Tíminn - 03.05.1942, Blaðsíða 2
158
TÍMINN, langarclaginn 9. maí 1942
41. lilali
‘gíminn
Sunnudag 3. maí
Fyrsti maí
í fyrradag var fagur vordag-
ur í Reykjavík. Mannfjöldi
mikill var á götunum, en fór sér
að engu óðslega. Vinna mun
hafa fallið niður víðast hvar.
Skrifstofur og sölubúðir voru
lokaðar frá hádegi. í Lækjar-
götu og Bankastræti blöktu
rauðir fánar og íslenzkir. Þar
höfðu meðlimir verkamanna- og
iðnfélaga safnazt saman. Ræðu-
stóll var reistur við Bernhöfts-
húsið gamla, og þar var gjallar-
horn, sem endurómaði orð
ræðumanna út yfir mannfjöld-
ann.
Við Kalkofnsveg höfðu Sjálf-
stæðismenn einnig boðað til
útisamkomu og höfðu líka gjall-
arhorn og hljómsveit. Þar hélt
Ólafur Thors o. fl. ræður. —
Fólkið labbaði á víxl milli þess-
ara ræðustaða og hlustaði með
nákvæmlega sama jafnaðar-
geðinu á Ólaf Thors og Sigur-
jón Ólafsson. Því þótti auösjá-
anlega gaman að sýna sig og sjá
aðra, spóka sig í vorveðrinu.
Líklega hefir 1. maí sjaldan eða
aldrei borið eins svip af almenn-
um frídegi og í fyrradag.
í kröfufylkingunni var það
áberandi, hve fátt var þar rosk-
inna verkamanna, en margt
unglinga. Er það á engan hátt
óeðlilegt, að hinir rosknu
verkamenn kjósi heldur að hvíla
sig. Margir notuðu líka daginn
til að vinna að kálgörðunum
sínum. Ræðuhöldin virtust ekki
heldur freista þeirra.
Margar ræður voru haldnar
og misjafnlega rökfastar.
Formaður Dagsbrúnar hélt
því fram og endurtók það, að
réttlætið væri jafnan á móti
lögunum, og þá vitanlega lögin
á móti réttlætinu!
Mikið má nú Alþýðuflokkur-
inn iðrast eftir öllum þeim lög-
um, sem hann hefir stuðlad að.
Ætti hann nú að reyna að fá
þau öll afnumin til að þóknast
formanni Dagsbrúnar. Það get-
ur verið, að foringjar verka-
manna telji sjálfsagt að varpa
svona heimsku fram 1. maí, en
það er áreiðanlega vanmat og
lítilsvirðing á dómgreind verka-
manna að halda, að þeir taki
svona staðhæfingar alvarlega.
Margir ræðumenn býsnuðust
yfir gerðardómslögunum og
sögðu, að þau væru brotin.
Nefndu jafnvel með nafni á-
kveðin atvinnufyrirtæki, sem
geröu það.
Móti þessu má taka annað
dæmi: Húsaleigulögin hafa
haldið niðri húsaleigu og þar
með dýrtíð í landinu, og Al-
þýðuflokkurinn hefir hælt sér
af að hafa stuðlað að þeim, þótt
vitanlega séu þau á móti rétt-
lætinu, að áliti formanns Dags-
brúnar.
Það er vitanlega farið í kring
um þessi lög á þann hátt, að
menn auglýsa daglega verðlaun
fyrir að útvega íbúð. Þetta er
fráleitt bannað. En mundu þessi
verðlaun falla niður þótt sá eigi
sjálfur íbúðina, sem útvegar
hana? Þrátt fyrir þetta nafa
lög þessi verið öflugur þáttur í
vörninni gegn verðbólgunni.
Ólafur Thors sagði, „að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði haldið
því á lofti, að hann væri ábyrg-
asti flokkur landsins. En það
er ekki nóg að sýna það í orði,
— það verður líka að sýna það
á borði.“
Þeir taki sneið, sem eiga.
Ræðumenn verkamanna
býsnuðust yfir því, að ríkis-
stjórnin væri að semja um
fækkun i hernaðarvinnunni.
