Tíminn - 28.04.1942, Síða 3

Tíminn - 28.04.1942, Síða 3
38. blaff T\ 10 11 þriðjndaginn 28. aprfl 1942 147 B Æ K U R Jónas Hallgrímsson: LjóS og sögur. Útgefandi Jón- as Jónsson. Bókaútgáfa MenningarsjóðS. Reykja- vík 1941. Namast verða skiptar skoðan- ir um það, að Jónas Hallgríms- son sé ástsælasta skáld íslenzku þjóðarinnar, og það óskabarn hennar, er hæst hafi náð I ríki hins slípaða ljóðþroska. Á þeim vettvangi er hann enn hin glæsta fyrirmynd, og mun svo verða í aldir fram. Jónas alþingismaður Jónsson, er búið hefir bók þessa úr garði, heflr með því unnið þjóðjnni hið mesta nytjaverk; val ljóða og sagnakafla ákjósanlegt, og stærð ritsins slíkt, 164 blaðsíð- ur, að teljast verður jafnt við allra lesenda hæfi. Bók þessari fylgir útgefandi úr hlaði með íturhugsaðri og fágaðri ritgerð um fjölþætta vakningarstarfsemi skáldsins með íslenzku þjóðinni, og þau andlegu umbrot, er Jónas, á- samt öðrum Fjölnismönnum, var frumkvöðull að. Er ritgerð- in að öllu hin gagnmerkasta og varpar eigi aðeins nýju ljósi á þann kaflann úr lífi þjóðarinn- ar, meðan Jónasar Hallgríms- sonar enn naut við, heldur dreg- ur og fram í dagsbirtuna djúp- stæð áhrif skáldsins á andlegt göfgi, málfar og fegurðarvit- und íslendinga yfir höfuð fram til vorra tíma. Það gengur furðuverki næst, hve útgefanda hefir lánazt að þjappa saman í ekki lengri ritgerð, öðrum eins feikna fróðleik um upprisu- tímabil það í sögu landsbúa, er með Jónasi Hallgrímssyni hófst, eins og raun ber vitni um. Út- gefanda hefir lánazt að lifa sig inn 1 þetta áminnzta, símerka vakningartímabil, og þess vegna verða lýsingar hans á þvi að lifandi ljósmyndum. Þessari óvenjulega fögru og drengilegu ritgerð um Jónas skáld, lýkur nafni hans með eftirgreindum orðum: „Ef til vill líða að nýju nokkrar aldir, þar til er slíkur fremdarmaður fæðist á íslandi. En föðurlausi drengurinn úr Öxnadal kom og gekk fram í fylkingarbrjóst, þegar hættan var mest. Hann leiddi þjóð sina af eyðimörku margra alda hnignunar áleiðis til hins fyrirheitna lands." (Úr Lögbergi. Ritstjóri þess er Einar P. Jónsson, skáld). Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust, ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að bæta úr því. Svívirðing, sem verður að hverfa EíiSr Péfur Sígurðsson Elnn er sá siður á landl vorú, sem er hin mesta svívirða, og verður að hverfa sem allra, allra fyrst. Það eru skemmti- samkomurnar I sambandi við barnaskólana — i skólahúsun- um, hvort heldur er um heima- vlstarskóla að ræða eða aðra. Mig undrar stórum, hvernig nokkurt þjóðfélag, sem siðað vill heita, getur umborið þetta og búið starfsmönnum slnum, kennurum eða skólastjórum við þessa skóla, slíka kvöl. Fyrir nokkru var ég sjálfur sjónar- vottur að einni slíkri skemmti- samkomu í húsakynnum heima- vistarskóla. Nú vill svo til, að ég er ekki einn til frásagnar um samkomu þessa, þvi að fleiri gesti bar að garði, auk sjálfra skemmtunargestanna. Þarna var ekki mikill drykkjuskapur, því að þetta var eftir að áfeng- isverzluninni var lokað, en samkoman var fullkomin and- styggð. Og ef nokkuð getur af- mannað börn landsins, þá er það slíkt skemmtanalíf. Menn álpuðust áfram eins og væru þeir fullir, og sumir voru fullir, nóg er alltaf af öli og sígarett- um á slíkum þingum, og menn reyna að gerast ölvaðir af reyk og ölþambi, ef ekki sterkara býðst, að minnsta kosti svo ölv- aðir, að þeir geti slagað út um tún og sungið klámvisur og slagara af verstu gerð. Öll kurt- eisi og öll prúðmannleg fram- koma er fyrir borð borin, flösk- um er grýtt út um allt tún, og menn ganga hver á annan I göngum og forstofum eins og blindir væru. Allt verður eins drabbaralegt og frekast getur orðið. — Ég reyni ekki að lýsa þessu tll fullnustu. En ég sagði