Tíminn - 28.04.1942, Qupperneq 4

Tíminn - 28.04.1942, Qupperneq 4
148 TÍMIM, þriðlndaglnn 28. apríl 1943 38. blað ÍJ R B Æ IV U M Aðalstjórn Eauða Kross íslands hélt fund þ. 18. þ. m. Á fundinum var kosin stjórn og framkvæmdanefnd fyrir Rauða Kross Islands. Fyrv. formaður, Gunn- laugur Einarsson læknir, hafði eindreg- ið beðizt undan endurkosningu sem formaður. Formaður var kosinn Sig- urður Sigurðsson berklayfirlæknir og varaform. Jóhann Sæmundsson trygg- inearyfirlæknir. í framkvæmdanefnd voru auk þess kosnir Þorsteinn Schev- ing Thorsteinsson, Magnús Kjaran, Bjöm B. Árnason, Haraldur Árnason og Sigurður Thorlacius. Á fundinum var ákveðið að senda fyrverandi for- manni, Gunnlaugi Einarssyni þakkar- ávarp fyrir frábæran dugnað og á- huga í starfi sínu, sem formaður R. K. í. á árunum 1938—1942. Sex lítil lög til söngs og leiks eftir Hallgrím Heleason tónskáld eru nýkomin út. Þá hefir tónskáldið jafnframt fært í búning og gefið út 22 þjóðlög. Hall- grímur hefir fengið nokkurn styrk frá Alþingl til þessarar starfsemi, sem er mjög nauðsynleg. Það er lítið til sóma, hversu ýms þjóðleg verðmæti á sviði tónlistarinnar hafa verið van- rækt til þessa. Hallgr. Helgason er ung- ur maður, sem hefir mikinn áhuga fyrir að verða að liði í þessum efn- um og má því vænta góðs af þessari starfsemi hans. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þórey Magnús- dóttir frá Hruna í Vestur-Skaftafells- sýslu og Magnús Þórðarson, Ingólfs- stræti 7, Reykjavík. Eldspýturnar komnar. Undanfarið hefir mikill hörgull verið á eldsnvtum hér í bænum. Hefir vönt- un á þessari vöru orðið víða til óþæg- lnda. Blaðið hefir frétt eftir góðum heimildum, að talsvert miklar birgðir af eldspýtum séu komnar til landsins, sem nægja munu langt skeið. Hver stokkur af þessum nýju eldspýtum kostar 10 aura, en eldspýturnar, sem seldar hafa verið undanfarið, kostuðu 13 aura hver stokkur. Gjöf til blindraheimilis. Formanni Blindravinafélags íslands voru færðar kr. 1000.00 að gjöf til Blindraheimilissjóðs félagsins þ. 22. þ. m. og vill gefandinn ekki láta nafns síns getið. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf vill stjórn félagsins færa gefand- anum sínar innilegustu þakkir og óska honum gleðilegs sumars. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Laufey Guðjónsdóttir frá Fremstuhús- um í Dýrafirði og Magnús Kristjáns- son starfsmaður hjá Kaupfélagi Hall- geirseyjar. Aðalfundur Blindravinafél. íslands var haldlnn 20. þ. m. Starfsemi fé- lagsins var f'ölbreytt á árinu. Þrettán blindir menn unnu lengri eða skemmri tíma á vinnustofu félagsins. Auk þess voru 4 mönnum útvegað heimavinnu o- þeim séð fyrir efni. Tíu nýjum við- tækjum var úthlutað meðal blindra manna á árinu, 6 viðtækjum var end- urúthlutað og 3 viðtæki, sem félaginu voru ánöfnuð, voru lánuð, aðallega hér í bænum. Miklir erfiðleikar voru á að fá gömul viðtæki endumýjuð. Félagið hófst handa um fjársöfnun til blindra- heimilis á árinu. Ónefndur kaupsýslu- maður og kona hans gáfu kr. 10.000 til þessarar stofnunar. Auk þess bárust félaginu samtals 2000 krónur í heim- ilissjóðinn. Stjóm félagsins skipa: Þor- steinn Bjamason, Þórey Þorleifsdóttir, Helgi Tryggvason, Helgi Elíasson og Guðm. R. Ólafsson. Bálfarafélag' íslands hélt aðalfund sinn 18. þ. m. Bygging- arsjóður félagsins óx um rúmar 50 þús. krónur á árinu. Gjaldkeri félagsins gat þess á fundinum, að félagið hefði vil- yrði fyrir fjárstyrk að upphæð 70 þús. kr. úr bæjarsjóði Reykjavíkur og ríkis- sjóði, sem væntanlega yrði greiddur