Tíminn - 23.04.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.04.1942, Blaðsíða 1
{ RITSTJÓRI: | \ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: \ \ ) \ PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: | JÓNAS JÓNSSON ÓTGEPANDI: \ FRAMSÓKNARPLOKKURXNN. RITSTJÓRNARSKRIPSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Siml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hS. Simar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, flmmtudagiim 23. aprfil 1942 36. bla« Gísli Sveinsson reynir að þvo hendur sín- ar með tillðgu um framhalds kosninga- frestun Kunnugir menn telja, að.náðst hafi í aðalatriðum sam- komulag milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar, sem afgreiði kjördæma- málið og efni til tveggja þingkosninga. Er búist við sam- eiginlegu áliti fulltrúa þessara flokka í stjórnarskrár- nefndinni í lok þessarar viku. Hvers virði væri Þjóðverjum að iá íranska ílotann? Flotaforingjar telja. hann minna virði fyrlr Þjóðverja en almennt er álitlð Jónas Jónsson: Stríð og iriður Fyrir ári síðan, þegar búizt var við kosningnm, var bent á, hér í blaðinu, að lýðræðisflokk- arnir gætu í það sinn haft friðarkosningar vegna ófriðar- ins. Með því var átt við, að kosning færi að vísu fram eins og til var skilið, en ábyrgir flokkar tækju hóflega á á- greiningi sínum og héldu á- fram samstarfi eftir kosningar eins og ekkert hefði í skorizt. Úr þessu varð ekki, heldur komu þingmenn sér saman um kosn- ingafrestun. Sá friður vár rof- inn í vetur, þegar Alþýðuflokk- urinn sleit samstarfi við hina flokkana eftir áramótin og gerð- ist óábyrgur sér til atkvæða- aukningar. Framsóknarmenn og Sjálf- stæðisflokkurinn gerðu þá með sér hagnýtt samkomulag til að stöðva dýrtíðina. Aiþýðuflokk- urinn og kommúnistar studdu þá prentaraverkfall og gerðu ráð fyrir, að vegna bæj- arstjómarkosninganna myndu Sjálfstæðismenn gefast upp, og hætta allri vörn í dýrtíðarmál- inu, tii að fá blöð sín prentuð vegna kosninganna í Reykjavík. Alþýðuflokkurinn gaf út sitt blað, en blöð annarra flokka voru stöðvuð. Leiðtogar Alþýðu- flokksins ætluðu að nota þessa aðstöðu til hins ítrasta, og vega að andstæðingi sinum varnar- lausum. — Sjálfstæðismenn fóru fram á stuðning Fram- sóknarmanna til að fresta kosningum þar til allir flokkar stæðu jafnt að vígi að túlka mál sín. Mér fannst þessi ósk eðlileg og sanngjörn. Það var fullkominn ódrengskapur, að ætla að hafa pólitískan kapp- leik með suma keppinauta vopn- aða, en aðra vopnlausa. Merk- ur Sjálfstæðismaður utan þings sagði þá við mig: „Ef Fram- sóknarmenn níðast á okkur starfsfélögum sínum, til hagsbóta fyrir sameiginlega andstæðinga, þá rjúfum við stjórnarsamvinnuna og byrjum hatramlega og skefjalausa bar- áttu við alla, og ekki sízt við Framsóknarmenn, sem virðast hafa svikið samstarfsflokk til framdráttar andstæðingunum." Það þurfti ekki að sannfæra mig Ég var sannfærður áður, um að ódrengskapur í skiptum flokka myndi hefna sín á þeim, sem þar væru að verki, og skaða land og þjóð. Ef hatursfull bar- átta væri á yfirstandandi háska- * tima milli lýðræðlsflokkanna, myndi það verða landsmönnum til tjóns og minnkunnar. Framsóknarmenn létu ekki nfðast á varnarlausum flokk- um um síðustu bæjarstjórnar- kosningar. Samstarf aðalflokk- anna hélt áfram. Allir þjóð- ræknir menn glöddust yfir sýni- legri samheldni ábyrgra manna. Alþýðuflokkurinn bruggaði ný