við kunningja mína: Heldur vildi ég fara tll Rússlands og láta skjóta mig sundur og sam- an, en að eiga yfir höfði mér slíkar samkomur iðulega. Skóla- stjórinn sagði líka við mig, að þessu væri ekki hægt að una, og það hlyti að reka sig burt frá staðnum. Þá hefi ég átt tal við ágætan kennara, sem var skólastjóri á einum slikum stað. Hann gafst upp við þetta. Hann bauðst til að koma heim til mín og segja mér sögu sína, og sagði að hún yrði Ijót. Það hefir þó ekki enn orðið. En einn heimavistaskóla heimsótti ég fyrir nokkru og gisti hjá skólastjóra. Hann sagðist mundi skrifa sögu sína, er hann hefði látið af störfum á þessum stað, og það yrði elnn- ig ljót saga. Saga þessa skóla- stjóra og konu hans gerði mig ar ferðir frá Reykjavík til helztu . hafna. Einhversstaðar þætti það bágt á öld hraðans. Og ekki prýðir einkasaga Mjóa- fjarðar: Aukapóstur fer land- veg með bréf í veg fyrir skipin þegar þau koma að sunnan og kemur með sunnanbréfin til baka. Þá er sagan búin. Aðrar samgöngur á vegum þess opin- bera eru hér ekki. Fjörðinn byggja þó hátt á annað hundr- að sálir venjulegrat tegundar. Er þetta til að hindra flótta okkar úr dreifbýlinu?! Á nýloknum fundi sýslunefnd- ar Suður-Múlasýslu var sam- þykkt einróma áskorun um auknar skipaferðir milli Aust- fjarða og Reykjavíkur. Mun það mála sannast, að Austfirðingar standi að samþykkt þessari allir sem einn maður. Er þess að vænta, að ráðamenn syðra bregðist vel vlð og röggsamlega, þrátt fyrir þá örðugleika, sem nú eru um skipakost vegna ófrlðarins. Fengjust þá viðun- andi samgöngur við höfuðstað- inn. Hér með værl þó aðeins unn- inn hálfur sigur. Þvi á sama hátt og það telzt nauðsynlegt að halda uppi reglubundnum bif- reiðaferðum frá Reyðarfirði víðsvegar um dreifbýli Fljóts- dalshéraðs, á sama hátt og önnur héruð þurfa sina flóa- báta, þannig þurfa Austfirðing- ar og að eiga sér hentugan far- kost, sem bæti úr samgöngu- þörf annesja og afskekktra strandbyggða. Lausn þessa máls hlýtur að byggjast á forgöngu heima 1 héraði og stuðningi rík- isvaldsins. Fæ ég ekki séð, að hér sé um að ræða fjarlægt hugsjónamál, sem hljóti að þurfa áratuga baráttu. Þetta er einföld en aðkallandi þörí, til- tölulega auðleyst vandamál fyr- ir samtök nokkurra dugandi manna. Meðan vertlð stendur yfir á Hornafirði, hefir jafnan einhver fleyta verið 1 förum milli Horna- fjárðar og sjóþorpanna, þar sem vermenn eiga heima. Hér er um alveg sérstæða þörf að ræða og aðra en þá, sem ég drap á hér að framan. Þessar ferðir eru ekki gerðar fyrir af- skekktar strandbyggðir og bæta því ekki úr þörf þeirra. Er vert að gera sér þess fulla grein. Að þessu sinni fjölyrði ég ekki um málið, né geri tillögur um einstök atriði. Vil þó láta þá skoðun í ljósi, að okkur mundi henta bezt fremur litill bátur, t. d. röskar 20 smál. En hann þyrftl að vera mjög gang- mikill, og svo haganlega útbú- inn, sem framast mætti verða. Ætti hann svo að vera i stöðug- um ferðum hér um firðina. Það, sem ég tel einkum mæla með litlum báti, er, hversu allsstaðar er stutt á milll verzlunarstaða. Sum verkefni mætti nefna: Póstflutningar, og féllu þá niður flestar eða allar landpóstferðir með ströndum fram, farþega- flutningar, sem til féllu, minni háttar vöruflutningar fjarða á milli, dreifing neyzluvara frá verzlunarstöðvunum til af- skekktra byggða, þar með fram- haldsflutningurvörusendinga til þessara staða, sem koma með Erlendir ullarsokkar hafa verið auglýst- lr hér undanfarið af miklu kappi. — Vér höfum ávalt fyrirliggjandi fjöl- breytt úrval af íslenzkum ullarsokkum, sem eru alveg eins fíngerðir og þeir er- lendu, en auk þess mjög hlýir, ódýrir og endmgargóðlr. — íslenzku sokkarnir eru seldir i verksmiðjuútsölu Iðunnar og Gefjunar í Aðalstræti og