félaginu innan skamms. Þá gat for- maður félagsins þess, að félagið hefði sótt um leyfi til kaupa á byggingar- efni til viðskiptamálaráðuneytisins. Ef leyfið verður veitt, er fyrirhugað að hefjast handa hið bráðasta um bygg- ingu bálstofunnar á Sunnuhvolstúni, en þar hefir bæjarráð Reykjavikur á- kveðið bálstofunni stað. Umferðin í bænum. Eins og kunnugt er, hefir lögreglan lagt sig fram um það undanfarið. að kenna gangandi vegfarendum að fara eftir reglum, sem settar eru varðandi umferðina í bænum. Eftir heimildum, sem blaðið hefir frá lögreglunni, er mikill misbrestur á, að fólk taki nægi- lega tillit til eða virðist skilja bend- ingar lögregluþjónanna, sem stjórna umferðinni. Þessi merki eru þó flest mjög auðskilin. Hér skal til fært eitt dæmi. Lögregluþjónn, sem stjórnar umferð á krossgötum, stöðvar umfereð fótgangandi manna á götu frá norðri til suðurs, en umferð ökutækja held- ur áfram eftir götunni. Lögregluþjónn- inn snýr brjósti og baki eftir götunni, sem umferð ökutækjanna er stöðvuð á, sem í þessu tilfelli er gatan frá vestri til austurs. Fótgangandi vegfar- endur mega hins vegar fara yfir gang- brautina á götunni frá austri til vest- urs, því að á þeirri götu er umferð ökutækjanna stöðvuð. í stuttu máli er reglan þessi: Gangandi vegfarendur mega aldrei fara yfir götu sem umferð ökutækja er leyfð á þá tíma dagsins eða á þeim stöðum, sem lögreglan stjórnar umferðinni. Slíkt getur váldið stórslysum. Þar sem umferðinni er ekki stjórnað af lögregluþjóni, verða gangandi veefarendur og þeir, sem stjórna ökutækjunum, að hafa sam- vinnu um að umferðin á götunni verði sem skipulegust. Aðalfundur Ferðafélags íslands verður i Odd- fellowhúsínu í kvöld kl. 8,30. Fyrst vierða venjuleg aðalfundarstörf, en síðan dans. Ráðníngfarstofa landbúnaðarins tekur til starfa þriðjudaginn 28. þ. m. og verður opin fyrst um sinn kl. 9—12 f.h. og 12 y2—6 e.h. í húsi Búnaðarfélags íslands, Lækjargötu 14 B, sími 2718. — / VERKAFÓLK, konur, karlar og unglingar, sem vilja vinna að landbúnaðarstörfum, ættu að snúa sér til skrifstofunnar sem allra fyrst. — Ráðningarstofa landbúnaðarins. Börn, unglingar eða eldra lólk óskast til að bera Tímann til kanpenda I bænnm frá næstu mánaðamótnm. Upplýsingar í afgreiðslunni, Llndar- götn 9 A — Sími 2323 Dvöl kemur út eftir nokkra daga. í því hefti verða sögur eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan, vestur-íslenzká rithöfundinn Boga Bjarnason og Jón Óskar, kvæði eftir Jón Magnússon, Guð- mund Inga Kristjánsson, Jónas Tryggvason í Finnstungu og fleiri, lausavísur eftir ýmsa, merkilegar og skemmtilegar greinar eftir Þorstein Jósepsson, Stefán Jónsson skólastjóra og fleiri, umsagnir um nýjar bækur eftir Þórarin Guðnason lækni, Aðal- stein Sigmundsson kennara og fleiri. Einnig eru í heftinu þýddar úrvalssögur eftir Jacinto Octavio Picón, R. B. Cunninghame Gra- ham, Unto Seppánen og Pár Lagerkvist. Sérstaklega skal bent á sögu Cunninghame Grahams, er gerist á íslandi nokkru fyrir síðustu aldamót. — Heftið er prýtt mörgum myndum. Gerizt áskrifendur að Dvöl! Simi 2353. TtMARITIÐ D VÖL. Pósthólf 1044. Lindargötu 9 A. Reykjavík. Ungmennasamband ... (Framh. af 1. síðuj ungmennafélaganna í Borgar- firði. Ungmennasamband Borgar- fjarðar hefir verið á margan hátt þýðingarmikið fyrir hérað- ið frá fyrstu tíð. Það hefir jafn- an gengizt fyrir héraðsmótum á hverju sumri síðan það var stofr^ið og borið hita og þunga af þeim. Það hefir gengizt fyrir fræðslustarfsemi, íþróttaiðkun- um, söngstarfsemi, skógrækt o. s. frv. En