vélráð, og nýtt drengskpar- leysi. Að hans tilhlutan var bor- in fram svokölluð stjórnarskrá, sem er miðuð við það eitt, að sundra þjóðinni á mesta hættu- tima, og að taka af Framsókn- armönnum sex kjördæmi með fyrirkomulagi, sem byggist á því, að lítill minnihluti í kjör- (Framh. á 4. siOu) Þótt hin „nýja“ stjórnarskrá sé að mörgu leyti girnileg frá sjónarmiði Sjálfstæðismanna, hrýs öllum hinum gætnari mönnum flokksins hugur við því stjórnarfari, sem hér muni skapazt, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn eru komnir saman í ríkisstjórn, en heyja jafnframt hina grlmmi- legustu baráttu um kjörfylgið i tvennum Alþingiskosningum. Þessir menn sjá, að öll vanda- mál líðandi stundar verða þá lögð á hilluna, ekkert verður gert til að finna skynsamlega úrlausn þeirra, heldur verða gerð ný og ný yfirboð, sem fjar- lægja öll hyggileg vinnubrögð og skapa aukna upplausn og ringulreið. Gísli Sveinsson, forseti sam- einaðs Alþingis, er í hópi þess- ara manna. Hann reynir nú að losa sig undan ábyrgð á þeirri þróun, sem honum virðist fram- undan. í gær lagði hann fram í sameinuðu þingi tillögu til þingsáílyktunar „um stað- festingu á þingsályktun frá 15. maí 1941, um frestun almennra alþingiskosnlnga.“ Segir í tillögunni „að aðstæður þær, sem greindar eru í þings- ályktun frá 15. maí 1941 um frestun almennra alþinglskosn- ínga, hafi í engu breytzt til batnaðar, og stendur ályktunin því enn í fullu gildi.“ í greinar- gerð tillögunnar er rökstutt, að hinar ytri aðstæður hafi engum breytingum tekið. í niðurlagi greinargerðarinnar segir: „Kosningar til Alþingis elga ekki að fara fram á þessum tíma, og munu gætnir menn á einu máli um það. Af þeim staf- ar úlfúð og illindi miklu framar og víðtækar í þjóðjífinu heldur en þótt menn deili nokkuð í málafylgju á þingi eða annars staðar stendur allt öðruvísi á, þótt kosið sé til hreppsnefnda eða bæjarstjórna, því að þar er aðeins um að ræða afgerð stað- bundinna málefna, en eigi þjóð- málanna, er landið allt varða og lífsafkomu þegnanna, enda hef- ir aldrei í sögu þjóðarinnar rið- ið eins mikið á samheldni og samvinnu ráðamannanna eins og einmitt nú. Frá þessu sjón- armiði er það óverjandi, eins og nú háttar í þjóðfélaglnu, að varpa afdrifum málanna, 1 eld kosninga, hvað sem öllu öðru llður,' og kemur hér einnig enn fleira til, sem flestum mun ljóst, en eigi tel ég þörf að rekja það. Þegar kosningatali er lokið, er miklu auðveldara fyrir stjórnmálaflokkana að tala saman og hefja samvinnu að nýju, enda er þess aðkallandl þörf, því að geigvænleg vá er fyrir dyrum lífsafkomu vorri og frelsi. Það á eigi að binda neinn við oftöluð orð eða i ótima flutt, og er svo um kosningahj alið nú um hríð. Óróamálin, er snerta innan- landshagi vora, verða að leggj- ast sem mest á hillu á þeim ógnatmum, sem nú eru yfir oss. Allir höfum vér skyldu, nú meir en nokkru sinni, til þess að vinna saman að alþjóðar- heill og færa þær fórnir, er með þarf, einnig í flokkslegu tilliti. Jafnvel „kjördæmamálið“, sem hefir verið og er deilumál inn- an þings og utan, en nú er fram komið sem skilgetið afkvæmi kosningahugans, gæti fengið sína eðlilegu athugun og lausn með undirbúningi hinnar nýju stjórnarskrár, ef kosningar til Alþingis væru ekki um sinn á dagskrá." (Leturbr. Tímans). í þessum hugleiðingum sín- um sleppir forseti sameinaðs þings þeirri staðreynd, að kosningafrestun myndi eins og nú er komið