Tíminn - 02.06.1942, Blaðsíða 3
56. blað
TÍMIMV, l>riðjndaðlnn 2. júní 1943
219
Héraðsþing ungmennaíélag-
anna á Snæíellsnesi
• __ i/'ú&fcííÍfcfcL,
— Helztu sampykktír pingsins —
Héraðsþing ungmennafélag-
anna í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu var sett og
haldið i Stykkishólmi hinn 17.
maí síðastliðinn. Forseti sam-
bandsins, Kristján Jónsson,
Snorrastöðum, setti þingið, en
forseti þingsins var valinn Jón-
as Jónsson íþróttakennari. Rit-
arar þingsins voru Stefán Ás-
grímsson, Borg, og Ögmundur
Sigurðsson, Hálsi.
Fundinn sátu 16 fulltrúar frá
7 félögum. Ýms mál voru rædd
á þinginu og skýrði stjórnin frá
störfum og framkvæmdum á
liðnu ári.
Þessar tillögur voru meðal
annars samþykktar á þinginu:
1. Landnám sveitanna.
Héraðsþing U.M.F. S. og H.,
haldið i Stykkishólmi 17. maí
1942, lýsir sig samþykkt tillögu
Steingríms Steinþórssonar, bún-
aðarmálastjóra, sem fram kom
í útvarpserindi hans síðastlið-
ið haust, um stofnun byggða-
hverfa í sveitum landsins, þar
sem vel hagar til. Álítur þingið,
að það geti orðið til stórra úr-
bóta, þó það leysi vitanlega ekki
öll vandamál viðvíkjandi flótta
fólks úr sveitunum.
í öðru lagi skorar héraðsþing-
ið á stjórn landbúnaðarmála
ríkisins, að fylgja fast eftir
þeirri stefnu, að sjá um að þær
jarðir, sem byggilegar eru vegna
landkosta, leggist ekki í eyði
sakir lélegra húsakynna. Og
einnig, að Alþingi leggi þegar
til hliðar af tekjum ríkisins
nægilegt fé, sem varið verði til
endurbygginga sveitabýla.
í þriðja lagi, að sveitum og
þorpum verði veittur öflugur
stuðningur til að koma á fót
rafveitum á næstunni.
í fjórða lagi, að nauðsynlega
þurfi að stuðla að því, að fram-
fileiðsla landbúnaðarvara drag-
Jist ekki saman sakir skorts á
jvinnuafli, þar sem búast má við
flutninga-hömlum á lífsnauð-
synjum fyrirvaralaust af völd-
um stríðsins, og þá verður þjóð-
in að búa að sinni eigin mat-
vælaframleiðslu.
2. Skógræktarmál:
Héraðsþingið álítur, að bezta
framtíðarlausnin í skógræktar-
málum sé, að ríkið styrki bænd-
ur til að koma upp skógargirð-
ingum heima á býlum sínum,
þar sem vel hagar til, ásamt
því að vinna að friðun þeirra
skógarleifa, sem fyrir eru í
landinu. Einnig samþykkir
þingið, að héraðssambandið
styrki einstök félög til plöntu-
kaupa svo sem byrjað er á.
3. Bindindismálið.
Héraðsþing U. M. F. S. og H.
haldið í Stykkishólmi 17. maí
1942 lýsir ánægju sinni yfir
þeirri ráðstöfun fyrverandi rík-
isstjórnar, að loka vínútsölun-
um, og skorar á hverja þá ríkis-
stjórn, er að völdum kann að
sitja, að fylgja þeirri ráðstöfun
fast eftir.
Ennfremur hvetur héraðs-
þingið mjög eindregið öll sam-
bandsfélög héraðssambandsins
og yfirleitt ungmennafélaga um
allt land, til að hefja öflugan
áróður gegn þeirri skaölegu
hugsun, sem nú veður svo mjög
uppi, að það sé engin vansæmd
eða manngildisskerðing að
brjóta þau ákvæði, er leggja
hömlur á nautn áfengra
drykkja.
Hins vegar þykir héraðsþing-
inu leitt, að leyfðar séu undan-
þágur um sölu áfengis til veit-
inga og veizluhalda. Álítur
þingið, að úr því að vínbúöum
er góðu heilli lokað fyrir al-
menningi, þá eigi enginn ís-
lendingur, sem dvelur hérlend-
is, að fá aðstöðu til að neyta á-
fengis eða veita það öðurm.