Verkamenn ættu ekki að vera
frjálsir að „vinna hjá þeim, sem
þeir vildu helzt vinna fyrir, —
ekki frjálsir að því að selja
vinnuafl sitt hæstbjóðanda."
Ja, hvernig er það með hina
frjálsu samkeppni? Hverjir hafa
bannsungíð hana mest? Því má
húseigandi ekki selja hæst-
bjóðanda húsnæði á leigu? Því
má ekki kaupmaður setja verð
á vöru sína eftir geðþótta? Því
mega bændur ekki setja verð á
sínar vörur eftir geðþótta? —
Það er af því, að almennings-
heill krefst þess, eins og sakir
standa. Húseigendum, kaup-
Jónas Jónssoni
skáld að svelta?
Þuria
Fyrir 40 árum heyrði ég ein-
hvern kunnasta fræðimann
á Norðurlandi mæla á þessa
leið: „Þorsteinn Erlingsson orti
bezt meðan hann svalt, bæði
líkamlega og andlega."
í þessum fáu orðum kemur
fram glögg, og raunar mjög á-
hrifamikil lífsstefna. Fyigis-
menn þessarar kenningar segja,
að hin mestu afrek í bókmennt-
um og listum hafi verið sárs-
aukastunur manna, sem þjáðust
af sorgum, og líkamlegu og
andlegu hungri. Eitt af víð-
kunnustu ljóðskáldum Frakka
hefir viðurkennt þetta fyrir sitt
leyti með því að segja, að ör-
væntingaróp séu fegurst allra
hljóða. Af ýmsum ástæðum hafa
íslendingar nálgast þessa stefnu
í verki. Fátækt landsmanna og
yfirráð erlendra manna um
þjóðarmálefni, réðu miklu um.
Reglan var brotin, þegar Matt-.
híasi Jochumssyni voru veitt
nokkur skáldalaun. Síðan kom
löng og hörð barátta, einmitt
um Þorstein Erlingsson. Næstir
komu Einar Kvaran og Jón
Trausti. Allt voru þetta önd-
vegismenn. En um skáldalaun
þeirra allra, nema Matthíasar,
voru háðar langar deilur í sam-
bandi við afgreiðslu fjárlaga
um margra ára skeið. Vafa-
spurningin var ætíð hin sama:
Á skáldskapurinn að vera al-
gerlega frjálst starf eða ríkis-
rekstur?
II.
Ég hafði ekki sannfærzt af
orðum hins mæta manns, um að
Þorsteinn Erlingsson myndi
gera bezt ljóð, með því að svelta.
Ég hallaðist að gagnstæðri
skoðun, ef til vill af tilfinninga-
semi, fremur en með köldum
rökstuðningi. Atvikin hafa síð-
ar hagað því svo, að ég hefi átt
mönnum og framleiðendum
þykja þetta e. t. v. slæm lög, en
leigjendum og kaupendum
þykja þau góð.
Nei, allar stéttir þjóðfélags-
ins verða að vera við því búnar
að leggja eitthvað af mörkum,
slá eitthvað af rétti sínum og
óskum, eins og sakir standa, —
verkamenn lika.
Og langflestir munu líka gera
það fúslega. Rök ræðumanna í
fyrradag voru veik og hjáróma.
Áheyrendur létu þau inn um
annað eyrað og út um hitt. Þeir
nutu góða veðursins, frelsisins
til að segja hvað þeir vildu,
heyra hvað þeir vildu — og gefa
því auga, sem þeim þótti lag-
legast í mannþrönginni. -f
Imeiri þátt en við mátti búast,
að vekja hreyfingu í þjóðlifinu,
' sem stefnt hefir í aðra átt. Nú
I hefir Sigurður Nordal gefið til-
efni til aö mál þetta verði kruf-
ið til mergjar. Liðsdráttur hans
og stöðugur áróður gegn þeirri
hreyfingu að sýna skáldum og
listamönnum áður óþekkta
samúð frá hálfu þjóðfélagsins,
getur bent í þá átt, að mér hafi
skjátlast í þessu máli, og að
merkismaður sá, sem vissi
hvernig átti að fara að til að
gera Þorstein Erlingsson að
miklu skáldi, hafi máske haft á
réttu að standa.