stærsta átakið gerði það, þegar það beitti sér fyrir að reisa héraðsskólann í Reyk- holti. Lagði sambandið sjálft til fyrstu 20 þús. krónurnar í skólann og áhugaeldinn, er hratt málinu í framkvæmd, þótt þar væru einnig ýmsir góðir framfaramenn héraðsins að verki, ásamt hinum ötula og áhugasama þáverandi mennta- málaráðherra. Nú á nýafstöðnum aðalfundi U. M. S. B. hét sambandið 5000 kr. til styrktar því, að hús- mæðraskóli verði reistur í hér- aðinu. En fyrir því máli eru nú kvenfélögin í Borgarfirði að vinna. í fyrra, á aðalfundi sín- um, hét sambandið 100 dags- verkum til fegrunar í umhverfi Reykholtsskóla, þá styður það að því, að heimavistarbarna- skólar verði reistir í héraðinu og yfirleitt hvers konar menn- ingarmál, sem á dagskrá eru í Borgarfirði. . Öll ungmennafélög héraðsins hafa jafnan verið í U. M. S. B., nema félagið á Akranesi, sem þar starfaði vel um eitt skeið. En þó að þar sé flest fólkið, þá varð það skammlífasta félagið, þrátt fyrir nokkra ágæta menn, sem það félag átti innan sinna vébanda. Bendir margt á það, að U. M. S. B. hafi verið ómetanlegur tengiliður ungmennafélaganna í Borgarfirði undanfarin 30 ár, aukið kynningu og félags- þroska manna á milli og örvað til dáða og framkvæmda í hér- aðinu. V. G. Aðalfundur Ferðafélags fslands er í kvöld (þriðjudag) kl. 8I/2 í Iðnó. STJÓKMTV. Kaupendur Tímans sem eiga 12., 13. eða 60. tbl. af sl. árgangi og geta látið þau af bcndi, ern vinsamlega beðnir að senda þau afgreiðslu blaðsins með fyrstu ferð. Verðlagseftirlitíð (Framh. af 2. siBu) irlitsins, bæði að því er snertir erlendar vörur og innlendar iðnaðarvörur. Gróði verzlunarinnar eðlilegnr, þrátt fyrir verðlagseftirlitið Sumir láta í ljósi undrun yfir því, að verzlunum skuli hald ast uppi að græða allveru- lega. En geta þessir menn bent á dæmi í nokkru landi, að verzl anir ekki græði, þar sem eftir- farandi skilyrði eru fyrir hendi: 1. Mikil umsetning og trygg sala á öllum vörum, sem tekst að útvega. 2. Stöðugt hækkandi verð og því erfitt að híndra að verzlanir fái ekki einhvern gróða á verðhækkun birgða. 3. Engin skuldatöp eða töp á verðhruni enn sem komið er. Starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga . . . 462 Victor Hugo: Jacqueline Rouge-Oreille. Verst er, að þú skulir vera sköllóttur! — Halló! Ég heiti Jóhann Frollo og erkidjákninn er bróðir minn! Fjandinn hirði hann! Hvert orð mitt er satt! Með þvi að ganga í félagsskap ykkar, hefi ég af fúsum vilja afsalað mér hálfu húsi í himnaríki, sem bróðir minn hafði heit- ið mér! Dimidiam domum in paradiso. Ég vitna 1 hið ritaða orð. Ég á lén 1 Tirechoppestræti, og allt kvenfólk fellir ástarhug til mín. Það er eins satt og St. Floy var frábær gullsmiður! Kristur og Múhameð. Hvað er þetta annars, sem ég legg mér hér til munns? Halló, kerlingarfjandi! Hárið, sem vantar á stelpuskjáturnar þínar fínnur maður í eggjakökunum þinum! En mér gezt nú bezt að sköllóttum eggjakökum! Það eru svo sem meðmæli eða hitt þó held- ur með veitingahúsum, að þernurnar greiði sér með göfflunum! Er hann hafði þetta mælt, kastaði hann diskinum i gólfið og rak upp trylltan hlátur. Þegar hér var komið • sögu, hafði Klopin Trouillefon lokið við að miðla vopnunum. Hann gekk þá til Gringo- ires, sem virtist sitja í þungum þönkum og hafði lagt fæturna upp á þrífót. — Pétur! mælti konungurinn af Esmeralda 463 Thunis. — Um hvern andskotann ertu að hugsa? Gringoire sneri sér að honum, og þunglyndislegt bros lék um varir hans. — Ég dáist að eldinum, kæri herra. Ekki sökum hinna