ýmsum öðr- um vefnaðarvöruverzlunum í Reykja- vik. Út um land fást sokkarnir hjá ílestum kaupfélögum og mörgum kaup- mannaverzlunum. — í heildsölu hjá Sambandi lsl. samvlnnuíéi., Reykjavik. fullkomlega undrandi. Meðal annars sagðist frúin telja það guðsmildi, að hún hefði ekki þurft að ala barn síðan maður hennar tók við starfi á þessum stað. Sér findist stundum, sem væri hún stödd á skeri, sem umflotið væri á alla vegu og þar væri ekkert bjargráð. Þannig hefir þetta gengið árum saman, og ekki sízt þegar áfengissala er frjáls og vissir menn, sem þykjast ætla að kenna mönnum að drekka, hafa getað stundað þá áfengismenningu sína. Á einni samkomu, sögðu þessi hjón mér, voru aðeins tvelr eða þrír menn algáðir um morgun- inn, þegar hætta skyldi. Öllu ægði saman, þar voru slagsmál og vandræði. Einn lá á hnján- um úti í snjónum og reyndi að syngja „Ó, guð vors lands.“ Konan sagðist hafa horft á lög- reglu úr Reykjavik berja menn niður með kylfum sínum á slíkum samkomum, og hefðu menn þá orðið að slita samkom- unni sökum ölvunar. Oft eru þessar samkomur alla nóttina fram á morgun, og þá á kennsla að hefjast i skólanum eftir stutta stund. Heimamenn eiga að taka við húsinu, oít í ólýsan- legu ástandi, og eru þá auðvitað úrvinda af þreytu og svefnleysi. Skólabörnin byrja þá ef til vill daginn á því að tína saman öl- flöskur í kringum skólahúsið, og komið hefir það fyrir, að þau hafa • komið hlaupandi með getnaðarverjur og spurt, hvað þetta væri. Þessu verður víst ekki borin of illa sagan, og skyldi nú eln- hver hrökkva upp af standinum og þykja þessl frásögn mín ljót og ósennileg, þá er aðeins gott að hann láti til sín heyra. Skeð getur þá að fleira komi upp úr kafinu. Þvi að þetta er svívirð- ing, sem verður að kveðast nið- ur, og er ósamboðin siðuöu þjóðfélagi. Annars er þetta skemmtana- líf þjóðarinnar mesta vanda-1 mál, sem þyrfti að leysa á við- unandi hátt. Ætli síðustu Hvítasunnudagarnir verði ekki mörgum minnisstæðir, er þar komu? Eða verzlunarmanna- samkoman þar fyrir nokkrum árum? í öðrum landshluta sagðist skólastjóri einn hafa verið á samkomu, sem hefði verið svo andstygglleg, að hann hefði óskað þess, að hann hefði aldrei verið sjónarvottur að slíku. í fyrrasumar kom kona ein, sem verið hefir ráðskona við eina menntastofnun lands- ins, á skemmtistað kl. 9 að kvöldi dags. „Ég sá þar hrylli- lega sjón,“ sagði hún, „þar var ekki annað að sjá en fulla menn og slagsmál, og niðurrif- in veitingatjöld. Eitt tjald hékk uþpi. Þar sátu drekkandi og drafandi menn við borð, en veit- ingastúlkurnar urðu að hafast við með störf sin úti undir ber- um himni, þvi að allt var nið- urrifið.“ Ég skrifaði þessar setn- ingar orðréttar eftir konunni. Allar hafa þessar samkomur farið fram undanfarin ár, þá löglegt áfengi var á boðstólum og andbanningar gátu stundað sina áfengismeninngu. En hvað sem þessu óleysta vandamáli líður, þá getur þjóðin ekki ver- ið þekkt fyrir að vígja til sam- starfs drykkjusamkomur sínar og heimavistarbarnaskólana. Látið slíkt hverfa úr sögunni sem allra fyxst. Pétur Sigurðsson. |\ Dragið ekki lengur að |iVAI. gerast áskrifendur að Dvöl, þessu sérstæða tímariti 1 íslenzkum bókmenntum. — Ykkur mim þykja vænt um Dvöl, og þvi vænna um hana, sem þið kynnist hennl betur. Samband ísl. samvlnnufélaqa. Að gefnu tílefni tilkynnist hér með, að fram- kvæmdastjóri vor í New York, hr.