Það mun almennt litið svo á,
að við Jón heitinn Þorláksson
höfum átt mikinn þátt í því að
stofna tvo stærstu landsmála-
flokkana, sem nú starfa hér á
landi. En við höfum svo að segja
um leið og við unnum að flokks-
myndun hvor á sínum bæ, reynt
að svara í verki spurningunni
um það, hvort skáld og lista-
menn eigi að stunda. mennt
sína í frjálsri samkeppni eða
njóta sérstaks stuðnings frá
þjóðfélaginu. Þegar Jón Þor-
láksson undirbjó sin fyrstu fjár-
lög, fyrir árið 1924, þá tók hann
burtu þá litlu fjárhæð, um 3000
kr., sem þá hafði staðið þar um
stund, til listaverkakaupa. Litlu
síðar beitti hann sér af alefli
gegn því, með allri orku flokks-
ins*) að fella tillögu um að
Sigurður Nordal fengi sérstök
ritlaun frá Alþingi, svo að hann
leitaði ekki lífvænlegri afkomu-
skilyrða í Noregi. Það má telja
fullvíst, að Jóni Þorlákssyni
gekk ekki til persónuleg harka
til að taka þessa afstöðu, held-
ur hitt, að sem samkeppnismað-
ur vildi hann ekki viðurkenna,
að ríkið ætti nokkurt erindi á
þeim vettvangi, fremur en í
annarri framleiðslu.
III.
Eftir nokkur ár var Jón Þor-
láksson hættur að undirbúa
fjárlög, og ég átti sæti í lands-
stjórninni. Þá var hafizt handa
með gagnstæða stefnu. Mér
hafði tekizt áður að útvega
Einari Benediktssyni virðuleg
skáldalaun, og koma því til Jeið-
ar, að Eimskipafélagið flutti
tiltekna tölu manna ókeypis
milli landa. Þegar ég flutti það
mál á Alþingi, rökstuddi ég þá
viðleitni með dæmum úr ævi-
sögu sr. Matthíasar. Hann var
ungur í anda fram á eiliár.
Þrátt fyrir fátæktina var hann
*) Tveir íhaldsþingmenn, I.
H. B. og Ág. Flygenring, studdu
mál Nordals, gagnstætt vilja
J. Þ.
Snæbjorn Jónsson, bóksali:
Þingeyslí IJoð
Það er orðið allt annað en |
skemmtilegt hlutverk að minn- ,
ast á bók. Hinir greindari les- j
endur gera almennt ráð fyrir
því, að sé ekki lagzt á móti bók-
iiíni, þá sé umsögnin rituð í
þeim eina tilgangi, að auglýsa
hana, án alls tillits til verð-
leika. Þó má ætla, að síður sé
þannig ályktað, ef bókin er
þegar uppseld, eins og bók sú,
er ég vildi minnast á að þessu
sinni (og uppselda tel ég hana,
þó að vera kunni til 10—20 ein-
tök norður á Húsavík). En það
er annars gagnstætt íslenzkri
tízku, að segja frá bókum, sem
horfnar eru af markaðinum.
Sú er þá forsaga bókarinnar,
að fyrir nokkrum árum reistu
Þingeyingar vandað og mynd-
arlegt sjúkrahús á Húsavík. Til
þess að geta það, urðu þeir að
leggja á sig þungar byrðar og
höfðu ýmsar aðferðir til fjár-
öflunar, en þó allar sæmilegar.