hversdagslegu nota, sem hann veitir okkur eins og þeim, að hann vermir fætur okkar og yljar grautinn, heldur vegna þess, að hann gefur frá sér neista. Stundum uni ég mér tímunum saman við að horfa á neistana. Ó, ég sé þúsundir hluta 1 þessum stjömum, sem blika á arnin- um. Þær eru líka heimur fyrir sig. — Fjandinn hafi það, að ég skilji orð af því, sem þú segir, mælti um- renningurinn. — Veiztu hvað klukkan er? — Nei, svaraði Gringoire. Nú lagði Klopin leið sína til hertog- ans af Egyptalandi. — Félagi Matthías! mælti hann. — Tíminn er ekkl skynsamlega valinn. Það er mælt svo, að Lúðvík konungur ellefti sé staddur í París. — Þá er þeim mun meirl ástæða til þess að hrifsa systur okkar úr lílóm hans! mælti gamli Tatarinn. — Þú talar bara eins og maður, Matthías! hrópaði konungurinn af Thunis. — Það er svo sem engin hætta á ferðum. Við þurfum ekki að óttast (Framh. af 1. siðuj Þörfin fyrir byggingu sjúkra- hússins er mjög brýn og verður þessari málaleitun þvi vafa- láust vel tekið á Alþingi. St j órnarkosning. Úr stjórn félagsins áttu að ganga: Einar Árnason og Tngi- mar Eydal. Voru þeir báðir end- urkosnir. Einar hefir átt sæti í stjórninni síðan 1906 og Ingi- mar í 25 ár. Auk þeirra eiga sæti í stjórninni Bernharð Stefáns- son alþm., Kristján Sigurðsson kennari, Dagverðareyri og Þór- arinn Eldjárn hreppstjóri, Tjörn í Svarfaðardal. Að loknum störfum fyrri fundardaginn, fóru fundarmenn i boði kaupfélagsins að sjá sjón- leikinn „Nýársnóttin“ eftir Indriða Einarsson, en seinni daginn, eftir að fundinum var slitið, hlýddu fundarmenn á söng hjá Karlakór Akureyrar í Akureyrarkirkju. Ennfremur flutti Jóhann Frímann ritstjóri erindi um samvinnumál þar í kirkjunni fyrir fundarmönnum. Vinnið ötullcga fyrir Tímunn. Crtbreiðlð Tímann! r rsAUT.* ntrt. __ NÝ.T» RtÓ Fjórar hjúkrimarkonnr. (Four Girls in White). Amerlsk kvikmynd með FLORENCE RICE, ANN RUTHERFORD, ALAN MARSHALL. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Eyja hinna fordæmdu (Island of Doomed men). Spennandi sakamálamynd leikin af: PETER LORRE og ROCHELLE HUDSON. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Framhaldssýning 314-614: Sýning kl. 5: GÖTULÍF í NEW YORK. GÆFUBARNIÐ. (Streets of New York) Söngvamyndin með með Jackie Cooper. GLORIA JEAN. i Tilkynning: um ínnkaup á járni og stáli. Þar sem auknir örðugleikar eru nú á að fá járn og stál afgreitt frá Bandaríkjunum, og telja má víst að af- greiðsla þessara vara út á forgangsleyfi verði annað- hvort engin, eða svo sein, að algerlega verði óviðunandi, er hér með, að gefnu tilefni, öllum þeim, sem eiga óafgreiddar pantanir á þessum vörum, bent á að snúa sér nú þegar til Viðskiptanefndarinnar, ef þeir vilja fela henni að annast kaup á þeim, þar sem heppnazt hefir að fá útflutnings- og framleiðsluleyfi og fyrir- heit um fljóta afgreiðslu á þessum vörum, ef þær eru keyptar fyrir milligöngu nefndarinnar. Sömuleiðis eru þeir, sem innflutningsleyfi hafa feng- ið en ekki hafa enn gert pantanir, aðvaraðir um að senda þær án tafar til Viðskiptanefndarinnar. Viðskiptamálaráðuneytið, 27. apríl 1942. Síýkomið gott úrval af sportfata- og drengjafataefnum. — Gefjun - Iðunn Aðalstræti nrelnlætisvöror frá SJÖFN mæla með sér sjálfar — Þær munu spara yð- ur mikið ómak við hreingerningarnar O P A L RÆSTIDUFT Krystalsápn A O T I Ð Allt frá S j öf n Framsóknarfélögf sem enn hafa ekki sent skýrslur, eru beðin að gera það með fyrstu ferð, Skrifstofa Framsóknarflokksins Lindargötu 9 A

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.