skapa sízt minni ókyrð í stjórnmálalífinu en kosningar, þar sem stjórnarað- staðan myndi nota hana til harðra ádeilna á ríkisstjórnina. Forsetinn gleymir því einn- ig, að flokkur hans hefir allan tiímann síðan kosnjngum var frestað,verið með stöðugankosn- ingaótta og því verið lítt starf- hæfur, og er líklegt að slíkt geti haldizt á næsta ári, fyrst þann- ig hefir gengið til síðastliðið ár. Forsetinn gleymir því t. d., að nú seinast vlll flokkur hans fresta afgreiðslu fjárlaganna fram á sumar, því að hann hef- ir talið óheppilegt, vegna yfir- boða, að afgreiða þau fyrir kosningar. Eina leiðin til að losa flokkana við þennan kosn- ingaótta, sem þelr bera stöðugt, þrátt fyrir kosningafrestunina, er að láta fara fram kosningar í vor. Eftir það ætti kjósenda- dekrið ekki að vera heilbrigðri lausn mála slíkur fjötur um fót og nú er. Hitt leiðir vitanlega til aukinnar ringulreiðar og upplausnar, ef hefja á kosn- ingabaráttu á nýjan leik og hafa kosningar aftur næsta haust. Það er slík þróun málanna, sem forseti sameinaðs þings vitanlega óttast fyrst og fremst, og þess vegna grípur hann til þessa örþrifabragðs, tillögunum um framhaldandi kosninga- frestun, til þess að þvo hendur sínar af því voðaverki, sem hann sér að flokkur hans er i þann veginn að vinna. En Gísla Sveinssyni eða nein- um Sjálfstæðismanni öðrum verður ekki hnnt að þvo hend- ur sínar, ef þær ljá stuðning sinn við stjórnarskrárfrv. það, sem fram er komið. Með því hindra þeir í fyrsta lagi friðsamlegar kosningar í vor, þar sem heit- asta deilmálið er að þarf- lausu dregið inn 1 kosnlngarn- ar, í öðru lagi, að hellbrlgð og varanleg stjórnarsamvinna geti skapast að afloknum þeim kosnlngum, þar sem Hvers virði er Þjóðverjum að fá franska flotann? Þessi spurn- ing hefir komizt mjög á dagskrá síðan Laval varð aðalmaður Vichystj órnarinnar. Ameríska blaðið „The Christ- ian Science Monitor“ svaraði þessari spurningu fyrir nokkru. Aðalatriðin í grein blaðsins voru þessi: í upphafi styrj aldarinnar áttu Frakkar sjö orustuskip, tvö flugvélaskip, sjö stór béitiskip, 12 minni beitiskip, 70 tundur- spilla og tundurskeytabáta, 44 stóra kafbáta, 50 minni kaf- báta og fjölmörg minni herskip eins og tundurduflaveiðiskip, hraðbáta o. s. frv. Auk þessara voru nær fullgerð tvö stór or- ustuskip, Richelieu og Jean Bart. Franski flotinn gat sér góðan orðstír meðan Frakkar tóku þátt i styrjöldinni, ekki sízt við Noreg og Dunkirk. Við brott- flutninginn frá Dunkirk misstu Frakkar sjö tundurspilla, auk allmargra smærri herskipa. í vopnahléssamningumFrakka og Þjóðverja 22. júní 1940, lof- uðu Frakkar því að leggja her- skipum sínum í höfn, þar sem þau væru undir eftirliti Þjóð- verja og ítala og skyldu skips- hafnirnar vera afskráðar. Þjóð- verjar lofuðu, að þeir skyldu ekki gera neinar kröfur um framsal á frönsku herskipun- um. Bretar lögðu strax hald á þau herskip Frakka, sem voru i brezkum höfnum, er vopnahlés- samningurinn var undirritaður. Frönsk flotadeild, sem var 1 Alexandríu, var kyrsett. í henni voru eitt orustuskip, fjögur beitiskip, þrir tundurspillar og einn kafbátur. í öðrum brezk- um höfnum voru kyrsett tvö or- ustuskip, tvö beitiskip, átta tundurspillar, allmarglr kaf- bátar og um 200 smærri her- skip. Flugvélaskipið Bearn var statt í Martinique og er þvi raunverulega I höndum Banda- manna. Nokkru eftir vopnahléssamn- inginn gerðu Bretar árás á flotahöfnina Oran.