Ekki er mér kunnugt um, að
þeir auglýstu „glæsilegustu
tombólu ársins" — með ótelj-
andi núll og „happaglöpp" aft-
an við. Þetta hefðum við höf-
uðstaðarbúar þó vel getað bent
þeim á að gera. En einum for-
göngumannanna kom annað til
hugar. í héraðinu er, eins • og
I menn vita, hinn mesti fjöldi
, skálda og hagyrðinga, og hann
j lagði nú til, að þeir, sem skáld-
gáfuna hefðu hlotið, skyldu
verja henni í þágu þessarar
nýju mannúðarstofnunar. —
Skyldu margir þeirra víðsvegar
úr héraðinu leggja saman í
ljóðasafn, sem svo yrði gefið út
og selt til ágóða fyrir sjúkra-
húsið. Árangurinn varð Þing-
eysk ljóð eftir fimmtíu höfunda
(Þórarinn Stefánsson, Húsavik,
1939). Er þetta tæpra þrettán
arka bók með myndum allra
höfundanna og einstaklega við-
feldnum formála eftir þá, er
um kvæðavalið sáu, en það voru
þeir séra Friðrjk Friðriksson
prófastur og Karl Kristjánsson
á Húsavík. Verð bókarinnar var
sett langt fyrir neðan það, sem
þá mátti teljast eðlilegt bók-
hlöðuverð, en eigi að síður er
sagt, að sjúkrahúsið hafi feng-
ið inn fyrir hana eigi all-lítið
fé, enda var salan í höndum
þess manns, er beztur varð til
kosinn.
Félagsvitund mín, og víst
margra annarra, er því miður
ekki þroskaðri en svo, að vaía-
laust hefði okkur, hérna á hin-
um jaðri hólmans, fundizt við
geta látið þetta okkur óvið-
á sífelldum ferðum til útlanda,
sér til gleði og þroska, þó að
þjóðfélagið gæti þá enganveg-
inn stutt hann í þeim efnum.
Ég taldi líklegt, að ef hægt
væri að mismuna skáldum og
listamönnum landsins, þeim
sem nokkurs voru verðir, á þann
hátt, að fjarlægð íslands frá
næstu löndum væri svo að segja
numin burtu, þá gætu slíkir
menn sér til sálubóta, fylgt í
spor sr. Matthíasar um ferða-
lög til útlanda. Á þingi 1928 bar
ég fram og fékk samþykkt frv.
um menntamálaráð og menn-
ingarsjóð. Tekjur sjóðsins, sem
verja mátti til lista, bókmennta
og vísinda, voru í fyrstu sum
árin um 70 þús. kr. Mennta-
málaráð hafði auk þess ráðstöf-
unarrétt á farmiðum til út-
landa, sem' sérstaklega áttu að
vera handa svokölluðum and-
ans mönnum. Hér var mjög
skipt um viðhorf ríkisins frá
góðærinu 1924. Ég hafði svo
mikið álit á mínum „gamla
vini“ Sigurði Nordal, að ég réði
því, að hann var settur yfir
þessa margþættu menningar-
starfsemi um nokkur næstu ár.
Ég hafði beitt mér mest móti
Jóni Þorlákssyni, þegar um það
var að ræða, að Nordal flytti úr
landi. í góðri trú vildi ég láta
þaÖ sannast í verkinu, að ég
hefði haft á réttu að standa,
þegar sú ráðstöfun var gerð.
Um sama leyti var hrint í fram-
kvæmt byggingu Þjóðleikhúss-
ins, til þess að mætir leikarar,
eins og Lárus Pálsson, gætu
fengið betri starfsskilyrði til að
iðka mennt sína í framtíðinni.
IV.
Stofnun Menningarsjóðs var
stórfellt nýmæli. Nefnd manna
úr öllum helztu flokkum þings-
ins átti að ráðstafa tiltölulega
miklu fé til eflingar andlegu
lífi í landinu. Framkvæmd
þessara mála var dregin út úr
flokkapólitíkinni, með þjóð-
stjórnarskipulagi menntamála-
ráðs. Áður fyr höfðu aðal-
flokkar þingsins barizt um Þor-
stein Erlingsson og Valdimar
Briem, um Jón Trausta og Ein-
ar Kvaran, eftir hreinum
flokkslínum. Enginn þesshátt-
ar ágreiningur hefir nokkru
sinni risið í menntamálaráði.
