar-
lægan spítala, heldur kom heim.
Hún hélt heim í sinn litla fjörð
milli hárra fjalla. Þar hafði
hún háð sitt stríð fyrir afkomu
heimilis síns og sinna mörgu
barna og þar vildi hún líka
heyja sitt hinzta. Á þeirri varð-
stöð, sem lífið í upphafi hafði
falið henni stöðu á, — þar stóð
hún og þar féll hún. Þaðan
hafði hún aldrei hörfað um fót-
mál frekar en hinn sanni
stríðsmaður, er ver sinn stað
þar til yfir lýkur. Og það er trú
vor, að hún fái umbun sinnar
trúmennsku á landinu ókunna,
þar sem réttvlsin og kærleikur-
inn ríkja ein.
Blessuð sé hennar minning.
Þorst. Björnsson, Árnesi.
ESopar,
.luminium og fleiri málmar
:eyptir i LANDSSMIÐJUNNI.
gs af safninu, en einhver al-
enningi ókunn nauðsyn verið
því að hraða útgáfunni, voru
j að minnsta kosti tvær af-
:riftir til hér í sýslu betri en
l, er tekin var. Auk þessa
u-ður ekki betur séð en sá, er
jó undir prentun, hafi litla
lúð lagt við sitt verk. Ella
lundi hann hafa lagfært eitt-
vað af þeim mörgu vilum, sem
verjum manni, er les bókina
eð athygli, hljóta að vera aug-
ðsar. Og hvernig er því varið
eð nafnaskrána? Frumriti
ísla fylgir engin skrá og mér
■ nær að halda, að ekki sé hún
imin á vegum útgefandans,
sldur meö öðru móti tilkomin.
sal ekki fjöyrt um það hér.
Jón Eyþórsson spurði í vet-
r í ritdómi i Tímanum, hvers
;gna Húnvetningafélögin, er
óðu að útgáfu Brandsstaða-
ináls, er út kom s. 1. vor, hefðu
cki séð um prentun Skag-
-rendingasögu. Já, hvers
;gna? Þau voru ekki kvödd til
tða, eða álits þeirra leitað.
öfðu heldur ekki vald eða
simild til að banna öðrum.
iklegt er að félögin hefðu gef-
i söguna út þó síðar væri. Sú
tgáfa hefði vissulega orðið
3tri en þessi, er nú höfum við,
ísafoldarprentsmiðja hefir
ífið út margar bækur með
rýði og myndarskap. En fyrir
tgáfuna á Skagstrendingasögu
hún enga þökk skilið. Nær
æri óþökk fyrir slæma með-
;rð á verki löngu liðins höf-
ndar.
Syðra Hóli 7. apríl 1942.
Magnús Björnsson.
Vaxandi áh gi . . .
(Framh. af 2. siðu)
enda. Næstum hver einasta
tómstund var notuð til að
smíða, sauma eða til að binda
bækur. Stúlkurnar saumuðu
allskonar kvenfatnað og jafn-
framt unnu þær mikið að út-
saum og náðu þær áhugasam-
ari miklum árangri í þeirri
grein. Piltarnir smíðuðu margs-
konar muni, t. d. borð, stóla,
fataskápa, dragkistu^, skíði,
bókaskápa o. fl. Þá lærðu all-
margir piltar að steypa vikur-
steina í húsveggi.
Dragið ekki lengur að
gerast áskrifendur að
Dvöl, þessu sérstæða
tímariti í íslenzkum bókmenntum. —
Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og
því vænna um hana, sem þið kynnist
henni betur.
AnglýsiS i Tímanum!
Samband ísl. samvinnufélaqa.
Bréfaskóli S. í. S. starfar allt áriff. Leitiff upp-
lýsinga hjá oss effa kaupfélögunum.
HmáiöluTerð
á Tindllngum.
Verð á eftirtöldum tegundum af tyrkneskum vindlingum má
eigi vera hærra en hér segir:
Turkish A.A í 10 stk. pk. Kr. 0.95 pakkinn
— - 20 — — — 1.90 —
— - 50 — ks. — 4.75 kassinn
De Reszke - 20 — pk. — 1.90 pakkinn
— - 50 — ks. — 4.75 kassinn
Teofani Fine - 20 — pk. — 2.00 pakkinn
— — - 50 — ks. — 5.00 kassinn
Soussa - 20 — pk. — 1.90 pakkinn
— - 50 — ks. — 4.75 kassinn
Melachrino - 20 — pk. — 1.90 pakkinn
Derby - 10 — — — 1.20 —
— - 25 — — — 3.00 —
100 — ks. — 12.00 kassinn
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra
en að ofan greinir, vegna flutningskostnaðar.
Tóbakselnkasala riklslns
•Ý
SIGLIMGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanfömu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANNÓ
444
Victor Hugo:
Esmeralda
441
mælti heimspekingurinn. — En hvað
svo?
— Hvað svo? Hún fer út úr kirkjunni
klædd þínum fötum, en þú verður hins
vegar eftir í hennar. Þú verður ef til
vill hengdur en henni verður undan-
komu auðið.
Gringoire klóraði sér bak við eyrað
og varð hugsandi á svip.
— Þessi lausn hefði mér aldrei til
hugar komið! varð honum að orði.
Við þessa óvæntu tillögu erkidjákn-
ans hafði hin glaðlega og hreinskilnis-
lega ásjóna skáldsins skyndilega
myrkvazt, eins og broshýrt ítalskt
landslag, er ský dregur fyrir sól.
— Jæja, Gringoire. Hvernig lízt þér
á að reyna þetta?
— Ég vil láta þá skoðun mína í ljós,
að það þurfi ekki að fara í neinar
grafgötur til þess að sjá, hver afdrif
mín myndu verða. Ég þyrði að bölva
mér upp á það, að ég yrði hengdur.
— Það kemur allt á eitt!
— Ekki er það nú samt girnilegt
hlutskipti, varð skáldinu að orði.
— Hún hefir bjargað lífi þínu. Það
ber þér nú að endurgjalda.
— Meistari Pétur! Þú verður að gera
þetta.
Erkidjákninn talaði skipandi röddu.
— Hlustaðu nú á mig, heiðraði herra!
gagni koma, þótt vesalings stúlka týni
lífi?
— Sumir menn eru sannnefndir
djöflar! anzaði erkidjákinn.
— Þetta er í fyllsta máta auvirðilegt
athæfi, bætti Gringoire við.
Erkidjákninn hélt áfram máli sínu
eftir stundarþögn:
— Svo að hún hefir þá bjargað lífi
þínu?
— Já, hún frelsaði mig úr höndum
vina minna, umrenninganna. Þeir voru
einmitt í þann veginn að setja snöruna
um háls mér, þegar hún kom á vettvang.
— Og hvað hyggst þú fyrir hana að
gera?
— Ja, hvað get ég gert? Setjum nú
svo, að ég blandi mér í málið.
— Hvað þá?
— Hvað þá? Það er von þú spyrjir,
herra minn. Ég hefi hvorki meira né
minna en tvö stórverk með höndum.
Presturinn fól andlitið í höndum
sér. Hann átti örðugt með að dylja
geðshræringu sína, þótt hann reyndi
að látast vera rólegur.
— Hvernig er unnt að frelsa hana?
— Ég vil svara yður, herra minn,
með orðunum II padelt anzaði Grlngo-
ire þessari spurningu erkidjáknans.
— Það er tyrkneska og þýðir: Guð er
vor von.