- Helgl Þor- steinsson og frú hans, taka ekki á móti neins- konar beiðnum um vörukaup, nema að leyfi vort komi til. v NIGLIWGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist CulliSord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Kaupendur Tímans Nokkrir menn i ýmsum hreppum landsins eiga ennþá eftir að greiða Timann frá síðastliðnu úri, 1941. strandferðaskipunum á hafn- irnar, afurðaflutningar til kaupstaðanna o. s. frv. Virðast þetta ærin verkefni. Nú eru fyrir dyrum margs- konar kosningar. Þeim fylgja jafnan fundahöld og mikil ræðumennska, opinberlega og' manna á meðal. Gefast þá væntanlega mörg tækifæri til að ræða áhugamál. Mundi engu spilla að minnast þess mitt i öfg- um stjórnmálanna, að til eru sameiginleg áhugamál manna úr öllum flokkum. Beini ég hér- með þeirrl áskorun til áhuga- manna hér I fjörðum, að þeir hefjist handa um bættar sam- göngur nú þegar. Láti í fyrsta lagl rigna áskorunum um bætt- ar samgöngur við höfuðstað- inn yfir stjórnendur þeirra mála syðra. Og svo í öðru lagi og ekki síður: Taki til rækilegr- ar meðferðar það mál, sem ég hefi drepið á að framan. Ligg- ur þar fyrst fyrir, að vekja al- mennan áhuga og koma af stað nokkurri hreyfingu. Efna síðan til félagssamtaka, sem tækju málið i sinar hendur og ynnu markvlst að framgangl þess. Vel má 1 þessu sambandi minnast þess, að samgöngur I nútíma þjóðfélagi eru hvort- tveggja í senn, fjárhagsleg og félagsleg nauðsyn. Brekku I Mjóafirði á páskum ’42 Vilhjálmur Hjálmarsson. Framsóknarmenn! Munlð að koma 1 flokksskrifstofuna á Lindargötu 9 A. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir I LANDSSMIÐJUNNI. Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilsemi sína sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til afgreiðsl- unnar í Reykjavík eða til næsta umboðsmanns Tímans. Auglýsið í Tímannm! TSMI1\1V er víðlesnasta anglýsingablaðiðl 464 Victor Hugo: það, að okkur verði veitt viðnám í kirkjunni. Munkarnir eru réttnefndir hérar, og við erum mun fjölmennari. Vikapilta þingsins gripum við svo í fyrramálið, þegar þeir koma að sækja hana. Ég sver það við páfans skegg, að þessi undurfagra mey skal aldrei verða hengd! Klopin gekk út úr kránni. Samtímis því æpti Jóhann hásri röddu: — Ég et og drekk, ég er ölvaður, húrra! Ég er Júpiter! Heyrðu annars, Pétur 1’ Assommeur! Ef þú hættir ekki að glápa svona á mig, skal ég reka þér bylmingshögg á nefið. Gringoire, sem hafði verið vaklnn af hugsunum sínum, tók nú að virða fyrir sér það, sem fram fór umhverfis hann og tautaði fyrir munni sér: — Luxuri- osa res vinum et tumultuosa ebrietas! Vissulega er það viturlega ráðið af mér að drekka ekki. St. Benedikt hefir fullkomlega á réttu að standa, þegar hann segir: Vinum apostatare faclt etiam sapientes! í þessu kom Klopin inn og hrópaði þrumandi röddu: t- Miðnætti! Þetta eina orð hafði þau áhrif, að allir umrenningarnir, karlar, konur og Esmerelda 461 fyrirfinna tvær myndastyttur. önnur þeirra táknar Jóhannes skírara, hin St. Antonius. Þær eru báðar úr skíru gulli og geipiverðmiklar. Ég ætti svo sem að bera skynbragð á slikt, þar sem ég er gullsmiður. í þessum svifum voru Jóhanni borin matföng. Hann vafði sessunaut sinn örmum og hrópaði: — Ég sver það vlð heilagan Voult- de-Lucques, sem lýðurinn nefnir heil- agan Goguelu, að nú er hamingja mín fullkomnuð. Andspænis mér hefi ég fávita, sem starir á mig, eins og hann geri sér í hugarlund, að haxm sé her- togl. Sá, sem situr mér til vinstrl hand- ar, hefir tennur eins og stórhveli væri. Mest er þó um það vert, að ég styð hægri hendi á borð, eins og Gié mar- skálkur í umsátrinu um Pontoise. Ja, hver andskotinn! Þú lítur helzt út fyrir að vera skransali og dirfist þó að setj- ast við hlið mér! Ég er aðalsmaður, vinur minn, og aðalsmaður og kaup- maður njóta ekki sömu mannvirðinga. Halló, þið þarna, viljið þið gera svo vel og hætta að berjast? Hvað er þetta, Kroque-Oison, ætlar þú að hætta þínu fágra nafni undir heljarhramm þessa dólgs? Non cuidam datum est habera nasum! Þú ert sannarlega guðdómlegur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.