í kjölfar þeirra breytinga, sem
beinlínis leiddu af starfi
menntamálaráðs, komu ný og
áður ókunn fríðindi til handa
listamönnum. Alþingi hjálpaði
allmörgum helztu listamönn-
um og einum eða tveim, sem
höfðu litla verðleika, til að
koma upp hentugum vinnustof-
um, og nokkrir þeirra fengu föst
komandi, ef ekki hefði verið
fleira um það að segja. En svo
er nú einmitt. Þarna bættist
sem sé íslenzkum bókmenntum
sú bók, sem einstæð er ekki að-
eins í þeim, heldur og vafalít-
ið í öllum bókmenntum heims-
ins. — Það, sem mín litla þekk-
ing veit um einna líklegast til
samanburðar, eru hinar
ensku County Anthologies. Þó
er þar um engan eiginlegan
samanburð að ræða, þvi að þar
er valið úr rithöfundum hér-
aðsins frá öllum öldum, og líka
úr því, sem um héraðið hefir
verið ritað. Hérna eru fimmtíu
samtíðarskáld úr einu fá-
mennu héraði. Bókin er sann-
ast að segja ótrúlegt, en þó al-
veg óhrekjanlegt vitni um and-
lega menningu og list á svo háu
stigi hjá þessu almúgafólki, að
við föllum alveg í stafi yfir
henni. Og svo fór nafntoguð-
um menntamanni erlendunj,
sem þó hefir af flestum mönn-
um sterkasta trú á andlegri
menningu íslenzku þjóðarinn-
ar og líklega þekkir íslenzkar
bókmenntir bezt allra þeirra
manna, sem ekki eru af ís-
lenzku bergi brotnir. Vitaskuld
væri það þó ekki rétt að álykta
af því, að sex þúsund Þingey-
ingar gátu sýnt fimmtíu slík
skáld, þá gætu það hver sex þús-
und í öðrum héruðum. Það er
af og frá að svo sé. Á þessum
vettvangi skáka Þingeyingar án
efa öllum héruðum landsins.
Á KROSSGÖTUM
FréttabréS úr Dýrafirði
Veðráttan. — Fjölgun sauðf jár. — Dráttarvélin. — Bygg-
rækt. — Byggingar. — Samkomuhús á Ingjaldssandi.
— Kynbætur. — Athyglisverð samvinna. — Vanhöld í
sauðfé.
Fréttaritari Tímans í Dýrafirði skrif-
ar: Veturinn hefir verið snjólaus oftast.
en mjög úrfella og umhleypingasamur.
Vegna hins góða sumars, heyjuðu
bændur með lang bezta móti, og þó að
þeir eigi nær allir hlöður yfir hey þau,
er peningur þeirra þarf, voru hey upp-
borin á flestum eða öllum bæjum í
haust, þar sem fyrningar voru víða
með mesta móti sl. vor. Hey þessi eru
ýmist þakin með hessianstriga eða torfi
sem yfirleitt gefst vel, en vegna hinna
miklu rigninga fram yfir hátíðar, munu
hey hafi drepið til skemmda víðast.
r t t
Sauðfé hefir fjölgað hér á síðustu
árum, svo það hefir aldrei verið eins
margt í hreppnum þau ár, sem skýrsl-
ur ná yfir. Þó hafa 5 jarðir lagzt í eyðl
á síðustu 30 árum, en eru flestar not-
aðar frá öðrum jörðum.
r t r
Búnaðarfélögin í Dýrafirði (Mýra-
og Þingeyrarhreppar) hafa nú um 13
ára skeið átt dráttarvél í félagi og hef-
ir hún unnið á hverju sumri og gert
stórmikið að túnasléttun og nýrækt.
Sl. sumar vann hún vor og haust, eins
og venjulega. Kostaði vinna hennar
9 kr. á klukkustund, er það ekki hlut-
fallslega hærra, en fyrir stríð, en
hækkun afurðanna. í ráði er að vélin
vinni í sumar, eins og áður, ef
brennsluefni verður fáanlegt, og nægar
vinnupantanir eru fyrir hendi.