Ennfremur skoraði héraðs-
þingið á löggæzluvaldið, að
láta ekki þá menn, sem sekir
eru fundnir um endurtekið vin-
brugg og leynisölu, sleppa við
framkvæmd refsingar.. Leggur
héraðsþingið eindregið til, að
þeir hinir seku menn, sem
heilsu sinnar vegna eru ekki
færir um að dvelja í venjuleg-
um fangelsum, verði teknir og
varðveittir í sjúkrahúsum.
4. íþróttamál.
Ákveðið var að vinna að í-
þróttakennslu meðal félaganna,
á þeim tíma, er bezt hentar, á
hverjum stað.
Ennfremur samþykkti hér-
aðsþingið, að sambandið keypti
nokkur pör af skíðum og lán-
aði nemendum á væntanlgeum
skíðanámskeiðum, þeim, sem
ekki hafa efni á að eignast
skíði sjálfir.
Ákveðið var að reyna að æfa
fimleikaflokk undir væntanlegt
héraðsmót, og hafa lögreglu-
námskeið í sambandi við það,
og koma þannig upp flokki
manna, sem gæti haldið uppi
reglu á almennum skemmtun-
um í héraðinu, þótt héraðsþing-
ið telji ekki ástæðu til þess
vegna framkomu fólks á mótum
sambandsins, sem jafnan hefir
verið hin prúðasta.
Athugasemd . . .
(Framh. af 2. síðu)
flokkinn, er áreiðanlega ekki
þóknanleg okkur Bændaflokks-
mönnum, því að ekki ætlum við
að láta hann soramarka okkur
íhaldinu. Stefán var Sjálfstæð-
isflokksmaður áður en hann
varð Bændaflokksmaður. Hann
mun alltaf hafa langað á þing,
og nú hyggst hann að tryggja
sér þingsæti með því að verða
hlutfallsþingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Eyjafirði.
Þarna er um hreina verzlun
að ræða. Þessi maður hefir
brugðizt trausti okkar. Málefni
bændanna eru látin víkja, ef fé
og framavon er fyrir hann
sjálfan. Stefán talaði ekki á á-
byrgð miðstjórnar Bænda-
flokksins í stjórnarskrármálinu,
og okkur er ærin skömm að
Stefáni, þótt Þorsteinn Briení sé
ekkl bendlaður við málið.
Bændaflokksmaður.
Ákveðið var, að kynningar-
mót ungmennafélaga innan hér-
aðssambandsins yrðí haldið 9.
ágúst að Hraunflöt í Helga-
fellssveit.
í fundarlok samþykkti hér-
aðsþingið svohljóðandi tillögu:
„Héraðsþing U.M.F.S. og H.
haldið í Stykkishólmi 17. mai
1942 minnist í dag með
samúð og virðingu frændþjóð-
ar ísl. þjóðarinnar austan hafs,
Norðmanna, og samþykkir að
leggja fram úr sambandssjóði
kr. 100.00, sem litinn stuðning
þeim til handa á neyðartíma
þeirra.“
Um kvöldið bauð U. M. F.
Snæfell fulltrúum til kaffi-
drykkju að Hótel Helgafelli.
Voru þar minni flutt og
skemmt með söng og að lokum
dansað.
Stjórn sambandsins var öll
endurkosin en hana skipa:
Kristján' Jónsson, Snorra-
stöðum, formaður, Gunnar Guð-
bjartsson, Hjarðarfelli, ritari,
Magnús Sigurðsson, Stykkis-
hólmi, gjaldkeri.
Þennan sama dag, 17. maí,
sýndi flokkur barna úr barna-
skóla Stykkishólms fimleika og
þjóðdansa undir stjórn Jónasar
Jónssonar íþróttakennara, en á
laugardagskvöldið höfðu skóla-
börnin haft skemmtun með
upplestri,. samlestri og söng, en
skemmtun sú hafði fallið niður
fyrsta sumardag vegna lasleika
barnanna.
Stefán Jónsson.
Lesendur!