Þar var sökkt kjósa verður aftur • eftir nokkra mánuði, f þriðja lagi, að reynt verði að finna sameiginlega, var- anlega lausn í kjördæmamál- inu I stað þeirra vanhugsuðu flaustursbreytinga, sem nú er fyrirhugaðar og flutnings- mennirnir sjálfir viðurkenna að ekki fái staðizt, nema „fyrst um sinn.“ Jafnframt því, sem Sjálf- stæðismenn, ef þeir fallast á stjórnarskrárfrv. Alþýðuflokks- ins, hindra þetta þrennt, tryggja þeir þjóðinni á þessum erf- iðu tímum veikustu og sund- urleitustu stjórnarforustuna, sem hugsanleg er. Það er von, að forseti ,sam- einaðs þings óttist það að bera ábyrgð á slíku verki. Það er von, að hann reyni að þvo hend- ur sínar með tillögunni um kosningafrestun. En allt slikt er markleysa. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn vill vera ábyrgur flokkur, sem reynir að tryggja þjóðinni trausta stjórnarfor- ustu og heilbrigða og varanlega lausn i kjördæmamálinu, þá á hann að neita yfirboði Alþýðu- flokksins. Annars gerir hann sig sekan um það ábyrgðarleysi, sem forseti sameinaðs þings sér, að hljóta mun harðan dóm þjóðarinnar og hann reynir þvi að losa sig undan. einu frönsku orustuskipi, tveim- ur beitiskipum og tveimur tund- urspillum. Tvö orustuskip, bæði mikið skemmd.komust undan tli Toulon, ásamt allmöl-gum smærri skipum. Nýjasta orustu- skip Frakka, Richelieu, hlaut allmiklar skemmdir í brezkri árás á Dakar. Samkvæmt áreiðanlegustu upplýsingum, er franski flotinn nú eins og hér segir: Orustuskipið Richelieu, sem liggur í Dakar og getur ekki fengið fullnaðarviðgerð, því að þar er engin þurkví. Orustuskipið Jean Bart, sem liggur I Casablanca, og er enn ekki fullsmíðað. Orustusklpln Dunkerque og Strasbourg, sem bæði liggja í Toulon og hafa fenglð fullnað- arviðgerð eftir skemmdir þær, sem Bretar unnu á þeim. Orustuskipið Provence. Dval- arstaður þess er óviss. Flugvélaskipið Teste er i Toulon. Önnur herskip, sem Frakkar ráða yfir, eru þrjú stór beiti- skip, 10 minni beitlskip, 50 tundurspillar, 50 kafbátar og mörg smærri skip. Óvíst er um dvalarstaði þessara skipa, nema tvö beitiskip, sem eru í Vestur- Indíum, og eitt beitiskip, sem er í Indó-Kína. Það er ekki kunnugt um, hversu fullkomið viðhald þess- ara skipa hefir verið, en senni- lega hefir því í ýmsu verið á- bótavant. Það er kunnugt, að öll sjó- veldi hafa stefnt að því að hafa herskip sín sem ólikust her- skipum annarra rlkja í öllum vélaútbúnaði. Þetta er gert til þess, að þau verði ekki nothæf, ef þau lenda í óvinahöndum, fyrr en óvinirnir eru búnir að læra að þekkja útbúnað þeirra, en það getur tekið langan tíma. Þetta gildir fyrir frönsku her- skipin, eins og önnur herskip. Þjóðverjar þurfa því að læra að fara með frönsku skipin, ef þeir eiga að hafa þeirra full not, því að vafasamt er að þeir trúi Frökkum sjálfum fyrir þeim, þótt um bandalag verði að ræða. Ef til vill eru þeir þegar búnir að kynna sér útbúnað skipanna, en samt mun það alltaf taka nokkurn tima að fá fullæfðar þýzkar skipshafnir. Þótt þeir fengju franska flotann strax í dag, tekur það samt alllangan tíma þar tll þeir geta haft fullkomið gagn af honum. Þjóðverjar geta heldur ekkl notað skipin, nema þeir hafi næga olíu. Bretar hafa ekki enn tekið frönsku skipin, sem þeir kyr- settu, i notkun. En þeir munu gera það, ef Frakkar framselja Þjóðverjum flotann. Það myndi skapa talsvert mótvægi. Þegar öllu er á botninn hvolft, er því ekki