Jarðabætur í þessum tveim búnað-
arfélögum voru langmestar á sl. ári
á félagssvæði Búnaðarsambands
Vestfjarða, þvi að hvergi annars staðar
munu dráttarvélar hafa unnið. Voru
í Dýrafirði unnir 11 ha. lands til tún-
ræktar og tæpur ha. garðalands.
t t t
Byggi var sáð á tveim bæjum í Mýra-
hreppi og gaf 'ágæta uppskeru. Sáð
var frá 1940, er þó var mjög lélegt
kornræktarár. Hefir verið ræktað korn
á annarri jörðinni Læk, í samfleytt 10
eða 11 sumur, og var þar fyrst sáð og
uppskorið korn á Vestfjörðum á síð-
ari öldum, og vann piltur, um ferm-
ingaraldur, að því, en er nú í bænda-
skólanum á Hólum.
laun úr ríkissjóði. Á fáum ár-
úm var svo breytt stefnunni um
viðhorf til skálda og listamanna,
að í stað þess að sinna alls ekki
málum þeirra, var ísland kom-
ið í fararbrodd meðal allra
menntaðra þjóða, og leggur nú
hlutfallslega meira fé, eftir í-
búatölu og efnum, úr almanna-
sjóðum til skálda og listamanna
heldur en títt er í nokkru öðru
landi. Samkeppnisstefnan, eins
og hún birtist í fjárlögunum
fyrir árið 1924, hafði um stund-
arsakir lotið í lægra haldi. Inn-
(Framh. á 3. slðu)
Minna er um byggingar en áður og
girðingarframkvæmdir alveg stöðvaðar.
Var þó byggt á einum bæ í Mýrahreppi
sl. sumar, fjóshlaða, fjós og hesthús
með tilheýrandi áburðargeymslum, og
í sumar er ákveðið að endurbyggja
tvo sveitabæi, ef efni verður fáanlegt,
því að bæ:r jarða þessara eru alveg að
falli komnir. Geymsluhús fyrir jarð-
epli voru byggð á nokkrum bæjum
sl. haust, enda er garðrækt hér mikil
og vaxandi, og vilja bændur sjálfir
geta geymt jarðepli sín til vors og
sumars. Styrkir Búnaðarsamband
Vestfjarða slfkar geymslur.
r r t
Á Ingjaldssandi í Mýrahreppi er
mikill hugur í dalbúum, þar eru nú 6
heimili, um að byggja í sumar sam-
komuhús, sem jafnframt verði notað
til barnakennslu. Er það ungmenna-
félagið Vorblóm, sem gengst fyrir því.
Hafa bændur allir gefið til þess ær,
sem þeir fóðra ókeypis og eru þannig
búnir að safna um 2000 kr. á tveim
árum. Loforð um allmyndarlegar gjaf-
ir frá brottfluttum dalbúum munu
fyrir hendi. Er þetta óneitanlega
mik.'ll lífsvottur, á þessum síðustu og
verstu tímum, því aldrei hefir litið
verr út en nú, um að jarðir geti haldizt
í ábúð vegna fólkseklu.
t t r
Tvö sauðfjárræktarfélög voru stofn-
uð í Mýrahreppi á sl. ári Nota þau
bæði fyrstu verðlauna hrúta. Eru það
fyrstu félög þeirrar tegundar hér á
Vestfjörðum. Hrossaræktarfélag er bú-
ið að starfa í sýslunni síðan 1929.
Nautgriparæktar- og fóðurbirgðafélög
eru í flestum sveitum sýslunnar, og
hafa þau gert mikið gagn.
t t t
Byggingarsamvinna hefir verið starf-
rækt í Mýrahreppi á vegum búnaðar-
félagsins í tvö ár. Vinnur hver félags-
maður 1 dagsverk á ári endurgjalds-
laust, og ganga áburðargeymslur fyrir,
ef byggðar eru. Hjálpar þetta þeim
sem fáliðaðir eru og örvar til fram-
kvæmda.