Vekjið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim mahni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Tímann.
um, sem tala harmsins mál.
Þeirri tungu talaði Kristján
Fjallaskáld, svo að seint mun
gleymast.
Hann var vegfarandinn heim-
ilislausi, sem allt hefir misst:
\
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland.
Nú á ég hvergi heima.
Hann skildi af hverju mann-
anna börn gráta og að þeim er
grátsins þörf:
Ó, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims i burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Hann gat lifað öll heimsins
vonbrigði og látið þau nísta sitt
eigið hjarta, harm konungsins
í hásætinu, sem ekki getur sigr-
að ógæfuna með veldissprota
sinum, hins auðuga manns,
sem skynjar vanmátt gullsins,
sveinsins, sem tregar sína
fyrstu æskuást, móðurinnar,
sem leggur barn sitt til hinztu
hvíldar. Hann veit, að varlega
skyldi taka mark á glöðu yfir-
bragði og brosi á vör, því að
„enginn skilur hjartað."
Hin dapurlega heimspeki hans
kemur gleggst fram í kvæðinu
um vonina. Hvað er það, sem
vekja má aumum manni ástina
til lífsins, spyr hann, og svarar:
„Það er vonin blíða, bjarta
bezt er friðar órótt hjarta,
himinljós í harmageimi
helgast lífsins andartak,
heimsins Ijúfust leiðarstjarna,
ljós á vegum foldarbarna,
böli mæddan hressir huga
og harmi snýr í gleðikvak.
Og
Allt, sem hefir upphaf, þrýtur
allt, sem lifir deyja hlýtur.
Vonin lífs er verndarengill,
von, sem þó er aðeins tál----
Og þetta síðasta andvarp allra
hrelldra og þjáðra liður honum
af munni, 25 ára gömlum:
Ljáðu mér lið
líknsami dauði svo skiljist
ég við
hálar og hverfular brautir —
hættur og þrautir.
Harms yfir höf
í höfnina tryggustu
flyttu mig gröf.
Huggaðu, nagað af harmi
hjartað I barmi.
Það er að vísu rétt, og má
því ekki gleyma, að Kristján
kunni að slá fleiri strengi, en
þann, sem sorginni er vígður.
Hann átti góða kímnigáfu, enda
er hún enn eigi ótíður hæfi-
leiki í átthögum hans. Hann
orkti líka bitrar ferskeytlur,
sem urðu landfleygar. Og eitt
af beztu kvæðum • hans, er
„Heimkoman“, karlmannlegur
óður um baráttu og sigurlaun.
Þess má geta um leið, að hann
þýddi allmörg kvæði erlendra
góðskálda, t. d. „Hinn deyj-
andi hermann“ eftir Runeberg.
En það kvæði er einnig til i
þýðingu eftir Matthías Joch-
umsson. Sumar af ljóðaþýðing-
um Kristjáns (Byron) voru
gerðar áður en hann fór í skóla.
Káfflbætir á ekki saman nema að nafninn til. Mis-
mnnandi efni og aðferðir gera hann margvíslegan
að gæðnm. Kaffihætirinn FREYJA er sá kaffibæt-
ir, sem er við flestra hæfi. — Milt og ljúffengt bragð,
ásamt faUegnm lit og hressandi ilmi, hafa gert
FREYJU-kaffibæti vinsælli en dæmi ern til.
DRÝGIÐ
kaffiskammtinn með
hinum ágæta kaffi-
bæti frá Kaffibætis-
verksmiðjnnni
„FREYJU"
á Aknreyri.
Má á því sjá, að hann hefir
numið erlend mál þegar I
heimahögum.
í endurminningum sínum,
sem fyr var getið, segir Friðrik
Guðmundsson sögu af Krist-
jáni Jónssyni, sem mér er
minnisstæð. Það var þegar
Kristján var vinnumaður á
Hólsfjöllum. Það átti að gefa
saman hjón á bæ þar í sveit-
inni, og hafði allmörgu fólki
verið boðið til. Hjónavígslan fór
fram í annari kirkjusókn. Var
löng leið á milli, og voru brúð-
hjónin eigi heim komin á þeim
tíma dags, er ráðgert hafði ver-
ið. En boðsfólk var allt sam-
an komið, og var beðið lengi.