víst, að Þjóðverjar verði eins sólgnir í franska flotann og af er látið. Erlendar Iréttir Sókn Japana í Burma vlrðist hafa stöðvast í bili. Kínversk- ar hersveitir hafa tekið aftur helztu borgina á oliulindasvæð- inu í Mið-Burma, er Japanir höfðu náð á sitt vald. í Rússlandi hafa engir stór- bardagar verið undanfarlð, enda hamla vorleyslngarnar Völlum hernaðaraðgerðum i suðurhluta landsins. Vichystjórnin hefir afhent Japönum allstóran skipastól, sem Frakkar áttu I Indó-Kina. A víðavangi FYRIR ITVERJA SKRIFAR NORDAL? Slgurður Nordal prófessor birtir langt bréf til J. J. I Morg- unblaðinu i fyrradag. Kemur hvergi nærri kjarna nokkurs máls, en skeggræðir því meir um það, sem var, það, sem ekki varð, og það, sem kynni að verða. M. a. kemst S. N. svo að orði: „Þú gerðist stjórnmálamað- ur. Þú fyrirgafst mér, að ég var því frábitinn... í raun og veru fór þér vel að vera upp- reisnarmaður í þjóðfélagi, sem var áfátt I mörgu...Þér var illa tekið af voldugum mönn- um, oft gert rangt til, reynt að fyrirlíta þig sem aðskotadýr og uppskafning....Sjálfbirglngs- skapur þröngsýnna oddborgara var þér mikil afsökun, þótt þú beittir klónum óþyrmilega.“ Svo mörg eru þau orð, og fleiri af sömu gerð. Spurningin er og verður aðeins sú, hvort S. N. getur fundið betri eyru fyrlr þetta bréf sitt en einmitt eyru hinna „þröngsýnu odd- borgara", sem hann virðist hafa fyrirlitið í fullum mæli á þelm árum, sem hann telur sig hafa rækt vináttu við Jónas Jóns- son og þelr hafi orðið „mjög samrýmdir“. Eða er það svo, að S. N. hafi hænzt að J. J. af þvi, að hon- um fór vel að vera „uppreisn- armaður í þjóðfélagi, sem var áfátt í mörgu,“ án þess þó að leggja honum nokkru sinni liðsyrði opinberlega eða styðja hann? Og er það svo, að S. N. hafi nú varpað slíkri fornri vináttu fyrir borð af því, að J. J. sé nú orðið ekki nógu mikill uppreisnarmaður I þjóð- félagi, sem enn er „áfátt I mörgu“? Og er það af sama toga spunn- ið, að S. N. bindur nú félags- skap við allt aðra tegund upp- reisnarmanna, ekki uppreisn- armenn f þjóðfélaginu, heldur uppreisnarmenn gegn þjóðfé- laginu, og styður þá í verki, þótt ekki leggi hann þeim opinber- lega liðsyrði fremur en fyrri daginn? Allt eru þetta frómar spurn- ingar út frá bollaleggingum i bréfi S. N. Og farl menn á annað borð að velta vöngum yfir sálarlífi náungans, geta „veltuspurning- ar“ fyllt marga dálka Morgun- blaðsins og Tímans til samans. Ahættuþóknun Á ÞURRU LANDI. Alþýðublaðið vekur máls á því í dag og vítir harðlega, „að skipstjórar og e. t. v. fleiri yfirmenn á skipum skuli fá skattfrjálst kaup, svokallaða á- hættuþóknun á þurru landi, — og er mér tjáð, að upphæð þessi nemi mörgum tugum þúsunda króna á ári í ýmsum tifellum. Það skal sízt eftlr talið, þótt skipstjórar og aðrir sjó- menn, sem sigla um hættu- svæði, fái skattfrjálsan helm- ing þeirrar upphæðar, sem greidd er sem áhættuþóknun og mætti skattfrelsi þeirra gjarna vera rýmra. Hitt nær engri átt, og er spllling i okkar þjóðfélagi, sem ber að útrýma, að yfirmenn á skipum, sem aldrei hafa siglt milli landa eft- ir að striðið hófst, skuli árlega fá „áhættuþóknun", sem nem- ur tugum þúsunda króna og er skattfrjáls að hálfu leyti, — enda þótt fjár þessa sé aflað meðan skip þeirra sigla til út- landa með farm, en sjálfir dvelja þeir á heimilum sínum á meðan.“ Bragð er að þá Aþýðublaðlð finnur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.