t t t
Vanhöld í sauðfé munu með lang-
minnsta móti hér á Vestfjörðum, og
er féð hér laust við alla skæðari sauð-
fjársjúkdóma, sem ekki eru þegar
fundin örugg ráð við (bráðapest, orma-
veiki). Nokkuð ber þó á hinni svoköll-
uðu Hvanneyrarveiki, stingur hún sér
niður við og við, en gerir ekki mikinn
usla. Helzt er það á þeim bæjum, sem
sauðfé er gefið vothey, en þeim fer
nú ört fjölgandi og verka nú allir
bændur hér í sveit, (Mýrahreppi), vot-
hey að einum undanskildum, og gefa
sumir sauðfé vothey i annað mál all-
an gjafatímann. Er að votheysgjöfinni
mikill vinnusparnaður um heyskapar-
timann.
En það er meira um þessa
bók að segja, eða öllu heldur,
það má gera það ljósara, sem
í rauninni liggur í því, er nú
hefir sagt verið. Hún hefir það
bókmentagildi, sem ávallt
hlýtur að skipa henní háan sess
í samtíðar-bókmenntum okkar.
Engum skynbærum manni
mundi koma til hugar að hún
væri bláþráðalaus. Svo er og
ekki. Þarna eru höfundar, sem
ekki sést að séu annað eða
meira en miðlungs hagyrðingar.
En ákaflega eru þeir fáir. Og
ljóð sumra hinna eru mjög mis-
jöfn, svo að sá, sem þarna á góð
kvæði, á þar líka vísur, sem
varla voru þess verðar að prenta
þær. Svo eru enn aðrir, karlar
og konur, sem ekkert sýna ann-
að en gull og gimsteina. Það
var ekki að tilefnislausu að hag-
yrðingur einn sunnlenzkur
kvað:
Hér er óður, íslands þjóð,
yls og töfra geymdur;
þegar les ég Þingeysk Ijóð,
þá er tíminn gleymdur.
Það segir sig sjálft, að sök-
um lengdar mundi þessi grein
mín hvergi fá rúm ef hún tæki
alla þessa fimmtíu höfunda
fyrir og gæti hvers eins, þótt
ekki væri nema lítillega. En
hins vegar virðist sem ofurlítið
nánara ætti að víkja að ein-
hverjum þeirra, og má þá eins
vel láta kylfu ráða kasti og gera
það af nokkru handahófi. Er
þá sjálfsagt að ganga fram hjá
svo þjóðkunnum höfuðskáldum
sem Guðmundi Friðjónssyni og
Indriða Þorkelssyni. Meðal
kvennanna má jafnvel af sömu
ástæðu láta Guðfinnu Jóns-
dóttur vera utangarðs, þvi að
hún er nú orðin þjóðkunn fyrir
ljóðakver sitt frá síðastliðnu
hausti. Þó er hér eitt, sem þar
vantar svo sorglega, en það er
andlitsmyndin. Hún er svo fög-
ur að öllum má vera unun á
að horfa. Annars má geta þess,
að myndirnar í bókinni auká
ekki óverulega á ágæti hennar,
því að um það munu allir verða
sammála, að út úr flestum
þeirra megi lesa eitthvað hið
sama og ljóðunum sjálfum. En
þó að Guðfinnu sé frá vísað, þá
er þarna enn svo frábært
kvennaval, að þá frávísun þolir
bókin vel. Það er t. d. eitthvert
annað mark en meðalmennsk-
unnar á ljóðum Bjargar Péturs-
dóttur. Þar skortir hvorki þrótt-
inn né mildina, og bersýnilegt
er það á vængjatökunum, að
þar er ekki nýfiðraður ungi að
fljúga úr hreiðrinu. Engum dett-
ur í hug eftir lesturinn,. að
þarna séu öll kurl til grafar
komin. Þá sópar líka að Arn-
fríði Sigurgeirsdóttur. Um kvæði'
Láru Árnadóttur kvað hagyrð-
ingur einn:
Við þeim hefir augljóst ýtt
angurstrauma bára,
en öngvir strengir óma þýtt
eins og þínir, Lára,
og skal hér undir það tekið.