Fór þá sem verða vill, að deyfð
var yfir mönnum, því að eigi
kom til greina nein veizlugleði
fyr en brúðhjónin kæmu. Tók
Kristján sér þá fyrir hendur
að skemmta mönnum með
kvæðum og sögum, og tókst það
svo, að allir gleymdu tímanum
og leið svo fram á kvöld, að
prestur kom og brúðhjónin.
Var nú veizla hafin, og tóku
menn þá að skyggnast eftir
þeim, er gert hafði þeim glatt
í geði meðan verst stóð á fyrr
um daginn. En þá var Krlstján
Jónsson horfinn. Hann hafði
farið af bænum um það leyti
sem veizlugleðin var að hefjast.
Þannig var Kristján Jónsson.
Þannig eru börn sorgarinnar,
eða geta verið. Þannig eru
margir íslendingar, enn I dag,
eins og þeir voru fyrir 100 ár-
um. Gísli Guðmundsson.
Þúsnndir vita
að gæfan íylgir trúlofunar-
hringunum frá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu.
Sendið nákvæmt mál.
Dvöl
Dragið ekkl lengur að
gerast áskrifendur að
Dvöl, þessu sérstæða
tímariti í íslenzkum bókmenntum. —
Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og
þvi vænna um hana, sem þið kynnist
henni betur.
Framsóknarmemi
um land allt!
Gætið þess nú þegar hvort
þér eruð á kjörskrá. Kærufrest-
ur er til 13. júní.
532
Victor Hugo:
Esmeralda
529
— Ó, ó, sagði hann loks, Þetta er á
mjög hættulegu stigi.
— Er það svo? sagði konungurinn
órólegur.
— Pulsus creber, anhelans, crepitans,
irregularis! hélt læknirinn áfram.
— Hvert í rjúkandi helviti!
— Getur orðið manni að bana á
þrem dögum.
— Guð minn góður, sagði konung-
urinn. Og hvað er hægt til bragðs að
taka?
— Það þarf ég að kynna mér betur,
herra.
Hann lét Lúðvfk XI. reka út úr sér
tunguna, ók sér og gretti sig. Allt i
einu hrópaði hann:
— Æ, herra minn. Er ekki óskipuð
gjaldkerastaða 1 tollskrifstoíunni? Ég
á systurson, sem------
— Systursonur yðar fær gjaldkera-’
embættið, meistari Jakob, sagði kon-
ungurinn. En læknið brjóstsviðann í
guðs bænum.
— Hágöfugur konungur á engan sinn
jafna, hélt læknirinn áfram. Ekki neit-
ið þér mér heldur um aðstoð til þess
að eignast hús við Andrésarbogann.
— Æ, æ, sagðl konungurinn.
— Ég er örsnauður. Mig vantar þak
yfir höfuðið, einkum þó vegna mál-
verkanna eftir Jóhann Fourboult. Það
Er skáldið Pétur Gringoire hafði
þetta sagt, kyssti hann fætur konungs-
ins.
Guillaume Rym laut að Coppenole og
hvíslaði:
— Rétt af honum að skríða fyrir kon-
unginum. Konungar eru eins og Júpiter
á Krít: Þeir hafa aðeins eyru á fót-
unum.
En vefarinn skeytti lítt um Júpiter á
Krít. Hann glotti og hvessti augun á
Pétur skáld.
— Þetta er íalleg ræða. Geri meðal
trúboði betur!
Pétur Gringoire var andþrotinn eftir
þessa löngu ræðu og horfði titrandi á
konunginn, sem sat og nuddaði dálít-
inn blett á buxnaskálminni. Síðan
sötraði hágöfugur konungurinn vænan
teyg af vatni. Hann mælti ekki orð frá
vörum. Þessi þögn var Pétri orsök nýrr-
ar sálarkvalar. Hann engdist sundur
f óvissunni.
Loks leit konungurinn á hann:
— Ja, þetta er meiri andskotans
kjaftaskurinn!
Síðan vatt hann sér að Tristan
l’Hermitte:
— Bah! Látið hann sleppa!
Pétur Gringoire fórnaði höndum og
skall afturyfir sig, frá sér numinn af
gleði.